Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 3
Þjóðin kynnist sjálfri sér bezt af sögunni, bókmenntunum og menningu þeirra, sem á undan eru gengnir.... Við þinglausnir á laugardaginn flutti forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, ræðu í tilefni þess, að hann lætur af embætti forseta nú í sumar og var þetta því í síðasta sinn, er hann slítur þingi. Fórust honum oi*ð á þessa leið: Hæstvirt ríkisstjórn og for- setar Alþingis. -Háttvirtir -al- þingismenn! __ Ég læt að þessu sinni nokk- ur orð fylgja þinglausnabréti mínu. Ég tilkynnti hæstvirtri ríkis stjórn fyrir jól og alþjóð í ný- ársávarpi, að ég myndi ekki verða í framboði við þær for setakosningar, sem fara í hönd. Ég hefi ekki sagt af mér emb- ætti eins og sumum hefir skil izt, heldur læt ég af því, þeg- ar umboð mitt er útrunnið um mánaðamótin júlí-ágúst á sama hátt og alþingismenn og aðr- ir, sem bundnir eru við kjör tímabil. berar heimsóknir erlendra þjóðhöfðingja og tilsvarandi heimsóknir Forseta íslands erlendis, sem hófust með heim sókn Sveins Björnssonar rtil Bandaríkjanna og hvarvetna eru taldar sjálfsagðar milli vinveittra þjóða. Ég þaklca háttvirtu Alþingi og ríkis- stjórnum samstarf og fullkom inn skilning, ágreiningslausan, í þessum efnum. Ég tel að mér sé nú rétt að láta staðar numið fyrir aldurs sakir. Þó ég kvarti ekki um elli, þá reynast mörgum þau árin, sem nú eru næst fram undan, ótrygg. Og ekki síður hitt, að mér er fullljóst, að þekking mín og kunnugleiki á mönnum og málefnum fer nú minnkandi ár frá ári. Þeim hefir óðum fækkað, sem sátu mér samtímis á þingbekkjum, atvinnulíf er fjölbreyttara og afskipti ríkisins af málefnum þegnanna sívaxandi. Nýir menn á hverju strái, am,k. í augum þess, sem fyrst var kjör inn á þing fyrir fjörutíu og fimm árum. Ég veitti því athygli, að eft ir hina fyrri heimsstyrjöld misstu sumir stjórnmálamenn tökin, sem höfðu lifað sitt bezta skeið fyrir styrjöldina. Eins fer mér sjálfum nú, að mig fer að skorta þann kunn ugleik á mönnum og málefn- um, sem ég tel forseta nauð- synlegan og mér hefir áunn- izt á löngum tíma í samstarfi við framámenn þjóðarinnar í atvinnu-, félags- og stjórnmál um. Ég mun ekki í þessu stutta Forseti íslands, hcrra Ásgeir Ásgeirsson. ávarpi lýsa nánar reynslu minni á forsetastóli, enda er svo um sumt, sem töluverðu máli skiptir, að bezt er sem minnst um að tala of snemma, og sízt um að hælast. Þar á forseti skylt við þá aðra, sem fyrir sáttum standa. Ég mun ekki heldur drepa á neinar til lögur um breytingar á starfs- og valdsviði forseta, sem vafa laust koma síðar til umræðu, þó síðar geti lcomið til greina Framhald á 14. síðu Þetta er ekki ný ákvörðun,*- heldur hefir mér verið Ijóst síðustu árin, hve erfitt það er, að vera einn og einmana á Bessastöðum. Ég veit að allir, sem þekktu mína ágætu eigin konu, vita, hve ríkan þátt hún átti í lífi og störfum forset- ans. Ég hefi reynt eftir mætti að halda í horfinu. Á Bessa- stöðum þarf að halda uppi rausn og reisn eins og jafn- an hefir verið á íslenzkum heimilum, sem þess hafa ver- ið umkomin, og hvorki kallað prjál né sóun heldur metið að verðleikum- Risna er fastbund in í fjárlögum, og hefir þó aldrei