Alþýðublaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 3
30. nóvember 1968 ALÞYÐUBLAÐH) 3 Hvers vegna hefur sjálfsmorðum hérlendis farið fjöigandi? Eins og fram kom í Alþýðublaðinu s.l. sunnudag, leiddi skýrsla Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar í Ijós, að árið 1966 var tala sjálfs- jmorða hérlendis mun hærri en árin á undan. Var ísjand, árið 1966, annað landið í röð þeirra landa er hæsta sjálfsmorðstölu höfðu, miðað við fólksfjölda. - Alþýðublaðið leitaði til tvegg.ia 'sálí'ræðinga, þeirra Sigurjóns Björnssonar og Gylfa Ásmunds- 'sonar, og lagði fyrir þá nokkrar, spurningar í þeirrj viðleitni að 'komast að því hvað veldur þess- ari ískyggilegu fjölgun sjálfs- -morða hjá okkur. ' Fyrst var spurt: — Teljið þér að þessi háa sjálfsmorðstala í skýrslum Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar stafi af raun verulegri fjölgun sjálfsmorða, 'eða vegna nákvæmari skýrslu- gerðar í þessu efni? Hvorugur sálfræðingurínn kvaðst hafa kynnt sér skýrslurn- ar og bæri því fremur að skoða tiilkanir þeirra sem leikmanna en sérfræðinga á þessu sviði. Sigurjón Björnsson sagði, að sér þætti sennilegt að skýrslu- gerðin væri mun nákvæmari hér- lendis en annars staðar. Gylfi Ásmundsson sagði, að nauðsynlegt væri að athuga þessi mál gaumgæfilegar áður en hægt væri að svara spurningunni á raunhæfum grundvelli, en benti á, að samkvæmt skýrsl- unni hefðu sjálfsmorðstölur lækkað árið 1967, þannig að möguleikj væri á, að hækkunin árið 1966 stafaði af tilviljun. Næsta spurning var: — Hvaða félagslegar, sálrænar og um- hverfislegar ástæður teljið þér að valdi sjálfsmorðum hér á landi? Sigurjón kvað margar orsakir fléttast inn i þetta. Nefndi liann óreglu, fjármálaáhyggjur og geðtruflanir. Ennfremur væru orsakirnar margar fleiri; fleiri en hægt vær; að nefna í fljótu bragði. Gylfi sagði, að það hefði vak- ið athygli sína er hann las um skýrsluna í blöðum, að sjálfs- morðstalan hefði verið hæst ár- ið 1966, einmitt þegar velferðin hefði verið mest hér á landi. — ----------:--------1-----------♦ l'I.OK kSS'l'A H1'II> BASAR Basar Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík verður haldinn n.lc. laugardag 30. nóv. kl. 2 e. h. í Iðnó, uppi. Basarnefntlin. SANDGERÐI , Þctta gæfi iþví tilefni til að spyrja: Er eitthvað samband þarna í milll? Hlaupum við svo hratt í kapplilaupinu við lífs- gæðin að þeim, sem ekk; hafi bein í nefinu, sé hraðinn um megn? Þá spurðum við: — Teljið þér að hið langa og dimma skamm- degj stuðli að sjálfsmorðum fólks hér á iandi eða teljið þér, að fólk fremji sjálfsmorð alveg eins á öðrum árstímum, t. d. á sumrum? Sigurjón Björnsson: — Mér er ekki kunnugt um, hvernig skýrslurnar eru gerðar, hvort þær skýra frá tíðni sjálfsmorða ákveðna mánuði ársins. Vissulega væri fróðlegt að kynna sér þetta til að komast að raun um hvort þarna er raunverulegt samband á milli. Þó virðist yfirleitt sem skammdegismánuðirnir valdi mörgum erfðleikum, sérstaklega tíminn í kringum jólin. Gylfi Ásmundsson: — Manni finnst ef til vill eðlilegra að fólk þjáist fremur af þunglyndi á veturna. Skammdegið fer fremur illa í mann og maður á erfiðara með að vakna á morgn- ana. Hins vegar er ég ekkert viss um að fólk eigi meira í sál- rænum erfiðleikum á veturna. Raunar leitar fólk alltaf meira til manns á þeim árstíma, en það er nú svo að fólk virðist fremur fára að hugsa um vandamál sín á veturna. Fjórða spurningin hljóðaði svo: — Teljið þér, að það sé ungt fólk fyrst og fremst sem fremur sjálfsmorð hér á landi? Sigurjón sagðist hafa heyrt að nú væri töluvert meira um að ungt fólk og unglingar gerðu tilraunir til að stytta sér aldur. Kvað liánn unglinga, er lentu í erfiðieikum, hafa minna mót- stöðuafl heldur en þeir full- orðnu. Gylfi sagðist hugsa að svo væri ekki. Hívert tímabil hefði sín vandamál og maðurinn hefði mikla aðlögunarhæfileika. Hins vegar væru alltaf einhverjir sem væru veikari fyrir en aðrir. Hefði hann á tilfinningunni að sú kynslóð sem nú væri að vaxa úr grasi væri miklu heilbrigð- ari og mun raunhæfari í hugs- unarhætti heldur en það fplk sem var að vaxa úr grasi fyrir t. d. 10 árum. Að lokum spurðum við: —- Hvernig teljið þér að hægt sé að sporna við því að fólk freriiji sjálfsmorð? Sigurjón Björnsson: Eftiriit hér á þessum sviðum er nokkuð og er mjög mörgum, sem reyna að fremja sjálfsmorð, bjar^að á siðustu stundu. Fyrir nokkr- um árum var þetta mál ofarlega á baugi í Danmörku, en þá óx sjáifsmorðatala þar'mjög mikið. Danir gerðu átak\í þessum efn- um og nú virðist sem minna sé um sjálfsmorð hjá þeim. Auð- vitað kemur margt til greina og má þar til að mynda nefrra ör- ugga neyðarþjónustu á sjúkra- húsum, t. d. í þeim tilfellum sem sterk lyf eru tekin inn í þeim tilgangi að stytta sér ald- ur. Gylfi Ásmundsson: Vissulega væri öryggi í t. d. „upphringing- arnúmerum,” sem mikið er um í Bandaríkjunum. Hins vegar er það svo með þá, sem gera Frh. á 8. síðu. Belð bana, er dekk skrapp af felgunni Banaslys varð við hjól- barðaverkstæð'ið Mörk í Garðahreppi rnn kl. 14 í gær- dag'. 45 ára gamall fjölskyldu maður beið bana er hann var að framk'væma viðgerð á stóru hjóli undan vinnu- vél. Maðurinn hafði nýlokið við að bæta slöngu hjólsins og var að koma dekkinu á felg- una. Blés hann lofti í slöng una, en skyndilega skrapp dekkið niður af felgunni. Maðurinn, sem stóð með vjnstri fót á hjólinu hentist á loft við höggið og lenti með höfuðið í brún gangstéttar. Beið hann samstundis bana. Svo mikill var krafturinn á dekkinu, er það skrapp , nið ur af felgunni, að það hent ist 2 metra. Alþýðuflokksfélag Sandgerðis lieldur fund n.k. laugardag kl. 14,45. Á fundinum mæta dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráð- herra og Jón Ármann Héðjnsson alþingismaður og ræða um efna- hagsmálin. Hafnarfjörður og Kópavogur ■ Félog ungra jafnaðarmannu í Ilafnarfirði og Kópavogi halda ' sameiginlegan fund með Eggert G. Þorsteinssyni, sjávarútvegs- málaráðherra, um sjávarútvegsmál í fundarsal Skiphóls (á liorni Strandgötu og Reykjavíkurvegar) í Hafnarfjrði næstkomandi þriðju- dagskvöld, 3. desember, kl. 20.30. Fjölmennið. Þá halda F.U.J. og Aiþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði og Kópa- vogi sameiginlegan fund með Gylfa Þ. Gíslasyni, viðskiptamálaráð- lierra, í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði þrðjudaginn 10. desember næstkomandi kl. 20.30. Fjallað verður um efnahagsmálin. Frjálsar umræður. ) Húsnueður • Óhreinindi og blettir, svo sem fitubiettir, eggja- blettir og blóðblettir, hverfa á augabragði, ef notað er HENK-O-MAT í forþvottinn eða til að leggja i bleyti. Siðan er þvegið á venju- legan hátt ur DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALS VARA FRÁ Eig«b. “ Bluiliociíe * ° usw. 'öst^lbsuT-Í‘16' ™ i akt'v g?P6ntes?h'=ffi> t 4 I Stjórnir félaganna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.