Alþýðublaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 10. október 1968 Skoda-umboðið eykur Skáldðþing A síðastliðnu ári var Skoda önnur mest selda bif- : reiðategund hér á landi, en þá bættust alls 375 Skoda bifi-eiðar við bílaflota Íslendinga. Nú hefur Tékk- neska bifreiðaumboðið, nánar tiltekið Skodaumboðið, aukið þjónustu sína til muna við eigendur Skoda- bifreiða í þjónustuverkstæði sínu að Elliðaárvogi 117, þar sem Skodaeigendur geta fengið eftirtalda þjónustu gegn ákveðnu gjaldi: motorstillingar, al- mennt eftirlit, vélarþvott, smurningu, keðjuásetn- ingu, frostlagarmælingu, þvott og bónun. Hér er um nýmæli að ræða, að bifreiðaumboð veiti þjón- ustu af þessu tagi. Alþýðublaðið ræddi við Ragnar Ragnarsson hjá Tékkneska bif- reiðaumboðinu í gær, og sagði Ragnar, að nú væru um 3.500 Skodabifreiðar hér á landi. í fyrra hefðu selzt 375 Skodabif- reiðar, og væru íslendingar tví- mælalaust hlutfalislega stærstu kaupendur Skodabifreiða í Vest- ur-Evrópu. Aðalviðskiptalönd Tékka í þessu efni væru Austur- ríkismenn, Vestur-Þjóðverjar, og NÖrðurlandaþjóðirnar. Ragnar upplýsti, að' á þessu ári, þ.e. frá áramótum til október, hefðu fslendingar keypt um 250 Skodabifreiðar, og miin Skoda þá vera söluhæsta bifreiðin hér á landi í ár. Ragnar sagði, að þar sem vin- sældir Skodabifreiða hefðu far- ið sívaxandi hérlendis, hyggðist umboðið nú auka þjónustu sína við eigendur Skodabifreiða. Þjón ustuverkstæði Skodaumboðsins, sem um skeið hefur annazt alla almenna þjónustu við Skodabif- reiðir, hefði nú aukið þjónustu sína í enn ríkara mæli. Fram- vegis gætu eigendur Skodabif- reiða fengið eftirtalda þjónustu á Skodaverkstæðinu að Elliða- árvogi 117 gegn ákveðnu gjaldi: motorstillingar, almennt eftirlit, vélarþvott, smurningu, keðjuá- setningu, frostlagarmælingu, þvott og bónun. Ragnar kvað umboðið vekja sérstaka athygli á því, að smurn- ingarþjónusta færi fram ,með mjög nýstárlegu sniði, sem áður væri óþekkt hér á landi. Smurn- ingin yrði framkvæmd á mismun- andi stigum, eftir því hve bif- reiðinni hefði verið ekíð mikið, og væru ákveðnir hlutir yfirfarn- ir og smurðir hverju sinni. Þá yrðu viðskiptavinum verkstæðis- ins afhentur sérstakur bæklingur, sem verkstæðið sæi um að færa inn í allar viðgerðir og allt eftir- lit. Þannig gæti verkstæðið hald- ið skrá yfir allar þær bifreiðar, sem kæmu þangað reglulega til smurninga og yfirferðar, og haft nákvæmt eftirlit með ástandi þeirra. T.leð hinni nýju þjónustu losar Skodaumboðið bifreiðaeigendur við áhyggjur af ýmsum atriðum, svo sem olíum, olíusíum og fjölmörgu öðru, sem nauðsyn- legt er að athuga með ákveðnu millibili. Hið nýja smurningar- kerfi væri tilkomið samkvæmt fyrirmynd frá' Skodaverksmiðjun- um í Tékkóslóvakíu. Skodaverksmiðjurnar telja mjög æskilegt, að eigendur Skoda bifreiða láti stilla og yfirfara bifreiðarnar með um það bil 5000 km. millibili. Verkstæðið að Elliðaárvogi 117 mun framvegis framkvæma þetta gegn ákveðnu gjaldi, og telur umboðið það verða eigendum Skodabifreiða mjög í hag, þar sem viðhalds- kostnaður muni tvímælalaust lækka mikið. við síikt reglulegt eftirlit. Tékkneska bifreiðaumboðið telur mjög æskilegt, að eigendur Skodabifreiða láti framkvæma vélarþvott til að koma í veg fyrir gangtruflanir, en vélarþvottur sé óvíða jafn mikilvægur og hér á landi. Þá vekur umboðið sér- staka athygli á þeirri þjónustu, sem felur í sér keðjuásetningu, en hún sé bifreiðaeigendum oft^ Þrándur í Götu, þar sem margir bifreiðaeigendur hafa ekki bíl- skúra, og of seint sé að setja keðjur undir bifreiðarnar, þegar slys hefur átt sér stað. Á hinu nýja þjónustuverkstæði Tékkneska bifreiðaumboðsins geta Skodaeigendur nú látið framkvæma öll nauðsynleg verk við bifreiðar