Alþýðublaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 2
mmm
Bitstjórar: Krlstján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Simar: 14900 —
14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsctur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr.
120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf.
ROBERT KENNEDY LÁTINN
Eins og raunar mátti búast við
hafa sár Róberts Kennedys nú
reynzt banvæn. Bandaríkjamenn
hafa enn einu sinni orðið að þola
það, að einn fremsti sonur þeirra,
einn helzti boðberi frjálslyndis
og mannhelgi í landi þeirra falli
fyrir kúlu morðingja.
Þjóðarsorg hefur verið lýst
yfir í Bandaríkjunum. En það
eru ekki Bandaríkjamenn einir
sem harma þann hryllilega at-
burð er varð í Los Angeles í gær,
þegar Kennedy var á sigurstund
hrifinn á ivald dauðans; það eru
ekki Bandaríkjamenn einir, sem
syrgja Kennedy látinn. Heimur-
inn allur er í sorg. Hvarvetna
blakta fánar í hálfa stöng,
hvaðanæva að streyma nú samúð-
arkveðjurnar til fjölskyldu hins
látna og til bandarísku þjóðar-
innar, sem hefur orðið fyrir svo
sárum missi.
Og Bandaríkin hafa orðið fyrir
meiru heldur en missi við þessa
'atburði. Þau hafa orðið fyrir
áfalli. Um allan heim spyrja
menn nú: — Hvernlg stendur á
því að þetta getur gerzt? Hvaða
brotalöm í bandarísku þjóðfélagi
veldur því, að hver forystumað-
urinn á fætur öðrum fellur í val-
inn með þessu móti, fyrst Ken-
nedy forseti, þá Martin Luther
King, og nú síðast Robert Ken-
nedy öldungadeildarþingmaður?
Þessar spurningar gerast stöðugt
áleitnari, og ef bandarísk stjórn-
arvöld gera ekkert til að koma
í veg fyrir að slíkir atburðir geti
átt sér stað, hlýtur það að verða
Bandaríkjunum þungur álits-
hnekkir út á við.
Robert Kennedy var eins og
bróðir hans á undan honum
meira en venjulegur stjórnmála-
maður. í augum milljóna manna
um allan heim var hann tákn,
fulltrúi fyrir ákiveðnar hugsjónir.
Og þessar hugsjónir munu lifa
áfram, þótt merkisberinn sé
felldur með níðingsverki. Að
þessu leyti tekst launmorðingj-
um aldrei að fremja ætlunarverk
sitt. Þeir geta banað manninum,
en verkum bans, minningunni
um hann og hugsjónum hans
tekst þeim ekki að myrða, heldur
kann jafnvel svo að fara, að
ódæðið verði til þess að gefa
þeim nýjan og öflugri lífskraft
en nokkru sinni fyrr.
Þess vegna geta menn sagt með
fullum rétti á þessari sorgar-
stundu: — Róbert Kennedy er
látinn. Lifi Kennedy.
SMURT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUR
BRAUDHUSIP
SNACK BAR
Laugavegi 126,
sími 24631.
Ferðafélag íslands ráðgerir 2
ferðir sunnudaginn 9. júní:
1. Gönguferð um Brennisteins*
fjöll.
2. Ökuferð til Eyrarbakka,
Stokkseyrar, Loftsstaða og víðar.
Lagt verður af stað í báðar ferð.
irnar kl. 9.30, frá Austurvellj.
Farmiðar seldir við bílana.
Nánari upplýsingar veittar á
skrifstofunni, Öldugötu 3, símar
11798 og 19533.
Ferðafélag íslands ráðgerir
Fuglaskoðunarferð á Látrabjarg:,
Lagt verður af stað föstudags-
kvöld 14. júní og komjð til baka
að kvöldi 17. júní.
Nánari upplýsingar veittar á
skrifstofunni, símar 11798 og
19533.
Dagur íslenzkra hugvitsmanna
--------------------- ---- —
SJÁIÐ ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ
l dag er dagur íslenzkra hugvitsrnanna á sýninguhni fslehdingar og hafið. Sjáið fiskvinnsluvélar,
sem íslenzkir uppfinningamenn hafa fundið upp, m. a. flökunarvélar, hausingavélar, flökunarvélar
at.fl. v
Tízkusýning kl. 20.30 í veitingas '©fu sýningarinnar. FLOWERS leSka kl. 21.00 _______________
Skoðið íslenzkar vélar og kynnizt þeim með útskýringum þeirra sem kynna. Sýningunni lýkur
I I. júní. — Sjáið Ævintýraheim sjávarútvegsins —- Hafsjór af fróðleik.
ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ
HAPPDBÆTTI HASKOLA ISLANDS
Á mánudag verður dregið í 6. flokki,
2.200 vinningar að fjárhæð 6.200.000 krónur.
í dag er seinasti heili endurnýjunardagurinn.
Happdrætti H&skóla Íslands
^ í- júrií 1968’ - AlMÐUBLAÐIÐ
6. flokkur.
2 á 500.000 kr.
2 - 100.000 —
74 - 10.000 —
298 - 5.000 —
1.820 - 1.500 —
Aukavinningar:
4 á 10.000 kr.
2.200
1.000.000 kr.
200.000 —
740.000 —
1.490.000 —
2.730.000 —
40.000 kr.
6.200.000 kr.