Alþýðublaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 11
12. október 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 11 *’?\k A-& ríf:á m ?*s Oi* *■ V :'■■ * * 25. HLUíl b&t ■.iaabiisn lii .•»»» *t& S; sBzöbetha ’nb- ; i . • ^ftr.: LE7NSAE- *%* *4 — Ég liitti frú Greaves, sagði liún róleg, — og hún ók mér lieim. Hún virðist bæði vingjarn- leg og elskuleg. Hún þagnaði, þegar hún sá efasemdina í svip hans — Iiverju leynirðu eiginlega? spurði hann. — Ef þið hafið báð- ar farið í búðir í dag .... En -hvað hún hafði verið heimsk! Búðirnar lokuðu um há- degið í dag! Hvernig stóð á því, að hún hafði gleymt þessu? — Þú hefur svei mér eytt tím- ianum til einskis, sagði Martin. Hvernig kynntistu frú Greaves? Hvers vegna lýgurðu að mér? Hann faðmaði hana að sér harkalegar en hann grunaði sjálfan og hún gafst upp. + — Eiginlega var þetta hvít lygi, því að hún sagði, að þú vildir kannski ekkí að hún væri vinkona mín. Hún kom hingað í gær og í dag sótti hún mig. Það er svo gott að eignast vin- konu hérna. Hún hefði ekki átt að segja lionum þetta svona og hún vissi það vel. — Mér finnst það leitt, sagði Martin alvarlegur. — Ég vil ekki að þið séuð vinkonur. — Svo. hún hafði þá á réttu að standa, hrópaði Kay. — En hún er vingjarnlcg og elskuleg -og hún er einmaha ofe þarf á vinum að hálda —^ ekki síður én ég. — Finndu þér aðra vini. — Það vill svo undarlega til, að ég hef þegar fundið mér vin- konu! Þau horfðust lengi í augu. — Ég vil ekkert segja um Stellu Greaves, sagði hann, — nema hvað....... — Nema það, að hún er ijkkja manns, sem var óvinur þinn, sa.gði Kay. Hún greip andann á lofti. — Og vitanlega studdi hún hans málstað. Hún sagðist eigin- lega ekki vita neitt um rifrildið út af kindunum og mér er alveg sama, þótt hún sé ekkja óvinar þíns. Hún getur verið vinkona mín samt! Martin gekk um gólf. Hann hrinti frá sér stól, sem var fyrir honum. — Hver svo sem ástæðan er vil ég hvorki að þú heimsækir hana eða hún þig! Skilurðu það? Hann hafði líka verið svona reiður og ákveðinn út ,af læsta og falda skápnum. Átti hún að segja honum, að Stella hefði komið upp á loftið og vissi því allt? Það fór hrollur um Kay við til- hugsunina eina. — Þá veit ég það, Martin, sagði hún — og fór að elda mat- inn. Hann virtist undrandi yfir því, hvernig hún tók þessu. Kannski hafði hann búizt við rifrildi og orðið undrandi, þegar hún reifst ekki. Þau borðuðu þegjandi, en svo virtist hann slappa ögn af. — Fyrirgefðu, hvað ég varð reiður, Kay, sagði hann. — Ég vonaði, að ég hefði vanið mig af slíkri ókurteisi. Það var bara Ræða Gylfa Framhald af bls. li Engu að síður er ekki aðeins skynsamlegt, heldur sjálfsagt að halda uppi íslenzkri landbúhaðar- framleiðslu. Vfð vitum að það hlýtur- að kosta talsverða styrki! til landbúhaðarins í einni eða annari mynd. Það er félagsleg nauðsyn að slíkir séu greíddir” En ráðherrann bætti því-i við, að haga yrði rekstri landbúnað- arins þannig að þess.ir styrkir yrðu ekki hærri en nauðsynlegt væri, og nú væri svó komið, að heildarstyrkur þjóðfélagsins til landbúnaðarins væri langt úr hófi fram og honum beitt; þann- ig, að í því sé bókstaflega ekk- ért vit lengur. „Útflutningsstyrk- irnir ættu að vera óþarfir, að mestu að minnsta kosti”, sagði raðherrann. ,,Það er engin. .ástæða til þess, að íslenzkur landbún- aður framleiði meira en þjóðin; þarf að nota af landbúnáðarvör- um”. Ráðherrann benti síðan á það sem dæmi um öfugstreymið í landbúnaðarmálum, að fjátfest- ing í landbúnaði hefði aldrei ver- ið meiri en síðustu árin, og síðan sagði hann orðrétt: „Samtímis því sem fjárfestingin er meiri •en nokkru sinni fyrr og vaxandi, er um að ræða offramleiðslu, sem seld er úr landi fyrir minna en hálfvirði. Undir slíkum kring- umstæðum er aukin fjárfesting algjörlega verðlaus fyrir þjóðar- búið. Hún er í raun og veru minna en verðlaus, því að hún eykur þá upphæð, sem skatt- greiðendur þurfa að borga í út- flutningsbætur. Öfugstreymið í landbúnaðar- framleiðslunni kemur ekkl aðeins fram í hinni stórauknu fjárfest ingu, heldur einnig í hóflausri aukningu á fóðurbætisnotkun og áburðarnotkun. 