Alþýðublaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 3
Tillögur nefndar um eðlis- og efna fræðikennslu: 'Í 200 högg umslög vin í gærdag voru 2086 stykki Ijyrlupóstsumslaga eyðilögð að viðsöddum fulltrúa bcrgarfógeta embættisins. Verðmæti umslag- anna er samtals 104.330 krónur. Það var Landssamband ísl. frímerkjasafnara, sem stóð að því, að þessum þyrlupóstsum- slögum var eytt. Hinn 10. apríl síðastliðinn fór fram fyrsta þyrlupóstflug á íslandi og* var það á milli Kefla víkurflugvallar og Reykjavíkur. Þá lét Landssamband ísl. frí- merkjasafnara prenta og stimpla 8.100 póstumslög. í upp Framhald a' 10. síðu . ennsla í eðlis - og efna- fræði í barnaskólum FRAM eru komnar tillögur um að hefja kennslu í eðlis- og efnafræði í 11 og 12 ára bekkjum og auka hana næstu ár þar á eftir, að því er Gylfi Þ. Gísla- son, menntamáíaráðherra skýrði frá í ræðu á lands- þingi barnakennara í gær. Kvaðst ráðherrann vona, að tillögur þessar yrðu framkvæmdar eins fljótt og kostur er, og taldi hann þetta grundvöll að mikil-^ vægri endurbót á skólastarfinu á mikilvægu sviði. 1 frá máli þessu, en það hefur ekki fyrr verið reifað opinber lega. Hann kvað nefndina hafa gert áætlun um fnamkvæmd til- lagnanna, en mikill vandi er að útvega góðar kennslubækur og kennslutæki á þessu sviði. í ræðu sinni gerði mennta málaráðherra grein fyrir hinni miklu þýðingu tæknimenntunar í nútíma þjóðfélagi, en hennar er krafizt við æ fleiri störf. Ef tæknimenntun eigi að svara kröfum tímans, verði að leggja aukna rækt við undirstöðugrein ar raunvísinda þegar í barna- og unglingaskólum. Sérstök nefnd, skipuð af mlenntamálaráðherra, hefur fjallað um áðurnefndar kennslu greinar, í henni áttu sæti: Sveinbjörn Björnsson eðlisfræð insur. sem var formaður; Páll Tbeódór=son eðlisfræðingur, Sig urður Elíasson kennari, dr. Seingrímur Baldursson prófess or og Þórir Ólafsson mennta- skólakennari. Aðaltillögur nefndarinnar eru þær, að tekin verði upp kennsla í eðlis- og efnafræði í 11 og 12 ára bekkium. Þá leggur nefnd- in til, að í 1. og 2. bekk gagn- fræðaskóla verði tveim viku- stundum varið til eðlis- og efna fræði, en þrem stundum í 3. bekk. Nú er ekkert kennt í 1. bekk, tvær stundir í 2. bekk og þrjár stundir í landsprófsdeild 3. bekkjar. Loks leggur nefndin til, að í 4. bekk gagnfræðaskóla geti nemendur valið um 2 eða 5 stundih á viku, en þar eru nú 2 stundir í fáeinum skólum. Gylfi skýrði kennaraþinginu Dagur uppfinninga- manna á sýningunni A sýningunni íslendingar og hafið verður í dag sérstaklega helgaður hugv’itsmönnum, sem hafa fundið upp margvísleg hag nýt tæki og vélar til notkunar í þágu fiskveiða og fiskiðnaðar. Verða sumir hugv’itsmanna þess saman a Washington ntb-reuter), 6. júní. Morðið á Robert Kennedy hefur komið miklu róti á stjórnmálaástandið í Banda- ríkjunum, einkum með tilliti til forsetakosninganna í haust. Líkur benda til, að þeir Hu- NÝTT Á ÍSLANDI Olíubæfiefni Framleitt af Guðmundi Bjarnasyni með einkaleyfi A M B Oil Corp. U. S. A. bert Humphrey varaforseti og Richard Nixon fyrrum vara- forseti standi nú sterkast að vígi sem frambjóðendur hinna tveggja flokka, Demókrata- flokksins og Republikana- flokksins. Talið er, að staða þeirra tveggja vænkist vegna hlésins, sem orðið hefur í kosningabaráttunni vestra vegna hins hörmulega atburð ár í Los Angeles. 3,35 Stjórnmálasérfræðingar í Washington ielja, að frambjóð endurnir Eugene McCharty og Nelson Rockefeller muni ekki þola hlé á kosningabaráttunni nú svo skömmu fyrir flokks- þing flokkanna, en flokksþing ' beggja flokkanna verða háð í ágúst. Hins vegar er það óráðin gáta, hver viðbrögð stuðnings manna Robert heitins Kenne- dys muni verða. Eins og kunn ugt er þá eru það einkum ung ir kjósendur og negrar, sem mynduðu kjarna stuðnings- manna Kennedys. Nú er spurn ing, hverjum stuðningsmenn Kennedys muni nú veita stuðn ing sinn. Talið er líklegt, að Hump- hrey, sem er 57 ára gamall, muni ná lengra inn í raðir stuðningsmanna Kennedys en McCharty. Þó er enn of snemmt að spá miklu um í þessu efni. Þess ber að geta, að Mc Charty,- sem er 52 ára að aldri, hóf kosningabaráttu sína með hörðum árásum á stefnu John sons og sömuleiðis á Hump- hrey, sem dyggilega hefur var ið stefnu forsetans. Sagt er, að á miðvikudaginn hafi McCharty talað um það, að hann vildi ráðfæra sig við ráðgjafa Kennedys, Johnson forseta og Humphrey varafor seta. áður en hann ákvæði, hvaða stefnu hann tæki nú. Þóttust menn eygja málamiðl un í þesari hegðan McCharty, sem leitt gæti til þess, að Mc Charty drægi sig í hlé eða hann yrði varaforsetaefni flokksins en Humphrey for- setaefni. Með þessu vildi Mc Charty freista þess að sameina Demókrataflokkinp, sem eins og kunnugt er, er afar klofinn. Ef úr því yrði, að Demó- krataflokkurinn kæmi sér sam an um að bjóða Humphrey fram sem forseta en McCharly sem varaforseta hans, eru lík- ur til, að sú ákvörðun liti ekki sem verst út gangvart frjáls- lyndari kjósendum flokksins. Hins vegar -eru litlar líkur á, að mynda fyrr en eftir að Ro- að mynda fyrr en eftr að Ro- Framhald á ols. 10 ara í Laugardalshöllinní í dag til að útlista fyrir gestum upp- finningar þær, sem t'il sýnis eru. f kvöld klukkan 8.30 verður svo tízkusýningr. þar sem sýnd ur verður sjófatnaður, baðföt o. fl. Að tízkusýningunni lokinni, eða klukkan 9, mun táninga- hljómsve'itin Flowers leika fyr ir sýningargesti. Fréttamenn skoðuðu í gær tæki þau og vélar, sem íslenzk ir hugvitsmenn eiga á sýning- unni. Guðjón Tómasson, hag-- ræðingarráðunautllr og Tómas Guðjónsson útskýrðu starfsemi hinna einstöku véla og veittu allar umbeðnar upplýsingar. Verður nú getið þeirra véla og tækja, sem sýningargestum gefst kostur á áð skoða með eigin augum, en þess ber að geta, að ekki eru á sýningunni nær allár uppfinningar, sem eiga heima í þessum flokki. Hausskurðarvélar. Þrjár slíkar vélar eru á sýn ingunni. Fyrst skal getið vélar, sem liausar bolfisk. Afkastar hún 40-50 fiskum á mínútu. Framhald á bls. 10 JÓNAS ÞORBERGS SON ER LÁTINN Jónas Þorbergsson, fýrrum út varpsstjóri er látinn, 83ja ára að aldri. Hann er fæddur á Helgustöðum í Reykjadal, tók gagnfræðapróf frá Akureyri 1909, en fór síðan til Kanada og dvaldist þar í 6 ár. Hann var ritsjóri Dags á Akureyri 1920j27 og ritstjóri Tímans 1927-30, en þá tók hann við embætti útvarpsstjóra, fyrstur manna. Því embætti gegndi hann til árslns 1953. Jónas tók talsvert mikinn þátt í þjóðmál- um á fyrri árum og átti sæti á Alþingi 1931-33. Hans verður nánar minnzt hér í blaðinu síð ar. 7- júní 1968 ALÞÝÐUBLAÐH) J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.