Alþýðublaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 15
10. október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 — Þér megið til með að leita alltaf til mín, þegar yður finnst ' þér vera einmana, sagði Kay. — Þér getið komið, hvenær sem þér viljið. — Ætlið þér að heimsækja mig? — Vitanlega geri ég það með mestu gleði. . Þær stóðu við hliðina á bíln- um, og Stellu virtist alls ekki Ianga til að stíga inn í hann. Nú skil ég Martin, sagði hún. — Þeim Stuart kom svo illa saman og svo kom þetta með kindurnar fyrir og það var sagt að þær hefðu villzt inn á land Stuarts og að Sfuart hefði mark- að sér þær. Ekki veit ég, hvern- ig það var. Ég veit bara, að Stuart sagði, þegar ég spurði hann: „Maðurinn er geðbilaður”. Kannski hefur Martin eitthvað enn á móti Greavesnafninu og vill alls ekki, að við séum vin- konur. — Það kemur eklci til mála! sagði Kay áköf. — Samt ættuð þér ekkert að minnast á komu mína hingað. Auðvitað stóð ég með mannin- um mínum, þegar þetta gerðist og hann er kannski bitur en ... — Yður skjátlast áreiðanlega, en ég skal lofa því að minn- ast ekkert á komu yðar hingað, ef yður líður betur eftir það Ioforð. — Þakka yður fyrir, Kay. Ég væri yður þakklát að minnsta kosti um tímasakir. Komið og heimsækið mig, ef þér hafið tíma til þess. Hvað segið þér um að koma eftir matinn ekki á morgun heldur hinn? Ég gæti kannski komið og sótt yður? Stella settist inn í bílinn og Kay sá hana veifa brosandi í kveðjuskyni um leið og hún ók á brott. Kay gekk yfir að húsinu. Stella hafði brosað þreiðar, þeg- ar hún fór, en þegar hún kom. Vinátta — var það eina, sem Stella þarfnaðist nú, þegar hún var svo einmana og var vinátta það eina, sem hún vildi eignast? Vinátta, sem hafði fengið útrás í ótta hennar um velferð Kay? Hafði þessi ótti hennar um vel- ferð hennar komið henni á ó- vart? Eða var hún svo reið yfir því, að Stella efaðist um Martin? Eða var ástæðan óttinn, sem hún barðist enn svo ákaft á móti? En þetta var einnig vanda- mál Martins og hann vildi ekki að um það væri rætt. Eiginlega hafði hún næga ástæðu til að þegja. Eða var það kannski ástæðan fyrir því, að hún vildi helzt ekkert um það tala? Ástæðan fyrir þvi, að hún var svona. hrædd? Hún þráði, að Martin kæmi heim og að hún gæti sagt: — Frú Greaves leit inn. Ég kunni svo vel við hana, að ég ætla að heim- sækja hana ekki á morgun held- ur hinn. Hvernig myndi hann taka því? Yrði hann reiður ‘eins og Stella hafði gert ráð fyrir? Stella var enn á varðbergi gagn- vart honum þrátt fyrir það, að hún hafði sagt, að hún skildi hann betur núna. Um leið og hún liefði sigrazt á þessu vantrausti ætlaði hún að segja Martin frá þessari vinkonu sinni og þá gætu þau öll þrjú verið vinir caman. Þegar Martin tók hana í faðm sér, leit hún upp og leyfði hon- um að kyssa sig. Hann var mað- urinn hennar; maðúrinn sem lnin elskað; og hún var bandóð að efast um hann og enn vitskert- ara var það að aðrir skyldu ef- ast um hann. Góður guð, bað hún innra með sér, ef ég gæti aðeins hætt að óttast! — Hefur þér liðið vel? spurði Martin. — Leiddist þér í dag? — Nei, Martin og ég hef alls ekki verið einmana. Ég reytti arfa í allan dag. — Það er gott, en leggðu nú ekki alltof hart að þér. Mér finnst leitt, ef þú vinnur of mik- ið. Ég skammast mín fyrir að hafa svona mikið að gera, en ég á svo margt ógjört, af því að ég var svona lengi veikur. Kay fór að þvo upp. — Ég held, að það sé ekk; rétt að sitja með hendurnar í skauti sér og láta kindurnar vera á beit þegar menn eiga fjárbú. — Hvort það er! Við verðum < að reka kindurnar á beit, þegar beitin versnar. Kannski tekst mér seinna að gefa þér bíl og kenna þér að keyi'a. Á meðan verð ég að gefa mér tíma til að aka þér til bæjarins eða láta Clem eða Sils gera það, nema þú viljir heldur ganga. Augnaráð hans, andlit og rödd voru öll jafn vingjarnleg. Hann