fylgt dýrtíð né vaxandi skyldum til fulls. Hirði ég ekki að rekja það nánar, enda hafa allir, sem vilja vita rétt, að- gang að ríkisreikningum og bókhaldi. Þó má neina opin- Tíúnaðar mannafundur Trúnaðarmannaráð Alþýðu flokksfélags Reykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Iðnó uppi. Sigurður Guðmundsson skrifstofu- stjóri ræðir um ríkisstjórn ina. Áríðandi er að allir trúnaðarmenn félagsins mæti og sýni skírteini við innganginn. Stjórnin. Þjóðin miklar á forseta Islands þakkir að gjalda Birgir Finnsson forseti Sameinaðs þings svaraði ræðu forseta íslands með eftirfarandi orðum: Fyrir hönd Alþingis þakka ég af alhug forsela íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, þessi kveðjuorð. Forsetinn var fyrst kjörmn á þing fyrir 45 árum síðan, einsog hann gat um í ræðu sinni og átti sæti hér á Al- þingi í 29 ár. Á því árabili leysti hann af hendi ótal trún aðarstörf sem þingmaður, þing fbrseti, ráðherra, fræðslumála stjóri og bankastjóri og þegar litið er til baka má segja, að hann hafi vaxið með hverj- um vanda, sem hann itók sér á hendur. Val hans í æðsta embælti þjóðarinnar fyrir 16 órum síð an, og endurkjör þrisvar eftír það, var þannig engin tilvilj- un, heldur rökrétt framhald þess, sem á undan var komið. Þjóðinni hefir heldur ekki skeikað í þessu vali. Herra Ásgeir Ásgeirsson hefir sem forseti íslands reynzt vandan- um vaxinn, og þegar hann gef ur nú ekki lengur kost á sér til endurkjörs, og lætur af störfum fyrir aldurssakir, þá á þjóðin öll honum miklar þakkir að gjalda fyrir störf hans fyrr og síðar. Það er von að hið unga ís- lenzka lýðveldi hafi þurft nokkurn tíma til þess að móta embætti innlends þjóðhöfð- ingja, og efa ég ekki, að.dóm- ur sögunnar muni verða sá, að í því efni hafi herra Ásgeir Ásgeirsson og fyrirrennari hans, herra Sveinn Björnsson, lagt fram ómetanlegan skerf- Forsétinn hefir með lífi sínu og starfi lagt sig allan fram um að sameina íslenzka þjóð og vekja þjóðarmetnað hennar. Hann hefir haft næm an skilning á samhengi nútíð Birgir Finnsson. ar og fortíðar, og jafnan brýnt fyrir þjóðinni að standa vörð um þjóðérni sitt, tungu og menningarstarf. Hann hefir litið raunsæum augum hins lífsreynda manns yfir miklar breytingar í atvinnuháttum og menningu síðustu áratuga, og gefið þjóðinni holl ráð og aðvaranir, sem vert er að leggja á minnið. Hin mikilvægu störf forset- ans hafa öll einkennzt af virð ingu hans fyrir lýðræði og þingræði og því frelsi, sem slíku stjórnarfari fylgir. Hann hefir lagt á sig mikið erfiði við það að kynna um- heiminum ísland og íslend- inga, og með ferðalögum sín- um til annarra landa hefir hann aukið hróður þjóðarinn- ar út á við, og styrkt mann- orð hennar. Á tímum aukinna alþjóð- legra samskipta er þessi þátt- ur í starfi forseta vors mjög mikilvægur. Að lokum vil ég nefna það, sem fremur öðru ber að þakka að í forsetatíð hr. Ásgeirs Ás- geirssonar hefir forsetasetrið að Bessastöðum verið setið af reisn og myndarskap, en án íburðar, og átti forsetafrúin, Dóra heitin Þórhallsdóttir, ó- Framhald á 14. síðu- 23. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 1 .! <0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.