Alþýðublaðið - 08.06.1968, Side 1

Alþýðublaðið - 08.06.1968, Side 1
BIDRADIR VIÐ KENNEDYS tiiuiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii | Verða öll f unda- | | höld lögð niður? I Útför hans verður gerð í dag Gífurlegur fjöldi fólks vottaði Robert Kennedy virð- ingu sína í gær, þar sem hann lá á viðhafnarbörum í Kirkju heilags Patreks í New York. Mynduðust langar raðir af syrgjandi fólki fyrir utan kirkjuna og frá því kl. 8,00-2,00 að staðartíma hafði 25,000 manns gengið fram hjá viðhafnarbörunum. í dag verður sungin sálumessa yfir Kennedy í kirkju heilags Patreks, en síðan verður líkið flutt til Arlington kirkjugarðsins, þar sem þjóðarleiðtogar og framá- menn Bandaríkjanna hvíla, og verður Rohert Kenn edy jarðsettur við hlið hróður síns, John heitins Kennedys, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fólk vir öllum stéttum, og á öllum aldri gekk íram hjá kistu Kennedys til þess að votta honum virðingu sína í gær, og tárfelldu margir. Hundruðir manna höfðu vakað alla nóttina til þess að veita Kennedy hinztu kveðju sina og varð fólk, sem kom snemma um morguninn að bíða í ailt að 3 klukkustundir til þess að komast inn í kirkjuna Ættingar og vinir Roberts Kennedys stóðu til skiptis heið ursvörð við kistuna, sem gerð er úr mahogni og er látlaus í alla staði. Sex kertaljós loguðu í kring- um hana. Meðal þeirra, sem stóðu heiðursvörð voru 2 elztu synir Kennedys, hinn 15 ára gamli Joseph og hinn 14 ára gamli Robert yngri. Robert yngri laut höfði og studdi sig við kistu föður síns þá hálfu klukkustund, sem hann stóð heiðursvörð. Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður, og sá eini þeirra Kennedybræðra, sem er á lífi, vakti við kistu bróður síns í alla fyrrinótt að kaþólskum sið, er aðrir úr fjölskyldunni höfðu haldið á brott. Er borgarstjóri Néw' York borga'r, John Lindsey, kom til Kirkju heilags Patreks í gær lagði hann hendur sínar á axlir ekkju Roberts Kennedys og sagði lágri röddu: „Guð blessi Þig”. I hinni miklu mannþyrpingu. sem myndaðist við kirkjuna í gær, féllu 15 konur í yfirlið, en hiti og raki var mikill. Þúsundir manna söfnuðust saman á göíum New York borg ar á fimmtudagskvöld, er kistan með líki Kennedys var flutt frá Guardia flugvellinum til Kirkju heilags Patreks á Manhattan- eyju. Er kistan kom til kirk- junnar, blessaði Rómversk ka- þólski érkibiskupinn í New York, FramhaM á bls. 10. Bandaríska sambandslög- reglan, F B I, og leyniþjón- ustan, C I A, hafa farið þess á leit við öll væntanleg for seta- og varaforsetaefni að þau hætti öllum kosninga- fundum og sneiði hjá fjölda- fundum. Hert verður á öllum öryggisráðstöfunum vegna morðsins á Kenne'dy. Hlíti forseta- og varaforsetaefnin þessum tilmælum má búast við þvi að kosningabaráttan fari aðallega iram í sjon- varpi. Tilmæli F B I og C IA hafa eins og vænta mátti mælzt illa fyrir, þar sem sú hefð bandarískrar stjórn- málabaráttu, sem felst í því að frambjóðendur þeysist um meðal fólksins, myndi nú leggjast niður. Nelson Rockefeller, ríkisstjóri í New York, he'fur af þessu tilefni látið hafa það eftir sér, að grundvallarverðmæti Iýðræð- isins, frelsið, myndi glatast, færu frambjóðendurnir eftir þessum