Alþýðublaðið - 09.07.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.07.1968, Blaðsíða 15
GUY PHÍLLIPS is Sikiley. „Vixíana“ bíður okkar í Palmeró. Það fór hrollur uni Joyce. — Lítið skip? Sem þið getið siglst sjálf? — Hvernig vissuð þér það? Frú Shawdon brosti. — Já, við erum áhöfnin. Maðurinn minn er vélaimaðurinn. — Og Frith skipstjórinn, sagði hr. Shawdon, — en Grif- fiths og Dexter eru hásetarnir. Frúrnar sjá um matinn. Það er einstaklega skemmtilegt. — Átti hr. Dexter uppástung una? spurði Joyce. — Vitanlega. Fyrst vi’di hann, að við sigldum á „Vixí- önu“, en það vildi skipstjór- inn ekki. Svo hr. Dexter keypti minni bát í Kataníu. — Hr. Dexter lætur ekkert aftra sér, sagði frú Shawdon. — Jæja, við verðum að koma ykkur. — Hvar er báturinn? spurði Joyce. — Þarna á flóanum. Frú Shawdon benti. — Hann heitir Belle Fortúna. Er það ekki fallegt nafn? Þau yfirgáfu hana, en Joyce hljóp á eftir þeim. — Fæ ég að fara með ykkur um borð? Þau litu bæði kuldalega á hana. — Því miður, sagði hr. Shaw- don. — Komdu þér af stað, sagði konan hans. Þau hurfu Joyce sýnum og hún tók bíl niður að strönd- inni. Það var fallegur baðstað ur undir klettunum og margt um manninn. Hún leigði sér vélbát og bað eigandann að sigla með sig til Bella Fortúna. Hann sigldi með hana út á flóann. — Það var þriðji báturinn, sem þau skoðuðu. Minni en hin- ir og mun minni en Vixíana. Það sást enginn á þilfarinu, þegar báturinn lagðist upp að skipshliðinni. Joyce borgaði bátsmanninum og hann hjálpaöi henni um borð og sagði glað- lega: — Buon viggagio! Góða ferð! Joyce stóð þarna þarna á sólheitu þilfarinu og það fór hrollur um hana. Litli báturinn var svo friðsæll að sjá — eins og fljótandi gröf. Eða minnti hann á skip, sem var dæmt til dauða? Joyce leit taugaóstyrk inn í borðsalinn ög fór svo niður. Hún fann klefana og leit inn í þá. Það leit út fyrir að öll áhöfn- in væri í landi. En þau höfðu öll komið aftur um borð nema Clegg gamli. Þarna sá hún föt- in þeirra. Föt frú Purdy, White hjónanna, Ward Millers. Þau höfðu snúið aftur eins og Gra- ham hagði sagt, að þau myndu gera. Hann hafði nægilega marga til að leika hlutverk það, sem hann hafði tekið að sér. Og það yrði án efa ekki langt þangað til teppið félli. Hún var sannfærð um að þetta yrði síð- asta höfnin. Hvað á' ég að gera? Hún greip um höfuð sér. Hún var komin með mikinn höfuðverk. Ef hún biði þangað til að liún hitti Graham myndi hann reka hana í land. Hvernig gat hún náð í Símon án þess að hætta á að vera rekin í land? Með því að fela sig. En um leið og skipið legði af stað yrði of seint að hindra Graham í að fremja þetta ódæði. Eins og svar við spurningu hennar, opnuðust stáldyr. Jo- yce leit inn og beint niður í vél- arrúmið, undarlegt völundarhús röra og hjóla. Eyðileggja vélarnar og stöðva skipið! Hugmyndin virtist koma frá skipinu sjálfu. Joyce gekk hikandi niður þrepin. Hún sá stóran skiptilykil og tók hann upp um leið og hún bældi niður móðursýkislegan hlátur. En hvað átti hún að eyðileggja. Hún beit á vör og Iamdi í eitt rörið. Hún missti skiptilyk- ilinn við höggið. Hún reyndi að lemja í annað rör, en árang- urinn varð sá sami. — Hvað eruð þér að gera? hrópaði einhver skelkaður. Joyce leit við. Hjartað barð- ist ákaft í brjósti hennar. Þarna stóð Norma Regan efst í stig- anum. — Þér! veinaði Norma. Hún hljóp niður þrepin. Joyce stóð með skiptilykilinn í hendinni. Mér heyrðist ég heyra umgang héma. Augu Normu minntu á stórt blátt stöðuvatn. — Ég lá og svaf í ká'etunni minni. Hvað eruð þér að gera? Hvernig kom- ust þér hingað? — Ég .. ég kom bara aftur « • •• __ Þér voruð að reyna að eyðileggja vélarnar með skipti- lykli, Þér komuð til að eyði- leggja ferðina fyrir okkur! — Nei, heyrið þér nú .... sagði Joyce biðjandi. — Viðbjóðslega stelpa! Þér eruð vitskert. Miller læknir sagði, að .... — Ég er ekki að reyna að eyðileggja neitt, frk. Regan. Eg er bara að reyna að koma í veg fyrir .... — Einmitt. Ég sæki Graham! Griffiths og Frith. Hann fór á veiðar með Símon — Ekki! Joyce greip um hand legginn á Normu. — Eg verð að fá .... — Ekki slá mig! veinaði Nor- ma skelfingu losin. Hún greip í handlegg Joyce, sem hún hélt á skiptilyklinum í. Hann datt ofan á höfuðið á Normu og hún hrasaði og féll til jarðar. — Skelfingar heimska