Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 10
 Valur Islandsmeist- ari í handbolta kvenna ritstj. öRN í EIÐSSON I Valur varð íslandsmeistari í handknattleik kvenna 1968, sigraði Ármann í úrslitaleik á fimmtudaginn með 13 mörkum gegn 11. Valsstúlkurnar hafa verið beztar í handknattleik undan- farin ár og oft langbeztar. Þessi úrslitaleikur var býsna jafn og spennandi. Armanns- stúlkumar höfðu betur í upp- hafi, en Val tókst að jafna og ná tveggja marka forskoti fyrir hlé 11:9. Vörn Vals var opin fyrstu mínúturnar, en það lag aðist, sérstaklega eftir að Sig urjóna fór í markið. Síðari hálfleikur var jafn allt til loka, Valur hafði yfir tvö til þrjú mörk, en Ármann ógnaði til loka. Sigrún Ingólfsdóttir' var drýgst í liði Vals og skoraði flest mörkin, annars er liðið jafnt og sigurinn var verð skuldaður. Lið Ármanns er lítið lakara,. liðið skortir skyttúr, Valgerð- ur er sú sem helzt ógnar. Dómari var Öli Olsen. HelgiAxelssonlR- meistari t svigi ÍK.liðið, sem sigraði í 2. deild og lelkur í I. deild næsta vetur. í aftari röð t. v. er Sigurður Bjarna- son, þjálfari, en lengst t. h. er formaður ÍR, Gunnar Sigurðsson. fR í I. deild vann Ármann 14:12 Á sunnudaginn léku ÍR og Ármann til úrslita í 2. deild íslandsmeistararmótsins 'í -hand knattleik- Leiknum lauk með verðskulduðum sigri ÍR-inga, 14 mörkum gegn 12 og lýkur nú þriggja ára dvöl ÍR í 2. deild. Leikurinn var spennandi, en þó verður að segja, að fyrri hálfleikur benti til þess, að ÍR myndi vinna yfirburðasigur, ÍR-ingar skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins, Brynjólfur gerði tvö fyrstu, síðan bætti Þórarinn við marki, þá Vii- hjálmur og loks Þórarinn aft- ur. Liðnar voru nú rúmar 20 mín. af leiknum og þá loks gerði Davíð fyrsta mark Ár- menninga. Halldór markvörð- ur ÍR varði oft stórkostlega í markinu. Þessar síðustu mín- útur tíl leikhlés minnkuðu Ármenningar heldur munjnn, Guðmundur skoraði tvívegis, en Ásgeir Elíasson gerði sjötta mark ÍR, 6:3 fyrir ÍR. Síðari hálfleikur spennandi Þórarinn Tyrfingsson komst fyrstur á blað í síðari hálflejk og staðan er 7:3 fyrir ÍR. Þá ógnuðu Ármenningar mjög, ■þegar Guðmundur skoi-aði brjú mörk í röð og munurinn er aðeins eitt mark ÍR í hag, 7:3. Þá skoraði Vilhjálmur fyrir ÍR, en Hreinn svaraði fyrir Ármann og aftur er munurinn eitt mark, 8; 7. En þá kemur góður ÍR-kafli eða þrjú mörk í röð og eftir það er aldrei vafi á því hvoru megin sigur- inn lendir. Þessi þrjú mörk gerðu Brynjólfur, Þórarinn og Jón S, ÍR-liðið leikur létt og skemmtilega, í liðinu eru ung- ir menn, sem eiga framtíðina fyrir sér og geta náð langt. ef vilji reglusemi, góð þjálfun og hinn rétti félagsandi ræð ur ríkjum innan liðsins. Bezti maður ÍR í leiknum var márk- vörðurinn Halldór Sigurðsson, sem varði frábærlega á köfl- um. Aðrir leikmenn sýndu yf- irleitt góðan leik, þó bæri mest á Þórarni, Ásgeiri og Brynjólfi að ógleymdum Vilhjálmi- Ann ars er sterka hlið ÍR-liðsins, hve jafnt það er. Þjálfari liðs ins er Sigurður Bjarnason, hinn kunni leikmaður Víkings hér áður fyrr. , Ármenningar töpuðu að þessu sinni fyrir betra liði, en engin ástæða er til örvænting ar fyrir Ármann, liðsmennirnir eru ungir og mjög efnilegir sérstaklega Guðmundur og Hreinn. Dómarar í þessum leik voru Gylfi Hjálmarsson og Valur Benediktsson og dæmdu vel. Innanfélagsmót ÍR í svigi var háð í Hamragili um .helgina Keppt var í A-flokki og drengja flokki. í A-flokki voru 14 kepp endur og í drengjaflokkj voru þátttakendur 8. Helgi Axelsson sigraði í A-flokki með miklum yfirburðum og Haraldur Har- aldsson í drengjaflokki með enn meiri yfirburðum. Hér eru nánari úrslit: A-flokkur: sek- Helgi Axelsson, 73,1 Gísli Erlendsson, 93,4 Sverrir Valdimarsson, 98,0 Drengjaflokkur: sek. Haraldur Haraldsson, 44,5 Þórarinn Harðarson, 83,7 Þorvaldur Þórðarson, 85,5. Drengjahlðup * Ármanns Drengjahlaup Ármanns fer fram 28. apríl n k. Keppt verð ur í þriggja og fimm manna. sv.eitum, en bikarana, sem keppt er um gáfu Gunnar Eggertsson og Jens Guðbjörns son. Þátttökutilkynningar skulu berast lil Jóhanns Jó- hannssonar fyrir föstudag- 26. apríl sími 19171. íslandsmeistarai’ Vals í handknattleík kvenna, ásamt þjálfara Iiðsins, Þórarni Eyþórssyni. 10 23. apríl 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.