Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 2
immM)
ÍUtstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 —
14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr.
120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið bf.
HVAÐ GERIST NÚ?
Robert Kennedy liggur enn á
líkbörum, en samt sem áður er
mikið rætt um, hvaða pólitískar
afleiðingar morð hans muni hafa.
Annars vegar eru að sjálfsögðu
ný lög um eftirlit með skotvopn-
um og margt 'annað, sem Banda-
ríkjamenn verða að gera til að
skapa öryggi í landi sínu og fyrir-
íbyggja, að harmleikur Kennedy-
bræðra og Martin Luther Kings
endurtaki sig. Hins vegar eru
áhrif morðsins á valdabaráttuna
í Bandaríkjunum.
Ekki verður annað sagt, en
Kennedy fjölskyldunni hafi ver-
ið búin hrikaleg örlög. En það
er í samræmi við uppruna og
uppeld'i þeirra Jósefssona, að nú
telja margir víst, 'að eini eftir
lifandi bróðirinn, Edward Ken-
nedy, muni feta í fótspor hinna
og sækjast eftir að verða forseti
Bandaríkjanna. Hann er 36 ára
og öldungadeildarþingmaður frá
Massachusetts. Þótt hann hafi
staðið í skugga eldri bræðranna
hingað til, er hann iviðurkennd-
ur fyrir hæfileika og talinn vin-
sælli í öldungadeildinni en John
sða Robert voru. Stuðningsmenn
hins myrta Roberts gætu, ef
þeir vildu semjia við Humphrey,
gert Edward Kennedy að vara-
’orsetaefni með von um að keppa
um forsetatign eftir átta ár —
þá 44 ára og reyndari en í dag.
Um þetta er þó of snemmt að spá
og má vera áð hann kjósi óvissari
en harðsóttari leið, þar sem meira
mundi reyna á hann sjálfan.
Líkur á að Hubert H.
Humphrey verði forsetaefni
demókrata voru fyrir morðið
taldar miklrar, en eru mú enn
meiri. Er ástæða til þess fyrir
frjálslynda menn hvarvetna að
fagna því, þar sem Humphrey
er án efa mesti foringi' vinstri-
manna í Bandaríkjunum, ef það
orð er notað í vesturevrópskum
skilningi.
Humphrey er mikil persóna,
þrautreyndur baráttumaður og
ræðuskörungur. Hann er sannur
hugsjónamaður, sem hefur bar-
izt fyrir réttindum blökkumanna
og annarra, sem búa við skarð-
an hlut, og verið framarlega í
samtökum frjálslyndra manna.
Af þessum sökum valdi John-
son hann fyrir varaforseta á sín-
um tíma, en ekki er því að neita,
að Humphrey hefur beðið nokk-
urn hnekk vegna tryggðar sinn-
ar við stefnu forsetans, sérstak-
lega í Vietnam. Það getur þó
engum dulizt, að sjálfur mundi
hann stjórna á annan hátt, ef
hann réði stefnunni.
Nefndur hefur verið sá kostur,
að McCarthy öldungadeildar-
maður gerði bandalag við Hum-
phrey og yrði varaforsetaefni.
Á þessu eru þeir meinbugir, að
frambjóðendumir eru báðir frá
sama ríki, Minnesota. Er venjan
sú að bjóða fram menn til forseta
og varaforseta silnn úr hvorum
landshluta.
Robert F. Kennedy var ein-
stæður stjómmál'amaður að
mörgu leyti. Fyrst í stað mun
enginn fylla það skarð, sem eftir
hann verður, hvað sem síðar
gerist.
Ihugunarefni í hægri umferð
—k—■
AUmikið hefur borið á því,
frá gildistöku H-umferðar, að
ökumenn hafi ekið of mikið
á vinstri akrein, þar sem ak-
braut er skipt með miðeyju,
og síðan hvorum helmingi
akbrautarinnar skipt í tvær
akreinar sem gera ráð fyrir
sömu akstursstefnu. Má sem
dæmi nefna Hringbraut, Miklu-
braut, Snorrabraut og fleiri
götur.
í umferðarlögunum segir:
„Ökumenn skulu halda öku-
tækjum sínum 'hægra megin
á akbraut eftir því sem við
verður komið og þörf er á
vegna annarrar umferðar".
Með þvílíkri notkun akbraut-
anna ná þær bezt þeim til-
gangi sem að er stefnt, með
því að skipta akbrautum í ak-
reinar, þ.e. að skapa öruggari
og greiðari umferð.
Áður segir, að ökumenn aki
of mikið á vinstri akrein. því
að sú akrein er einkum ætluð
til framúraksturs. Of oft
rná sjá ökumenn aka alla leið
frá Miklatorgi vestur að Mela-
torgi á vinstri akrein, sem
gengur í berhögg við ákvæði
umferðarlaganna.
