Alþýðublaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 15
111(1111 ■IIIIMIIIIIIIL
Framhaldssaga eftlr
JOWSDÖTTI/R
TeikniBigar eftir
RAGNAR LAR.
aði. alltaf meira og meira. Ég
fann- enga aðra leið. Ja, nema
fcá að stinga alveg af og fyrr
eða síðar hefðu þeir náð mér,
Kerlingarskrukkan liefði kjaftað
frá. án þess að segja neitt um
það, hvernig hún hafði kúgað
af mér fé. Hún hefði gert það
bara til að hefna sín á mér.
Svo sagði Dísa henni, að við
ætluðum til Suður-Aríku og þá
hófst fjárkúgunin fyrir alvöru.
Ég geri ráð fyrir, að kerling-
arskrattinn hafi skil'ið, að ég
ætlaði að stinga af frá öllu
saman.
Éfi'g langaði ekki til að sitja
inni í fjöldamörg ár. Við eld-
umst öll með tímanum og ég vil
ekki koma út gamall og eiga
fullt af peningum á banka í
Sviss.
Disa myndi aldrei bíða eftir
| '
ÉERCd
BBLTI og
BELTAHLUTIR
áBBLTAVÉLAR
Keðjur Spyrnur Framhjól
Botnrúllur Topprúllur
Drifhjól Bolfar og Rær
jafnan fyrirliggjandi
BERCO
er úrvals gæðavara
á hagsfæðu verði
EINKAUMBOÐ
AimmA
YERZLUNARFÉLAGIÐf
SKIPHOLT 15 -SÍMI 10199
mér. Hún er nú einu sinni eins
og hún er.
Það var ekki fyrr en um dag-
inn, sem ég skildi, að það var
hún eða ég og þá ákvað ég að
iþað væri betra að hún dræpist
en ég.
Fjárkúgarar eiga skilið að
deyja. Ég varð enn æstari við
þá tilhugsun, að kerlingarhel-
vítið þurfti ekki á þessu að
'halda. Hún fékk ellilaun og hún
priónaði peysur. Hún gat lifað
góðu lffi á tekium sínum. ef
hún hefði ekki alltaf verið að
gefa barnabörnum slnum
heimskulega dvrar gjafir eins
og- hiól og nlötusDÍlara. Ég gat
ekki haldið áfram að borga
henni svona. Það hefði komizt
upn um mig ....
Nú var hann að reyna að rétt
læta siálfan sig fyrir morðið.
En hvernig ætlaði hann að rétt-
læta hnð. að hann mvrti mig?
Sennilega með sjálfsvöm. Ef
ég drcn hana ekki, kemur hún
nnn um mig. Það er hún eða
év. En ég mátfi ekki hugsa um
h-'ttá Ég varð að fá hann til
-""i halda áfram að tala, þangað
t'l að (Tvondur kæmi heim.
— Hva?í gerðíst þegar þú
jnvrtfr hana? snurði ég.
— Ég ætti víst að segja þér
bað. sagði bann. — Þú átt það
skilið af mér.
— Víltu kaffi? spurði hann
svo og ég leit. niður á bollann
minn og hann var tómur. Ég
varð undrandi Ég mundi alls
ekki eftir hví að hafa drukkið
Ú" hnllanum.
Öfeigur tók við bollanum með
annarri höndinni.
— Þú skalt ekki hreyfa þig,
sagði hann. — Ef þú reynir að
flýja. næ ég þér Ef þú ^veinar,
heyrir enginn til þín. Það er
góð hljóðeinangrun hérna.
Hann hellti í bollana og ég
lá kyrr. Svo sötraði ég kaffið
mitt.
— Ég vildi, að þú hefðir
reynt að flýja, sagði Ófeigur.
— Þá hefði verið auðveldara
fyrir mig að drepa þig. Ég hata
að drepa fólk.
— Þú drapst samt Magda-
lenu, sagði ég.
— Já, svaraði hann. — En
hún fann lítið til. Minna en þó
hún hefði dáið úr krabbameini
og hún átti það skilið. Þú átt
ekkert illt skilið af mér. En
segðu mér eitt, hvað heldurðu,
að það séu margir sem fá að
deyja án þess að finna til nema
rétt á dauðastundinni?
Hann tók bollann einn og
settist andspænis mér,
— Hvers vegna opnaði hún
fyrir þér? spurði ég til að draga
tímann enn frekar á langinn.
— Var hún ekki hrædd við
þig? Hafðirðu heimsótt hana
of,t?
— Nei, ég sendi henni pen-
ingana í bréfi. Bara venjulegu
bréfi. Það var henni í hag, hún
þurfti ekki að kvitta fyrir mót-
töku þess. Ef bréfið hefði mis-
farizt gat hún bara sagt, að
einhver hefði stolið því. En
það mátti kerlingin eiga, að
hún reyndi slíkt aldrei. Bréfin
mín komust alltaf til skila.
Kerlingaranginn var heiðar-
leg á sinn hátt.
Samt kúgaði hún af mér fé
og hún versnaði um allan mun
eftir að hún vissi, að ég væri
að fara til Suður-Afríku. Dísa
sagði henni það. Nú voru síð-
ustu forvöð fyrir frúna.
Hann flissaði eins og smá-
stelpa.
— Eða svo sagði hún mér. Ég
var orðinn þreyttur á að borga
henni stórar summur. Það jók
á hættuna að upp um mig kæm-
ist. Það var nóg fyrir mig að
stela fyrir mig.
