Alþýðublaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 14
Akranes Framhald úr opnu. kvenfólk sem vinnur hérna? —■ Þær eru 15 núna. Þegar ég yfirgef Niðursuðu- verksmiðjuna eru konurnar að ljúka við flökunina og nokkr- ar þeirra eru setztar við að líma miða á búðingsdósir, sem síð an verða komnar á markaðinn eftir nokkra daga og seljast fljótt, því vörur með HEKLU merki hafa aflað sér vinsælda neytenda á undanförnum tæp- um þrem áratugum. Þannig gengur lífið fyrir sig í sjávarplássi úti á landi um vertíðina. Og hvar í stétt sem við stöndum, eigum við öll sam eiginlegt, að tilvera okkar bygg ist á því, að fiskur veiðist og það takist á sem beztan hátt að gera úr honum verðmæta út- flutningsvöru. Hagur fólks er sækir aflann á miðin og breytir 'hönum í seljanlega vöru er einnig okkar hagur og því skul- um við vona að vel takist með vertíðina til loka, þrátt fyrir þá erfiðleika sem að hafa steðjað í vetur. Hdan. Knattspyrna Framhald 11. síðu. Þegar Fram var stofnað, var fyrir í Reykjavík nokkurra ■ára gamalt knattspyrnufélag, KR. Fyrsti kappleikurinn á milli félaganna var háður ár- ið 1911, þegar Melavöllurinn var vígður. Þótti sumum það nálgast fífldirfsku af Fram- piltunum að ætla að etja kapp við hina reyndu KR-inga, sem flestir voru mun eldri og reynd ari í listum knattspyrnunnar. En svo fór, að leiknum lauk með jafntefli, hvorugu liðinu tókst að skora mark. Þetta varð til þess, félögin ákváðu að eyja annan leik skömmu síðar. Og þá vann Fram með 2:1. Dálagleg byrjun. Skal nú farið fljótt yfir sögu. Fyrsta íslandsmótið í knattspyrnu var háð árið eftir, 1912, og sigruðu KR-ingar í því. Árið eftir sigraði Fram í Is- landsmótinu og var nær ósigr andi næstu árin á eftir. Vann Fram samtals 8 íslandsmót á árunum 1911 — 1926. En eftir þessi gullaldarár fór í hönd deyfðartímabil og við sjálft lá, að félagið legðist niður. Fyrir fórnfúst starf nokkurra manna tókst að reisa félagið við á nýj an leik. Hefur Fram unnið ís- landsmót samtals 15 sinnum og oftsinnis orðið Reykjavíkur- meistari. Á síðasta ári var Fram í úrslitum bæði í íslands og Reykjavíkurmóti. En þrátt fyrir, að vorugt mótið ynnist, vann ekkert félag eins mörg knattspyrnumót á síðasta ári og Fram. Állt til ársins 1940 er saga Fram nær eingöngu bundin við knattspyrnu, en árið 1940 er handknattleikur tekinn á stefnuskrá félagsins. Má segja, að með því hafi verið stigið hqilladrjúgt spor. Fyrstu árin var félagið ekki sigursælt á handknattleikssviðinu. Fyrsti sigurinn vannst ekki fyrr en 1946 og þá í 2. flokki kvenna. Kvenfólkið var mjög sigursælt á árunum 1948 — 1954, en þá vann meistaraflokkur kvenna samtals 19 mót, þar af íslands mót innanhúss samf'leytt á ár- unum 1950—1954. Karlaflokkur inn varð fyrst íslandsmeistari 1950. Um eða eftir 1960 hefst svo nýtt velgengnistímabil í sögu Fram. Fram verður ís- landsmeistari 1962, 1963, 1964. Síðan aftur 1967 og 1968. Á þessu tímabili vinnur Fram nær öll Reykjavíkurmót, Og nú nýlega f'ærði handknatt- leiksfólkið félaginu góða af- mælisgjöf með því að sigra í 5 mótum af 7 mögulegum. Hér hefur aðeins verið stikl að á stóru. Vissulega geta Fram arar litið stoltir yfir farinn veg. íþróttalega stendur félagið mjög vel, en hinu er ekki að leyna, að aðstaða til íþrótta iðkana er langt frá því að vera góð. En á þessum tímamóturn í sögu félagsins virðist lang- þráður draumur Framara um bætta aðstöðu ætla að rætast. Verður þess nú ekki langt að bíða, að hafizt verði handa um uppbyggingu nýs íþróttasvæð is, sem félagið hefur verið út- hlutað norðan Miklubrautar. Framarar munu minnast 60 ára afmælisins með margvís- legu móti á þessu ári. Þegar hefur verið haldið afmælismót í innanhússknattspyrnu. Af- mælisleikir í knattspyrnu og handknattleik verða háðir. Gefið verður út afmælisblað. Hinn 9. marz sl. var efnt til afmælishátíðar í Lídó og við það tækifæri voru nokkrir fé- lagar heiðraðir. Fjórir voru gerðir að heiðursfélögum, þeir Sigurbergur Elíasson, Ragnar Lárusson, Jón Guðjónsson og Gunnar Níelsen. Ávarp Framhald af 6. síðu. og verði hvergi lengri en 40 stundir. Að lögin um réttindi og skyld ur nái til allra starfsmanna hins opinbera, sem ekki taka laun samkvæmt kjarasamning um annarra stéttarfélaga. Að orlof verði greitt á yfir- vinnu. Að mötuneytum verði kom- ið upp fyrir alla vinnustaði og endurskoðað verði fyrirkomu- lag starfa í sambandi við breyt ingar á matartíma. Að komið verði á fót orlofs heimilum opinberra starfs- manna og samtökum þeirra veittur til þess stuðningur. Að komið verði á samstarfs- nefndum launþegar fái að- stöðu til áhrifa á starfrækslu fyrirtækja, starfskjör, starfs- fræðslu og umbætur í rekstrí stofnana. Að komið verði á fót hag- stofnun launþegasamtakanna. er starfi í þeirra þágu. Kópavogur Framhald af 3. síðu hluta þáttbýlisframlags, að frá dregnum viðhaldskostnaði þjóð vegarins, til annarrar varanlegr 14 1. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐI§ ar gatnagerðar í kaupstaðnum. Auk þéttbýlisvegarfjár Kópa- vogs rennur inn fé til fram- kvæmdanna úr svokölluðum 10 % sjóði. Eiga þessir tveir tekju stofnar að standa undir kostn- aði við verkið. Ljóst var þó í upphafi að nauðsynlegt yrði að afla lánsfjár og var umsamið að ríkisstjórnin annaðist útveg un þess. Eftir að nefnd sem samgöngu málaráðherra skipaði 1965, hafði skilað áliti sínu, kaus bæjarstjórn Kópavogs nefnd til að sjá um undirbúning og fram kvæmdir í umboði bæjarstjórn- ar. í nefndinni eiga sæti bæjar fulltrúarinar Ásgeir Jóhannes- son, Björn Einarsson, Sigurður Helgason og Sigurður Grétar Guðmundsson, formaður nefnd- arinnar. Ólafur Jensson, bæjar verkfræðingur Kópavogs hefur frá upphafi fylgzt með undir búningi verksins og situr reglu- lega fundi með verkfræðingum þeim sem unnið hafa að, könn un verksins. Um hönnunina sá Verkfræðistofa Stefáns Ólafs- sonar ásamt verkfræðingunum Guðmundi Magnússyni og Theó dóri Arnasyni. S.V.FJ. Framhald af 3. síðu forma sinna um veiði eða ferðir. 4. Önnur skip en fiskiskip skulu tilkynna Reykjavík Radio beint eða um þá strandar- stöð, er þeim hentar bezt, stöðu sína og ferðaáform til næsta tilkynningartíma. 5. Fiskibátar, sem eigi eru bún- ir talstöðyum, skulu tilkynna viðkomandi eftirlitsstöð eða þeim, er hún tilnefnir, brott- för sína, áformaðar ferðir og komu. 6. Þegar tilkynningarmiðstöð- inni hefur borizt vitneskja um að skip hafi ekki gefið sig fram á tilskyldum tíma, skal hún þegar í stað gera þær ráðstafanir, er hún telur þörf og hafa um þær sam- ráð við alla þá aðila, er að- stoð géta veitt, við eftir- grennslan, leit eða björgun. Nýtt hverfi Framhald aí bls. 1 ing 312 íbúða og er nú áætlað að þeim verði að fullu lokið í febrúarbyrjun 1969. Munu því verða afhentar að jafnaði 2 í- búðir á hvern vinnudag fram að þeim tíma. Aðalverktaki á eþs«um fyrsta áfanga er Breiðholí h.f. Þessar upplýsingar komu fram á fundi með fréttamönnum í gær, og gafst þeim tækifæri til að skoða hinar nýju íbúðir. Er óhætt að segja að þær eru smekklegar, en lausar við allan íburð. Á innréttingum, sem eru á allan hátt vel gerðar sést að þær eru framleiddar í stórum stíl. Öll gólf eru lögð parketti frá Danmörku. Kyndistöð er fyrir allt hverfið þangað til KRÖFUR DAGSINS Aldrei framar atvinnuleysi. Burt með atvinnuleysið. Sumarvinnu fyrir skólafólk, Endurnýjun togaraflotans. Eflum íslenzka atvinnuvegi. Fullvinnslu sjávaraflans. Eflum íslenzkan iðnað. Fé til íbúðabygginga. Aukið öryggi á sjó. Dnav^nutekiur til menningarlífs. 4ra vikna orlof. Kauphækkun. Gegn verðbólgu og dýrtíð. Kauphækkun án verðhækkana. Kauptrygging í fiskiðnaði. Lífeyrissjóð fyrir alla launþega. Lækkun skatta verkafólks. Lifi samtök verkalýðsins. Lifi Alþýðusamband íslands. Gegn erlendri ásælni. Frelsi, jafnrétti, bræðralag. Herferð gegn hungri. V;* mótmælum kynþáttaofsóknum. Víetnömum frið og frelsi. Gegn þjóðarmorði í Víetnam. Stöðvun loftárása á Víetnam. Víetnam fyrir Víetnama. Öreigar allra landa sameinist. Lifi Iðnnemasamband íslands. Iðnnám án atvinnuleysis. Áfram með byggingu Iðnskólans. Bætt kjör iðnnema. Hækkuð laun iðnnema. Fulla framkvæmd iðnfræðslulaganna. Gróðasjónarmið meistara á kostnað iðnnema víki. Verkfallsréttinn í hendur iðnnema. Iðnnemar krefjast mannsæmandi lífskjara. hitaveitan verður tengd við öll húsin í einu. Þá eru hin 23 einbýlishús úr timbri tilbúin að öðru leyti en því að eftir er að leggja í þau heimtaugar rafmagn. Einhleypingur Einhleypingur óskar eft,- ir 1—2 herb. íbúð. Tilboð sendist Alþýðublaðinu merkt: „íbúð“. Breiðholt Framhald af bls. 1. fjölbýlishúsið Ferjubakki 2- 16, sem fyrstu íbúar Breið- holtshverfis munu flytja í nú í maímánuði. (Ljósm.: Bjarnleifur). Dcmur Framhald e.f bls. 1. S’igurjón Sveinsson, stýrimað ur, Guðjón Sigurjónsson, Sig urður Magnússon og Krist- ján Óskarsson. Eru þeir taldir sannir að sök um að hafa flutt ólög lega til landsíns 11 þúsund Iítra af Genever og nokkuð magn af öðru áfengi. Þá höfðu þeir einnig breytt nafni bátsins og notað eldra nafn hans. *innuiijíir.y>jril:l SJ.RS. Móðir okkar JÓHANNA LINNET lézt í Landsspítalanum 29. apríl. Börn hinnar látnu. .. ... J&aflgtt ■ w|jer

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.