Alþýðublaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 30- nóvember 1968
Arnbjörn
Framhald af bls. 5.
lendingar hefðum hug á að
treysta og breikka grunn út-
flutningsframleiðslunnar, myndu
fiskafurðir enn um ókomin ár
verða meginuppistaða hennar.
„Við erum 200 iþúsund manna
þjóðfélag, eitt minnsta ríki Sam
einuðu þjóðanna. Það sem fram
til þessa hefur gert okkur megn
ugt að lifa ríku menningarlífi
við góð kjör, eru gjöful fiskimið,
velbúin veiðjskip, mikilvægt
framlag ísl. vísindamanna á
sviði hafrannsókna, og síðast
en ekki sízt dugnaður sjómanna
okkar“. Síðan greindi ræðumað
ur frá því, að fiskveiðifloti okk
ar væri um 850 skip, stór og
smá, en starfandi sjómenn um
6000. Þar sem þjóð okkar væri
svo mjög háð afkomu sjávar-
útvegs, hefðu íslenzk stjórnvöld
löngum gert sér ljósa grein
fyrir mikilvægi vísindalegrar
starfsemi í Iþessu efni. íslenzka
hafrannsóknarstofnunin hefði
verið sett á laggirnar árið 1937
og síðan hefði verið stuðlað að
fhafrannsóknum á svæðinu um
hverfis ísland og nú á síðari
árum á Norður-Atiantshafi í
samvinnu við ýmsar vinaþjóðir,
svo sem Norðmenn, Breta og
Rússa. Þessar hafrannsóknir
hefðu tvennan tilgang, að leitá
nýrra fiskimiða og hamla gegn
ofveiði, en stuðla að vexti
fiskistofnanna. Á síðastliðnu ári
ihefði nýtt hafrannsóknarskip
verjð tekið til notkunar og ann
að fullkomnara væri í smíðum.
Þá minnti ræðumaður á, að
‘bæði utanríkisráðherra, Emil
Jónsson, og Hannes Kjartans-
son sendi'herra, hefðu oft á
undangengnum árum lagt á-
herzlu á það hér lijá Sameinuðu
þjóðunum að ný veiðitækni og
hættan á ofveiði krefðust þess
áð efnt yrði til nýrrar ráð-
stefnu, sem endurmæti gildandi
lög og reglur um fiskveiðilög-
sögu, landgrunn og auðæfi hafs
ins yfirleitt. „Þegar við ÍS-
lendingar hófum að leiða at-
'hygli umheimsins á hættunni á
ofveiði og bentum á nauðsyn vís
indalegrar varðveizlu auðlinda
•hafsins, var það rödd hrópand
ans í eyðimörkinni. Nú sem bét
ur fer mætir slíkt meiri skiln
ingi. Ég lýsi yfir áhuga íslenzku
ríkisstjórnarinnar á alþjóðlegri
samvinnu um rannsókn og nýt
ingu á auðæfum hafsins". Að
lokum sagði Haraldur Kröyer:
„Það er skoðun okkar, að fisk
veiðar, viðhald og varðveizla
jfiiskistofnanna sé ekki aðeins
lagalegs eðlis, heldur einnig
pólitískt og efnahagslegt stór
mál, sem Allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna eigi að ræða af
ýtrustu athygli. íslenzka sendi
nefndin mun í þessu máli ekki
liggja á liði sínu“.
Néfndarálitið um aflðæfi hafs
ins, sem hér að framan er vitn
að til, er samið af 27 vísinda-
mönnum, og eins og áður segir,
var í nefndinni af hálfu íslands
Jón Jónsson fiskifræðingur.
Skýrslan skiptist í þrjá aðal-
hluta. X fyrsta lagi athuganir á
mikilvægi vísindalegra hafrann-
sókna. í öðru lagi segir frá að-
gerðum ýmissa þjóða ií al-
þjóðlegri samvinnu á sviði
hafrannsókna, og í þrjðja
lagi eru settar fram tillögur um
aukna kennslu á þessu sviði, svo
og um nauðsyn alþjóðlegrar og
vísindalegrar samvinnu til nýt
ingar auðæfa hafsins, viðhald
fiskistofnanna og varnir gegn
mengun sjávarsins.
