Alþýðublaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 9
IÞROTTIR
30. nóvember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 9
Hafsteinn Guðm. e/n-
valdur landsliðsins
KSÍ ræður framkvæmda-
stjóra allt árið
STJÓRN Krrattspyrnusambands
íslands hélt fyrsta ftind sinn í
fyrrakvöld. Ýmis mál voru á
dagskrá og margar þýðingar-
miklar ákvarðanir teknar. Hér
skulu þær helztu upptaldar.
Breytt var fyrirkomulagi um
val landsliðs og næsta keppnis-
tímabil mun aðeins einn maður
velja landsliðið, ákveðið var að
það skyldi vera Hafsteinn Guð-
mundsson frá Keflavík. Þetta
. er í fyrsta sinn, sem íslenzk knatt
Innanfélagsmót
KR heldur innanfélagsmót
í kúluvarpi og hástökki í Laug-
ardalshöllinni kl. 3,40 í dag.
Stjórnin.
spýrna eignast eins konar ein-
vald, mann sem tekur þessa
þýðingarmiklu ákvörðun einn
og ber að sjálfsögðu einn á-
byrgðina hvernig til tekst.
Þá var ákveðið að ráða sér-
stakan framkvæmdastjóra, sem
starfar allt árið, en hingað til
befur aðeins verið frmkvæmda-
stjóri yfir sumartímann.
Einnig hefur verið ákveðið að
hefjast nú þegar handa með
tindirbúning landsliðsins, þannig,
að leika æfingaleiki, einu sinni
í viku. Fyrsti æfingaleikurinn
verður um aðra helgi. Eins kon-
ar æfingalandslið leikur við eitt-
hvert fyrstu-deildarliðanna. — *
Ekki hefur enn verið ákveðið við
hvaða lið verður leikið fyrst.
Reynt verður að hafa einhvern
Þessi skemmtilega mynd var nýlega tekin í leik í Mílanó.
Þeir Giancarlo Cella, Milanó í röndótta búningnum og
Giuliano (Whiplash) Taccola frá Rome reyna til liins ítrasta
að skalla boltann, en báðum mistókst reyndar að' þessu sinnj.
hagnað af þessum leikjum, en
þó ekki með því að sclja inn á
þá, heldur á að gefa væntan-
legum áhorfendum kost á að
kaupa merki.
Skipað var í ýmsar npfndir
sem starfa á vegum stjórnar KS
í. Eins og fyrr segir hefur Haf-
steinn Guðmundsson verið val-
inn til að velja og landsliðs-
nefnd er því úr sögunni sem
slík. Formaður unglinganefndar
var ákveðinn Árni Ágústsson, en
með honum í nefndinni eru Örn
Steinsen og Hafsteinn Guð-
mundsson. Tækninefnd er skipuð
þeim Helga V. Jónssyni, Reyni
Karlssyni og Óla B. Jónssyni.
Ekki var ákveðið á þessum fundi
hvernig dómaranefnd verður
skipuð.
Keppni yngri
flokkanna í
körfubolta
Á 5. leikkvöldi meistaramóts-
ins í körfuknattleik fóru leikar
þannig, að í 4. flokki vann Ár-
m. KR 12:5 og ÍR vann KFR 12:-
10. — í 3. flokki vann Ármann
ÍR 32-23 og KR vann KFR
26:17.
Næsta leikkvöld verður á laug
ardag í Laugardalshöllinni og
hefjast leikirnir kl. 7,30, Þar
leikur KFR gegn ÍR í 2. flokki
og KR gegn ÍR í I. flokki, — í
meistaraflokki verða leiknir 2
leikir KR gegn Ármanni og ÍR
leikur gegn ÍS. Þórir Magnússon
er nú stigahæstur leikmanna í
meistaraflokki hefur skorað 86
stig í 3 leikjum.
ÖRUGG TRYGGING
VERÐS OG GÆÐA
IÐUNNI
NORRÆNA HUSIÐ
POHJOLAN TAIO
NORDENS HUS
Finnski rithöfundurinn Ole Torvalds mun
halda tvo fyrirlestra í Norræna Húsinu sem
hér segir:
Mánudaginn 2. desember kl. 20 um „Finnskar
bókmenntir á yfirstandandi áratug“.
Miðvikudaginn 4. desember kl. 20 um „Rök-
ræður og fráhvarf frá hefðum í nýjustu bók-
menntum Finna.“
Allir velkomnir.
NORRÆNA HÚSIÐ.
1. su'nnuda'gur í aðventu
n.k. sunnudag.
Ódýrustu kertin (aðeins
gamlar birgðifr) fáið þið
í iverzluninni
KIRKJUMUNIR, Kirkjusæti 10.
— Sendum gegn póstkröfu. —
.■ ?"w-'
STAÐA
rafmagnsstjórans í Rvik
ER LAUS TIL UMSÓKNAR.
Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri
störfum, sendist skrifstofu minni' eigi síðar en
13. desember n.k.
Staðan veitist frá 1. janúar 1969.
27. nóvember 1968.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Héraðslæknisembætti
auglýst laust til umsóknar
Héraðslæknisembættið í Breiðumýrarhéraði
er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 27. desember 1968.
Veitist frá 1. janúar 1969.
Dóms- og kirkjumálaróðuneytið, 29. nóvem-
ber 1968.