Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 14
Skeggrætt Framhald af 7. sí'ðu. skemmu að nýju þessvegna væni minn. Meðan allir veggir eru ióðréttir samkvaemt halla máli og öll horn hornrétt sam kvæmt hornamæli og þakið ligg þétt við brún, stendur skemm an hér af sér öil veður og lífi og lieilsu pakkhúsmanna verð ur ekki hætta búin. Ég hef lagt sáluheill mína í þessa skemmu, eins og reyndar öll hús, sem ég hef haft hönd í hagga með. Mig hefur dreyiat hana á nóttinni og iég hef skoð að báðar hliðar á öllum teikn ingum. Það skitna er að ég hef margoft re'kið mig á það, að oft er hægt að ná mun betri árangri með hús, ef maður skoðar einungis bakflötinn á teikningunum. Þegar arkitekt er að teikna ósköp venjulegt og hversdagslegt hús er harfn oft að gera snilldarverk aftan frá og hertu þig nú væni minn með spítuna þá arna og láttu manninn ekki standa þíg að einu drolli! Breytingar Framhald úr opnu. á vegum, miðað við þunga þeirra: 1. 1 bifreið með 12 smálesta öxulþunga (stór vörubifreið) slítur veginum jafnmikið og 35 þúsund bifreiðir með 0,5 smá- lesta öxulþunga (fólksbifreiðir), miðað við sama akstur. 2. 1 bifreið með 8 smálesta öxulþunga (meðalstór viírubif- leið) slítur veginum jafnt og 7 þús. bifreiðir með 0,5 smálesta öxulþunga (fólksbifreiðir) mið- að við sama akstur. 3. 1 bifreið með 6 smálesta öxulþunga (minni vörubifreið) slítur veginum álíka mikið og 5400 bifreiðir með 0,5 smálesta öxulþunga (fólksbifreiðir) mið- að við sama akstur: Heimildin um ökumæla er mjög gagnlegt nýmæli, sem stuðlað getur að réttlátri skatt- lagningu þungra ökutækja. Við teljum þó, að í stað hækkunar á gúmmígjaldi, hefði verið heppi- legra að taka upp stighækkandi þungaskatt, bæði með tilliti til þess að ökumælar geta leið- beint um réttláta skattlagningu 5 tonna bifreiða og þyngri, og einnig með hliðsjón af því, að hjólbarðar eru mikilsverð ör- yggistæki, og verð má ekki hindra bifreiðaeigendur í endur- nýjun þeirra. Þá er rétt að vekja athyglj á' því, að verð á hjólbörð- um lækkaði vörulega hér á landi, þegar innflutningur á þeim var gefinn frjáls. Það verður einnig að líta á það sem óheppilega ráðstöfun að taka til baka, með nýjum sköttum, þann eðlilega og sjálfsagða hagnað, sem bif- reiðaeigendur fengu með frjálsri verzlun. KostnaSargrýla. Þá vill FÍB einnig vekja at- hygli á því, að sú bráðabirgða- kostnaðaráætlun fyrir hrað- brautir hér á landi, sem gerir ráð fyrir, að 1 km. kosti 5 millj. ,kr„ er of há. Með hagsýni og fyllstu nýtingu á nútímatækni, mun víðast hvar hægt að leggja hraðbrautir á fjölförnustu leið- um hér á landi fyrir 2/3 eða jafnvel helming þessa verðs, ef tekið er fullt tillit til okkar þarfa, og hentugustu tæki, efni og aðferðir notað við gerð veg- anna. Hrsðbrautarfé — eyðslufé. FÍB vill vekja athygli á því, sem fram kemur í athugasemd- um við frumvarpið, að fyrirhug- að er að gera áætlanir um lagn- ingu hraðbrauta að lengd um 300 km. næstu 5 — 6 árin, og verði þá varið í það fé, sem kemur í vegasjóð vegna þessara nýju skatta, ásamt nokkru af þeim tækjum, sem vegasjóður hefur samkvæmt eldri ákvæðum, og lánsfé. FÍB telur, að hér sé far- ið inn á rétta braut og beri að fagna því framtaki, sem liggur að bakj slíkra fyrirætlana. Þessi fyrirheit eru glæsileg og geta staðizt, ef rétt er á haldið, en upphaf þessa ágæta máls er því miður æði bágborið og lofar ekki góðu, því að samkvæmt bráða- birgða-ákvæðum við lagabreyt- inguna, sem fjallar um ráðstöf- un fjárins, er gert ráð fyrir,' að rúmum 80% af þessum nýja skatti á rekstrarvörur bifreiða verði á þessu ári varið til greiðslu á gömlum skuldum og til almennrar eyðslu við vega- gerð, sem kemur þjóðinni í heild að harla litlu gagni. Það virðist miklu eðlilegra að afla fjár til slíkra framkvæmda á erfiðleika- tímum með aukinni hagsýni og ' betri nýtingu vegafjárins í heild, ella fresta framkvæmdum, sem eru síður