tilmælum. llllllllllllll■llllll■■lllllllllll■ll■ 11Illll■ lllllll! IIIIII1111111IIII Friðrik vann Jóhann Sjötta umferð á Fiske-skák mótinu var tcfld í gærkvöldi, og fóru leikar þannig: Friðrik vann Jóhann, Bragi vann Addi son, Guðmundur vann Benóný Ingi R. vann Jón Kristinsson. Jafntefli gerðu: Taimanov og Vasjúkov, stórmeistarajafn- tefli, Freysteinn og Byrne. Tvær skákir fóru í bið, skák- ir Uhlmanns og Andrésar og Ostojie og Szabos. Sjöunda umferð verður tefld á sunnudag og hefst hún klukkan 14.00 í Tjarnarbúð. «>- Samningar í Seint í gærkvöldi tókust samn ingar milli íslenzka Álíélagsins og verkalýðsfélaganina tveggja í Hafnarfirði, sem átt hafa í ikjaradeilu um skeið, um kaup og kjör starfsfólks hjá ISAL. í sambandi við samnings- gerðina undirritaði íslenzka Ál. Framhald á bls. 9 • im n i iii ii ■■ ii ii uni imiiii llll•IMI■l|•l||||||||llt|lll||ll|llllllllllm|||,,||,||||||||||||||(|M|||||||| ■1111111111111111111111111111111llllll■lllllllllllllllllllllll•llll•ll•|(lllllllll••llllllll<IIIIIIIIIHI Kjarvalssýning til styrkfar nýja EFNT hefur verið til yfirlits sýningar í Listamannaskálan um á málverkum Jóhannesar S. Kjarvals til styrktar bygg ingarsjóðs nýja listamanna- skálans á Miklatúni. Aðgang ur að sýningunni verður ó- keypis, en hins vegar kostar sýniiigarskráin 100 kr. og er . liún. jafnframt happdrættis- miði, en vinningur er Þirig- vallamynd eftir Kjarval mál uð 1935. Málverkin hafa ver ið vátryggð fyrir 5 milljónir kr- og verður þeirra gætt af lögreglumönnum og bruna- liðsmönnum. Sýningin verð- ur opin fram yfir forsetakosn ingar frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e. h. Sýning þessi er framhald á Kjarvalssýningunni, sem efnt var til á áttræðisafmæli lista- mannsins árið 1965 til styrktar byggingu nýja listamannaskál- ans á Miklatúni. Enda þótt Listamannaskálinn verði rifinn á næstunni, var lappað upp á hann fyrir sýninguna ifieð Gefjunarveggdúk, og þótt ástand skálans sé vægast sagt bágborið hefur Kjarval þó lát ið sér það um munn fara, að hann væri bezti sýningarskáli í heimi, en líklegast hefði átt að bæta þar við. Þegar ekki rigndi. Við val á' málverkum á sýn- inguna tók sýningarnefnd upp þá nýbreytni að snúa sér til 25 IIIIIMIIIIIIIIHIIIIIIIIHIIIIIIIIHIIIHIIIIIHIIIIIIHIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIHIIIIIIIHIIIIIIIIHIIIIIHHIH ■ llllllllllllllllllll eigenda Kjarvalsmálverka. og valdi hver eigandi eitt málverk. Eru m. a. myndir í eigu Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráð herra, Hannibals Valdimars- sonar forseta A S í og Páls ís ólfssonar á sýningunni. Ýmsir aðilar hafa lagt fé í byggingarsjóð væntanlegs lista mannaskála í Miklatúni m. a. Reykjavíkurborg o. fl. og á blaðamannafundi í gær gátu sýningarnefndarmenn þess, að eiginlega væri það jafn sjálf- sagður hlutur hverri höfuð- borg að eiga hús undir mynd- listarstarfsemi og annarra lista svo sem leiklistar og hljómlist- ar. MIHIIHHIIHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIIHIIIIIIHHIIIII ......................................................................................................Illlllllllllllllllllllll'

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.