Alþýðublaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 4
4 ALÞYPUBLAÐK) 21- janúar 1969 Útvarpsþátturinn frægi um varnarmálin: það Ijóit að Bandaríkjamenn verða fyrst og fremst, eða Nato verður fyrst og fremst, að verja sína liags- muni á Islandi, og þeirra hagsmun- ir eru svo stórfelldir hér og þeir eru 9vo samslungnir íslenzkum •hagsmunum, að það er útilokað að verja hagsmuni íslendinga nema að verja hagsmuni þeirra um leið. Þess vegna lít cg þannig á að það sem við leggjtim til, landið okkar, það gerum við án endurgjalds vegna þess, að þessar varnir Bandaríkja- manna eru í þágu Atlantshafsbanda lagsins ekki síðtir heldur en okkar; heldur miklu meira.' BfÖRGV.: Já, það var að heyra á Ouðmundi áðan að hann væri andvígur því, að við tækjum bein- ar greiðslur fyrir dvöl hins erlenda herliðs hér á landi. Ef til vill teldi Guðmundur, að það kæmi til greina að það karmi óbeint hagræði af þessu, óbeinar greiðslur, t.d. láta Bandaríkjamenn leggia hér í ýms- ar framkvæmdir, nú begar á bjátar hér í efnahagslífi okkar. GUDM.: Nei, ég tel það rangt, , að íslenzkt efnahaeslíf eigi mikið , undir varnarframkvæmdum scm slíkum. Það er ekki eðlilegt að byggja atvinnulíf eins lands upp á slíkurr þætti sem hervarnir eru eða heruaðartæki. Ée tel bað rangt, og ég minnist þess, að ég las ræðu sem var eiginlega kveðiuræða Eisen- howers, þegar hann lér af störfum sem forseti; þar talar hann einmitt um hvað þnð sé hættulegt fyrir bandarískt efnahagslíf, að hin svo nefnda hernaðarmaskína verði of ríkur þáttur í efnahagslífi Banda- ríkjanna. Hann varar við því, að hernaðarframleiðslan geti orðið svo Vamarorð Eisenhowers. . . stór hluti í heildarframleiðslu þjóð- arinnar, að hún verði óumflýjan- leg og það sé raunverulega ekki hægt að draga úr henni. Þessi aldni höfðingi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna varar slna eigin þjóð þarna við því, sem ég tel að komi enn síður til greina hér hjá okkur Islcndingum, að vera eitthvað tengdir hernaðarframkvæmdunum. En ég vil 9vara Aroni því aftur á móti, þegar hann talar svo mikið um þetta eins og þetta varnarmál sé fyrst og fremst hagsmunamál Bandaríkjanna, að ég lít þannig á, að þetta sé sameiginlegt hagsmuna- mál. Eg tel það ekki síður mikils virðí fyrir okkur hér tvö hundruð ■þúsundirnar að vera undir þessari ( varnarhlíf sem Atlantshafsbanda- lagið veitir -aðildarþjóðunum, þótt við :éum smáir, og ég hef aldrei • liuð á það þannig, að það væri bein fórn þó að hér væri herstöð. Að sjálfsögðu cru alltaf óbeinar fórni ' lagðar fram þegar menn ger- ast aðilar að öllu sem lýtur að ann- að hvort vörnum cða hernaði, en ég ttl það óumflýjanlegt að íslend- ingar séu þarna aðilar að; og ég tel þa rétt, að við veitum jafnvel enn frekari framlög til varnar þjóð- arinnar heldur en gert hefur verið. ARON: Já, ég vil svara þessu að nokkru þannig að í síðustu styrjöld þegar láns- og leigulögin voru sett I Bandaríkjunum, þá voru hafnir stórkostlegir flutningar á hernaðar- tækjum og öðru sem hæfði öðrum hernaðar útbúnaði til Rússlands. Mikill hluti af þessum flutningum fór fram um Norður-Atlantshafið. Mig minnir, að ég hafi lesið það í æviminningum Churchills að hann hefði talið að ef að þessar aðstæður sem Bandamenn 'höfðu á Islandi þá til þess að verja þessa flutninga, hefðu ekki verið fyrir hendi, þá hefði mátt búast við því að styrjöld- in hefði dregizt mikið á