Etlginn vafi er á því að lífleg
ar umræður verða um þetta
mikla mál, sem snertir öll
strandríki veraldar. Verður fróð
legt að heyra, hvort inn í þær
spinnast mál fiskveiðilögsögu og
landgrunns, eða til dæmis hvort
ríkin á vesturströnd Suður-Ame
ríku flétti inn í málið ímynd
aðri eða raunverulegri 200
At hugiÖ opið frá kl. 1
— ð e.h.
STYRKVEITINGAR
Félagsmenn eða ekkjur þeirra, sem óska eftir
styrk úr Styrktarsjóði Meistarafélags húsa-
smiða í Reykjavík sendi skriflegar umsóknir
til skrifstofu félagsins, Skilpholti 70 fyrir 10.
tíies. n.k.
I umsókn skal greina fjölskyldustærð og
heimilisástæður.
STJÓRNIN.
mílna fiskveiðilögsögu sinni. |
Hér opna menn varla svo
munninn að ekki sé komið við
kaunin á einhverjum, hvort
heldur rædd eru félagsmál, ný
lendumál, snmbúð kynþáttanna,
'afvopnunarmál, svo ekki sé kom
ið við jafnviðkvæma bletti og
Tékkóslóvakíu, Vietnam og
Austurlönd nær. Sömuleiðis eru
auðæfi hafsins viðkvæmt hags
munamál.
Það er gaman fyrir okkur Is-
lendinga að sjá hvernig skoðanjr
annarra þjóða hafa breytzt á þess
um málum. Fyrir 10 árum þurft
um við að þola barsmíð vegna
útfærslu fiskveiðilögsögunnar í
12 mílur. Fram til þess tíma
var almenn regla um 3 sjómíl
ur. Tónninn er orðin annar hjá
ýmsum, ekki sízt Bretum, eftir
að þeir fundu auðlindir gass
á landgrunni sínu. Nú eru 12
sjómflníi mörkin sérdeilis ágæt.
I ræðu, sem sjávarútvegsmála
ráðherra Kanada, dr, Jack Davis
hélt nýlega — og Haraldur Kröy
er vitnaði reyndar til í ræðu
sinni, — kvartaði ráðherrann
yfir því, að Kanadamönnum
reyndist það býsna erfitt við
fangsefni að viðhalda fiskistofn
nnum á landgrunninu utan fisk
veiðilögsögu. Flest strandríki
hefðu hagsmuna að gæta um
afdrif þeirra fiskistofna, söm
um landgrunn þeirra færu. Fisk
veiðar á mörkum og utan við
12 sjómílna fiskveiðilögsögu
hefðu óhjákvæmilega áhrif á
vöxt og viðgang fiskveiðistofn
anna innan 12 mílna fiskveiði
lögsögunnar. Hann lét að því
liggja ,að núverandi 12 mílna
landhelgislína væri ónóg í þess
um efnum og að frumkvæðið um
úrbætur yrði að koma frá strand
ríkjum.
Það má teljast ánægjuefni
fyrir okkur íslendinga að heyra
svona skoðanir frá fulltrúa ríkis
sem er jafnmikil, reyndar
nokkru meiri fiskveiðiþjóð en
við.
Eriginn skyldi þó ætla, að ein
hver alisherjarlausn liggi á
borði um svona alþjóðlegt hags
munamál. Við fengum af því
smjörþefinn 1958 og 1960.
Þó er á því vaxandi skilning
ur að svo bezt fær maður egg,
að ekki séu drepnar hænurnar.
New York, 26. nóvember 1968,
A.K.
Þér hittið
naglann
á höfuðið
með því
að auglýsa
í
Alþýðublaðinu
■—wi« 'iniiinwmMwi
Aðalfundur
hjá SUOMl
Finnlandsvinafélagið SU
OMI héit aðalfund í norræna
húsinu 19. nóv. síðastHðinn.
Formaður félagsins var kjör
inn Sveinn K. Sveinsson, for
stjóri, en Jens Guðbjörnsson
sem verið hafði formaður, gaf
ekki kost á sér til endurkjörs.