----★-----
Ef beygja á til vinstri á
gáinamótum, flytur ökumað-
urinn ökutækið á vinstri ak-
rein hæfilgea löngu áður en
komið er að gatnamótuhum,
«n ætli hann aftur á móti að
halda áfram eða beygja til
ákrein. í þessu sambandi er
rétt að benda á, að ekki skal
skipta um akrein, nema
greinileg stefnumerki hafi áð
ur verið gefin, og umferð á
akreinum leyfi að skipt sé
um akrein.
Áminningarmerki.
Á H-dag hófst dreifing á litl-
um áminningarmiðum meðal
bifreiðarstjðra á öllu landinu.
Var þeim tilmælum beint til
allra ökumanna, að þeir festu
miðana í bifreiðar sínar.
Merkjum var dreift með að-
stoð umferðaröryggisnefnda
um land allt, og einnig voru
þau fáanleg á benzínafgreiðsl-
um og öðram þjónustustöðv-
um fyrir bifreiðarstjóra.
Því miður skortir nokkuð á,
að bifreðiarstjórar hafi sinnt
þessari beiðni sem skyldi, en
um þýðingu þessara merkja
þarf ekki að ræða, en þau
geta hæglegaforaðaárekstri.
Ættu þeir, sem þannig er
ástatt um, ekki að draga leng-
ur að festa miða í bifreiðar
sínar. Með því að líma þau á
vissa staði í bifreiðinni, eru
þau sífelld áminning til öku-
mannsns um að ekið sé í
hægri umferð.
----k-----
Þá má benda þeim öku-
mönnum, sem festu áminn-
ingarmerki í bifreiðar sínar á
H-dag, eða fljótt eftir H-dag,
að flytja merkin svolítið til,
þannig að þau séu ávallt fersk
áminning um hægri umferð-
ina.
2 8■ júní 1968 -
VIÐ
Vorhreingerningar
í höfuðborginni
Allsherjar vorhreingerning
er nú að hefjast í Reykjavík.
Borgaryfirvöldin hafa mælt
svo fyrir, að hver húsráðandi
skuli gera hreint fyrir sínum
dyrum, fjarlægja allt dót og
drasl af lóð sinni, snurfusa
blettinn kringum húsið og
hafa lokið því fyrir tiltekinn
tíma, ella verði aðrir fengnir
til að framkvæma lóðahreins-
unina á kostnað viðkomandi
aðila.
Þetta er vel mælt og skörug
lega. í raun og veru ætti ekki
að þurfa að segja Reykvíking
um tvisvar að gera jafn sjáif.
sagðan hlut og að ganga sóma
samlega um blettinn kringum
húsið sitt og safna þar ekki
óþarfadrasli. í flestum tilvik-
um er lóðin lítil og auðvelt að
halda henni hreinni og þrifa-
legri án mikillar fyrirhafnar.
Samt er þessu alltaf víða á-
bótavant. Því eru tilmæli borg
aryfirvaldanna tímabær og
nauðsynleg, og vonandi verð-
ur þeim fylgt fast eftir.
★
En þetta er þó ekki nóg.
Borgin er meira en lóðablett-
irnir kringum húsin. Hún er
líka göturnar og torgin, al-
menningsgarðarnir og útivist
arsvæðin, og hreinsunin á
þessum stöðum heyrir undir
borgaryfirvöldin sjálf, þar er
ekki við aðra að sakast, ef um
vanrækslu skyldi vera að
ræða. Og því miður er ekki
unnt að lýsa því yfir með góðri
samvizku, að allt sé í sóman-
um eða eins og það ætti að
vera á þessum stöðum frem-
ur en öðrum. Borgaryfirvöld-
in virðast t.d. láta það gersam
lega óátalið, þótt fólk fleygi
allskonar umbúðum og dóti á
götuna eða í garðinn, þar sem
það stendur, en slíkt mundi ekki
þykja góð latína í nágranna-
löndunum. Það er sem sé ekki
fullnægjandi að hengja vel
gerðan blikkkassa utan í ljósa
staur á öðru hverju götuhorni
í borginni, ef fólki er ekki
jafnframt kennt að nota þá
og séð um að það noti þá. Ein
þrifnaðarvika á ári er heldur
ekki fullnægjandi, þótt hún
sé að vísu góðra gjalda verð,
borgaryfirvöldin eiga ekki að
sætta sig við minna en fimm-
tíu og tvær þrifnaðarvjkur á
ári. Og umfram allt eiga þau
að ganga á undan með góðu
eftirdæmi.
★ ■ (
Á eitt er vert að minnast
Framhald a> 11. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