Alþýðublaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 3
Sjámannadagur'mn haldinn í 31. sinn á morgun: Fjölþætt hátíðahöld í Reykjavík Á morgim verður Sjómannadagsins minnzt í 31. sinn í Reykjavík Verða hátíð'arhöld mai-gvísleg: að vanda. Að þessu sinni hafa Sjó mannasamtökin vandað óvenjumikið til dagsins, þar sem er sjávar útvegssýn'ingrin íslending:ar og hafið, sem opnuð verður Laugardalnum í dag, en nánar er skýrt frá henni annarsstaðar í blaðinu. Verða hátíðahöldin frábrugð- in fyrri sjómannadögum að því leyti, að sjósund fer ekki fram í höfninni heldur í nýju sund- laugunum í Laugardal. Róðra- keppni verður látin niður falla Fjarskipta- og upplýsinga miðstöð Lögreglan í Reykjavík mun fyrst um sinn starfrækja fjar- skipta- og upplýsingamiðstöð vegna umferðarbreytingarinn- ar 26. maí. Miðstöðin verður í Snorrabraut^rálmu nýju lög reglustöðvarinnar við Hverfis- götu og tekur til starfa laugar tlaginn 25. maí kl. 24.00. Upplýsingamiðstöðin verður starfrækt í náinni samvinnu við lögreglulið um land allt- Framkvæmdanefnd hægri uin ferðar, Vegagerð ríkisins, borg arverkfræðinginn í Reykja- vík og aðra þá aðila, sem liafa með höndum framkvæmd um ferðarbreytingarinnar. Sími fjarskipta. og upplýs- ingamiðstöðvarinnar verður 2 10 40 (fjórar línur). að þessu sinni og er það gert vegna H-dagsins til þess að um- ferð dreifist ekki á of marga staði. Aðalhátíðahöld fara fram í Hrafnistu í þriðja sinn, og er það einkum gert vegna vistmanna á Hrafnistu, sem nú eru um 400, en um kvöldið verður dansað í danslnisum borgarinnar. Aðalverðlaun Sjómannadagsins verða að þessu sinni veitt Kristni Ó. Jónssyni, skipstjóra á Ms. Þórsnesi, Stykkishólmi, fyr- ir að bjarga stýrimanni bátsins, sem féll útbyrðis á hafi úti 26. marz sl. og var að sökkva í þriðja skipti, er Kristinn stakk sér út- byrðis í klofsíígvélum og úlpu og tókst að bjarga honum á síð- ustu stundu. Afreksverðlaunin eru veglegur bikar, sem gefinn er af Félagi ísl. botnvörpuskipa- eiganda og verður hann afhent- ur í Stykkishólmi á Sjómanna- daginn. Er þetta í 15. sinn, sem afreks verðlaun eru veitt. Ágóði af merki sjómannadags ins, Sjómannablaðsins og skemmt unum dagsins rennur í sjóð, sem stofnaður hefur verið til þess að reisa heimili fyrir munaðarlaus sjómannabörn og sjómannabörn, sem búa við erfiðar heimilis- ástæður. Verður væntanlegt heimili reist á lóð sjómannasam- takanna í Grímsnesi, en þó gæti vel svo farið, að heimilið yrði reist annars staðar, ef hentugri lóð fengist. Afgreiðsla á merki dagsins verður í flestum barna- skólum borgarinnar. Greidd verða há sölulaun og verður 30 söluhæstu börnum boðið í sjó- ferð um Faxaflóa, en börn, sem selja fyrir 200 kr. eða meira fá aðgöngumiða að kvikmyndasýn- ingu í Laugarásbíói. Allan daginn verða kaffiveit- ingar í íþrótta og sýningahöll- inni í Laugardal. Fyrir dyrum standa miklar byggingaframkvæmdir fyrir aldr- aða sjómenn. Fyrirhugað er, að hefja byggingu á tvibýlishúsum fyrir sjómenn og konur þeirra á næsta ári, en íbúendur munu geta snætt og notið annarrar þjónustu í aðalbyggingunni. Þá er í ráði að byggja nýtt dvalar- heimili fyrir sjómenn í nágrenni höfuðborgarinnar, en 40% af gróða happdrættis DAS rennur til byggingar heimila fyrir aldr- aða sjómenn úti á landsbyggð- inni, en 60% til Hrafnistu. Þá hefur Reykjavíkurborg í hyggju, að hefja byggingar fyrir ausían aðalbyggingar Hrafnistu næsta vetur fyrir aldrað fólk. Hátíðahöldin í Reykjavík hefjast kl. 8 f. h. með því að fánar verða dregnir að hún í höfninni. Kl. 11,00 verður há- tíðarmessa í sal Laugarásbíós. Kl. 13,30 hefjast svo hátíðarhöld í Hrafnistu með því að Lúðra- sveit Reykjavíkur fiytur nokkur Stúdentar mótmæla Nato fundum í háskólanum STJÓRN Stúdentafélags Há- skóla íslands hefur sent frá sér samþykkt, þar sem gagn- rýnd er sú ráðstöfun, að halda væntanlega ráðstefnu Atlants- haísbandalagsins í