langinn, og spurningin verið jafnvel, hvern- ig hún hefði farið. Þetta sýnir hvaða feiknarlega þýðingu Island hafði I síðustu styrjöld. Mér finnst við höfum lagt svo mikið af mörkum, þessar fáu hræður sem 'hér eru t þessu landi, og við verðum að gera okkur það Ijóst eins og ég sagði I upphafi þessa máls, að það eru fimm hundruð milljónir manna sem eru meðlimir I Atlantshafs- bandalaginu, cn við erum bara tvö hundruð þúsund mánns sem eig- um heima hér á Islandi. Og ef við eigum að leggja fram Iandið okk- ar til varnar þessum fimm hundr- Bregrðwm husranum til Snánar. . . uð milliónum mana úti I veröld- inni, þá sé framlagið svo stórfellt frá okkar hendi. að bað sé ónormalt og óeðlilegt að krefiast þess af okk- ttr, sérstaklega á sama tíma og at- vinnuástæðnr okkar eru þannig að þær eru með bví lélegasta sem þær hafa verið um lengri tíma. I’ess vegna vil ég að við segjum upp, að visstt marki. samningum bæði við NATO og við Bandarikin, við segium unn þessnm samningum til endurskoðunar og til að gæta okkar hagsmtina. Og hveriir okkar hags- munir eru svo, vil ég geta örlítið nánar. Og bá ætla ég að bregða hugan- um suður til Soánar. Nú er þannig ástatt á Snáni að Bandaríkjamcnn hafa sarníð víð Snánverja, urn það að mega hafa þar I landinu, byggja þar flugvelli, byggja þar hafnir og vfirHift gera þar það sem þeir burfa að <rera til þess að geta komið ár sinní fvrir I>orð í hernaði. Fvrir betta haG tv* *ír greitt í að- stöðugiaid á S~áni 350 milliónir dollara á ári. nö hafa Spánverjar sagt bessnm samníngum unp og krafizt af Bandaríkiamönnum eitt þúsiind mit'i dntlara í aðstöðu- gjald. ÍÉg vil nú hrevta bessum dollur- um sem Snánverinr hafa nú neitað að taka við af Randaríkiamönnum, ég vil brevta b»im r íslenzka oen- in.ga. Ég vil slá. hvað það er fyrir oþkur, þessar briú hundruð og fimmtíu rniltiónir dollara, sem Spán ygriar hafa sagt nei við. Ef við fengium bessa nnnhæð fvrir bá að- sfi'ðu. í að'töðugiald fvrir bað serri við látum í té, væri það öll fjárlög ríkisins fyrir yfirstandandi ár. Það eru allar erlendar skuldir íslenzka ríkisins eins og þær eru í dag, á fjórtánda þúsund milljónir króna. Það er öll Búrfellsvirkjunin eins og hún er þegar hún er fullbúin. Það er álverksmiðjan fyrir sunnan Hafn- arfjörð, þegar hún er fullbúin. Og það er sennilega þó nokkur afgang- ur. Þetta er það, sem þeir Spán- verjar hafa sagt nei við hjá Banda- ríkjamönnum; það er nefnilega hvorki meira né minna heldur en yfir 30 þús, milljónir áslenzkra króna. En þegar ég minnist á Spán vil ég um leið minnast á það hvaða þýðingu Soánn hefur se'm hérnaðar- land, miðað við Island, fyrir Vest- urveldin. F.nglendingar cru með- Kmir í NATO, þeir hafa aðstöðu á Gíbraltar, þeir hafa aðstöðu á Mölru, NATO hefur aðstöðu í Grikklandi og aðstöðu á Italíu. Með öðrum orðum, þeir hafa greið- an aðgang að Miðjarðarhafinu, miklu, miklu meiri heldur en svo að maður gæti hugsað sér að ástæða væri fyrir Bandaríkin að kaupa sér líka aðstöðu þarna, en samt scm áður hafa beir nú borgað fyrir þetta 350 milliónir dollara, og hafa nú fcngið frest fram í marzmánuð, hvort þeir ættu að ganga að því, sem Soánveriar hafa nú krafizt, að fá 1000 milliónir dollara fvrir þetta hiá þeim. Ég segi að Island er miklu meira ‘hernaðarlega virði h»ld ur en Spánn, vegna þess að bað er hægt að verja lönd Miðjarðar- hafsins fr.