Alþýðublaðið - 20.07.1968, Blaðsíða 1
r
I skot-
heidri
deild
MEMPHIS, 19. júlí. James
' Earl Ray var í dag settur »
skothelda deild í fangelsinu í
Memphis í Tennessee, þar
sem sjónvarpsmyndavélar
fylgjast með hverri hreyfingu
hans á meðan hann bíður eft-
ir að koma fyrir rétt, sakað-
Ur um morðið á dr. Martin
Luther King.
Ray var afhentur Banda-
ríkjamönnum snemma í morg
un. Amerísk herflugvél flutti
hainn frá ónafngreindum flug
velli í grennd við London og
lenti fyrir dögun á herflug-
velli fyrir utan Memphis. Hóp
iur lögreglumanna á mótor-
hjólum fylgdi brynvörðum
bílum, sem honum var ekið
í til þinghúss Shelby-héraðs.
\ Þrír vopnaðir lögregliumenn
voru með honum í bílnum.
Hann var í skyndi fluttur
úr bílnum inn í fanigálsið, en
sterkum ljóskösturum beint
' að blaðamönnum, ljósmyndur-
Framhald á bls. 14.
RÚSSAR HERÐA TAUGA-
STRÍÐIÐ GEGN TÉKKUM
MOSKVA, 19. júlí. Kreml herti í dag á taugastríð
inu gegn Tékkóslóvakíu, er Pravda tók að birta frétt
ir af amerískum byltingar-áætlunum og hélt því
fram, að uppreisnarflokkar hafi fengið amerísk vopn
frá Vestur-Þýzkalandi. Nikolaj Podgornij, forseti,
sagði í ræðu, að Sovétríkin mundu veita Tékkum
víðtæka hjálp og aðstoð til að stöðva hin andsósíal-
istísku öfl.
Seint í dag lágu enn ekki
fyrir nein viðbrögð af hálfu
sovétmanna við yfirlýsingu
forsæLisnefndar tékkneska
kommúnistaflokksins, og hafði
hún raunar enn ekki verið birt
í blöðum, né skýrt frá því,
að kommúnistaleiðtoginn Du-
bcek hefði haldið útvarpsræðu.
í ræðu í æðsta ráði sovét-
lýðveldisins enduirtók Pod-^
gornij margar af þeim ásök-
unum, sem Dubcek hafði vís-
íað á bug í sinni ræðu, svo
sem: í Tékkóslóvakíu verður
sjálfur grundvöllur sósíalism
ans fyrir árós heimsvalda-
sinna, og ,,það eru fyrrverandi
meðlimir arðræningjastéttar-
iranar, sem árásina gera“, og
ennfremur ,,þeir vilja ekki, að
flokkurinn gegni aðalhlut-
verki, og þeir vilja koma Land-
inu burtu frá sósíalismanum
og herbúðum sósíalista“, sagði
forsetinn.
Pravda birti tvær athyglis-
verðar fréttir, er styrkja eiga
þá staðhæfingu, að beimsva-lda
'Sinnar styðji gagnbyltingar-
öflin. Segir blaðið, að Rússar
hafi ,,topp-leynilega“ áætlun,
ameriska, þar sem m.a. sé að
finna tillögur fum uppreisnir,
einkum í Tékkóslóvakíu og
Austur'hýzk'atand. í áætlun-
inni sé gert ráð fyrir, að
meirihluti Tékka reynist and-
vígur aðgerðum af hálfu vest-
urveldanna. Hins vegar sé
reiknað með, að viss hLuti
fólksins verði hlutlaus og
jafnvel á bandi vesturveld-
lanna. Samkvæmt áættuninni
séu CIA-njósnarar að kanná
iað hve miklu leyti andstæð-
ingar kommúnista séu komnir
inn í öryggisþjónustuna, gagn-
njósnafcerfi hersins og aðrar
1 eyniþ j ó nustur.
Einnig saigði Pravda, að fald
■ar vopraabirgðir hefðiu :Eundizt
milli Héb og Kiarlovy Varý
inálægt landlamaarum V.i'stuf-
Þýzkalands. Vopnin væru fram
leidd í Bandaríkjunum og þeim
smyglað inn frá Vestur-Þýzka-
landi handa hefndarþy]-stum
Súdetum og öðrum, sein vilja
fá gamla stjórnarfarið aftur.
Um öll Sovétríkin voru'
haldnir flokksfundir i dag,
þar sem afstaðia stjórnmála-
nefndarinnar til Tékkóslóviakíu
var staðfest.
JÓNASFRÁ
HRIFLU
LÁTINN
Jónar Jónsson frá Hriflu,
íyrrverandi ráðherra og for
maður Framsóknarflokks'ins,
lézt í Reykjavík í gærkvöldi
83 ára að aldri. Jónas var
þjóðkunnur fyrir þátttöku
sína í stjórnmálum á fyrri
hluta aldarinnar aúk þess,
sem hann var afkastamikill
rithöfundur.
——
Dagsbrún gerir ályktanir um atvinnumál:
Mótmæia upp-
sögnum aldraðra
Trúnaðarráð Dagsbrúnar hélt fund í gær og voru
þar gerðar tvær ályktanir, önnur um uppsagnir aldr
aðra verkamanna, hin um atvinnuástandið. Báðar
þessar ályktanir voru samþykktar einróma, en í trún
aðarráði sitja 100 manns. í annarri ályktuninni er
því harðlega mótmælt að fyrirtæki hafi skyldum
að gegna við þessa menn, en í hinni ályktuninni er
skorað á ríkisstjórnina
og aðra opinbera aðila að
gera í tæka tíð ráðstaf-
anir til að tryggja næga
atvinnu fyrir alla.
Ályktanir trúnaðarráðs Dags-
brúnar eru á þessa Ieið:
A Uppsagnlr
„Fundur í trúnaðarráði Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar, hald
Framhald á bli. 14.
FUNDUR :
Menntamálaráðherrafund ],
ur Norðurlanda var hald- i
inn í Reykjavík í gær og ']
var myndin tekin af ráð- ,
herrunum við upphaf fund- ,i
arir.s, en frá fundinum er i'
að öðru leyti sagt í frétt \
á bls. 10. 5