Alþýðublaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 16
£
Sl )Ati
HÓ og JOHNSON
í úrlausn mála er einhver kengur,
llla. Hó og Johnson gengur
friSarveg að feta sannan-
Þeim ætti ekki að líöast lengur
að láta svona hvor við annan.
Frakklands til þeir bráðum bruna
beint á friðarráðstefnuna,
verður knappt um kærleikshótin,
ekki í neinum ástarfuna
arka þeir á stefnumótin,
En hver veit nema baldnir bokkar,
bombulið og hjálparkokkar,
feti loksins friðarveginn,
þá getum við um götur okkar
gengið málalokum fegin.
Á fundinum munu nokkrir
fróðir menn kveða sér liljóðs
og auk þess munu andmælend
ur taka þátt í umraeðum.
ÞJÓÐVILJINN.
Þessi stofnun sem á að sjá um
allt fatseignamat í landinu,
hún hlýtur að verða kölluð
MÖTUNEYTI, samanber ráðu.
neyti. . .
Mér þótti það skrýtið sem
stóð í Tímanum í gær, að það
væri liætt að búa á Bessastöð-
um. Og ég sem hélt að það ætti
að fara að kjósa um það, hver
ætti að búa þar.
VINSÆLASTA PÍPUTÓBAK
í AMERÍKU.
Albert
REVKTÓBÁK.
SÍÐUSTU
SÝNINGAR
vor iw i . pn,'
daglegi iu llístur
TÚLÍPANA
Fái ég yfirleitt að ráða nokkru á mínu heimili, verða eng-
ir túlípanar settir í garðinn í sumar. Alls enginn og ekki
einn einasti, hvorki bröndóttur, röndóttur eða tíglóttur.
Ég fer ofur nærri um hvað þið hugsið: Nú maðurinn er
blómahatari. Getur góður maður hatað blóm? Eru blöm, og
þá einkum og sér í lagi tíglóttir túlípanar, ekki það mein-
lausasta og yndislegasta og furðulegasta, sem til er á þessari
jörð? Það mætti ætla manninum eins og hann lætur, að
hann dragi túlípana í dilk með illgresi!
/
Og það geri ég einmitt. Svei mér þá. Með argasta illgresi.
Með arfa og njóla og brenninetlum. Með mannætuplöntum
og spínati. Ég get bölvað mér upp á það hvar og hvenær sem
er.
Hvers vegna ég læt svona? Þið spyrjið eins og þið hafið
vit til lesendur góðir. Hafið þið nokkurn tímann keypt röndótta
bröndótta og tíglótta túlípana í garðinn ykkar fyrir par þús-
undir króna? Hafið þið staðið við hliðina á konunni, horft
með lotningu á þennan andskóta vaxa og verða bústinn, opna
sitt þunga brennivínsblóm og hneigja sig fyrir ykkur undan
ísvalri kvöldgolunni af kóngóskri kurteisi?
Eigið þið kannski nágranna sem kemur á hverju kvöldi og
tekur þátt í garðyrkjugleði ykkar yfir þessum óvættum? Haf
ið þið séð hann krjúpa að- einhverju einu blómi, venjulega
því pjattaðasta sem komið er til fulls þroska? Ég meina auð-
vitað þeim túlípananum, sem litskrúðugastur er í það skiptið.
Hafið þið svo mátt horfa upp á túlípanana hverfa einn af
öðrum, rétt eins og dögg fyrir sólu?
Konan mín ærðist, þegar síðasta eintakið af þeim tíglóttu
hvarf. Hún spurði mig hreint út, hvort ég ætlaði ekkert að
gera í málinu. Ég hringdi í lögregluna. Þeir vísuðu mér á
Fjáreigendafélagið, þeir vísuðu mér á Hestamannafélagið
HOHO og þeir vísuðu mér á Landsamband nautgripa- og
mjólkurkúafélaga og þeir sögðu mér að éta óvininn upp úr
súru.
/
Er furða þó ég reiddist? Er mikið þó ég tæki hús á ná-
granna mínum og lemdi honum nokkrum sinnum við flyg-
ilinn? Er undarlegt þó ég hafi hafnað hér inn ,við Sundin
Blá?
Nei, hann vildi sko alls ekki viðurkenna að hann stæli
túlípönunum og það þótt ég benti bæði sálfræðingnum, lög.
reglustjóranum og konunni minni á, að það var einlægt sá
túlípani sem hvarf, sem hann hafði verið að dást að kvöldið
áður.
Ég sagði lögreglunni eins og satt var, að hann nágranni
minn væri alræmdur túlípanaþjófur. Hann æti túlípana og
hrifsaði rjómaís af litlum bömum. Þau sögðu öll að tíglóttir
túlípanar væru ekki til og ekki heldur röndóttir og alls ekki
bröndóttir.
En ég sá þá sjálfur og ég veit að konan mín sá þá, en hún
sór og sárt við lagði að slíkir túlípanar Hefðu aldrei komið
inn fyrir sína girðingu.
Og ég var mátaður.
Ég hefði átt að segja þeim eins og satt er, að hann ná-
granni minn er líka útsmoginn konuþjófur, þegar það leggst
í hann. — GADDUR,
Myndin hér til hliðar er af
Steindóri Iljörleifssyni og Borg
ari Garðarssyni í hlutverkum
sínum í Koppalogni Jónasar
Árnasonar. Leikurinn verður
sýndur í 49. skipti í kvöld, en
effir það verða aðeins tvær
sýningar á leiknum.
i