á svo mörgum stöðum sem NATO hefur í hendinni, en það er ene’nn staður á norðurhveli jarðar sem hægt er að verja Norður- Atlantshafið frá nema Island, svo vit sé í bví. Ef það ætti að verja bað annarstaðnr frá myndi það kosta svo æðisffennið fé, að það mvndi skipta sáralitlu máli hvað NATO og Bandaríkin myndu greiða fvrir þá aðstöðu sem þau hafa hér. Og þess vegna finnst mér, fyrst að- staðan sem við höfum hér er svo ofsalega mikilla peninga virði, að það sé of niikils krafizt, að við lcggjum þetta allt saman fram. Það er alveg nóg finnst mér, að við getum sagt „þið megið vera á Islandi.en bað verður bara að Itorga fyrir bað. bað sem samið væri um“. BIÖRGV.: Guðmundur, hvað mvndir bii vilja segja við þessum síðustu orðum Arons? GUÐM.: Eg ætla nú ekki að líkia saman. bera saman hvað Hfs- viðhorf Islendinga og Spánverja hlióta að vera giörólík. Þegar Spán- veriar árið 1952 fóru á fjörur við Bandaríkinmenn, að þeir væru opn- Ginfólík lífsviðhorf. . . ir fyrir því að láta byggja flugvelli á Spáni, þá var það vegna þess að Spánn var á þeim tíma og er ef til vill enn lífskjaralega séð mjög langt niðri. Spánverjar- eru gömul, og ég vildi segja úrkynjuð, hern- aðarþjóð. Þeir hafa ætíð metið líf og þjóðarhngsmuni, að minnsta kosti á síðari öldum, út frá sjónar- miði gulls og silfurs, eins og þess sem þeir hirtu í Ameríku. Þeir voru nú fyrstir þar eins og menn vita, og í stað þess að líta á hinn nýja heim eins og Norðurálfumenn gerðu eftir að þeir komu til Ameríku, þá fóru Spánverjar þar rænandi og ruplandi og útrýmdu þeim íbúum er þar voru, i stað þess að reyna að rækta landið Upp og byggja upp " þá miklu álfu sem Ameríka er. Ég vildi segja að vegna sögu sinnar og lífsviðhórfa, þá er þetta eigin- lega eðlileg þr<>un hjá Spánverj- um, þegar kemur að slíku máli eins og þessu, að þeir fái borgað þarna, 1000 milljón dollara á ári í aðstöðu gjald, — eða vilji fá; þeir fá núna .,350 tnilljónir..Þetta er mjög óyenju- legt, og það er ekkert annað ríki í tengslum við . Atlantsbafsbandalag- ið sem fer að eins og Spánverjar gera þarna. Svo vil ég bara segja það til við- bótar, að lífsviðhorf okkar Islend- inga til hernaðar er yfirleitt allt annað en allra annarra þjóða inn- an' Atlantshafsbandalagsins. Raun- verulega vildum við Islendingar helzt vera utanvið öl! hernaðar- varnarbandalög, ef við gætum því við komið. Og vegna þess að það er okkar viðhorf, þá má eiginlega segja að við höfurn verið óbeint þvingaðir til að ganga inn í banda- lag eins og NATO er, á sínum tíma, þegar kalda stríðið komst í algleyming á milli stórvelda heims- ins. Við gengum í bandalagið á grundvelli hugsjóna, en ekki pen- ingagildis, og af þeirri ástæðu einni og einnig því, að við erum ekki hernaðarþióð, þá held ég að við verðum að meta það í hverju okk- ar framlag til bandalagsins er fólgið. F.g held, að það sé ekki of íl.agt að veita bandalaginu þá varnarað- stöðu sem það hefur í landinu, þó maður fari ekki að meta það til einhvers ákveðins peningagildis. — Þetta skilur milli mín og Arons, að hann er meiri fiármálamaður held- ur en ég er.F.g lít frekar á þetta frá 'hugsiónalegu sjónarmiði og út frá því sjónarmiði, ao ég tel að við fáum raunverulega miklu meira heldur en að hægt sé að meta til fiár. Og éc vil endurtaka það sem ég sagði áðan, að ég er sannfærður um bnð að ef ísland væri ekki í NATO, og þessi samningur Banda- ríkianna va>ri ekki, þá mvndi ekk- ert þeirra ríkja er væri