Alþýðublaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 4
4 r ZL; desember 1968 ALÞÝÐUBlAÉtB Flugfreyjur LoftSeSðir h.f. æt!a frá og með apríl/maí mánuði n.k. að ráða all rriargar nýjar flugfreyjur ti! starfa. S sambandi við væntanlegar um sóknir skal eftirfarandi tekið fram: *S' Umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára — eða verði 20 ára fyrir 1. júlí n.k. — Umsækjendur hafi góða almenna mennt- un, gott vald á ensku og öðru erlendu tungumáli, helzt þýzku, frönsku eða Norðurlandamáli. % Umsækjendur séu 162—172 cm á hæð og svari líkamsþyngd til hæðar. *S* Umsækjenid'ur séu reiðubúnir að sækja kvöldnámskeið í febrúar/marz n.k. (3— 4 v.Tkur) og ganga undir hæfnispróf að því loknu. v‘V* A umsóknareyðublöðum sé þess greini- lega getið, hvort viðkomandi sæki um starfið til lengri eða skemmri tíma. »S* Umsóknareyðublöð fást í tkrifstofum félagsins Vesturgötu 2 og Reykjavíkur- flugvelli, svo og hjá umboðsmönnum félagsins út um land, og skulu umsóknjr hafa borizt ráðningardeild félags'ns Reykjavíkurflugvelli fyrir fí íanúar n.k. '* , * ** I | i WmiDIR iiKlMBna Guðlaugur Guðmundsson: REYNISTADARBRÆÐUR Gefið út á kostnað höfundar, Reykjavík 1968. 139 bls. Jón Helgason: VÉR ÍSLANDS BÖRN íðunn, Reykjavík 1968. 241 bls. Óskar Aðalstejnn: ÚR DAGBÓK VITAVARÐAR Iðunn, Reykjavík 1968. 164 bls. Þjóðleg fræði svonefnd er vin- sæl bókmenntagrein og kemur margt af því tagi hver jól, — fjarska sundurleitur. bókaflokk. ur. Það er raunar álitamál hvort telja má bók Óskars Aðalsteins, Úr dagbók vjtavarðar, til „þjóð- legra fræöa” og það þótt hug- takið sé haft svo rúmt og alþýð- legt sem verða má. Þetta er greinasafn og skiptist efnið í tvö hora, annars vegar viðtöl og frá- sagnir eftir öðrum, hins vegar frásögur og hugleiðingar frá eigin. brjósti höfundar. En það mannlíf sem frá er greint í veigamestu þáttunum í bókinni, Húsfreyju frá Homströndum og Þáttum af Gísla Brimnes, en eftir honum hefur Óskar Aðal- steinn skrifað heila bók, líklega síðar en þessa grein, heyrir liðnum tíma til, þjóðlegri fortíð, lífsbaráttu þeirra Bjargeyjar Pét ursdóttur og Gísla Brimnes frá æsku til manndómsára, ævikjör þeirra og raunar sjálft það um- hverfi sem þau lifa vjð. Svo skammt er milli samtíðar og for- tíðar á íslandi enn í dag, og er það raunar saga sem oft er sögð. Óskar Aðalsteinn stílar frásagn- ir þeirra mjög látlaust og snyrtj- lega, og verður frásögnin af hversdagslífi húsfreyjunnar raunar ekki síður eftirminnileg en sú af svaðilförum sjómanns- ins. Nú eru Hornstrandir í auðn óg lokið því lífi sem þar var lif- að og mannlíf þverrandi á Ströndum. Óskar Aðalsteinn hefur sjálfur búið á þessum slóð- um um tuttugu ára skeið, vita- vörður á Hornbjargj fyrst og síðan Galtarvita. í seinni hluta bókarjnnar eru frásöguþættir af hversdagslífi hans og hans fólks þar nyrðra, smámyndir af mann- lífi og náttúru; -þetta eru geð- felldar frásagnir þó ekki séu söguefni allténd mikil. „Nú bera allir vindar sólskin,” hefur hann eftir syni sínum ungum á einum stað, og þeim hughrifum miðla frásagnir hans; náttúruiýsing er uppistaða þeirra, vorkomu og sumars, vetrarins á hinni hrika. legu strönd. Óskar Aðalsteinn víkur að því í bókinni hvers vegna hann hafi kjörið sér vist þar nyrðra — út- legð úr mannheimum sem hann nefnir svo. „Ég vil komast burt úr fjölmenninu, komast inn í sjálfan mig og fá tryggt næði til ritstarfa. Enginn dagur án, ski'jfta.Þetta er mitt fyrsta boð- orð.Það eru örlög mín og álög að skrifa mig sundur og saman.” Um þá fyrirætlun höfundar verður að dæma af skáldsögum hans. En látlausir frásöguþætt- ir þessarar bókar eru það hrein- legasta sem ég hef lesið eftir Óskar Aðalstein. — Bókin er Snyrtilega gerð úr garði nema efnisyfirlit hefur gleymzt. Vér íslands börn eftir Jón Helgason er upphaf að nýju safni frásöguþátta um söguleg efni af sama tagi óg safnið íslenzkt mannlíf sem út kom í fjórum bindum 1958 — 1962. Jón er ekki einasta mikilvægastur helur og einhver leiknasti höfundur sem fæst við að færa slík efni í Iet- ur; frásagnir hans eru með þróttmikiu orðfæri, skýrum og skörulegum stílshættj