virtist vingjarnlegur. Hún hafði ekkert\ að óttast. .. — Ég held, að ég vildi heldur ganga. Hún þagði um stund. — Kannski ég farj þangað ein- hvern daginn. Ef hann kæmist að því, að hún væri orðin vinkona Stellu, gæti hún sagt, að hún hefði kynnzt henn; meðan hún var við innkaup í bænum og farið heim til hennar. Varð hún að lialda áfram að ljúga og segja sumpart sann- leika alla ævi? Skipti þetta svo miklu máli? Skyndilega skildi hún, að svo var. Stella hafði sagt, að hún yrði að eignast vin- konu og Kay fann í sínum innri ringlingi og ringulreið, að hún varð sjálf að eignast vinkonu. Næsta morgun ákvað Kay að fara að laga til á háaloftinu. Það þrevtti hana mjög mikið. Það hefði verið betra, ef hún hefði aldrei ákveðið að gera neitt þar, en þar sem hún nú var byrjuð á’ þessu, var betra að halda áfram en að ljúka eneu. Hún ráfaði um og gerði bæði eitt og annað, þó að hún vildi ekki viðurkenna fvrir sjálfri sér, að hún hafði frestað verkinu eins leng; og henni var frekast unnt. Satt að segja hafði hún ekki hafið það fvrr en Martin var lagður af stað með sína venjulegu teflösku til að gleðja sig við, þegar hann væri búinn að Ijúka hversdagsstörfunum. Hún hófst fljótlega handa ( eftir að hún var komin upp. Hún ætlaði að ljúka við þetta allt og gleyma því síðan. Hávaðinn frá því sem hún var að gera kom í veg fyi-ir, að hún heyrði fótatak annarra, en að lokum heyrði hún rödd segja af loft- skörínni: —Svo þú ert þarna uppi, Kay. Ég leitaði alls staðar að þér. Þá minntist Kay þess, að hún hafði skilið allt eftir í hálfa gátt og hún þekkti röddina. Það var Stella Greaves, sem talaði. Ég Vildi ekki bíða með að hitta Þig til morguns og því leit ég inn til að vita, hvort þú vildir 'ekki koma' og heimsækja mig í dag. Stélla stóð í gættinni og Kay stirðnaði upþ. — Þú hefur svei mér haft nóg að gera .'... Stella starði á dyrnar, sem voru galopnar og veggfóðrið hafði verið rifið frá. Leynidyrnar! Kay stökk fram og greip um handlegginn á Stellu. — Þetta kemur þér ekki við, Stella. Ég var að laga til og... Hún þagnaði. Þetta voru mis- tök! Hún átti hvorki að vera ringluð eða reyna að útskýra neitt. — Fannstu þetta við hreingern inguna? Stella var komin alveg að skápnum. — Svo það hafði verið veggfóðrað fyrir dyrnar. ■— Martin hefur útskýrt þetta allt. Frænka hans gerði það sjálf, og ... Stella stóð og starði á fötin meðan Kay gat ekkert gert. Hún þreif til sin myndina og-starði á hana og alla skartgriping. — Þú þarft ekkert að útskýra fyrir mér, vinan. Unga stúlkan, sem þú minntist á, átti þetta allt. Hún bjó víst hérna í hús- inu. — Hún hljópst á brott eftir rifildri við Martin og kom aldr- ei aftur til að sækja dótið sitt. En Martín hefur útskýrt þetta allt. — Og það gerði hann eftir að þú fannst skápinn? Orð Stellu voru jafn vel yfirveguð og hreyf- ingar hennar. — Hann htefði sagt mér það samt... það er svo skrýtið, að hún ‘skyldi skilja allt dótið sitt eftir hérna, en kannski hefur hún hitt einhvem annan og það útskýi-ir allt’. Það er að vísu leyndardómsfullt, en ég óska ekki eftir því að það sé rætt um þetta, Stella, Athugið opið frá kl. I — 8 e.h. HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — Klæði gömul hús- gögn- — Úrval af góðum áklæðum- Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807. BIFREIÐAEIGEND UR Látið stilla hreyfilinn fyrir veturinn. Fullkomin tæki — vanir menn- Bílaverkstæði Jón og Páll, Síðumúla 19. — Sími 83980 —. ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss. Fjarlægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær- GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON. SÍMI 36857- Bifreiðaeigendur afhugið Ljósastillliln'gar og allar almemijar bifrelða- viðgerðilr. BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE Skeifan 2 — Sími 34362.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.