var þetta! stundi Joyce og kraup á kné.' Norma lá grafkyrr með opinn munninn. Andlit hennar var náfölt. — Frk. Regan! hrópaði Jo- yce. — Norma! Hún sat álút yfir henni, þeg- ar hún heyrði fótatak á þilfar- inu. •— Hvað hefurðu nú gert? Joyee. Þetta var Sfmon. Hann stóð í gættinni og leit niður í myrkt vélarrúmið meðan Joyce horfði á hann yfir líkama Normu. — Það var bara .. hún gerði það sjálf .... — Með skiptilyklinum? spurði Símon rámur. Húþ frleppti skiþti)(yklinum, þegar hann kom niður. — Hún getur ekki verið alvarlega særð, Símon. Hann laut yfir Normu. — Það lítur nú samt út fyrir að svo sé. Mér heyrðist ég heyra mannamál hérna niðri. Ó, Joyce, ofí hefurðu gert heimskupör, en nú .... Þau heyrðu fótatak á þilfar- inu. Joyce reyndi að yfirbuga ótta sinn og stundi upp: — Eg get útskýrt allt, Símon. Hvers Vegna ég kom aftur hingað. — Allt! Ef þú aðeins vilt hlusta á mig....... Það var skelfing í rödd hans, þegar hann sagði: — Ég heldi að hún sé dáin! Joyce stóð og starði á hann. Þau heyrðu Graham segja frá þilfarinu: — Eruð þér þarna niðri? — Griffiths. Símon greip um handlegginn á Joyce. — Farðu þangað og feldu þig. Reyndu að flýta þér! Hann ýtti henni inn í horn bak við vélina og kallaði svo: — Já, og Norma líka. Hún hefur slasast. Graham birtist á tröppunum og að bakí hans kom Lionel Frith. — Hvað hefur komið fyrir? spurði Frith. — Ég veit það ekki. Símon virtist algjörlega rólegur. Hún hlýtur\að hafa dottið. Eg fann hana svona. Joyce reyndi að gera eins lítið úr sér í horninu og henni var frekast unnt. Sumpart lang- aði hana til að fela sig eins og lítil hrædd mús og sumpart til að hlaupa úr felustað sínum og útskýra allt. — Náðu í Miller, sagði Gra- ham við Frith. Frith sneri sér við og kallaði meðan Graham laut niður og skoðaði Normu. Skömmu síðar kom dr. Miller. — Þetta lítur illa út, sagði hann eftir að hann hafði skoð- að hana. — Yið skulum bera hana upp í klefann hennar, en í guðanna bænum farið þið var lega. Joyce horfði á meðan Norma var borin á braut^ Allir töluðu hver upp í annan nema Símon, sem varð eftir þegar hin voru farin. — Vertu hér, þangað til um hægist, sagði hann — og komdu þér svo í land. Hún greip um handlegg hans. Hvernig á ég að komast í land? — Þú getur synt! Kanntu ekki að synda? — Jú, en .... — Engar útskýringar, Joyce, sagði hann þreytulega. — Eg veit ekki, hvernig þú komst hingað, en ég veit hvers vegna. Norma var aðeins hluti af á- ætlunum þínum og ...-. — Nei, hún vildi áköf útskýra allt fyrir honum. — Hlustaðu á mig. .. — Ég má ekki vera að því. Veiztu, hvað gerizt, ef þú finnst hérna? Það var kallað ofan af þil- farinu. Símon ýtti henni frá' sér. — Þess vegna sendi ég þig til London. Eg var hræddur um að eitthvað álíka kæmi fyrir. — En þú skilur þetta ekki! En það var til einskis. Hann var kominn upp stigann og bú- inn að loka. Hún ætlaði fyrst að elta hann, en fór svo aftur inn í hornið sitt. Norma Regan látin! Fyrsta mannslátið í þessum sorgarleik. Og Graham hafði ekki myrt hana. Ég ekki heldur, hugsaði hún. Þetta var slys, en hver ætll að tryðj því. Smáto saman varð allt hljótt uppi á þilfarinu. Vélbátur kom, ! lagðist upp að skipsfór og fór aftur. Joyce læddist upp stig- : ■ann og opnaði dyrnar í hálfa gátt. Hún sá engan og laumaðist titrandi á beinunum niður að klefa Simons. Ég verð að vera um borS, sagði hún við sjálfa sig. Hún læddist inn í klefann. Hann var minni og ekki, jafn skrautlega búinn og klefarnir á Vixíönu. Joyce lagðist á gólfið og hún skreið undir kojuna. Allt sem ég geri er heimsku- legt, hugsaði hún í örvæntingu. En hvað get ég annað gert? Hún hafði Iegið undir kojunni næstum heila klukkustund, þeg- ar dyrnar opnuðust. Hún sá fæt- ur og fótleggi Símons og hina evlsköpuðu leggi Avril Friths. — En skelfilegt, andvarpaði stúlkan. — Veslings Norma. —. Þetta getur alltaf komið Samvinnuskólinn Bifrösf KENNARASTAÐA við Samvinnuskólann Bifröst er laus til umsóknar. Afflal keininslugreinar eru hagnýt skrifstofustörf, þ. e. bókfærsla og vélritun. Laun samkvæ-mt 20. launaflokki opinbeirra sítarfsmannia. Kenniaraíbúð á staðnum. Umsókn sendist undirrituðum fyrir 15. ágúst ínæstkomandi. • Guðmundur Sveinsson skólastjóri Rifröst. 9. júÍT 1968 - ALÞÝÐUBLAÐID 1S»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.