Alþýðublaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 15
Við l'átum náungias^n opnn munninn, hafði Don sagt í þeim tón og þannig á svipinn, að Jean rann fcalt vatn milli skinns og hörunds. Hún var í mjög glæmu skapi eftir að hún var orðin ein. Púkk kom skyndilega og benti henni ákaft að koma með sér. Hann vildi sýna henni eittihvað. Innfæddi drengurinn leiddi Jean inn í herbergi Carters Sims og sýndi henni þar lítið, ólæst tréskrín á skrifborðinu. Skrínið var fóðrað með skinni og á einni af þeim tveim lautum, sem í skríninu voru, lá rýtingur, sem var alveg eins og rýtíngurinn, sem Sara Ihafði vierið myrt með. Hin lautin var tóm. Jeian tiitraði. (Ein einmitlt í þesssu heyrði hún fótartaik Dons fyrir utan og hún hljöp til bans að segja honum frá fuindi sínum. En þegar hún sá fölt reiði- legt and'lit hans, hætti hún við þétta. — Jean, sagði hann hörkulega, - Kannski sérðu málin í öðru ljósi hér eftir. Maðurinn, sem ég sendi naeð Mason faninst við ströndina. Hann var að deyja, BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði Bernliarðs Hanness., Suðurlandsbraut 12. Sími 35810. hafði verið rotaður með höfuð- höggi, eti samt tókst honum að segja okkur, hvað hafði kom- ið fyrir. Vél bátsins bilaði og þeir neyddust til að leita lands. Meðan þeir voru að gera við vél ina réðusit menn Kabúla á þá. Þeir lömdu minn mann í höfuð ið, en áður hafði hann séð þá myrða Mason og henda honum í sjóinn. Flóðið hefur borið hann til hafs. Við fundum aðeins þetta. Sjáðu! Don rétti fram böggul, sem hann hélt á. í honum var blóði drifin skyrta og inni í skyrtunni var innsiglishringur Bruce með ..M“inu gröfnu í svartan steininn. Jean svimaði og henni virtist hún heyra rödd Dons úr óra- fjarlægð. Bruce var látinn! Hún fengi aldrei að sjá hann. . . . aldrei. Hún fann að Don tók hana í faðm sér, en henni var engin huggun að faðmlögum hans og fe.rmar hans gátu ekki losað hana við einmanatilfinninguna, sem heltók hana ... - Þú þarft ekki að taka þetta .svonanæfri þér, elskhn min, hvisl aði Don í eyra hennar og sagði svo hranaleg*a: - Ég lofa þér því, að Kabúla skal fá þetta launað! Við skulum neyða hann lil að segja okkur allt um morðflokk sinn. En ekkert á jarðríki gæti lffgað Bruce við, hugsaði Jean og það var það eina, sem máli skipti. Hún var svo beygð af sorg sinni, að hún sá ekki, þegar Ardela vísaði manni úr lögreglu hinna innfæddu inn í stofuna. Maður- inn leit á Jean útundan sér og tilkynnti, að fanginn neitaði að segja nokkuð, Undir venjulegum aðstæðum hefði Jean brugðið við en nú hugsaði hún ekki um annað en að Bruce hefði verið lifandi, ef Kabúla og menn hans hefðu ekki átt þar hlut að máli. Don benti manninnm að fara. - Bíddu fyrir utan, sagði þann lágt en í tón eins og sá, sem vald- ið hefur. Þá fáum við að vera eina nótt saman í fyrsta skipt'i. Hún blóðroðnaði. Don fór strax á eftir, Jean settist, en hrökk fljótlega við, því að hún heyrði, að Carter Sims var að koma heim. Hún hafði alveg gleymf í sorg sinni yfir Bruce, að Don þurfti að fá’ að vita um silfurrýtinginn, sem Sara hafði sennilega verið myrt með. Jean fékk ákafan hjartslátt. Henni fannst hún ekki getað verið ein í sama húsi og Sims og hún flýtti séér út. Það virtist enginn vera í þorpinu og kyrrðin Þar var meira þvingandi en noklcru sinni fyrr. Jean, sem ætlaði að segja Don frá skríninu með rýtingnum inni í herbergi félaga hans, gekk beint að kofanum, sem hún