Stjórnina skipa að öðru leyti:
Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri,
sr. Sigurjón Guðjónsson, Bene
dikt Bogason, verkfræð.ngur,
frú Brabró Þórðarson, Valdi
mar Helgason, leikari og Sig
urður Thoroddsen, arkitekt.
Ryrsta verkefni hinnar ný
kjörnu stjórnar er undlrbún
ingur að hátíðafund. á þjóðhá
tíðardegi Fjnna, 6. des.
Samningum sagt upp
Eftlrtalin félög hafa sam
þykkt að segja upp gildandi
kaup og kjarasamningum frá
31..des.: A. S. B. — félag starfs
stúlkna í þrauða og mjólkur
búðum, Félag bifvélavirkja.
Félag járniðnaðarmanna, Hið
íslenzka prentarafélag, Yerka
mannafélagið Fram, Sauðár
króki og Verkaiýðsfélag Norð
f.rðinga.
Aðalfundir
Aðalfundur Stangaveiðifé
lafs Reykjavíkur var haldinn
ár&tel Sögu, sunnudaginn 17.
nóýv Á dagskrá voru venjuleg
aðal.fundarstörf og lagabreyt
ingar-;
Formaður Stangave.ðifélags
Reykjavíkur <er Axel Aspe'
luSa.
Sjálísmor®
Framhald af 3. síðu
svona hluti, að þeir eru oftast
í slíku ástandi, hugarfarslega
og tilfinningalega, að þeir eru
ekki í raunverulegum tengslum
við veruleikann. í mörgum til-
vikum má því líta svo á, að þeir
séu í tímabundnu geðveikis-
ástandi, þó að grundvöllur þung
iyndis þeirra sé elcki alltaf meiri
en eínungis grein venjulegrar
taugaveiklunar. Þarna verða
því raunverulega slys, og það
þarf raunveruleikaskyn til að
vita hvar háegt er að leita hjálp-
’ar, þannig, að í mörgum tílfell-
um kæmu áðurnefnd „upphring-
ingarnúmer” ekki að gagni.
Það er mjög erfitt að spá fyr-
ir um það hverjir fremja sjálfö-
morð og hverjir ekki. Að vísu er
alltaf möguleiki fyrir hendi, ef
um mikið þunglyndi er að ræðá,
en það eru hins vegar sárafáir
sjúklingar, sem myndu gera
þetta.
tm
TROLOFUNARHRINGAR
Fl|6» afgrélSsla
Sendum gegn póstkýöfú.
GUÐM ÞORSTEINSSON:
gullsmlSur
BanltastrætT 12.,
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar og
-ýmissa lögmanna fer fram nauðungaruppboð að Síðumúla
Y 20, (Vöku h.f.i, miðvikudaginn 4. desember 1968, ki. 13.30
%og verða þar seldar ef-tirtaldar bifreiðar:
«£'•
m
■ilfR 7 R 604 R 1884 R 2593 R 2625 R 3879 R 4497 R 4702
t 4722 R 4727 R 4877 R 5796 R 5830 R 6069 R 6360 R 6419
6478 R 7237 R7458 R7596 R7993 R8428 R8723 R8851
ft 9836 R10521 R 10634 R 11084 R 11591 R 11593 R11660
R 12422 R 12624 R 12765 R 12985 R 13006 R 13313 R 13468
R13749 R 13963 R 13970 R 14077 R 14259 R 14388 R 14543
1.4739 R 15365 R 15736 R 16313 R 16318 R 16540 R 16805
^R 16832 R 17004 R 17087 R 17167 R 17247 R 17494 R 17649
’Ir 17699 R17765 R 17767 R 17790 R 17926 R 17955 R18174
R18320 R18791 R18974 R1909] R19199 R19250 R19402
%19451 R 19564 R 19566 R 19631 R 19661 R 19672 R 19698
ft20108 R20266 R2Ö293 R20552 R 20732 R20854 R21108
bR 21756 R21768 R21845 R21880 R21888 R21911 R22118
ffí22125 R22154 R22157 R22350 R22807 R23818 E 565
•Ýl 1163- G.2249 G 2421 G 4665 L 529 Þ 754, Opel statioil
Járg. ’63, óskrásett, Volkswagen óskrásett, og ennfremur
loftpressur.
Grelðsla fari fram við hamarshögg.
^BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK.