Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 4
HEYRT& SÉÐ BGE$Bf E!TT M^ög margir kannast við söguna af Mombí Bitt, hinum dæmalausa praklcara. Helgi Hjörvar las söguna í eigin þýðingu í útvarpið fyrir mörgum ár- um og bókin kom út i endurútgófu fyrir jólin. Svíar hafa nú gert sjónvarpskvikmynd um þennan vinsæla strák og er nú verið að sýna myndina í Noregi. Ekki vitum við hvort myndin verður sýnd hér, en ekki er það ólíklegt, hvenær sem af því verður. Þess má geta að Fritiof Nilsson, höfundur, samdi aðra bók um Bombí Bitt en hún hefur enn ekki verið þýdd á íslenzku. Myndin er af drengnum sem leikur Bombí Bitt í sjónvarpsmyndinni. Leynisagna- og hryllingshöfundurinn Edgar Wallace hefur undan- fárið notið vaxandi vinsælda og bækur hans seljast enn í milljóna- upplagi. — Þjóðverjar eru einkum iðnir við að framleiða myndir bvggðar á sögum Wallace . .. Hér á myndinni sjáum við nýjasta ,,íund“ þýzka kvikmyndaframleiðandans, Alfreds Vohrers, sem hef- ui- gert margar kvikmyndir eftir sögum Wallace. Heitir hún Sophie Hardy og er frönsk að ætt. B Sl IDGESTON E Frá Byggingarsamvinnufétagi Kcpavogs Lausar eru til umsóknar nokkrar- íbúðir í 8. byggingar- flokki. Félagsmenn sem vilja sinna þessu tali við Salomon Eínars. son, síma 41034, fyrir 1. maí. STJÓRNIN. 4 23. apríl 1968 — >■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Kvikmyndagagnrýnendur í New York kusu „Nóttin var heit“, beztu myndina árið 1967. Hinn kunni leikari Rod Steiger (lék aSal hlutverkið í Veðlánaranum sem var sýnd í Laugarásbíói) leikur í myndinni lögregluforingja og Sid- ney Poitier leynilögreglumann hjá FBI. Klukkan er 2.30 heita septem- bernótt í smábænum Sparta í Bandaríkjunum. Einn af lög- reglumönnum borgarinnar er á venjulegu næturróli. Hann ekur hægt eftir mannauðum götunum og að venju ekur hann um fátækrahverfin. Hann tekur eftir því að það er Ijós í eldhúsglugga og fyrir innan stendur Delores Purdy, ljóm- andi vel vaxinn — og nakin, Sam Woods lögreglumaður þurrkar svitann af enninu og ekur áfram. Skyndilega hemlar hann snöggt. Á götunni fyrir framan lögreglubílinn liggur maður í hnipri. Það tekur lög reglumanninn ekki langa stund að átta sig á að maður- inn er dauður —• myrtur. .Og nú taka hjólin að snú- ast hratt. Sá myrti er þekkt- ur iðjuhöldur sem ætlaði að byggja stóra verksmiðju í Sparta, svo hér hlaut morðing inn að vera. Hinn nýi lögreglu stjóri (Rod Steiger) setur allt í gang á sinn harðneskjulega hátt og skipar svo fyrir að koma með alla grunsamlega menn á lögregluvarðstofuna, eins fljótt og auðið er. Rétt fyrir klukkán fjögur kemur Woods með Virgil Tibbs (Sidney Poitier) á varðstofuna. Hann er negri, og sérstaklega vel klæddur — þessvegna er hann óvenjuleg sjón í Sparta. Woods fann hann á járnbraut- arstöðinni þar sem hann beið eftir morgunlestinni. Tibbs svarar öUum spurning um kurteislega, en þó með gætni, því lögreglustjórinn er óvæginn og ókurteis. Þeir rannsaka veski hans og finnst hann hafa grunsamlega mikla peninga á sér — alltof mikla peninga fyrir heiðarlegan negra. Tibbs segir þeim að hann vinni sér inn 162 dollara á viku sem lögreglumaður í Philadelfíu, en lögreglustjór- inn trúir ekki einu orði og með mestu fyrirlitningu skipar hann að láta negrann balc við lás og slá. En Tibbs er sá sem hann seg ist vera, og það sem meira er, hann hefur verið sendur út af örkinni til að hjálpa lögregl unni í þessum bæ. Gillespie og Tibbs hata hvor annan afl lífi og sál og leikur þeirra er svo sannfær- andi að áhorfendur draga and ann djúpt í hvert skpti sem þeir lenda í sennu. . . Á meðan ver'ið var að leika í myndinni sagði Rod Steiger: — Sidney og ég höfum verið persónulegir vinir í næstum 20 ór. Við kynntumst í leikhús um New York borgar. Við höf 'um alltaf óskað eftir að leika saman og við vorum ákvkeðn ir í að láta það verða þegar við fyndum eilthvað sem hæfði okkur. Ég held fastlega að við höfum fundið það sem við leituðum eftir. Hann hefur víst rétt fyrir sér. Þetta er sögð mjög góð mynd. Lím inn í EeÉS&nni. ★— V eitingarskálinn GEIT&SÁLSB. VEL WEGINN MU. ^\w \u í« Rod Steigcr og Sidney Poitier í myndinni „Nóttfn var heit“. Frá matsveina- og veitingaþjóna- skóianum. SÝNING á sveinsprófs verkefnum matreiðslu og framleiðslunema, veröur haldin í húsakynnum skólans í Sjómannaskólanum kl, 2-3 í dag. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.