Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 8
í SÍÐASTA MÁNUÐI, marz-
má'nuði, voru liðin 100 ár frá
fæðingu hins heimsfræga rúss-
neska skálds, Maxim Gorki. —
Hann et meðal þeirra skálda
heims, sem einna mestri lýðhylli
hafa náð, enda reif hann ljósan
og auðveldan stíl, lausan við
heimspekilegar vangaveltur eða
fagurfræðilega tilgerð. Maxim
Gorki var öreigaskáld og verk-
skrifaður hjá hinum nýju vald-
höfum, útnefndur nokkurs kon-
ar þjóðskóld, en sumir telja, að
stjarna hans hafi nokkuð verið
farin að lækka undir það síðasta.
Ef til vill hefur hann séð, að
draumsjónir hans um hið rétt-
sýna stjórnarfyrirkomulag rætt-
ust ekki svo skjótt sem hann
hafði hugað og orðið fyrir nokkr-
um vonbrigðum. Gorki einblíndi
athygli, sem hann vakti. Hann
stóð þarna og sneri upp á rautt
yfirskeggið og lét sterklega fing-
urna strjúkast gegnum sítt og
strítt hárið. Stundum hnykkti
hann til höfðinu til að sveifla
burt hártoppnum, sem féll allt-
af ofan í augun. Öðru hvoru
kipptist hann við, nasavængirnir
titruðu ögn og hann hleypti í
herðarnar af eintómum kvíða,
lýðssinni, — talsmaður og túlk-
andj smælingjans, hins undir-
okaða í þjóðfélaginu. Sjálfsævi-
saga Gorkis, er telja má einna
frægast verka hans, hefur kom-
ið út á' íslenzku í þremur bind-
um, Barnæska mín, Hjá vanda-
lausum og Háskólar mínir. Ævi
Górkis hefur verið kvikmynduð
og varð úr því heimsfræg rúss-
nesk verðlaunamynd, sem á sín-
um tíma var sýnd hér í Trípólí-
bíói í Reykjavík undir heitinu
Bernska mín.
Maxim Gorki lifði viðburða-
ríku lífi — og sá Rússland taka
miklum stakkaskiptum. Hann sá
keisarastjómina líða undir lok
en alræði öreiganna taka við.
Hann var um tíma mjög hátt
aldrei á valdið, — honum var
maðurinn fyrir öllu. Hann
var fyrst og fremst mannvinur,
eins og verk hans bera með sér.
Skemmtilega og eftirminni-
lega mynd af manninum Gorki
dregur leikarinn Stanislavski
upp í ævisögu sinni, sem nefnd
hefur verið á íslenzku „Líf í list-
um.“ Hann segir frá viðbrögð-
um leikhúsgesta eftir sýningu á
ieik Gorkis, „Á botninum.” —
Stanislavski segir:
„Nafn Gorkis var á allra vör-
um. Hann var eltur á götunni
og í leikhúsinu, og aðdáendurn-
ir hnöppuðust stöðugt um hann
og mændu á hann. í þeim hópi
voru margar konur. Fyrst var
hann mjög feiminn við þessa
og svo reyndi hann að losna við
aðdiáendur sína með íbyggnu
brosi:
„Kæru vinir,” sagði hann,
„sem sé ......... það er sann-
arlega .... það er ekki sérlega
þægilegt. Hvers vegna mænið
þið svona á mig. Ég er hvorki
söngmær né dansmær eða neitt
þvílíkt .... það er svei mér
satt .... látið nú af þessu.”
En vöflur hans og feimnisleg
framkoma öfluðu honum fleiri
aðdáenda. Gorki var búinn
miklum persónuþokka. Hann var
fallegur ó alveg sérstakan hátt.
Hreyfingar hans voru frjálsleg-
ar og alveg óþvingaðar, og yfir
þeim hvíldi ákveðinn þokki. Ég
man ljóst eftir honum á hafn-
argarðinum í Jöltu. Hann hafði
fylgt mér til skips og stóð þarna
og beið eftir að skipið færi.
Hann hallaði sér hirðuleysislega
upp að sekkjastafia, hélt í hönd-
ina á Miximska litla, syni sín-
um, og horfði hugsandi út í
fjarskann. Það var því líkast sem
hann gæti hvenær sem væri haf-
ið sig íil flugs af hafnargarðin-
um og flogið eitthvað langt
burtu, á eftir draumum sínum
og þrám.”
Maxim Gorki — sem réttu
nafni hét Aleksey Nikoiayevich
Pyeshkov — lézt árið 1936. Þá
lágu eftir hann fim stærrj og
smærri ritverka, en hann var
jafnvígur á' margar greinir bók-
mennta: skáldsögur Ctil dæmis
má nefna „Móðurina,” sem kom-
ið hefur út í íslenzkri þýðingu
Halldórs Stefánssonar), smá-
sögur, leikrit og ritgerðir (eða
„esseyjur”). Nýlega skýrði rúss-
neskt bíað m. a. frá því, að vænt-
anleg væri fyrsta tæmandi lieild-
arútgáfan af verkum Gorkis upp
á 25 bindi. Þar mun birtast ým-
isiegt efni, sem hingað til hefur
aldrei birzt, t. d. bréf og minn-
isblöð úr fórum skáldsins. Á ald-
arafmæli Gorkis taldist mönnum
til, að komið hefðu úí alls um
fimm milljón eintök af verkum
hans.
G. A. tók saman.
>f
MYNDATEXTAR :
Efsta mynclin: Maxim Gorki.
Miðmynd: Gorkl í heimsókn hjá rithöfundinum Anton Chekov á
Jöltu aldamótaárið 1900.
Neðsta myndin: Gorki (til vinstri) með enska skáldinu H. G.
Wells í Moskvu árið 1919.
■m
g 23. aprít 1968
ALÞYÐUBLAÐIÐ