Alþýðublaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 5
I
mjölið er ekki nema ef til vill
2—8% af fóðurblöndunni í
heild. Allt hitt yrðum við að
flytja inn. Það er rétt ó tak-
mörkunum að það borgi sig að
framleiða eigin fóðurblöndu hér
í landinu.
—Þið hafið hér eigin til-
raunaverksmiðju. Hvað getið
þér sagt okkur um starfið í
henni?
— í tilraunaverksmiðjunni
höfum við t. d. litla niðursuðu-
verksmiðju, þar sem stöðugt eru
í gangi tilraunir á margvíslegum
niðursuðuvörum Er það ýmist,
að þæ rtilraunir eru gerðar að
frumkvæði okkar sjálfra, eða
þeirra er óskað af iðnaðinum.
Stundum eru þær íramkvæmdar
í samvinnu við menn úr iðnað-
inum. Þá kemur einnig
fyrir að við hleypum mönnum
úr iðnaðinum hingað inn og
leyfum þeirn að gera tilraunir á
eigin spýtur. Viö erum með
stórar frystigeyrnslur með mis-
munandi hifastigi, allt frá 40
upp í 0 gráðu. Þar getum við
gert allar þær geymslutilraun-
ir með frystan fisk sem við
kærum okkur um. Við höfum
frystitæki til að frysta með fisk
og getum yfirleitt framkvæmt
tilraunir á sviði fiskiðnaðar á
flestum sviðum sem til greina
koma. Við gerum einnig nokkuð
af því að reyna vélar fyrir fisk-
iðnaðinn, og sem stendur erum
við að reyna vél sem framleiðir
sjávarís.
—■ Hvað getið þér sagt okkur
um rannsóknir ykkar á geymslu-
þoli fisks?
— Eitt af grundvallaratrið-
unum í fiskiðnaði okkar er nátt-
úrlega þetta, að fiskurinn hef-
ur lítið geymsluþol og skemm-
ist ákaflega fljótt, ef ekki eru
gerðar einhverjar ráðstafanir
til að koma í veg fyrir það.
Stór liður í okkar rannsóknum
hefur alltaf verið að kanna leið-
ir til að geyma fisk og verja
hann skemmdum. Höfum við
unnið á mörgum sviðum. Gott
dæmi eru þær tilraunir sem við
höfum gert til að varðveita sölt-
unarsíld svo hægt sé að flytja
hana langan veg, eins og t. d.
austan úr hafi og salta hana
síðan hér í landi. Tilraunirnar
náðu hámarki í sumar sem
leið, en þá leigði síldarútvegs-
nefnd vélskipið Héðin til flutn-
inga á síld austan úr hafi, í til-
raunaskyni, og fyrir þeim til-
raunum stóð einn af starfs-
mönnum okkar, Jóhann Guð-
mundsson efnafræðingur. í
leiðangrinum voru prófaðar
flestar þær geymsluaðferðir
fyrir söltunarsíld sem til greina
koma, eins og t. d. geymsla í
ís, kældum sjó og í saltpækli.
Síðan var þessi síld verkuð,
þegar hún kom til landsins. —
Niðurstöðurnar frá þessum at-
hugunum liggja nú fyrir, en það
er ekki mitt verk að skýra nán-
ar frá þeim, en þetta er einn
þáttur í tilraunum okkar til að
nýta síldina sem liefur fjar-
lægzt landið svo mikið á síð-
ustu árum, að til vandræða
horfir. ,
Við vinnum náttúrlega á
mörgum fleiri sviðum en þess-
um, en ef við höldum áfram
með saltsíldina þá hafa breytt-
ar göngur síldarinnar haft í för
með sér að síld er verkuð leng-
ur fram eftir hausti en áður var.
Það hefur sýnt sig að í köldu
veðri verkast síldin ákaflega
illa og ekki eðliiega. Við höf-
um gert ítarlegar rannsóknir á
því, hvernig síld verkast í ýms-
um hitastigum. Þetta er mér
sagt að hafi komið að verulegu
gagni fyrir síldarsaltendur og
gefið þeim vissu fyrir því hvaða
skilyrði þurfa að vera fyrir
hendi til að síld verkist sæmi-
lega.
— Svo við snúum okkur að
öðru. Hafið þið fengizt eitt-
hvað við tilraunaframleiðslu á
manneldismjöli?
— Hér eru ákaflega margir
sem hafa trú. á framleiðslu
manneldismjöls og álíta að hún
verði hér arðvænlegur atvinnu-
og að við ættum að sinna þessu
vegur áður en langt um líður,
meira en við gerum.
Ég hef persónulega alltaf
lagzt á móti því að við legðum
í mikla vinnu eða fjárútlát í
sambandi við rannsóknir á
manneldismjöli og ástæðurnar
fyrir því af minni hálfu eru ein-
faldlega þær, að það eru þeg-
ar íyrir hendi margar aðferðir
til að framleiða manneldismjöl.
Þær aðferðir eru góðar og
gildar og ég tel að langflest
vandamál í sambandf við þessa
framleiðslu séu þegar leyst, og
ef við tækjum upp þessa fram-
leiðslu gætum við tekið upp
þráðinn þar sem aðrir hafa lagt
hann frá sér.
— Er mikil ■ framleiðsla á
manneldismjöli í heiminum
núna?
— Hún er sáralítil. Sannleik-
ur málsins er sá að þetta fólk
sem hefur í rauninni þörf fyrir
eggjahvítu og líður af eggja-
hvítuskorti, hefur enga kaup-
getu. Það er blásnautt. Nú, ef
kaupgetan verður einhvern
tíma fyrir hendi, þá er ég sann-
færður um, að þetta manneldis-
mjöl verður hægt að framleiða
fyrir minni pening í þeim lönd-
um, þar sem þetta fólk á sjálft
heima. Þess vegna álít ég að
þetta mál sé ekki aðkallandi
fyrir okkur. Engu að síður höf-
um við unnið nokkuð að þess-
um málum upp á síðkastið og er
það vegna þess, að við höfum
átt erfitt með að standa algjör-
lega utan við þetta og það hef-
ur verið á okkur viss þrýsting-
ur að fara að gera eitthvað.
Tilraunir okkar hafa fyrst og
fremst miðast við það, að fram-
leiða manneldismjöl úr síldar-
pressuköku og loðnu, sem við
teljum að séu þau tvö hráefni
sem helzt koma til greina hérna.
Það hefur að sínu leyti gengið
ágætlega og við sjáum engin
vandkvæði á því að framleiða
manneldismjöl sem uppfyllir þau
skilyrði sem til er ætlazt.
■— Fylgizt þið gjörla með
því sem gerist erlendis á ykkar
sviði?
Framhald á 10. síðu.
Jön Ögmmidsson og HaÚdór Þorsteinsson við rann óknir í efnafræðideild stofnunarinnar,
Hluti af tækjakosti Rannsóknarstofnunar fiskiðnað ins,
Geir Arnesen efnaverkfræðingur við tæki sem notað er við rannsóknir á amínósýrum.
ts*
7. apríl 1968
ALÞÝ0UBLAÐ1Ð $