aðkallandi en hrað- brautir. Niðurstöður. a) FÍB mótmælir eindregið, að sá nýi skattur, sem lagður verður á bifreiðaeigendur, skv. frumvarpi til laga um breytingu á vegalögum nr. 71, 30. des. 1963 og lagt var fram á Alþingi 2. apríl 1968, verði notaður til nokkurra annarra þarfa en und- irbúnings að byggingu . hrað- brauta og gerð þeirra. FÍB telur, að leggja beri í sjóð þann hluta fjárins, sem eigi þarf að nota til undirbúnings á þessu ári, og nota hann til fram- kvæmdá á næsta ári. b) Þá bendir FÍB á, að afla beri fjár til þeirra framkvæmda, sem nefndar eru í bráðabirgða- áKcvæðum við fagafrumvarpið, og ekkj koma hraðbrautum við, með hagsýni og betri nýtingu á núverandi vegafé, ella verði framkvæmdum í þessum liðum frestað, þar sem þær þola frem- ur bið en gerð hraðbrauta á fjölförnustu leiðum landsins. c) Þá væntir FÍB, að hið háa Alþingi sjái sér fært að gera þá þjóðhagslega heppilegu ráðstöf- un að lækka innflutningsgjöld á nýjum bifreiðum meira en gert hefur verið, og einnig að afnema sérstök afnoíagjöld á viðtækjum í bifreiðum, enda afnám slíks gjalds veigamikið umferðarör- yggisatriði, svo sem „Fram- kvæmdanefnd hægri umferðar” hefur nú þegar bent á. d) FÍB fagnar því, að hafinn er raunhæfur undirbúningur að lagningu lu-aðbrauta, en bendir jafnframt ó, að vantraust mun skapast á fyrirætlunum um lagn- ingu þeirra, ef fyrsta hraðbrauta féð er notað sem eyðslueyrir til framkvæmda, sem koma fáum að notum. Reykjavík, 6. apríl 1968. Félag ísl. bifreiðaeigenda. Bréfakassinn Framhald af bls. 2 þægileg sólbaðsskýli, afdrep fyrir börn að leika sér, staðir til að sitja lesa og hafa það gott, yfrleitt staður fyrir fólk en ekki maskínur. Þarna mætti líka hafa fagran gróður, gróður sem þyrfti skjól og hlýju eins og mannfólkið, um fram það sem fæst á bersvæði á voru svala landi. Sólarvinur, Forsefi íslands Framhald af 3. síðu að leggja orð í belg. En það tel ég harla ólíklegt, svo ekki sé kveðið fastar að orði, að forsetaembættið verði lagt nið ur um fyrirsjáanlega framtíð- Það liggur í eðli þingræðis- ins, að flokkar skipi sér til stjórnarfylgis og stjórnarand- stöðu. Utanflokksmenn eru oftast undantekning á þjóð- þingum. Forseti þarf jafnan að vera viðbúinn, ekki sízt þar sem samstarfsstjórnir tíðkast- ,,Samsteypustjórn“ er ekki réttnefni, því flokkum er ekki steypt saman, þó þeir starfi saman. Ég er ekki viss um að samstarfsstjórnir gefist ver en þar sem tveir flokkar skiptast einir á um stjórnarstuðning og stjórnarandstöðu. Því innan stórra flokka er jafnt um málamiðlun að ræða og í samvinnu minni flokka. Þing- ræði byggist á málamiðl- un milli ólíkra hagsmuna og hugmynda. Flokkar skyldu því fara var lega í það að telja hvern ann an óalandi og óferjandi. A tuttugu og fjórum árum vors unga lýðveldis hafa allir þing flokkar starfað með öllum öðr um, og það oftar en einu sinni hver flokkur, enda þarf sund ið á milli þeirra, sem taldir eru standa vinstra megin í ein um flokki og hinna, sem telj ast vera hægra megin 1 öðrum, ekki að vera svo breitt, að þeir séu ekki í kallfæri hver við annan. Og öllum flokkum á að vera það sameiginlegt, að íslendingsheitið sé hverju flokksnafni stærra þegar í harðbakka slær, og einnig á mestu hátíðarstundum þjóðax’- innar- Hins vegar verður jafnan á- greiningur og hagsmunaátök með mönnum Og flokkum, en lýðræði og þingræði byggisl á þeirri trú og reynslu, vil ég bæta við, að frjálsar umræð- ur gefi að lokum bezta raun. Þegar vér lítum til baka í sögu Alþingis, þá er Það eftir tektar- og aðdáunarvert, hvað málalok hafa oft gefizt vel og staðizt tímans tönn, þó að á- tök líðandi stundar hafi verið hörð og jafnvel illvíg. Það er lygnt að horfa aftur um stafn, þó öldur hins ókomna tíma rísi hátt framundan. Lýðræðisþjóðir gera sér ljóst að enginn er óskeikull, og þá ekki heldur neitt kenninga kerfi, jafnvel ekki heldur lýð ræðið sjálft og