Alþýðublaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 12
> Aö borða prentvillurnar Prentvillurnar í blöðunum geta verið skemmtilegar, all- tént er það skoðun prentvillu- púkans, er hefur þær að aðal- næringu sinni og bústnar allur og færist í aukana er þær láta á sér kræla á síðunum. Fráleitt er að álykta að þetta sé skoðun allra. Að minnsta kosti fara prentvillurnar ekki eins vel í maga sumra, eins og í maga prentvillupúkans. Venju- legir menn þjást ef þeir éta prentvillurnar og verða jafnvei að liggja í rúminu í marga daga á eftir. Þar sem mig grunar að marga gruni ekki hvað ég er að fara, skal ég skýra mál mitt örlítið betur. Þegar ég tala um menn sem éti prentvillur blaðanna á ég við vesalings eiginmennina, sem verða að leggja sér til munns rétti eiginkvennanna, búna til beint eftir uppskriftum blaðanna. Það liggur í augum uppi hve mikili skaðræðisgripur prent- villan getur verið, ef um er að ræða mataruppskrift. Ég tel menn geta gert sér lauðveldlega í hugarlund, með lítilli fyrirhöfn, hverjar afleiðing- YELJUM ÍSLENZKT ÍSLENZKURIÐNAÐUR ar það getur haft ef að pipar- skammtur í mataruppskrift í blaði misritast og verður t.d. 100 gr. í stað 10 gr., að ekki sé talað um ef eitthvað óviðkom- andi orð slæddist inn í upp- skriftina; orð eins og benzín, steinolía, ammoníak, smurolía, koppafeiti, rottueitur, góifbón, sígljáandi eða asfalt svo fáein séu nefnd. Maður einn varð að liggja allt sumarfríið sitt í rúminu eitt ár- ið, vegna þess að konan hans bjó til mat eftir uppskrift úr blaði. Þetta átti að vera fínasta grænmetissúpa og höfundur greinarinnar í blaðinu fullvissaði lesendur, með mörgum fögrum orðum, að aðra eins súpu hefðu þeir aldrei bragðað á ævinni fyr. Gott og vel, konan fór í góð- mennsku sinni að búa til súpuna samkvæmt uppskriftinni og fór í einu og öllu eftir ráðlegging- um greinarliöfundar. Svo illa vildi til að á síðunni á móti var grein um innréttingar í meðal- einbýlishús og þar var m.a. minnst á hurðahúna. Það sem gerðist var það, að hurðahúnn- inn slæddíst' inn í súpuuppskrift- ina, en gulræturnar úr súpunni dengdu sér yfir í greinina um innréttingarnar. Það var ekk; að sökum að spyrja að konan setti náttúrlega 1 hurðahún í súpupottinn og svo þegar eiginmaðurinn ætlaði að fara að gæða sér á súpunni hrökk húnninn ofan í hann. Hann reyndi svo mikið á sig við að hósta húninum upp að læknir- inn fyrirskipaði honum að liggja í rúminu í þrjár vikur. Sagan er ekki fullsögð með þessu, því að nokkru seinna tók að bera á því í nýbyggingum að menn hefðu gulrætur í hurðum sínum í stað hurðahúna. Hákarl. Gluggasmiðjan Síðumúla 12 Sími 38220 - Reykjavík Það er nokkuð til í þessum um mælum mannsins í opnunni í gær að gott sé að vera góður í íþróttum í hjónabandinu.. Alla vega væri gott að vera fljót að hlaupa og forða sér ef svo ólíklega vildi til að maður fest ist i hjónabandi. Hvernig væri að slá til einu sinni og éta lireinlega sjálfir skreiðina og saltfisklnn, fyrst það gengur ekki að selja hann úr landi. &. I Þú værir eina sigurvon íslend inga ef þú hefðir verið send til Mexicó, sagði kallinn við kell inguna í gær. Og bætti svo við: Það er að segja ef það væri keppt í kjaftæði. m VOLKSWAGEN - /969 - LAND-ROVER BÍLASÝNING LAHO^ -ROVER / dag laugardag og á morgun sunnudag frá kl.2-7 e.h. oð Laugavegi 170-172 Komið - skoðið - reynsiuakið — Upplýsingasími 11276 —■ Heildverzlunin Hekla hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.