húsakynnum Háskóla íslands. Eru í álykt- uninni nefnd þrjú atriði til styrktar þessari aðstöðu. í fyrsta lagi sé þátttaka ís- lands í Atlantshafsbandalaginu umdeild meðal þjóðarinnar, og sé af þeim sökum ástæða til að firra Háskólann hugsanlegu aðkasti vegna ráðstefnuhalds- ins. í öðru lagi muni portúgalska fasistastjórnin og gríska her- foringjastjórnin vera 'meðal þátttakenda á fundinum, en það sé íslenzku þjóðinni, sem öðrum fremur vilji halda í j. heiðri frelsi og lýðræði, bein minnkun að fá fulltrúum því- líkra einræðisstjórna afnot af æðstu menntastofnun sinni til fundahalda. í þriðja lagi telur stjórn fé- lagsins einsýnt, að átelja beri þá röskun, sem fundurinn valdi á störfum háskólans, og megi neína sem dæmi, að prófess- orar fái um nær tíu daga skeið 'ekki aðgang að vinnuherbergj- um sínum, stúdentar verði að yfirgefa lesstofur og háskóla- bókasafninu verði algjörlega lokað. Þá segir í ály.ktuninni, að Stúdentafélag Háskólans hafi undanfarin tvö ár ekki fengið leyfi til fundahalda innan veggja skólans, nema fundirn- ir væru æílaðir stúdentum einum, en hins vegar hefðu á sama tíma hinir sundurleit- ustu aðilar fengið húsakynni í skólanum til fundahalda. Þessu fundabanni gagnvart félaginu hefði þó nýlega verið létt af. og beri að fagna þeirri á- kvörðun, þó hins vegar sé vand séð, að fulltrúar ríkisstjórna, sem halda uppi skoðanakúgun í heimalöndum sínum, eigi heima innan veggja skólans. Á stjórnarfundi þeim, er til- laga þessi var samþykkí, lögðu þrír stjórnarmenn, Ármann Sveinsson, Reynir T. Geirsson og Georg Ólafsson fram til- lögu, þar sem lýst var yfir full- um stuðningi við Atlantshafs- \bandalagið, og í því sambandi minnt á 5 atriði: 1. Með Atlantshaísbanda- laginu hafi komizt á valdajafn- vægi í Evrópu og friður ríkt í álfunni frá stofnun þess. Framhald á bls. 11 lög, en síðan flytur biskupinn herra Sigurbjörn Einarsson minningarathöfn, Eggert G. Þor- steinsson, sjávarútvegsmáfaráð- herra, Baldur Guðmundsson, full trúl útgerðarmanna og Gunnar Friðriksson, forseti Slysavam- arfélags íslands, munu flytja á- vörp. Að þeim loknum mun Fétur Sigurðsson, alþingismaður, form. Sjómannadagsráðs, afhenda heið Framhald á 10. síðu. KEFLAVIK KEFLAVIK AUGLÝSING um aðalbrautir, einstefnuakstur, bifreiðastöðubönn o. fl. í KEFLAVÍK, sem taka gildi frá og með 26. maí 1968: Hafnargata og Hringbraut hafa aðalbrautarrétt gagnvart öllum götum sem að þeim liggja. ASalbrautir: Flugvallarvegur milli Hafnargötu og Hi’ingbrautar. Víkurbraut frá Hafnargötu að Vitastíg. Faxabraut. Vatnsnesvegur. Skólavegur, sem hefur aðalbrautarrétt gagnvart Faxabraut. Tjarnargata. Aðalgata. Vesturgata. Vesturbraut. Eínstefnuakstur: SuSurgata til suðurs frá Tjarnargötu að Skólavegi. Aðalgata til austurs frá Kirkjuvegi að Túngötu. Klapparstígur til austurs frá Kirkjuvegi að Túngötu. Ránargata til vesturs frá Hafnargötu að Suðurgötu. Heiðarvegur til austurs frá Sólvallagötu að Suður- götu. Akstur úr Klapparstíg yfir í Hafnargötu er bannað- ur. Akstur úr Heiðarvegi ofanverðum yfir í Hafnargötu er bannaður. Bifreiðastöðubönn: Við Hafnargötu: að vestanverðu frá Flugvallarvegi að Vesturgötu að undanskildum auðkenndum bif- reiðastæðum. Við Faxabraut frá Hafnargötu að Suðurgötu beggja vegna og Faxabraut frá Sólvallagötu að Hringbraut sunnanverðri. Við Tjarnargötu: beggja vegna frá Hafnargötu að Hringbraut að undanskildu auðkenndum bifreiðastæð um. Tímatakmörkun á bifreiðastæðum: V’ið Hafnargötu: frá nr. 27 að nr. 33 og við íir. 36 og við Tjarnargötu: framan við nr. 2 til nr. 4 30 mín. frá kl. 9 — 18 alla virlta daga nema laugardaga, þá frá ld. 9—13. Biðstaðir almenningsvagna: Á leið til Reykjavíkur . Við símstöð, Vatnsnestorg, Aðalstöð. Á leið frá Reykjavík: Við verzl. Hagafell, Vatnsnes- torg og símstöð. Bæjarfógetir.n í Keflavík. ) úód íi. 25- maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.