Alþýðublaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 16
Fjallaland Fagurt er okkar fjallaland og furðugnípurnar nógar og meira en eyjar og æðarhland og endalaus holt og flóar. Undir Smjörfjallsins háu hlíð hvíldist ég mörgu sinni, það er hin dýrasta drottins smíð, döggvað í sólbráðinni. Reið ég aleinn til Ostafjalls, yfir Skyrheiði þvera, í frjósömum brekkum Feirudals fannst mér ég alsæll vera. Kjötfjallið hef ég klifið upp í kuldastrekking og vindi og sólað mig undir Síðu og Hupp á sjö þúsund feta tindi. Skreiðarfjallsbungan er himinhá, svo hald er að jarðskorpan svigni, til Nígeríu má næstum sjá í nógu ágætu skyggni. Nú eru landsprófsgæjarnir að biðja um betri bækur. Ég held þeir ættu heldur að biðja úm að fækka þeim.... ðoKING EDWARD Ameríca’• Largest Selling Cigar FRUMSYNING I KVOLD í kvöld frumsýnir Leikflokkur Litla Sviðsins í Lindarbæ nýtt leikrit eftir Odd Björnsson: „Tíu Tilbrigði”. Þetta er 3. og síðasta verkefni leikflokksins í vetur en hin voru einþáttung- arnir: „Yfirboð” og „Dauði Bessie Smith“ og leikritið: „Billy lygari“. Leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir. Leikhljóð hefur Leifur Þórarinsson gert. Lýs- ingu sá Kristinn Daníelsson um, en leikmynd og gervi hefur leik stjóri gert. Persónur í „Tíu Tilbrigðum" eru þrjár: Lúðvík, tónskáld. leik inn af Sigurði Skúlasyni; Mál- fríður, eiginkona, leikin af Margréti Helgu Jóhannsdóttur og Mamma, afturgengin, leikin af Auði Guðmundsdóttur. í sýn ingu þessari starfa allir leikar ar Leikflokks Litla Sviðsins við ýmiss störf á leiksviðinu, en smíði leiktjalda og saum á bún ingum hefur Þjóðleikhúsið séð um. Þess má að lokum geta, að í tilefni þessarar sýningar verður gefin út bók með texta leikrits ins, bæði á íslenzku og í enskri þýðingu ásamt myndum úr leik sýningunni. Bókin verður aðeins fáanleg á sýningunum í Lindar bæ, en þær verða fáar. Er þetta alger nýlunda hérlendis. Eintök af bókinni verða tölusett. Frumsýning verður eins og fyrr segir á pálsasunnudag 7. apríl kl. 21. 2. sýning er á skír dag 11. apríl kl. 21.00. Vor daglegi BAK-stur Bjarndýraleit UNDIREINS og hafís kemur hér upp að ströndum þá er það mjög jafnsnemma að bjarndýr eru gengin á land. Um það er engum blöðum að fletta. Það er jafn sjálfsagt og flugur halda sig í kríngum hauga á vorin. Þess vegna þjóta menn upp til handa og fóta, góna og leggja við hlustir, cg svo sjá þeir bjarndýraspor í snjónum og heyra birni öskra. Þetta er eiginlega ema tilbreytnin í fásinninu. Þannig getur þetta gerzt: Fyrsti Grímsejingur: Heyrðist þér þú ekki heyra bjarn- dýraöskur? Annar Grímseyingur: Mér heyrðist ég heyra eitthvað, held ég, en livort það var bjarndýr veit ég ekki. En ef þaö var eitthvað þá hefur það sjálfsagt verið bjarndýr, því það er kominn ís. Eða: Fyrsti Þistilfirðingur: Sýndist þér þú ekki sjá bjarndýra- spor? Annar Þistilfirðingur: Mér sýndist ég sjá spor, en hvort það voru bjarndýraspor veit ég ekki. En ef það voru einhver hver spor þá voru þau vafalaust . eftir bjarndýr, því það er kominn ís. Og menn bíða eklú boðanna og fara að leita, ríðandi gang- andi, á vélsleðum, snjóbílum, skriðdrekum og flugvélum, vopnaðir kanónum, pístólum, frethólkum, stríðsöxum, síldar- breddum (frá á selnustu vertíð eða eldri) og brauðhnífum. Bjarndýr eru nefnilega hættuleg og geta drepið sauðfé (sem raunar stendur inni), fyrir utan það að þau tilheyra ekki dýraríki þessa lands, a. m. k. ekki samkvæmt dýrafræði Jónasar frá Hriflu (og hann er Þingeyingur). En að mörgu skal hyggja. Nú er það vitað mál að þegar bjarndýr eiga í hlut geta menn séð spor þar sem engin spor eru, eða bara spor eftir kött. Og um bjarndýraöskur gegnir svipuðu máli, þau geta heyrzt þó að ekkert heyrist, og eins þótt bjarndýr öskri aldrei. En samt eru þetta bjarndýr, á því leikur ekki vafi, því það er kominn ís. En skýringin er einföld: \ Þessi bjamdýr eru dularfull fyrirbrigði, á borð við móra og skottur og sjálfan Þorgeirsbola. Þess vegna er alrangt að málum staðið. Eina ráðið til að finna bjarndýrin, cr að útvega góðan miðil, helzt frá Eng- andi, og það þarf meira að segja að vera skæður líkamn- ingamiðill, (jafnast á við Láru) sem ekki yrði skotaskuld úr að láta framliðin bjarndýr koma fram, enda mestar líkur til að þetta sem þeir í Þistilfirðinum eru að leita að sé bara sálin úr einhverju jarðbundnu bjarndýri sem forfeður þeirra felldu á þessum slóðum fyrir mörgum öldum. Og auðvitaö þarf að koma þessari villuráfandi sál á rétta braut. Götu-Gvendur. 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.