Alþýðublaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 5
12. október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 fyllir á davöku infóníutónleikar Síðastliðið fimmtudagskvöld var lesið upp í Tjamarbæ úr verkum tólf höfunda, sem birta munu í skáldarit;nu NÚ Ky.NSLÓlí, er kemur út í næstu viku. Á skáldavökunni var nærri húsfyllir, eða um tvö hundruð og fimmtíu áheyrendur. Skemmtu þeir sér hið bezta. Sigurður A. Magnússon var kynnir og flutt. hann stutt á- varp í upphafj. í því sagði hann m. a. á þá leið, að unga kynslóðin á þessu ári hefði ver ið atkvæðameiri en nokkru sinni fyrr og sýnd; það sig m. a. í þessu framtaki ungra manna; útgáfu blaðsins NÚ- KYNSLÓÐ. Aðsp.urður lét einn þeirra, Framhald á bls. 8 Aftur gang- brautarslys 1 Um fimmleytið í gær varð umferðarslys á Miklubraut við gatnamót Eskihlíðar. Þar varð kona, sem var á leið suður yfir Miklubrautina á merktri gang- braut fyrir bifreið. Ökumaður hifreiðarinnar telur, að konan hafi farið út á götuna án. þess að gæta fyrst að umferðinni og taldi hann, að konan hefði, stanzað, þegar hún sá bifreiðina koma aðvífandi. Ökumanni tókst ekki að stöðva bifreið sína, fyrr en hún var komin inn á hina merktu gangbraut, rakst hún á konuna og féll konan í götuna við höggið frá bifreiðinni. Kon- an, sem var um sjötugt, er ekki talin alvarlega slösuð, en hún var flutt á' slysavarðstofuna eftir slysið. Rannsóknariögreglan tjáði hlaðinu síðdegis í gær varðandi þetta slys, að konan hefði verið í sínum fulla.rétti inni á merktri gangbraut. Enn virðist vera ástæða til að áminna ökumenn um að sýna ítrustu varkárni, er þeir nálgast gangbrautir, en þær eru í flestum tilvikum vel merktar. Gangbraut- arslysum verður að fækka. Þetta er annar dagurinn í röð, sem gangbrautarslys verður á Miklu- brautinni. Hér les Ernir Snorrason prósaljóð sitt, Þrjár borgir, sem birast mun í NÚKYN. SLÓÐ. AÐRIR tónleikar sinfóníu IMjómsveitarinnar fóru fram í Háskólabíói s.l. fimmtudags- kvöld. Tónleikarnir hófust á Róm- versku Karnevtali eftir Berlioz, og naut þetta glæsilega og skemmtilega verk sín ágæt- ilega í meðferð ihljómsveitar- innar, nema hvað þegar spil- að ier tutti, yfirgnæfa biásar- arnir strengina svo að lýti er að. (Sennilegia yrðu flestir ánægðir með hljómsveitina, ef í hana bættust svo sem eins og 10—20 strengjaliljóðfæri.) Næsta verk var fiðlukonsert í d-moll op. 47 eftir J. Sibelius. Einleikari var landi hljóm- sveitarstjórans Arve Tellefsen. Fiðlutónn Tellefsens er mjúk- ur og fahegur, ,en ekki tiltak- aiíífega sterkur eða voldugur. Túlkun hanis á verkinu var ákaflega sannfærandi og áhrifarík. Hann lék af mikilh leikni og öryggi, og gæti ég trúað, ,að ihér væri á ferðinni einn allrabezti fiðluleikari Norðurlanda. Samleikur hans og hljómsveitarinnar var með ágætum. Tónleikunum tauk með sin- fóníu nr. 2 eítir franska tónskáldið Henri Dutilleux. 