Nú svo hringdi ég til kerling-
arinnar og sagðist ætla að koma.
Ég átti að færa henni fimmtíu
þúsund krónur og ég sagðist
ekki þora að senda alla þá oen-
iriga í bréfi eins og venjulega.
Kerlingarálftin skildi það. Ég
laumaðist upp stigana, það not-
ar þá hvort eð er aldrei neinn
og Magdalena beið eftir mér.
Hún gaf mér kaffi. Hún var
alltaf lepjandi kaffi. Ég skil
ekki, hvað fólk getur látið mikið
magn af þeim drykk ofan í sig.
Meðan hún var að fela pen-
ingana — hún taldi þá vand-
lega fyrst rétt eins og ég mvndi
hætta á að hafa betta ekki ná-
kvæmlega fimmtíu þúsund —
laumaði ég fáeinum svefnpillum
í bollann hennar. Það var auð-
velt, ég hafði búið mig undir
þetta og leyst þær upp áður.
— Fann hún ekki bragð að
þeim? spurði ég.
— Nei. hún var vön að drekka
kaffið dísætt, sagði Ófeigur. —
Sykurinn leyndi beiskjubragð-
inu að pillunum. Ég varð að
vfsu að sitja smá stund og tala
við kerlinguna, en loks sofnaði
hún. Sitjandi og beint fram á
borðið.
Ég flutti hana til og lagði
hana á sófann í stofunni. Svo
fór ég að leita.
— Að hverju? spurði ég og
leit á klukkuna sem tikkaði á
veggnum. Næstum hálf átta.
Ætlaði Gvendur aldrei að koma?
— Hún fékk hjá mér vfir-
lýsingu þess efnis, að ég skyldi
greiða henni tíu þúsund krónur
mánaðarlega gegn því að hún
ljóstraði ekki upp um mig. Það
var eiginlega þess virði. Ég
ætlaði mér aldrei að halda því
áfram til eilífðar og þá hugsaði
ég bara: „Því ekki það? Það er
þess virði, ef ég bara kemst
burtu með peningana".
— Hvað varstu búinn að taka
mikið? spurði ég.
— Ætli það sé ekki nálægt
milljón núna með commision-
unum, sagði Ófeigur og kveikti
sér í sígarettu. Hann reykti
Camel eins og ég.
— Ég varð að finna yfirlýs-
inguna og hirða peningana. Ég
ætla ekki til Suður-Afríku fyrr
en ég er með klára milljón í
Sviss og nóga ferðapeninga.
Ég leitaði um allt og yfirlýs-
ingin var hvergi. Ég var þama
í meira en þrjá klukkutíma. Ég
leitaði alls staðar. Ég fann
peningana og hirti þá, en vfir-
lýsinguna fann ég hvergi. Ég
lagaði til eftir mig og fór inn í
■■lllllllll■llll■lll■l•■llllll■■■■l■l■■l■lllll
23
ItNIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIItllMIIIIIIIIIIIIIIIMtllllll
stofu. Þar kvrkti ég kerlinguna.
Ég gat ekki lengur haft hana
yfir höfði mér alla daga. Ég
háttaði hana eftir að ég hafði
kyrkt hana og braut saman fötin
hennar eins og ég bjóst við að
hún myndi gera. Svo dró ég
hana fram að dyrunum, lagði
hana þannig fyrir að ég rétt
gat laumast út, teygði svo hand-
legginn inn, færði hana nær
hurðinni og skellti. Það var
víst þá, sem hún fékk marblett-
inn, því hún rumskaði naumast
meðan ég var að .... kyrkja
hana.
Hann leit á hendur sínar,
sterklegar og sinaberar með
löngum svörtum hárum á hand-
arbakinu. Sveimér, ef ég held
ekki að lófarnir á honum séu
loðnir líka, og bessar loðnu
hendur myndu lykiast um háls-
inn á mér eftir augnablik, ef
hann Gvendur kæmi ekki.
Nú þagnaði hann og starði á
mig. — Þetta er allt og sumt,
sagði hann. — Þegiðu nú. Eg
þarf að hugsa.
— Ég skal þegia, Ófeigur,
sagði ég. — Mig langar bara til
að segja eitt. Það er ekki til
neins fyrir mig að reyna að
sannfæra þig um. að ég þegi
yfir þessu ég geri bað ekki. Ea
ég get fullvissað big um að þú
sleppur ekki, ef hú drepur mig.
Auk bess blatidarðu ekki svefn-
lyfjum í kaffið mitt. Eg full-
vissa þig um að ég berst, ég
er ung og hraust og hann
Gvendur . . .
— Þegiðu! sagði Ófeígur, og
ég sá að hann meinfi bað. —
Ef þú segir eitt orð enn, drep
ég þig núna á stundínni. Þá get
ég hugsað um hvað ég á að
gera næst. Ef bú segir eitt orð
er úti um þig og bú skalt ekki
fmynda þér að þú hafir við
mér. Ég er æfður iúdómeistari.
Svo ekki sé minnzt á' það að
ég er karlmaður og þú bara
kona. Skilurðu það? Þegiðu nú!
Ég kinkaði þegjandi kolli
og svitnaði.
ítalskar sumartöskur
margar tegundir, ódýrar skinntöskur, margar tegundir,
slæður, hanzkar, regnhlífar.
Sendum í póstkröfu. Sími 15814.
Tösku og hanzkabúðin,
Skólavörðustíg.
Áskriftarsími
ALÞÝÐUBLAÐSINS
er 14900
7- júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |5