Alþýðublaðið - 09.07.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.07.1968, Blaðsíða 16
*■ SfOAft Svo viríVist sem mjólkuríssiðnað- ur hafi tekið við af síldariðnað. inum. ísbúðir spretta upp sem gorkúlur og allir bæjarbúar virð- ast ekki gera annað en éta mjólkurís. Þetta er náttúrlegá framför, því þótt síldarverk- smiðjur hafi sprottið upp sem gorkúlur vildi enginn éta síld. ina. Deila milli ráðuneyta stendur fyrir niðurskurði. Fyrirsögn í Vísi. Sumarleyfi Nú eru allir á ferð og flugí eða fara að gera því skóna, og áfangastaður æði margra er Afríka og Barcelóna. Allt var fyrrum með öðrxun hætti og unað við jarðarleppinn, margur komst aldrei á ævi sinni út fyrtr fæðingarhreppinn. Senn fer ég líka í smnarleyfið, en sífellt hefur mig langað að eyða á tunglinu einni viku, ef til vill bregð ég mér þangað. Þorflðþér sérstffltdðkk lyrir H-DMFERÐ ? Nei.aðeins gðð. Gerum f Ijótt og vel við hvaða dekk sem er, seljum GENERAL dekk. hjólbarðinn hf. % Laugavegi 178 * sími 35260 #5S <í % : ' •••• Pi? & £& Snekkja frá Vín Nu um helgina lá við bryggju í Reykjavík bráðfal- leg skemmtisnekkja frá Vin arborg. Hún kom til Reykja- víkur frá Stokkhólmi, með viðkomu i Edinborg, Orkneyj- um, Þórshöfn og Vestmanna eyjum. Á snekkjunni eru fimm manns, skipstjóri, sem jafnframt er eigandi snekkj- unnar, kona hans, tvö börn og bróðir skipstjórans. Snekkjan er smíðuð í Stokkhólmi fyrir þremur árum, en heimaborg hennar er Vín, þar sem eig- andinn og fjölskylda hans eru búsett. Fólkið er á skemmtiferð og ætti ekki að líða illa, því snekkjan er búin öllum hugs- anlegum þægindum, eins og bezt verður á kosið. Fullkom in siglingatæki eru um borð, þ.á.m. ratsjá, dýptarmælir og miðunartæki, Þetta er ákaf- lega rennilegt skip og geng ur að meðaltali 10 sjómílur. Hraðast gengur það 12 sjómíl ur. Snekkjan hreppti gott veð- ur mestan hluta leiðar sinnar, en á milli Færeyja og íslands gerði Ægir konungur skipverj ■um gnamt í geði og valt fleyt an nokkuð. Skipverjar brugðu sér í land um helgina og fóru þennan venjulega ferðamannahring: Gullfoss — Geysir — Þingvell- ir — Hveragerði. Leizt þeim vel á landið og rómuðu fegurð þess og blíð- viðri, er hér ríkir um þessar mundir. Margir gerðu sér ferð niður á bryggju um helgina til að líta snekkjuna og mátti sjá aðdáun skína úr svip flestra. Er ekki að efa að margir vildu eignast slíkan grip, en ástæða er til að efast um að hún falli inn í núverandi ramma ís- lenzks efnahagslífs, svo • mik- ill er íburðurinn. Eru hér tví mælalaust auðjöfrar á ferð. Er líkl'egt að verð snekkju sem þessarar sé ekki langt undir verði nýtízku síld- veiðiskíps. Sem dæmi -um það, að ekkert er til sparað, má geta þess að á afturþiljum snekkjunnar er léttbyggður vökvakrani, sem notaður er til að sjósetja lítinn léttabát úr trefjagleri. Snekkjan fór frá Reykjavík í gærkvöldi, en skipverjar flýttu för sinni vegna veik- inda yngsta skipverjans, lítill ar dóttur eigandans. Ér von okkar að fólkið lireppi gott veður í hafi og komist heilu og höldnu til lands á áfanga- stað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.