þingræði, þó það gefist betur en nokkuð annað, þegar það hefir náð festu og þroska. Hinn kostur- inn er einræði, sem jafnan byggist á vopnuðu valdi í ein hverri mynd. Hjá oss er enginn ágreiningur um það, að vér kjósum .heldur að telja höfuð in en að kljúfa hausana. Vér Islendingar byggjum á langri sögulegri þróun, þó ekki hafi hún verið ótrufluð af er- lendum yfirráðum- Landnárn íslands var stórfellt fyrirtæki. Þúsundir manna, sem leita sér á nokkrum áratugum farborða og frjálsræðis í óbyggðu landi og laga sig eftir landkosrum. Stofnun Alþingis var og mik- ið stjórnmálaafrek, sem vér njótum fram á þennan dag. Þjóðin kynnist sjálfri sér bezt af sögunni, bókmenntunum og menningu þeirra, sem á und an eru gengnir. í þeirri fylk- ing er margur þiijgskörungur inn. Þessi stofnun, háttvirt Alþingi, sem er nær jafngöm ul sjálfri þjóðinni, hefir kom ið mörgum, sem hér hafa átt eða eiga enn sæti, til nokkurs og öðrum til mikils þroska. »Þjóðin á nú við mikla erf- iðleika að stríða. Hún hefir séð framan í landsins 'forna fjanda, hafísiijn, sem vonandi hverfur á braut fyrir páska- blíðunni og sunnanblænum- En hann hefir minnt á sig. Mikið verðfall og minnkandi þjóðartekiur fá þingi og stjórn erfitt viðfangsefni í hendur. Vér skulum vona að vel ráðist fram úr með viturra manna ráði og skilningi almennings. Það eítt er víst, að þjóðin verð ur aldrei aftur sú sama og var í óáran eldri tíma. Bættur húsakostur, samgöngur, raf- væðing og tækni atvinnuveg- anna, samtök og samhugur Verðlaunapeysurnar ásamt flíkum verða í sýningar- glugga okkar í Þingliolls- stræti 2 næstu vikurnar. AUGLYSIÐ í AfþýSublaðinu fólksins og forsjá Alþingis sér um það. Ég slít nú innan stundar fundum þessa þings eftir nær fjörutíu og fimm ára samveru við fjölda ágætra forustu- manna þjóðarinnar, og á vænt anlega ekki hingað aftur- kvæmt á fund með háttvirtum þingmönnum. Með lirærðum huga þakka ég innilega hverj- um og einum, sem nú skipa hér sæti, samveru og samstarf, minnugur fjölda annarra þing manna, sem einnig hafa reynzt mér góðir félagar og vinir. Ég óska alþjóð árs og friðar og Guðs blessunar. Ræða Birgis Framhald af 3. síðu metanlegan þátl í því starfi. Störfum forseta vors, hr. Ásgeirs Ásgeirssonar, hefir jafnan fylgt gifla og gengi. Ég þakka honum sérstaklega við þetta tækifæri þingstörf á þingmannsárum hans, og eink um störf hans sem forseta sam einaðs Alþingis á Alþingishá- tíðinni 1930. Ég þakka honum samstarf við Alþingi og marg ar ánægjulegar samverustund ir með þingmönnum nú á seinni árum. Ég þakka forseta íslands hr. Ásgeiri Ásgeirssyni, öll hans ágætu störf fyrr og síðar, og góðan skilning hans á hlut- verki Alþingis í þjóðlífinu. Ég vona að honum megi end ast aldur í mörg ár enn til þess að fylgjast með gróandi þjóðljfi, auknum manndómi og menningu þjóðarinnar. Veit ég, að íslenzka þjóðin öll tekur undir þakkarorð mín til forsetans og óskir honum til handa. Leikhús Framhald af 5. síðu. maður, „poseur", alla tíð að leika hlutverk sem er vísu runnið hon um í merg og blóð, orðið hans annar maður. Þetta verður að vera ljóst til að píslarvætti hans skiljist í leiknum. Að svo búnu má leikarinn gjarnan leggja sig fram eftir megni að vinna hlut verki sínu samúð, þegar orðið er Ijóst að hér er um tvennskonar ást að ræða, tilfinningar sem hvor um sig er jafnrétthá, jafn- góð og gild, tvö svið mannlegs sálarlífs sem hljóta að stafa af sér dauða og og tortíming þegar þau mætast. — ÓJ. Ung hjón, sem vinna bæði úti, óska eftir að taka á leigu góða 3.4 herbergja íbúð sem fyrst helzt í Vesturbæ sunnan Hring brautar. Eiga tvö börn, sem eru í gæzlu á daginn. Góðri umgengni og skilvísi heitið. Vinsamlegast hringið í síma 23-0.33 eftir klukkan 8 á kvöldin, eða í síma 18-4.09 klukkan 10-12 fynr hádegi. o o \} SMÁAUGLÝSINGAR iiiiiiin ALAFOSS. Góð íbúð óskast 14 23. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.