í Atlants- 'hafsbandnlaginu hætta á það að fara út í þriðju heimsstvriöldina, þó hér vrði öiinur Cuba. Ég held að bað vrði miög þvðingarmikið fyr ir íslendinga að gera sér grein fyrir því. BIORGV.: Þegar Aron svarar Guð'niindi nú næst, þá mvndi hann kannski vilja víkja að því um. leið, hvort hann tclji líklegt að Banda- rikjamCnn vaæu reiðubúnir til þess að látn í té beinar greiðslur fyrir afnot af íslenzku landi. ARON: F.g vildi slrax segja það, að ég er ekki sammála andmælanda mínum hér að þvt leyti að við þurftrm að fara aftur til 1492 eða hvaða ár það var nú: sem Spánverjar komu' til Amcríku, Ég held að það sé nú brðíð séði mikið breytt frá þeim tíma, vegna þess að Améríka ér eiginlega orðin til sem heimsálfa síðan það skeði, svo að ég býst ekki við, að þar komi til hugsjónir eða hugmyndir Spánverja, eins og þær ,voru á þeim tíma. „Manima, sjáðu hvað ég er stór. . .“ F.n hvað því viðvíkur sem Björgv. spttrði um, þá vil ég segja þetta. Það er nýkömin fram. tillaga á bingmannafundi hiá NATO um það að hjálpæ Islendingum að bvggja upp sína atvinnuvegi hcr. F.f ég man rétt þá voru það þrjár þjóðir sem að þessu stóðu, m.a. Kanadamenn, og það merkilega við þetta er það, að það munu allir hafá tekið vel ;í þetta,'nema ís- lendingar sjálfir. Þeir hugsuðu bara ekkert nm þetta Og það hefur .sára- lítið verið l talað um þetta - hér heima á íslandi. Þetta minnir -raun- verulega á krakka sem stendur a tánmri og teygir hendurnar upp í loftið og segir : „Guð, mamma, sjáðu hvað ég er stór.“ F.n það er alls ekki það sem við skulum athuga; við skulum heldur athuga, hvað við erum litlir. og mínar bugmyndir í sam- bandi við þetta, eru þær, að þær greiðslur, sem við eigum að krefj- ast að fá frá Nato og frá Banda- ríkjamönnum, eru bcinlínis greiðsla fvrir aðstöðu, það er aðstöðugjald. Aðstaðán, sem þeir fá hér á Is- landi, er svo mikils virði, bæði fyr- ir Bandaríkin og eins f\'rir Nato, að mér finnst það sjálfsagður hlut- ur að þeir greiði eitthvað fyrir þetta, sérstaklega með hliðsión af því, að við þessir íbúar á Islandi, þessi tvö hundruð þúsund, við bú- um hérna í landi, sem er að mörgu levti ónumið. Hugsum okkur það, að við eigum til da’inis oðeins 40 km. langan vegarspotta, sem er að nokkru levti sambærilegur við vega kerfi. sem allar Nato-bióðir búa við. Við þurfurn að bvggja þetta tipp. F.g vil að við perum kröfur til og fáum aðstöðugjald hjá þess- um aðllum til að bvggja unp Is- land, ti! þess að við getum byggt upp vegakerfið hér á Islandi, svo að við getum bvggt rafstöðvar hér á Islandi, virkiað öll fallvötn ,á Islandi. sem raimvet-ntecra er ' d- ið að borgi sig að v'i-kja, svo við höbirn p-r'rriIerr-i p-'-lJ 1 f-"u- tíðinni. S'ðan vil ég að við förum eins að með jarðhita, við eigum að virkja hann Iíka. Og við eigum að gern meira: við eigum að bvggja verksmiðjur á eftir, svo að við get- um selt á albióðamnrkað'. Við eig- um að byggja verksmiðiur, svo að við getum unnið fiskinn bannig, að hann geti farið beiiia lei.ð í pott- ínn og á pönnuna 'hiá þeim, sein kaupa •bann erlendis. .Þetta vil ég láta' vinna' með íslen'zkum' hönduiii og fvrir íslenzkt fé- fésem við höf- um fengið sem aðstöðugiald, fvrir það' sem við 'veitnm öfjrnm þjóð- utn 'sem aðstöðu hafa' hér á landi. e'kki/gerum þetta, hvgr ;eiguin við d: átsms. Og yið verðum að athúg'g að, ef við

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.