'Ekki minnist undirritaður þess að hafa heyrt þetta tón- verk áður, en hér er um all forvitnilega tónsmíð að ræða, þar som blandað er saman hinum margvíslegustu tón- smíðaaðferðum. Þarna var dálítið >af kontrapunkti, dálít- ið af Schönherg, dálítið af Hindemith. jafnvel smá að- kenning að jazzáhrifum í síð- iasta þætti, ásamt ýmis konar hljómlitbrigðum. Virðist það sem í efnisskránni slendur (haft eftir höfundi), „að verk- ið þróist af lífi sínu“, eigi einkar vel við sinfóníuna. Hitt er svo annað, ihvort þessi þró- un verki alltiaif isannfærandi á áheyrendur. Bljómsveitin lék betur á þessum tónleikum, en þeim fynstu, og er áreiðanlegt að við höfum verið heppin að fá hingað jafn ágætan hljóm- sveitarstjóra og S. Bruland er. Egill R. Friðleifsson. arkaöshorfur á fiski- mjöli og lýsi batnandi Búizt er við að fisk- mjölsframleiðsla helztu útflutningslanda fisk- mjöls í heiminum muni á árinu 1968 enn vaxa um nær 350 þúsund tonn eða upp í 3.550 þúsund tonn. Mest verður aukningin í S-Afríku, Perú og Chile og einnig nokkur í Dan mörku, en hér á landi hefir dregið mjög úr framleiðslu eins og kunn ugt er, c)g einnig í Nor- egi. Einnig virðist sem Þór Magnússon, bióðminjavöröur í viðtali: Forvitnilegar rústir — Rústirnar eru mjög for. vitnilegar og munum v}ð fara austur og rannsaka þær eins fljótt og auðið verður, ef til vill næsta sumar. — Þetta sagði Þór Magnússon þjóð- mjnjavörður í gær, er við leit uðum eftir upplýsingum lijá lionum varðandj rústimar af miðaldabænum á Mýrdals- sandi er Þórður Tómasson safn vörður í Skógum raunsakaði fyrir skömmu, en bændur í ná grenninu hafa vitað um rústir þessar um tíma. Þór sagði ennfremur: — Rúst irnar eru um 3 kílómetra fyr- ir vestan Þykkvabæjarklaust- ur. Þarna hefur greinilega ver jð bær á miðöldum en hann hefur farið í eyði árið 1311 í Kötluhlaupi að því er Þórður Veiða karfa í fiotvörpu Þjóðverjar munu nú vera farnir að gera tilraunjr með karfaveiðar í flotvörpu á ís- landsmiðum, og munu þær hafa gefið góða raun, t. d. er talið að einn af togurum þeirra hafi nýlega fengið allt að 50 tonnum í kasti með þessari veiðiaðferð. Flotvörp um þeim sem Þjóðverjarnir nota við veiðarnar, fylgir sérstakur höfuðlínumælir, er sýnir fjarlægð vörpunnar frá botni. Karfi mun ekki liafa verið vejddur áður í flot vörpu, en hjns vegar hafa flotvörpuveiðar vcrið reynd ar bæði við þorsk og síld við sæmilega raun. En ástæða virðist til fyrir íslendlnga að að" fylgjast vel með tilraun um Þjóðverja á þessu sviðj. . Tómasson áætlar, en alla mína vitneskju um þetta hef ég frá honum. Rústirnar hafa fyllzt af vatnsframburði, stórgrýti, og möl og hafa tóftirnar fyllzt, því veggirnir standa hciljr á annan metra. Rústirnar minna töluvert á rú*tir bæjarins Grafar í Ör- æfum, sem Gísli Gestsson rannsakaði á sínum tíma, en sá bær eyddlst í gosi Öræfa- jökuls árið 1362. Vjð stefnum að því að hefja rannsóknir á rústunum á Með allandssandi eins fljótt og unnt verður, enda hafa rústir mið- aldabæja minnst verið rann- sakaðir. Rústjr bæja frá sögu öld og landnámsöld hafa mest verið rannsakaðar hjngað til, svo hér er álitlegt verkefni fyr ir hendi. Verða rústirnar grafnar upp og rannsakaðar nákvæmlega. eftirspurn eftir fiskmjöli og notkun þess muni auk ast verulega og á árinu 1969 er talið að nokkur von sé um sæmilegar markaðshorfur fyrip fisk mjöl. Ofangreindar upp lýsingar eru teknar úr fréttatilkynningu frá Framhald á bls. 8 LÖGGJÖF UM EINOKUN OG HRINGAMYNDUNI: Á NÆSTA LEITI ' í ræð.u sinnj á fundi 1 Verzlunarráðs í gær, skýrði viðskiptamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, frá því að undirbúið hefði verjð frumvarp að nýrri löggjöf um eftirlit með ejnokun og hringmyndun, en ekki kvaðst ráðherrann þó get sagt um það á þessari stundu, hvenær tímabært yrði talið að leggja það fyr ir Alþingi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.