Alþýðublaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 2
ÍSS*™;™?j&a BerSl ÓMsSon (áb-> og BenediKt Gröndal. Simar: 14900 ~ 14903. - Auglysmgasxmn 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu i9nnnaVÍk’f Pre”tsmi3ja A1ÞýðuWaðsins. Sími 14905. - Askriftargjald kr’ , 120,00. - í tooiu to. ,,oo efntaklð, _ útsefimdl: Wja OtsSíifaið S Útflutningssamtök iðnaðarins Framtíð íslenzks iðnaðar er mikið rædd um þessar mundir. Ljóst er, að þjóðin verður að efla svo iðnað, að þar verði á komandi árum atvinna fyrir nokkra tugi þúsunda landsmanna til viðbótar því, sem þegar er. Hins vegar benda vaxandi líkur til þess, að ísland verði af mörgr um ástæðum að' tengjast efna- hagsbandalagi, og kunni það að gera iðnaðinum erfitt um vik. Hvernig getum við leyst þessa gátu? Einfalt svar er ekkert til við þessu frekar en öðrum flóknum vandamálum. Þar verður margt að koma til skjalanna. Eitt þeirra atriða verður án efa stóraukinn útflutningur íslenzkra iðnfyrirtækja, og er þá ekki að- eins átt við álbræðslu og kísil- gúr, heldur og margvíslegar laðrar greinar. Hingað til hafa sárafá iðnfyrirtæki selt vöru sína til annarra landa. Flest eru þau svo smá, að þau geta ekki kannað erlenda markaði eða haldið uppi sölustarfsemi. Þess vegna eru þau dæmd til að láta sér nægja innlenda markaðinn, en hann er svo takmarkaður, að það skapar þeim þröngan bás fyrir rekstur- inn. Alþýðublaðið trúir því, að mörg íslenzk iðnfyrirtæki séu hvað snertir vörugæði og verð samkeppnisfær á erlendum mörk- uðum. Hins vegar er þetta um þau flest órannsakað mál með öllu. Þess vegna hefur verið til- tölulega lítið um sölu til annarra þióða. Er ekki kominn tími til að stofna útflutningssamtök íslenzks iðnaðar? Fjöldamörg iðnfyrirtæki ættu að standa að þessum sam- tökum og bera sameiginlega kostnað þeirra. Samtökin ætti að skipuleggja sem sölufyrirtæki með fullkomnu nútímasniði. Það mundi einbeita sér að' markaðs- leit og sölu á framleiðslu íslenzks iðnaðar og koma upp sérfróðum mönnum á því sviði. Mun þá fljótlega koma í ljós, að ýmislegt er hægt 'að gera, og fyrr en varir mun útflutningur iðnaðarins nema tugum milljóna. íslendingar flytja inn erlend húsgögn. Skammsýnir menn segja: Þetta er af því að okkar húsgögn eru dýr og léleg. Fram- sýnir menn segja hins vegar: Margar þjóðir flytja bæði út og inn húsgögn, af því að fólk vill fjölbreytni á þessu sviði, sækist eftir því, sem er nýstárlegt og fjarlægt. Þess vegna getur eins verið, að við getum líka flutt út húsgögn í vissum verðflokkum! Reynsla Norðmanna sannar, að smáfyrirtæki geta lifað góðu og gagnlegu lífi í iðnaði nútfma- ríkis, sem er í viðskiptabandalagi. íslendingar hljóta að geta þetta eins. Eitt af því, sem gera þarf er að auka sölustarfsemi og út- flutning, en það gerist vart nema með víðtæku samstarfi og nútíma vinnubrögðum. John Ogdon, píanólelkari SAMKVÆMT tónleikaskrá Symfóníuhljómsveitar fslands á enski píanóleikarinn John Ogd- on, einn fremsti tónlistarmaður af yngri lcynslóðinni að leika pí- anókonsert nr. 1 eftir Tsjaíkov- sky 30. maí. Nú vill svo til, að 21. apríl síðastliðinn var frum- fluttur 1. píanókonsert hans sjálfs á Cardiff-hátíðinni og af því tilefni var viðtal við hann í tónlistarblaðinu Music and Musicians. Leyfi ég mér að birta hér glefsur úr því viðtali. Ogdon er ekki einn þeirra listamanna, sem þurftu að heyja baráttu við foreldra sína til þess að fá að leggja út á listabraut- ina. Faðir hans var enskukenn- ari en áhugamaður um tónlist og hafði mikið dálæti ó Berlios og þriggja ára gamall var John seztur við píanóluna á heimilinu. Sex ára fékk hánn tilsögn og ár- ið eftir gekk hann í tónlistar- skólann í Manchester, og lagði etund á píanóleik og tónsmíðar. Á ellefta ári innritaðist hann í menntaskóla og um það leyti æfði hann mest Czerny á eigin •pýtur. Síðan segir Ogdon: „Um tólf ára aldurinn fór ég að fá lánaðar nótur á bókasafninu, 25- maí 1968 — einkanlega píanóútsetningar af symfóníum. Þá var áhuginn mestur á