Alþýðublaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 1
Laugardapr 30- nóvember 1968 49. árg. 248. tbl- Skipulagi Aiþýðusambandsins breytt á binginu sem lauk í nótt NNIBAL LÉTIINDA VID KJÖRISEM FORSETIASÍ Þingi ASÍ lauk um sjöleytið í gærmorgun og úrðu þau óvæntu tíðindi þá lun nóttina að Hannibal Valdimarsson gaf kost á sér til endurkjörs. Fékk hann 209 atkvæði, en Eðvarð Sigurðsson fékk 130 atkvæði. 13 seðlar voru auðir og 1 ógildur. í kosn- ingu um varaforseta varð Bjöm Jónsson hlutskarp- astur, hlaut 201 atkvæði, en Eðvarð Sigurðsson hlaut 142. Þá var kosið um 13 menn í miðstjórn, en samkvæmt lagabreytingum, sem gerðar voru á þinginu fjölgar nú miðstjórnarmönnum í 15, þ.e. forseti og varaforseti eiga sjálfkrafa sæti í mið- stjórninni. Þeir sem stóðu að uppástunsu um Hannibal voru Sigurður Guð mundsson Alþýðuflokknum, Ósk ar Jónsson Framsóknarflokkn- m, Pétur Sigurðsson Sjálfstæð- isflokknum og Tryggvi Helga- son frá Akureyri, en hann er fylgismaður Björns Jónssonar. Snorri Jónsson stakk aftur á móti upp á Eðvarð Sigurðssyni. Það sama var upp á teningnum er kosið var í stöðu varaforseta. Bílvelta á J Laugavegi | , i BifreiS af Landrover i1 gerð valt í gærdag á ,'| Laugaveginum, við hús 11 númer 137. Ökumaður slasaðist töluvert og missti m. a. hluta af tveimur fingrum. Atvik voru þau að bif- reiðinni var ekið niður Laugaveg. Við hús núm- e'r 137 hljóp barn út á göt una. B-iíreiðastjórinn snögg-hemlaðs, missti stjórn á bifreiðinni sem lenti á Ijósastaur, síðan á járn- grindverki vjð gangstctt ina og valt því næst á vinstri hlið:na. Ökumaður var fluttur á slysavai'ð- stofu töluvert slasaður eins og áður er getið. Herforingjavitni heitt þvingunum STRASBOUBG 29. 11. (ntb- reutt'r): Tveir Grikkir úr liópi sex vitna, sem lierforingja- stjórnin gríska hefur sent til Strasbourg að bera vitni fyrir mannréttindanefndinni þar stjórninni í hag, hafa skorazt úr leik og skýrt frá því, að þeim hafi verið þröngvað til þess arna. Á blaðamannafundi í Stras- bourg í dag lýstu þeir pynd ingum þeim og hótunum, sem þeir höfðu verið beittir af grísku öryggislögreglunni til að reka erindi herforingja- stjórnarinnar. Annar þeirra, hinn 38 ára gamli Konstantin Meletis, lýsti því til dæms á á- takanlegan hátt, hvernig raf straumur hafði verið látinn lejka um kynfæri hans og hvemig hann hefði verið hýdd ur. Voru lýsingar hans hinar hroðalegustu. Meletis og félagi hans höfðu verið fluttir til Strasbourg undir ströngu eftirliti ásamt hinum vitnunum fjórum og var þeim fyrirskipað að neita því fyrir mannréttindanefnd- inni, að þau hefðu sætt nokkr um pyntingum af hálfu herfor ingjastjórnai'innar, en öll voru þau félagar í andspyrnuhreyf ingu, sem beint var gegn henni. I miðstjórn voru eftirtaldir •menn kosnir: Óðinn Rögnvalds. son, Baldur Óskarsson, Guð- mundur H. Gai'ðarsson, Guðjón S. Sigurðsson, Hilmar Guð- mundsson, Jón Sigurðsson, Jóna Guðjónsdóttir, Óskar Hallgríms son, Hei-mann Guðmundsson, Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jóns- son, Einar Ögmundsson, og Jón Snorri Þorleifsson. Þessir fullfrúar voru allir sjálfkjörnir. Miðstjómin stjórnar daglegri [Starfsemi Aliþýðusambar.dsin s og ræður alla starfsmenn sam- bandsins og ákveður laun þeirra. Á þinginu voru samþykkt ný lög fyrir Alþýðusambandið og er skipulag þéss nú vei*ulega breytt frá því sem áður vai', og meðal annars er kjörflmabil stjórnar nú fjögur ár. Þá voru á þinginu samþykktar ýmsar ályktanir, meðal annars um kjaramál og menntamál, og verð ur helztu samþykkta þingsins nánar getið hér í blaðinu næstu daga. Nýtt blað Hannibalista í viðtali í sjónvarpinu í gær- kvöldi skýrði Hannabal Valdi- marsson frá því að hann og fylgismenn hans væru nú með í undirbúningi stofnun nýs vikublaðs eða jafnvel dagblaðs, en ekkert gaf bann þó nánar upp um þá fyrirætlan, og gaf heldur ekkert ákveðið svar við spurningu um það, hvort hann og fylgismenn hans hygð ust stofna með sér formlegan sfjórnmálaflokk eða ekki, en í útvarpsumræðunum um dag- inn viðhafði Bjöm Jónsson ummæli, sem engin leið var að skilja á annan veg en þann að þeir félagar hygðusf stofna sérstakan flokk, að niinrwta kosti sérstakan þingflokk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.