Alþýðublaðið - 29.08.1968, Side 1

Alþýðublaðið - 29.08.1968, Side 1
Tékkneskir leibtogar vilja fá herinn burt, en VETJA TIL STILL Nýr leiðtogafundur i uppsiglingu á næstunni Tékkneska þingig samþykkti í gær ályktun, þar sem áframhaldandi herseta í landinu var lýst ólög- leg, en tékkneskir ráðamenn skoruðu á almenning að sýna stillingu og flýta sem mest fyrir því, að á- standið yrði eðlilegt á ný, svo að herinn gæti farið úr landi. Munu leiðtogartiir nú vera að undirhúa bréf til leiðtoga Varsjárbandalagsríkjanna fimm, þar sem skorað er á þá að kalla herinn heim, en einnig er búizt við að bráðlega verði haldinn á ný fundur æðstu manna Tékkóslóvakíu og fimmveldanna. Al- menningur í landinu er daufur og beiskur yfir mála lokum í Moskvu, en telur vonlaust að snúast til „ . , . . . ... 7 Sovezku hermennirmr sitja enn varnar. Sá orðrómur komst á kreik í gær, að Varsjár#------------------------- bandalagið hygðist halda heræfingar í Rúmeníu í haust, en Rúmenía er eina Varsjárbandalagsríkið, sem hefur stutt Tékka í baráttunni við Sovétríkin. í Tékkóslóvakíu (UPI-mynd). Avarp leiðtoganna. Fjórir æðstu menn Téklcó- slóvakiu, Svoboda forseti, Dub cek aðalritarí, Cernik forsætis ráðherra og Smirkovsky þing forseti sendu í gærmorgun út ávarp til þjóðarinnar, þar sem fólk er hvatt til að sýna ró- semi og stillingu til þess að komizt yrði hjá hörmungum. Með því mót einu væri* hægt að fá því framgengt að er- lendu hersveitirnar hyrfu úr landj. Ávarpið hófst með þess um orðum: — Kæru samborg^ arar. Á þessari stund stöndum vér öll saman. Vér finnum til með yður og skiljum yður. Þá sagði einnig í ávarpinu að erlendu ■ herjirnir væru byrjaðir að flytja vígtæki sín út úr þéttbýlj í landinu, og mætti ekkert gerast, sem gæti orðið til þess að tefja það verk þeirra Er talið að allur meg:þorri manna hafi skiln- ing á því, hvers vegna leiðtog ar landsins hvetja nú svo mjög til friðsemdar í garð inn Handtaka Duhceks Sjá bls: 3 rásarherjanna. í gærkvöldi lýsti tékkneskur stúdentaleið- togi því þó yfir í London að tékkn,es^i(r stúdentar myndu ekki þola að þær hömlur yrðu framkvæmdar, sem Moskvu- samningarnir segðu fyrir um. Hann kvað stúdenta myndu setja á laggirnar ráð, er tæki ákvarðanir um aðgerðir, en reynt yrði að gefa Rússum enga átyllu til valdbeitingar. Framhald á bls. 14. IKLA YFI Talið er nær víst að Hubert Humphrey vara- forseti hafi verið kjörinn forsetaefni demókrata snemma í morgun, en í gærkvöldi var það hald manna að hann hefði þeg ar tryggt sér nægan meirihluta til sigurs í fyrstu atkvæðagreiðslu. Edward Kennedy lýsti því yfir í þriðja skipti í gær, að hann gæfi ekki kost á sér, en þó héldu stuðningsmenn hans því fram í gærkvöldi að um 650 fulltrúar myndu greiða honum atkvæði engu að síður. í gærkvöldi samþykkti þing ið stefnuskrá í Víetnam-mál- inu og fer hún mjög saman við stefnu Johnson forseta á því, og er Humphrey varafor seti samþykkur þeirri stefnu. Tillögu um að Bandaríkin stöðvuðu skilyrð'siaust loftár ásir á Norður-Vietnam var hins vegar hafnað af þinginu. Áður en atkvæðagreiðslan um forsetaefni skyldi hefjast var talið víst að Humphrey ■hlyti nægan meir'hluta til að verða kjörinn í fyrstu umferð. Fulltrúar frá Illinois, sem hefðu kosið Kennedy, hefði hann verið í kjöri, könnuðu Framhald á bls. 14. r jbt s jmr * æst * mbt * a Þau giftast í daa í dag gengur Haraldur krónprins Norðmanna að eiga Sonju Haraldsen og er mikið um dýrffir í Noregi af þeim sökum, en 742 ár eru liöin síðan norskur konungur eða konungsefni lief. ur rifzt samlenzkri konu. Fjölmargir gestir verða viðstaddir at höfnina, þar á meðal fjórir konungar og allmargir forsetar. Ólafur konungur mun sjálfur leiða brúðina upp að altarinu í dómkix-kjunni í Osló, en hjónavígsluna fremur nýkjöx-inn bisk up Oslóborgar, dr. Fridtjov Birkeli. s I s I s I s I s * s

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.