Ravel, Scriabin Liszt, Busoni og Sibeliusi þegar ég var 14 ára. 16 ára fór ég svo aftur í tónlistarskólann og naut hand- leiðslu Clauds Biggs — sem er sérfræðingur í Bach. Eg er hon- um eilíflega þakklátur fyrir þá uppörvun, sem ég fékk hjá hon- um. Ég stundaði einnig nám í tónsmíðum. Eg var þá á báðum áttum, hvort ég ætti að verða píanóleikari eða tónskáld. Þá fannst mér mest tíl um Busoni sem tónskáld og Rachmaninov sem píanóleikara." Um þessar mundir komst hann í kynni við nútímatónlist ALÞÝÐUBLAÐIÐ gegnum hinn svokallaða „Man- cliesterskóla.” „Max Davis og Sandy Goehr veittu mér innsýn í nútímatón- list, sérstakiega verk Vínartón- skáldanna seinni. Áður hafði ég aðeins heyrt fiðlukonsert Bergs og Turangalia, eftir Massiaen. Þegar „Musica nova“ í Man- ehester var stofnað, lék ég fyrst opinberlega Tilbrigði eftir We- bern og píanóhlutverkið í Trom- petsónötu Maxs og í Þremur lögum fyrir klarínettu eftir Sandy. Ég æfði mig heilmikið á þessum árum og sneri mér að því að læra Brahmskonsertana, Busonikonsertlnn og Gaspard de la nuit eftir Ravel. „Árið 1956, meðan Ogdon var enn við nám, lék hann D-moll konsert Brahms með Barbirolli. Veturinn 1957— 58 var hann á styrk hjá Egon Petri Basel, sem tók aðeins fáa nemendur í einkatíma, enda orð inn 75 ára. Ogdon var mjög á- nægður með veru sína þar og sagði um Petri: „Hann var fjarskalega skýr og Ijós í útskýringum sínum á túlkun og tæknibeitingu, og skarp leiki hans í krufningu verka hafði djúp og varanleg áhrif á John Ogdon. mig. Hann spilaði ótrúlega vel þrátt fyrir aldurinn. Skoðanir hans á tónskáldum voru mjög athyglisverðar. Hann hafði meiri mætur á Mozart en Beet- hoven og dáði Liszt meira en Wagner. Þegar ég kom heim, fór ég til Denis Matthews. Hjá honum ’fékk ég hina sönnu tilfinningu fyrir klassískum stíl. Ef til vill gerði ég mér ekki ljóst hvað ég lærði af honum fyrr en nokkru síðar.“ , Framhald á bls, 14. VIÐ HÓI— MÆLUffl Hvað varð um bók Kristmanns? - ÝMSIR munu minnast þess, að Kristmann slcáld Guðmunds- sön las eftir sig smellna smá- sögu í „Skáldátíraa” íslenzka sjónvarpsins í haust er leið; nefndist hún „Sigurvegarar,” e£ ég man rétt, og fjallaði um stjórnmálamenn tvo, dauðvona foringja og lífvænan arftaka hans. Þrátt fyrir smekklegan bvining skáldsins, hæfilega blöndu kímni og alvöru, fjarstæðna og nær- stæðna, duldist víst fáum við hverja á'tt var. Ræddu sjónvarps hlustendur um fátt meira hina næstu daga og kom flestum sam- an: Þarna hafði skáldið í svip- leiftri brugðið upp glöggri og furðulega nákvæmri mynd tveggja íslenzkra stórmenna í stjórnmálum vorra tíma, annars andaðs, hins lífs. Menn þessir tveir veittu forstöðu flokki sín- um hvor á sinum tíma — og annar situr þar enn við stjórn- völ og engar horfur á, að hann hugsi þar til hreyfings! En skáldið var ekki aðeins bein- skeytt' og harðskeytt: það kom einnig við kaunin og það svo að undan sveið, jafnt flokksbræð- ur sem aðra, en skáld þetta hefur svo sem kunnugt er hald- ið sig við herbúðir hægri manna að undanförnu. Frá því var skýrt skorinort og án þess misskilningi gæti valdið, að saga skáldsins væri úr bók, er koma skyldi út fyrir síðustu jól á kostnað tiitekins forlags hér í bænum. En hvað skeður: Ýmsir bíða með óþreyju og ekki kemur bókin! Hún kom semsé alls ekki út. Fóru þá ýms- ir að leggja saman tvo og tvo og fá út fjóra. Svo vill nefni- lega til, að fyrrnefnt forlag er í eigu eins af þingmönnum stjórnmálaflokks þess, er heið- ursmenn og sigurvegarar sög- unnar sýndust fulltrúar fyrir. Gizkuðu því sumir á, miður góð- gjarnir kannski, að ýmsum hefði nú þótt fullnærri sér og sínum höggvið og séð þann kost vænst- an að taka útgáfu téðrar bókar til rækilegrar yfirvegunar, ef þar kynni að leynast meira af ekki dulbúnara háði. Allavega er bó,k- in ekki komin — og því spyrja menn: Hvað dvelur bók Krist- manns Guðmundssonar? G. A. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMX 32-101.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.