Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 3
UR KENNARA FÆR IAHÆKKUN Tólfta þing Landssambands framhaldsskólakenn- * ara var sett í Vogaskóla kl. 16 í gær. í ávarpi, sem menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, flutti við setningu þingsins, kom m. a. fram, að menntamála- ráðuneytið og fjármálaráðuneytið hafa ákveðið, að þeir kennarar, sem voru í föstu starfi árið 1952, og enn eru í 16. eða 17. launaflokki, skulu allir flytjast upp í 18. flokk. Eru það 30 kennarar á landinu, sem þessi kjarabót nær til. Eins og fyrr segir, var þing ið sett kl. 16, og gerði það for- maður sambandsins, Ólafur S. Ólafsson. Forsetar þingsins voru kjörnir Teitur Þorleifs- son, kennarj, Hjörtur KJrist- mundsson skólastjóri, og Hjört ur Hjálmarsson, skólastjóri. Auk þingfulltrúa voru við- staddir setninguna mennta- málaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík, fræðslumálastjóri og fleiri gestir. í setningar- ræðu sinni gat formaður þess, að á þesu ári væru tuttugu ár liðin frá stofnun Landssam- bands framhaldsskólakennara. Hvalti hann kennara til sam- stöðu og sóknar til bættra kjara og betri kennsluhátta. Að ræðu formanns lokinni tók menntamálaráðherra til máls. í upphafi ræðu sinnar færði hann Landssambandinu heillaóskir. í tiiefni tuttugu ára afmælis þess og kvaðst vona, að þingið yrði öllu skólastarfi í landinu til góðs. Því næst gat ráðherrann þess, að mennta- málaráðuneytið hefði í gær sent Landsambandi framhald skólakennara bréf þess efnis, að allir þeir kennarar, sem settir hefðu verið eða skipaðir árið 1952 og enn væru í 16. og 17. flokki skyldu færast upp Útvegsbankinn tekur upp GiRO Útvegsbanki Islands hefur á kveðiö, í sambandi við opnun tveggja nýrra útibúa sinna, aö taka upp stóraukna þjón- ustu við viðskiptamenn sína. Er hér um að ræða svonefnt GIRO kerfi, sem rutt hefur sér mjög til rúms erlendis á síð- lari árum en /er með öllu óþekkt hérlendis. Þjónustu þessa veitir bankinn ókeypis, og felst hún m. a. í því að bankinn tekur að sér að sjá um greiðslur ýmiss konar fyr ir viðskiptamenn sína. GIRO kerfið er í stórum dráit um þannig byggt upp, að sá sm stofnar GIRO reikning í bankanum á þess kost að láta bankann annast ýmiskonar greiðslur fyrir sig, enda sé innistæða á reikningi hans á hverjum tíma. Þær greiðslur, sem hér er um að ræða eru að sjálfsögðu fyrst og fremst fast ar, tímabundnar greiðslur, svo sem rafmagnsreikningar, símareikningar, skatlar, húsa- lejga, afborganir af föstum lánum og þess háttar. Auk þess er hægt að semja við bank ann um að annast ýmsar ann arskonar greiðslur. Ennfremur að taka á móti hverskonar gróiðslum frá þriðja aðiija t. d. vínnuveitanda viðskipta- mannsins. Öll þesi þjónusta bankans er veitt ókeypis og hlaupareikn- ingsvextir verða greiddir af innistæðum. Þá geta GIRO reikningshaf- ar fengið yfirlit um reiknigs- stöðu sína þegar þeir -óska, enda verði sérstaklega um það samið fyrirfram. Ennfremur hefur banka- stjórnin ákveðið að taka upp- Framhald á bls. 10. 18, launaflokk. Sagði hann, að þessi kjarabót næði lil um 30 kennarar á landinu. í ræðu sinni kom ráðherran m. a. inn á þær miklu umræður, sem undanfarna mánuði hafa átt sér stað um hina ýmsu þæiti íslenzkra skólamála. Einkum hefði landspróf mið skóla verið þyrnir í augum margra, sem um þessi mál hefðu fjallað. Vildu þeir ým ist breyta því eða hreinlega fella það niður. Hins vegar bæri minna á tillögum um, hvað skyldi koma í stað lands prófs yrði það fellt niður. Ráð herrann kvað það skoðun sína, að ekki bæri að leggja iandsprófið niður. Það hefði verið og væri trygging þess,, að öll ungmenni, hvar sem þau búa á landinu, sætu við sama borð og hefðu jafna möguleika til framhaldsnáms. Hann taldi á hinn bóginn að gera þyrfti breytingar á lands prófinu eins og öllum öðrum þáltum skólakerfisins, enda hefði það verið gert á undan- förnum árum. Gat hann þess í því sambandi, að í sumar yrði á vegum skólarannsókna unn ið að nýrri reglugerð fyrir landsprófið, sem væntanlega tæki gildi á næsta hausti. Einnig væri unnið að því að samræma gagnfræðapróf og hefðu á þessu vori farið fram könnunarpróf í nokkrum höf- uðgreinum á gagnfræðsprófi til undirbúnings þeirri sam- ræmingu. Ráðherrann kvaðst sannfærður um, að próf væru nauðsynleg í þjóðfélagi sívax- andi sérhæfingar, en hins veg ar mættu próf aldrei verða markmið í sjálfu sér. Ráðherr ann lauk máii sínu með því að Framhald á bls. 10. I * m NÝTT Á ÍSLANDI Olíubætiefni DAGUR VEST- ANNAEYJA Á morgun, sunnudag, er dagur Vestmannaeyja á sýningrunni „ís- lendingar og hafið“ í sýningarhöllinni í Laugardal. KI. 4,30 hefjast skemmt’iatriði í sýningarhöllinni í tilefni dagsins og koma þessir skemmtikraftar fram: Tvöfaldur kvartett úr Vestmannaeyjum syng ur, Ási í Bæ syngur og leikur á gítar og sextett Óla Gauks flytur Iög ef'tir Oddgrir Kristjánsson. Loks er þess að geta að á veggjum og í lofti sýningarhallai’innar verður komið fyrir spröngum og munu „Eyjapeyjar“ sýna þar hæfni sína í þessari „Þjóðaríþrótt“ Vest- mannaeyjadrengja, sprangi. Stúka Vestmannaeyjr á sýningunni er öll helguð stýrimanna- fræðslu í Eyjum, en þar mun fyrsta fræðsla í þessari grein hér á landi, bafa farið fram. Fullkominn stýrimannaskóli tók t’il starfa í Vestmannaeyjum árið 1964 og er skólinn mjög vel búinn tækjum til kennslunnar. Útskrif! ar hann árlega hóp sjómanna. Innihald flöskunnar er liæfilegt á nióti 3 1. af smurolíu og eykur það smur- hæfni og endingu olíunnar um ca. 10%. ■AMB er ekki nýtt efni, en eftir margra ára tilraunir og endurbætur má segja að fullkominn árangur hafi náðst. — A M B gerir ekki kraftáverk á ónýtri vél, en regluleg notkun eykur mjög endingu vélarinnar og lækkar j>ar af leiðandi stórlega reksturskostnað bif- reiðarinnar. Frandeitt af Guðmundi Bjarnasyni með einkaleyfi A M B Oil Corp. U. S. A. Bd.1 i'*yi 8. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAD® J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.