sem hæf- ■ir efninu vel. Þrátt fyrir mikil afköst, en frásagnir hans hafa næigt til að bera uppi heilt tíma- rit, lesbók Tímans, um margra ára skeið, mun Jón Helgason vera vandlátur um sannfræði frásagna sinna, viðar að sér ýt- bækur arlegum heimildum til sagna- þátta sinna og fer með þær af nákvæmni; hann er að skýi'a frá staðreyndum, segja sögur af raun verulegu fólki og atburðum sem gerzt hafa, en ekki að yrkja í eyður mannlífsins og heimild- anna. Auðvitað eru söguefni hans ærið misjöfn. svo mörg sem þau eru, og frásagnirnar eru færðar í. letur til þess að skemmta lesandanum fremur en fræða hann. Lýsing sögulegs fólks og atburða, kvennamála, slysfara, sakamáía, óvenjulegra og einkennilegra örlaga, eru al- gengustu söguefni hans. En uppi- staða bessara mislitu söguefna í meðferð Jóns Helgasonar verð- ur • þjóðtífslýsing, lvsing fyrri tíðar, fvrri manna, fólks og sam- félags sem nú heyrir sögunnj til þó menn þreytist seint að lesa um það. „Þessi dæmi hafa ekki verið dregin hér fram sökum þess að þau séu einstök. Svipuð dæmi frá sama tíma mætti færa til úr öúum héruðum Iandsins,” segir hér á einum stað. „Gildi þeirra dæma sem fram voru færð, er ejnmitt fólgið í því hve margir stóðu í svipuðum sporum. Þetta er h'tPir | sögu þjóðarinnar —< kapíti'li þar sem segir af hetj- tim sem höfðu kannski klæði eigi góð fremur en Hergilseyjar- bóndi forðum og vissu sízt 'af öllu sjálfar að þær voru hetj- ur.” Þetta viðhorf mótar alla beztu frásöguþætti Jóns Helga- sonar, og þess vegna verða þær ekki einasta atburðasögtir held- ur aldarfarslýsingar; hún gef- ur þejm meira gildi en sjálf hin sögulegu atvik, óvenjulegu örlög sem eru yfirvarp frásög- unnar. Af aðferð Jóns Helga- sonar leiðir hins vegar að þeir þættir hans verða jafnan beztir sem f jalla um mest efni, svo sem þáttur hans um Sjöundármál í þessari bók, lengsta og veiga- mesta frásögnin í bókinni; þeir þættir sem aðeins hafa eitthvert lítilsháttar kvennasnatt, mála- vafstur, skrýtin atvik og uppá- tæki að söguefni verða minna verðir einfaldlega af því að þeir veita ekki höfundinum sambæri- legt svigrúm, sams konar útsjón út fyrir sjálf hin beinu sögu- ofni. Annars staðar en hér er í seinni tið farinn að tíðkast svo- nefndur „dokumentarismi” £ skáldskap; menn leitast við að fjalla í skáldskap um raimveru- legt fólk og atburði, beita heim- ildum og heimildakönnun í verk- um sem í eðli sínu eru skáld- rit. Hér vjrðist menn bera hins vegar að slíkum efnum, sagn- fræðimegin; menn leitast við að semja skemmti- og afþreyingar- sögur eftir aðferðum eða með yfirskini sagnfræði. Engin -á- stæða er til að amast sérstak- lega við slíkum og þvílíkum bók- menntum, slík rit geta eins og önnur verið vel eða illa af hendi leyst, aðeins ef haft er í huga' að þau eru i eðlj sínu samin í skáldskapartilgangi. Ætlun þeirra er ekki að afla nýrrar þekkingar, leggja neinn skerf til neinna fræða, heldur stytta mönnum stund, segja þejm skemmtjlega sögu. Eðli sínu sam- kvæmt verða þær hins vegar eða aldrei eiginlegar. listrænar bókmenntir, skáldleg nýsköpun heimilda sinna: þó skemmtiþörf- in. bejni höfundum að sögulegúra eínstaklingum, atburðum, örlög- um — meinar sagnfræðilegt við- horf þeim að sjá og tjá sögu- efni sín upp á nýtt, eigin skáld- legum skilningi. Afþreyingar- starf verður hlutverk þeirra —• og slíkt hlutverk levsa hinír læsilegu og greinargóðu sögu- þættir Jóns Helgasonar, tíu talsins í þessari bók og af sund- urleitum toga spunnir, prýðis- vel af hendi. Dæmi um sögulega frásögn sem er að hugsa um að verða skáldskapur, hjkar og hættir við það, má liins vegar sjá í bók eft- ir Guðlaug Guðmundsson, —<■ Reynistaðarbræður. — Höfundur endursegir söguna um Reyni- staðarbræður eftir tiltækum heimjldum, sagnaþáttum og þjóðsögum með mikilli áherzlu á ýmis konar forspár um ófarir þeirra. En honum nægir ekki endursögn þess sem áður var vitað, og virðist engan greinar- mun gera á eiginlegum heim- ildum og þjóðsögum um efnið; hann leitast einnig við að leggja eigin skilning í atvik sögunnar; fitjar upp á mann-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.