sínar á einum og sama staðnum í stað þess að þurfa að fara frá einum stað num á annan, t.d. frá verkstæði á smurstöð og frá benzínstöð á bónstöð. Skodaverkstæði er starfrækt að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði og annast það allar almennar og meiriháttar viðgerðir. Verkstæði þetta býr að öllum fullkomnustu tækjum og verkfærum, sem sér- staklega eru gerð fyrir Skoda- bifreiðar. Allt starfslið verk- stæðisins er vel þjálfað og hefur m.a. stundað nám við Skoda- verksmiðjurnar í Tékkóslóvakíu Aðalverksmiðjurnar, sem fram Jeiða Skodabifreiðar eru í Mladá Boleslav, sem er u.þ.b. 50 km. fjarlægð frá Prag, og í Slóvakíu. Þær gerðir Skodabifreiða, sem mest eru keyptar Ihingað til Jónas Ástráðsson verkstæðisformaður að yfirfara vél í Skoda- blfreið. lands, eru framleiddar í Mladá Boleslav. Ragnar Ragnarsson hjá Tékkn- eska bifreiðaumboðinu sagði í viðtali -við blaðið í gær, að öll viðskipti Tékkneska bifreiðaum- boðsins við Skodaverksmiðjurn- ar hefðu verið komin í eðlilegt horf viku síðar en innrás Rússa og fylgifiska þeirra var gerð í Tékkóslóvakíu. í kvöld F.mmtudaginn 10. október kl. 9 verður upplestrarkvöld, opið almenningi í Tjarnarbæ. Kvöld þetta'er haldið til kynn inga og eflingar nýju tíma riti, NÝ KYNSLÓÐ, sem út kemur næstu daga. Á vöku þessari frumflytja eftirtaldir menn úr verkum sínum: Ásger Ásgeirsson, Ernir Snorrason, Giuðbergur Bergs son, Hrafn Gunnlaugsson, Ólaf ur H. Torfason, Ólafur Haukur Símonarson, Sigurður Pálsson, Sigurður Guðmundsson, Þórar inn Eldjárn. Ennfremur lesa Bryndís Schram Kjartan Ragnarsson og Þorsteinn Broddason efni eftir Gunnlaug Sveinsson, Megas og Þorstejn Antonsson. Börkur Karlsson gítarleikari aðstoðar flutning á e.nu verk anna. Sjgurður A. Magnússon er kynnir. Nýrsögu- l prófessor ] 1 Magnús Már Lárusson hef- ([i J ur verið skipaður prófess- Jj i or í sögu íslands í heim- ( 1 sepkideild Háskólans frá 1. ([, 1 þ.m. að telja og jafnframt ], i veitt lausn frá prófessors- (j i embætti í guðfræðideild d frá sama tíma. j[ 5 EN HELMINGIMERA Heildarsíldaraflinn það sem af er árinu er nú 70.015 lestir, en var á sama tíma í fyrra 259.174 lestir, eða tæplega 4 sinnum meiri en nú. Saltað hefur verið í 106.241 tunnu il ár, en í fy'rra' var búið að salta í 49.865 tunnur. í ár hafa farið í bræðslu 45.983 lestir. en í fyrra 244.653 lestir. Ofangreindar tölur koma fram í skýrslu Fiskifélags íslands um síldveiðar norðanlands og austan vikuna 29. september til 5. október 1968. í skýrslunni segir ennfremur: Síðastliðna viku var lítið við að vera á síldarmiðunum norð- austur af landinu. Löngum voru frátafir vegna veðurs, og þegar lægði fannst lítil sem engin síld þótt leitað væri á stóru svæði — frá 65 gráðum til 67. gráðu 30’ n.br. á milli 4. gráðu 30’ og 7. gráðu 30’ v.I. í vikunni var landað alls 2,686 lestum. Voru það 13.244 tunnur saltsíldar, þar af 6.029 sjósaltað- ar, 114 lestir í frystingu og 591 lest í bræðslu. Erlendis var land- að 48 lestum. Fréttir bárust um 492 lestir sem landað var erlend- is fyrr í haust þannig að heild- araflinn er nú 70.016 lestir. Síld hefur borizt á 23 hafnir í' sumar, þar af 5 erlendar Helztu: löndunarstaðir eru þessir: Siglu- fjöður 24.362 Jestir, Reykjavík 11.068, Seyðisfjörður 8.317, Rauf- arhöfn 4.817, Þýzkaland 4.312, Eskifjörður 3.350 og Nes- kaupstaður 2.339 lestir. Harðir bardagar SAIGON: Harður bardagi i* varð um 48 kílómetra frá (J Sajgon í fyrrakvöld. Ejnn ]( ig kom víða til átaka á (» mánudag, en þá er talið, (* að 147 norður vietnamskir 1 ( hermenn hafi verið felldjr. (i Hjns vegar segja Banda (• ríkjamenn aðeins 8 hafa (j fall ð af sínum mönnum og .( 13 særzt. i» y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.