1960 nam flðurbætísnotkunin tæpum 26.000 tonnum, en í fyrra hafði hún aukizt upp í 57.600 tonn. 1960 nam áburðarnotkunin 87. 700 tonnum, en í fyrra var hún komin upp í 244.000 tonn. Af þessari stórkostlega auknu notk- un á áburði og fóðurbaeti stafar síðan framleiðsluauknirig, sem selja verður úr bmdi fyrir hluta af framleiðslukostnaði. Og við þetta allt saman bætist, að svo er komið, að bændum sjálf- um er þessi framleiðsluaukning til tjóns, þar eð lögum sam- kvæmt má ekki greiða verðiags- uppbætur á útfluttar landbúnað- arafurðir, ef útflutningiirinn nem ur meiru en 10% heildarland- búnaðarframleiðslunnar. Því marki mun nú vera náð, svo að ekki aðeins þjóðarheildin, held- ur bændurnir sjálfir hafa tjón af framleiðsluaukningunni. Mér er Ijóst, að öfugstreymi í málefnum íslenzk landbúnaðar er orðið svo langvinnt og á sér svo djúpar rætur, að torvelt er að ráða þar bót á, nema á löng- um tíma. En einhvern tíma verð- ur að byrja á endurbótunum. í haust þarf án efa að gera ráðstafanir, sem verða laun- þegum ekki léttbærar. Ég tel óhugsandi, að þeir geti sætt sig við þær byrðar, sem óhjákvæmi- legar munu reynast, nema jafn- framt verði hafizt handa um skyn samlegri stefnu í landbúnaðar- málum en hér hefur verið fylgt og lagður grundvöllur að, þegar bændur voru ein fjölmennasta stétt þjóðfélagsins og sú, sem hafðl mest áhríf á skipan Alþlng- ..ls vegna., glgjörlcga, ranglátra. kj ördæmaskipunar”. V'iðskiptamáláráðherra ræddj| eirihig í rbeðunhi ástárid og hori. ur • í efriahagsmálunv og sagði í því sámbándi m.á:: „Éf viðræður þ?er, sem , nú fara fram milli stjórnmála- flokkanna, gætu leitt til sam- stöðu um ráðstafanir samhliða vinnufriði, mundi það verða þjóðinni til mikillar gæfu. Á þessari stundú er auðvitað ó- gjörningur að segja nokkuð um, hvað líklegt sé, að verði kjarni þeirra efnahagsráðstafana, sem óhjákvæmilega verður að grípa til innan skamms, ef tryggja á' fulla atvinnu í landinu, koma í veg fyrir hallarekstur atvinnu- veganna og ná aftur jafnvægi í greiðsluviðskiptum við útlönd. En á það langar mig þó að leggja áherzlu, að þær ráðstaf- anir, sem gera verður í haust, mega að mínu viti með engu móti verða nýjar bráðbirgða- ráðstafanír, sem ætlað væri að standa aðeins stuttan tíma. Þess- ar ráðstafanir verða að vera þess eðlis, að þær leggi framtíðar- grundvöll að heilbrigðri og halla lausri starfsemi ísl. framleiðslu- ,og viðskiptilífi, með þaðLJQieMhs markmið fyrir augum að full atvinna haldizt íí landlriuj, Jekju- ; Skipting verði réttlát óg kúiftið sé í veg fyrir greiðsluhalla gagnvarb útlöndum, þannig að gjáldeyris- varasjóðurinn geti aftiir tekið að vaxa í eðlilega stærð:” Gelmferð Framhald af bls. 1. ar lengstu gejmferðar í sögu hejmsins. Sjónvarpsáhorfendur í Ameríku og víða í Evrópu fylgdust með því í sjónvarpi, er Appollo 7 var skotið á loft frá Kennedy-höfða. Um tveimup og hálfri mínútu efti ir að skotið reið af, tilkynntii einn geimfaranna, Walterj Seh rra, að „eldflaugin virt-. ist ekki alveg hafa tekið við sér“, en nokkrum mínútum síðar bætti harrn við: „nú virðist allt í lagþ Hún flýgur eins og í sögu.“ Áhorfendur fylgdust með því að athygli og ' undrun, þegar hin 70 metra langa, hvíta eldflaug þaut upp í h'minn, eins og þrumufleygur, og hvarf þeim út í ómælisvíddir rúmsins. TÓNSKÓLI ÞJÓÐKIRKJUNNAR tekur til starfa 1. nóvember. — Væntanlegir nemendur hafi samband við mig fyrir 20. október. Umsókn um (endurgjalds- lausa) skólavist fylgi meðmæli frá sóknarnefnd eða sóknar- presti. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar Símtími kl. 11—12. HÚSGÖGN Sófasett, stakír stólar og svefnbekkir. gögn- — Úrval af góðum áklæðum- Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807. Klæði gömul hús- BIFREIÐAEIGENDUR Látið stilla hreyfilirm fyrir veturinn. Fullkomin tæki — vanir menn- Bílaverkstæði Jón og Páll, Síðumúla 19. — Sími 83980 —• ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss. Fjarlægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær- GUÐMUNDUR ÐAVÍÐSSON. SÍMI 36857-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.