Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 16
SÍOAf* / DÚFULÍKI Stórmerk var fréttin um dúfuna í Dómkirkjunni, er dag einn sat klakandi blítt inni á altarisgrátum, þeir eltu hana og hröktu hver sem betur knnni um hvolf og syllur og glugga meS ópum og látum. Að lokum var hún á flóttanum fönguff og tekin og fast og skörulega aS verkinu gengiS, úr guSshúsi aS eilífu útskúfuS og rekin. en eftirþanka ég trúi þeir hafi fengiS. Ungur las ég og lærði bíblíukverið og lá í öllu um guð og himnaríki: ég þykist þess fullviss, að þarna hafi verið á þveitingi heilagur andi — í dúfulíki. NÝJAR GERÐIR AF PIÉR PONT ÚRUM í glæsilegu úrvali Sendum gegn póst- kröfu. KORNELIUS JONSSON, úrsmiður Skólavörðustíg 8 Bankastræti 6. Sími 18588. Sími 18600. \ • \ Maður getur fengið allt sem hjartað ágirnist, en ágirndin kemur alltaf frá hjartanu . . Svaka má maður vera töff í vor, þegar kennarablækurnar 3ra búnar að margfella mann í annað sinn og kallinn tryllist og segir að ég hafi erft gáfna tregðuna úr kellingunni. Það er staðreynd, að stytztu orð tungunnar, já og nei, krefjast mestrar umhugsunai'. ÖO ICiNO EOWARD America's Largest Selling Cigar daglegi KAILstur Hitchcock heim í stofu Tvennt er það, sem sjónvarps- og útvarpsmenn verða að sætta sig við í tilverunni: Aðfinnslur og gagnrýni. Skammir . og svívirðingar í nafnlausum bréfum ásamt lauslegri áætlun um hvaða framtíð bréfritari ætlar þeim. Hún er yfirleitt ekki björt. Nú væri fráleitt að halda því fram að þetta fólk sé hafið yfir gagnrýni og aðfinnslur. Um hitt tölum við ekki frekar. Á síðari misserum aldar vorrar hafa útvarpsmenn (ég nenni hvorki né vil skrifa „starfsmenn hljóðvarpsdeildar Ríkisút- varpsins") að mestu sloppið undan vendinum með tilkomu sjónvarpsins, en það ber aftur vott um að sjónvarpið hafi tekið við mestu af því hlutverki, sem útvarpið gegndi áður. Ég las í einhverju blaðinu hvatningarorð til sjónvarpsmanna um að sýna okkur fleiri og fleiri myndir eftir Alfreð Hitch- cock, en með því að hefja sýningar á myndum hans, má ó- tvírætt gera ráð fyrir að sjónvarpið eigi þær í bunkum, eins og myndirnar um þá Gög og Gokke. Það ætti að vera hverjum ábyrgum íslendingi ljóst, að myndir Alfreðs eru EKKI fallnar til sýningar hverjum sem er. Einnig verður að segja það eins og hvurt annað hundsbit, að siðferðisþroski mannsins á bak við myndirnar er á ákaflega vafasömu stigi frá mínu sjónarmiði séð. Einhvern tíman varð honum eftirfarandi á orði: „Sjónvarpið hefur flutt morðin þangað sem þau eiga heima: Heim í stofu!“ Afleiðingamar af því að einhver tæki boðskap mannsins alvarlega yrðu hroða legar. Stofumorðum færi sífjölgandi, meðan fjöldi annarra morða væri óbreyttur og hlutfallstala þeirra færi sílækkandi. Þetta raskar lögmálinu um morð og misþyrmingar, en þetta hvorugt tveggja hefur hingað til átt heima á svonefndum víg- völlum, þar sem háðar eru svonefndar styrjaldir og gerðar svo nefndar loftárásir og legið í svonefndu launsátri. Það er vafa laust öllum fyrir beztu að morðin haldi sig innan eigin landa mæra. Þá vil ég benda sjónvarpinu á, að ekki skyldi taka fram í dagskrá að einhver kvikmynd sé ekki ætluð börnum. Slík ummæli skapa hinu ferkantaða auga sjónvarpstækisins óhóf- lega mikið aðdráttarafl á böm. Mig grunar sannast að segja að börnin metj kvikmyndimar eftir því hvort þær eru bannað ar eða ekki. Njóta þá bannaðar myndir miklu meiri vinsælda hjá bömunum okkar blessuðum. Á hinn boginn grunar mig oft á tíðum, að sjónvarpsmönnum sé þetta vel ljóst og not- færi sér það á þann hátt, að banna meinlausar myndir, sem börnum væri hollt að horfa á. Þekking þeirra í barnasálfræði er því ekkj til að spauga með. — GADDUR. Myndin hér að ofan er af Hilmi Jóhannessyni, höfundi lelkritsins „Sláturhúsið hraðar hendur“. Myndin átti að fylgja viðtali við Hilmi í Alþýðublaðinu s.l. sunnudag en féll þá niður af misgán'ingi. Hilmir er hér að biaða í leikritahandrit'inu. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.