Alþýðublaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 12. október 1968 OÉI II Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar- 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug- lýsingasími: 14906. — Aðsetiir: A.lþýðuliúsið; við Hverfisgötu 8 —10, Rvík. — Prentsmiðj.l Alþýðublaðsins. Sími 14905, — Áskriítargjald kr. 130,00. í lausasÖlu kr. 8.00 eintakið. — Útg;; Nýja útgáfufélagið h.f. ■landi aatlar æskulýðshreyiingu iciinni oinc imiikinn llaliit. í st.inrn v Gestir og gömul hús Morgunblaðið skýrði frá því í gær, að á þessu ári iverði 51 hús rifið á 'vegum Reykjavíkurborg- ar. Eru þetta yfirleitt gömul hús og léleg, sem hverfa vegna skipu- lags. Er allt igott um það að segja, Þessi fregn minnir þó á, að í Reykjavík er heilt hverfi íbúða- bygginga úr timbri, sem reistar voru til bráðabirgða á ófriðar- tímum, og áttu þá að bæta úr brýnustu hús'næðisvandræðum. Þessar byggingar standa enn og bera ár frá ári meiri blæ þeirra 'hverfa, sem barizt er við að fjarlægja í borgum um allan heim. Hvenær verða þessi hús rifin? Hefur Reykjavíkurborg gert áætluri um húsnæði fyrir það fólk, sem yrði að flytja úr hús- unum? Rétt hjá umræddu hverfi hefur Reykjavíkurborg varig stórfé til að gera myndarlega úr garði mót- tökuhúsnæði, þar sem höfðing- lega er tekið á móti gestum. S.UJ. h'mg Um þessa helgi stendur yfir þing Sambands ungra jafnaðar- manna í Reykjavik. Sækir það ungt alþýðuflokksfólk víða af landiinu, og mun fjalla um við- horf æskunnar till íslenzkra stjórnmála, vandamál þjóðarinn- ar og loks ýms skipulagsmál Al- þýðuflokksins og æskulýðsdeild- ar hans. Það mun Vera staðreynd, að enginn stjórnmálaflokbur hér á góðan ásg|xt, því vaxandi-stuðn- 'ngiu' unga fólksins yið jafrt&ðar- | stefnuria átti tvímælalaust megin- | þá.tt í’- ifylgisaukningú Alþýðu- • ^ flokksins í síðustu alþingiskosn- s ingum. ■■■ i ; I; s Unga fólkið í Alþýðuflokknum i tekur virkan þátt í þeirri hreyf- \ ingu æskunnar, sem hafin er til að vinna að bættum og breyttum ^ stjórnarháttum. Ungir jafnaðar- s menn hafa undanfarin miisseri " starfað í hópum að rannsókn ýmissa verkefna á sviði stjórn- mála, og hafa komizt að ýmsum niðurstöðum, meðal annars um grundvalliarbreytingar á stjóm- kerfinu. Þessar hugmyndir munu án efa koma fram á þinginu nú um helgina og síðan verða birtar. Hin nýja rödd æskunnar er pólitísk staðreynd, sem sjálfsagt er að taka tillit til. Hún mun hafa áhriíf. Og víst er, að inrian Al- þýðuflokksins verður hlýtt af at- hygli á tillögur unga fólksins og það mun mæta skilningi og hljóta stuðning í baráttu sinni. Flugvirki óskast Flugfélag Íslands h.f. óskar að ráða flugvirkja til starfa í Vogey í Færeyjum. Æskilegt að viðkomandi hafi A og C réttindi. Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri félagsins í Reykjavík. '/tíj/fé/œp A/ffflds /C/FiAA/DA/ff Bifreiðaeigendur athugið Ljósastilfliingar og allar aknennjar bifrefða- viðgerðir. BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE Skeifan 2 — Sími 34362. LÆKNARITARI StaSa læknaritara við skurðlæknisdeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa starfsreynslu sem læknaritari eða vera vanur vélritun og hafa nokkra málakunn- áttu. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Borgarspítalanum Fossvogi fyrir 20. okt. n.k. Reykjavík, 11. 10. 1968. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA að leikum DANMERKURMEISTARANNA í Handknattleik H.G. hefst í dag í Bókaverzl un Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vest- urveri. — Notið forsöluna og forðist biðraðir. — Munið að jafnan þegar keppt er við Dani', þú er UPPSELT, og margir verða frá >að hverfa. Handknattleiksdeild K.R. Erlendar fréttir i stuttu máli I hafsbandalagsríkja lauk i Bonn í dag. Þejr ræddu kjarnorkuvarnir við mögu- lega innrás í Nato.ríki, en engar niðurstöður hafa enn verið birtar. KINSHASA: Landamærun- um á milli Afríkuríkjanna Kongo og Brazzaville var lokað á föstudag, en stjórn málasambandi á m.lli ríkj anna hafði verið slitið fyrr í vikunni vegna réttar. haldanna yfir Mulele, upp reisnarleiðtoga, og síðar af töku hans. HUE, Suður-Vjetnam 11. 10. Talsmaður Bandaríkja manna í Suður-Vietnam skýrði frá því í dag, að her menn Bandaríkjanna ogj Suður.Vietnam hefðu tek- ið til fanga 544 mcnn, grun aða um ne'ðanjarðarstarf- semi í þágu Vietcong, og fellt 249 skæruliða í bar- dögum á ströndinni suður og austur af hinni gömlu höfuðborg keisaradæmjs- ins, Hue. BERN 11. 10.: Meira en 1000 j Tékkóslóvakar hafa leitað hælis sem pólitískir flótta- menn í Sviss, síðan her- sveit.r Varsjárbandalags- ríkjanna gerðu innrásina í Tékkóslóvakíu á dögunum. Alls um 8.500 Tékkóslóvak ar hafa komjð til Sviss á þessu tímabili, en 1.050 beiðzt hæljs til langframa. STOKKHÓLMI: 11. 10.: Sænska akademían kemur saman á fimmtud. í næstu viku til að taka ákvörðun um það, hver hljóta skuli Bókmenntaverðlaun Nó- bels árið 1968. OSLÓ 11. 10.: Alls 86 ísbirn ir hafa ver^ð mprktir á Svalbarða á árabilinu 1966 til 1968 og á sama tíma hef ur mikill fjöldi ísbjarna verið merktur í Kanada, Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum; merkhigar þess ar eru liður í samræmdum rannsóknum á lifnaðarhátt um ísbjarna. n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.