Alþýðublaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 7
ritstj. örn EIÐSSON IsiaBidsmótið í knatt- spyrnu hefst kl. 4 í dag íslandsmót 1. deildar í knatt spyrnu hefst í dag kl. 16 í Keflavík og Vestmannaeyjum. í Keflavík leika Akureyri og Keflavík, en í Vestmannaeyj- um Valur og Vestmannaeyjar. «--------;-------------4 Valsmenn minnast sr. Friðriks 1 í dag laugardag 25. maí er aldarafmæli séra Priðriks Frið rikssonar hins þjóðkunna æskulýðsleiðtoga og stofnanda KFUM og KFUK. Fyrir atbeina séra Friðriks var knattspyrnufélagið Valur stofnað árið 1911. Af þessu til efni efnir Valur til minningar athafnar við félagsheimili sitt að Hlíðarenda í dag laugardag inn 25. maí kl. 1.15 e. h. Ávarp, ræða og upplestur í ritum séra Friðriks verða flutt. Framhald á 10. síðu. ........."ti........... | Guðmundur | | H. varpaði 1 18,21 m. í gærkvöldi var haldinn fund ur með knattspyrnudómurum og ÍBR, en dómarar höfðu lýst yfir óánægju sinni með sparn aðalráðstafanir í B R, sem fólu [ í sér að“þeir sem áður höfðu 2 boðsmiða í stúku á knatt- spyrnuleiki, hafa nú einn til umráða. Forráðamenn ÍBR voru bjartsýnir á að málamiðlun un næði fram að ganga á fund inum og afstaða dómaranna hefði ekki áhrif á leikina í dag. Þáttíaka í landsmótum K S í verður meiri í sumar en nokk ru sinni áður. 34 félög- senda samtals 91 lið á mótin og eru þátttakendur því um 1400 tals ins, 15 félög senda lið í þriðju deildar keppnina og má geta þess að frá Austfjörðum koma 7 lið. Er þetta í fyrsta sinn sem Austurland á þátttökulið í landsmóti KSÍ. Mótabók KRR og KSÍ er kom in út. Hefur gerð hennar ver- ið í höndum Sigurgeirs Guð- mannssonar, Jóns Magnússon- ar og Jens Karlssonar. 2 landsleikir verða leiknir í sumar, sá fyi'ri 1. júlí við Þjóð verja og hinn síðari 18. júlí við Norðmenn. 21 júlí fer svo b landslið íslendinga til Fær- eyja og leikur þar við lands- lið Færeyja. Norðurlandakeppni unglinga | í knattspyrnu verður haldin hér í sumar og hefst hún vænt anlega 8. júlí. Glimukeppni Sjónvarpsins Sjónvarpið gengst fyrir sveita keppni í íslenzkri glímu í sam ráði við Glímusamband ís- lands, og taka sjö manna flokk ar þátt í glímunni. Keppt verð ur um bikar, sem sjónvarpið hefur gefið og sá flokkur hlýt ur til eignar, sem sigrar í þessari keppni, sem verður með útsláttarfyrirkomulagi. Sjónvarpið vill með þessu gera sitt til að auka áhuga fyr ir þjóðaríþróttinni, og áður en sjónvarpið tók til starfa, var þegar ákveðið að gangast fyr- ir slíkri keppni. Allir landsfjórðungar taka þátt í keppninni, og auk þess þrjú Reykjavíkurfélög. Keppn inni verður sjónvarpað beint úr sjónvarpssal og glímustjóri verður Guðmundur Ágútsson, en yfirdómari Þorsteinn Einars son. Keppnin hefst næstkom andi þriðjudagskvöld, og hef ur þegar verið dregið um það hvaða flokkar leiða saman Framhald 10. síðu. • * Jafntefli „Oldunganna" úrvalib sigraöi FRAM 2:0 Á vormóti ÍR í gærkvöldi [ setti Guðmundur Hermanns- [ | son, KR nýtt glæsilegt ís- = landsmet í kúluvarpi, varp- [ aði 18,21 m. Gamla metið, = sem hann átti sjálfur var i 17,83 m. Með þessu afreki hef [ ur Guðmundur náð Olympíu ! lágmarki FRÍ. Annar varð [ Erlendur Valdimarsson, ÍR [ með 16,15 m. , sem einnig [ er gott afrek. — Jón Þ. Ólafs- [ son, ÍR sigraði í hástökki, | stökk 2,04 m., sem er gott [ stökk svona snemma sumars. = Ýmsir fleiri vöktu athygli á [ mótinu, en nánar verður i | skýrt frá árángri í blaðinu á [ [ morgun. | S T AFMÆLISLEIKIR Fram, sem leiknir voru á fimmíudaginn var, voru fyrstu leikir á Laug- ardalsvellinum á þessu nýbyrj- aða keppnistímabili. Seinni léikurinn, sem var að- alleikurinn var milli meistara- flokks Fram og úrvals íþrótta- fréttaritara. Þeim leik lauk með sigri úrvalsins, 2 gegn 0. Her- mann og Eyleifur skoruðu mörk- in, en samvinna þeirra er oft mjög skemmtileg og bæta þeir hvor annað mjög vel. Leikur- inn í heild var heldur tilþrifa- lítill. Eins og oft vill verða um slíka leiki, þar sem ekki er tek- ið nógu alvarlega á hlutunum, þrátt fyrir sigur úrvalsins, þá voru möguleikar Fram engu minni, til þess að fara með sig- urinn af hólmi. En það skorti á' hjá Fram, a$ fylgja möguleik- unum eftir. Á undan aðalleikn- um léku „gamlir” leikmenn úr KR og Fram, og verður að segja það, að sá leikur var um margt betur leikinn en aðalleikurinn, og æði oft komu þar fyrir æsi- spennandi augnablik. En þrátt fyrir það, hafði leikurinn í heild mátt vera styttri. Það mundi líka hafa gert hann enn meira spenn andi. Margt manna var á vellinum og virtist skemmta sér vel. EB. Sólþurrkaður saltfiskur Bæjarútgerð Reykjavíkur við Grandaveg. Sími 24345. ÍSLANDSMÓTIÐ I. DEILD. Fyrsíu leikir íslandsmótsins í knattspyrnu 1968 fara fram í dag kl. 16. í Kef!avík leika: Í.B.K. - Í.B.A. j Vestmannaeyjum leika: Í.B.V. - VALUR MÖTANEFND. ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboðum í sölu á efni til byggingar verk- stæðishúss Strætisvagna Reykjavíkur á Kirkjusandi. Burðargrind hússins skal vera úr stáli og veggir og þak úr stáli eðu tré. Útboðslýsingar eru afhentar í skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað 21. júní n.k. kl. 11.00, INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 Múrarar Múrarar Vegna framkvæmda okkar við fjölbýlishús Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar í i Breiðholti viljum við ráða nokkra múrara nú þegar. BREIÐHOLT HF. — Sími 81550. MOSFELLSHREPPUR Tilkynning um lóðahreinsun. Samkvæmt heilbrigðissamþykkt fyrir Mos- fellshrepp er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum og að sjá svo urn að lok sé á sorpílátum. Umráðamenn lóða eru hér með áminntir um að flytja nú þegar brott af lóðum sínum allt sem veldur óþrifnaði og óprýði, og skal því vera lokið eigi síðar en 10. júní n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoð- aðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseig- enda, án frekari viðvörunar. Hlégarði 24. maí 1968. Sveitarstjóri Mosfellshrepps. 25- maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.