Alþýðublaðið - 09.07.1968, Síða 6

Alþýðublaðið - 09.07.1968, Síða 6
/ hieu vill halda nd með Johnson SAIGON, 8. júlí. Nguyen Van Thieu, forseti Suður Vietnam, stakk í dag upp á því, að þeir Jóhnson, Bndaríkjaforseti haldi með sér fund einhvers staðar á Kyrr*hafsfsvæðvnu og ppplýsti jafnframt, að hann vildi helzí, að hinni opinberu heimsókn sinni til Bandaríkjanna, sem á- kveðin hefur verið i júlílok, verði frestað þar til síðar á þessu ári. Þessi ummæli Thieu koma í þann mund, er vaxandi óvissa gerir vart við sig meðal stjórnmálamanna í Saigon varð- andi stefnu Bandaríkjanna í málum Suður-Vieínam. í tilkynningunni, sem skrif- stofa forsetans gaf út í morg- un, segir, að hin opinbera heim sókn mundi þýða, að forsetinn yrði burtu úr landinu um það bil tvær vikur á þeim tíma, er áreiðanlegar heimildir leyni- þjónustunnar telji, að miklar líkur séu á árásum Viet Cong víða í landinu. Hins vegar eru mörg veiga- mikil vandamál, sem gera bein- ‘ar viðræður þjóðhöfðingjanna nauðsynlegar og þeim má ekki fresta. Þetta á einkum við um sérStök vandamál í sambandi við að finna leið til friðar og hinar sameiginlegu varnir, seg- ir í itilkynningunni. Bent er á, að Viet Cong styrki nú stöðvar sínar umhverfis borgina til að undirbúa nýja stórárás. Ennfremur, að þótt Thieu vilji ekki yfirgefa borg- ina, hafi hann samt áhuga á að heyra af vörum Johnsons um framtíðarstefnu Bandaríkjanna í Suður-Vietnam. I Saigon ríkir nú nokkur ó- vissa um fyrirætlanir Banda- ríkjfimanna og menn útiloka ekki þann möguleika, að amer- íski herinn verði dreginn burtu úr landinu. Hefur þing Suður- Vieínam þegar snúið sér til Bandaríkjaþings með beiðni um fullvissu um áframhMdndi stuðning. Frakkar skattleggja áfengi, tóbak og bíla PARÍS, 8. júlí. Frakkar mega rcSkna með að þurfa að greiða hærra verð fyrir tóbak og brennivín og hækkaðan tekju- skatt. Segjá góðar heimildir, að meðal ráðstafana þeirra, sem fjármálaráðuneytið muni tilkynna á miffv'ikudag, verði 5—10% aukaskattur á tekjur um 500.000 manna í hæstu launaflokkum, 10% aukning á tollum á tóbaki og brennivini, jafnt innlendu sem erlendu og 'ikagjald fyrir skrásetningu bíla og hærri greiðslur fyrir vegabréf og ökuskírteini. Couve de MurviIIe, fjár- málaráðherra, hefur spáð, að Frakkar verði aftur komnir á réttan kjöl eftir 16 mánuði. Hann segist fyrst og fremst stefna að því að hindra, að hin hækkuðu laun leíði til víðtækrar verðbólgu. ITalsverður is | enn á Húnaflóa |i Sunnudaginn 7. júlí, 1968 kl. 14.16, var farið í ískönnunar- \ (i ílug á TF-FSD, skipherra Gunnar H. Ólafsson. Ástand íss'ins 4 (' var, sem hér segir: ísinn hefir aðeins. gisnað í Hrútafirði og f 'J Miðfirði og virðist sigling þangað möguleg, en mjög erfið, eink. \ ]i uin á Hrútaf jörð. íshrafl er kringum Grímsey, en þó má telja (i <( siglingu greiðfæra á Steingrímsfjörð. Talsvert ísrek er á ) (j Húnafirði og nokkuð þétt spöng út af Blönduósi 5—7/10 að I þéttle'ika. Siglingarleið á Skagaströnd er fremur íslítil. Skaga- (| )> fjörður má teljast íslaus. t II Austurtakmörk íssins eru nú um 34 sjóm. í -r/v 315° frá f \ Kolbeinsey og eijnhver ís er út af Horni, en sökum þoku var \ 4 ekki hægt að sjá hve mikill, þó virtóst vera um fremur Iítinn J f ís þar að ræða. . f Sjósalta 150 þúsund tunnur Norski síldveiðiflotinn mun í fyrsta áfanga geta saltað um 150 þúsund tunnur á miðunum að því er blaðið Fiskaren segir nýlega, en fullkomið yfirlit yfir stærð flotans var þá enn ekki fengið. Blaðið skýrir frá (því að m.a. verði á miðunum fimm flutn- ingaskíp, sem kaupi síld á mið- unum, og getur hvent þessara skipa tekið 5—7 þúsiund tunnur í ferð. Þá er leinnig nokkuð um það iað bátar hafi samfloit við veiðarnar, t.d. gerir Johan Staingeland útgerðarmaður í Stavalngcr út þrjá báta; tweir þ'eirra leiga einungis að sialta, og taka þeir 1500 og 1300 itunnur, en (þriðji báturinn á að veiða fyrir öll skipin og auk þess verður hægt að saita þar um b’orð 1800 tunnur, ef þörf kref- ur. Allls mun þessi leiðangur 'því geta Saltað um 4.500 tunnur í ferðinni. Þá segir blaðið eiimnig frá því, að alknörg skipanna siem ætli á íslandsmið í sumar hafi komið sér upp síldardælum. Getum nú boðið rússneska vörubifreið t GAZ-53-A með palli og enskri Perkins dísilvél. Burðarþol á palli 5 tonn. Hjólbarðar 825x20 Áætlað verð kr. 340.000.00 Hagstæðir greiðsluskibnálar Bifreiðar & Landbúnaðarvélar Suðurlandsbraut 14 — Sími 38600 £ 9. jú'lí I96£ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.