vissi að var notaður sem fangelsi. Hún hikaði ögn, þegar hún kom þangað. Henni fannst allt umhverfi kofans einstaklega óhugnanlegt' og það fór hrollur um liana, þegar hún sá læstar dyrnar. Þegar hún kom að kofanum hikaði hún samt. Hún heyrði niðurbælt óp innan *að. Hún þorði blátt áfram ekki að fara inn. Hún varð að bíða og segja !Don £rá Garter Simsv þegiar hann kæmi heim. Jean gekk áfram niðursokkin í hugsanir sínar og án þess að skilja í hvaða átt hún gekk eiginlega, Hún þurfti aðeins að fá’ að vera ein og hugsa. Hún var komin út að stærstu kókosekrunni. Það unnu engir innfæddir menn þar svo síðla dags. Jean leit á úrið sitt og sá, að það var of snemmt að fara aftur heim, þegar hún vildi um- fram allt forðast að vera undir sama þaki og félagi mannsins hennar. Hún settist á fallinn trjáhol og faldi andlitið í höndum sér, meðan hún reyndi að hugsa skýrt og sigrast á örvæntingunni og skelfingunni sem hafði gripið hana svo skyndilega. Skrjáf blaðanna á trjánum að baki hennar varð til þess að hún leit upp. En þá var það þegar of seint. Styrkar hendur höfðu gripið um mitti hennar og þegar hún ætlaði að veina var troðið upp í munn hennar. Henni var lyft upp á sterklegar, brúnar axlir og hún borin hratt inn í grænt hálfrökkur frumskóg arins. Jean barðist um eftir beztu getu og hún færði höfuðið til og frá til að reyna að losna við baðmullarklútinn, sem troðið hafði verið í munn hennar. En árangurslaust. Það.var furðulegt að á þessari hættustundu kall- aði hún ekki nafn eiginmanns síns og bað hann um hjálp held- ur nafn látins manns — nafn Bruce Masons. Að lokum missti hún meðvit- und. Þegar hún opnaði augun aft- ur ,sá’ hún eldsloga blakta fyrir framan sig. Smátt og smátt tókst henni að sjá umhverfis sig .. þéttan frumskóginn og villi- mannsleg andlit mannanna um- hverfis bálið. Hún bærði á sér. Hana verkj- aði enn í líkamann og sveið í munnvikin út af keflinu, sem var milli tanna hennar. Vafn- ingsjurtirnar, sem notaðar höfðu verið til að binda hana með skárust inn í hold hennar. Menn- irnir ræddust við á tungu hinna, innfæd'du og litu af og til til hennar. Loksins kom einn til hennar. í þéttu, ullai-kenndu hárinu bar hann tvö bein og umhverfis hálsinn var hann með festi, sem virtist gerð úr mannstönnum. Hann var óhugnanlegur að sjá og það var ofstækisglampi í aug- um hans. Hann talaði til Jean á máli hinna innfæddu, sem hún skildi aðeins fáein orð í. En með því að endurtaka orð sín aftur og ■aftur tókst manninum að gera henni skiljanlegt, að hún væri verðmæt' eign þeirra þar sem hún væri gift hinum hataða Túan Bradshaw. Ef þeir fórn- uðn hinum forna vindguði Tarka yrði lífi foringja þeirra borgið. Og það var Jean, sem átti að vera fórnin. Foringinn var auð- vitað Kabúla. Innan skamms myndu menn- irnir bera hana að rústum hofs- is, sem stóð efst á fjallinu og í dögun átti að fórna henni Tarka, þannig að vindguðinn gæti bjarg að lífi hins löglega konungs eyj- arinnar, Kabúla. Þegar innfæddi presturinn sá á skelfingunni sem skein úr augum Jean, að hún~ hafði skil ið allt sem hann vildi segja helnni, hló hann ánægjuleglu Hann fór frá henni og settist hjá hinum við bálið og hún lá þarna Nýtt...Nýtt Chesterfield filter meShinu ffóðaM Œhestertieid braffSi... |f Chesterfleld Zoksins kom iitter sí&aretta með sönnu tóbaksbracfði Beynið góða bragðsð Reynið Chesterfieid Siiter 29. ágúst 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.