Alþýðublaðið - 21.01.1969, Side 6

Alþýðublaðið - 21.01.1969, Side 6
6 ALÞVÐUBLAÐH) 21- janúar 1969 I-eikfélag Reykjavíkur: ORFF.US og F.VRÝDÍS Sjónleikur í fjórum þáttum eftir Jeaii Anouilh. Þýðandi: Fmil Eyjólfsson. Leikmyhdir: Steinþór Sigurðsson. Leikstjóri: Helga Bachmann. Það er að flestu leyti haganleg og viðfelldin sýning sem Helga Bachmann hefur sett á svið í Iðnó, frumraun hcnnar á þessu sviði. Hin vtri umgerð leiksins, leikmynd Steinþórs Sigurðssonar er eftir venju hans mjög vel vandað verk, einkum sviðsmynd fyrsta og þriðja þáttar á járnbrautarstöðinni. Þýð- ing Ernils Eyjólfssonar virðist í Jieild nijög svo viðunanleg, þó mál far. leiksins kunni að hafa óþarf- lega hóklegan hrag og stöku setn- ing að minnsta kosti sé óþarflega háð frummálinu. Og í aðalhlut- verkin hafa valizt ungir og álit- legir leikarar, líklegir til frania á leiksviði. Það var vitað fyrir um Valgerði Dan, scm farið hef- ur með veijtamikil hlutverk á und- anfþrnum árum, eu Guðmundur Magnússon, nýliði úr leikskóla Leikfélagsins, Orfeus hans fyrsta verulega hlutverk, virðist einnig efnilegur lcikari. Og þess er vert að geta að sýningin var í. heild sinni jafn-bctur skipuð en gengur og gerist á sýningum í Iðnó og annars staðar. Leikritið hefur verið stytt nokk- uð í sýningu og virðist það fljótt á litið að skaðlausu. Þó er t'or- skilið hvers vegna niðurlagi leiks- ins er breytt, leikslokin hefðu tví- mælalaust orðið áJirifameiri ef menn hefðu fengið að sjá endur- fundi elskendanna eins og téxtinn leikhús gerir ráð fyrir. Ekki hefði veitt af því: óneitanlega er sýningin næsta einhæf og langdregin eins og htin er á sig komin. Má vera að stytting leiksins hafi stuðlað að einhæfni, fábreytni hans ásanit því að málfar leiksins hafi dofnað og daufgerzt í þýðingunni; hvað sem um Anouilh má segja að öðru levti er hann að minnsta kosti leikinn og slunginn leikhúsmað- ur og verður að umgangast verk hans af miklum trúnaði eigi þau að njóta sín til hlítar í meðförun- um. A það mun því miður æði- mikið hafa vantað í sýningu Leik- félags Reykjavíkur — jafnvel þó jafnharðan sé játað að leikrit Anouilhs virðist síður en svo á- hugavert 'eða skemmtilegt 'verk- efni, en gerir að því skapi harða kröfu til leikendanna sem með það fara, eigi það að vjnna hug áhorfandans. En leikstjórn Helgu Bachmann, þó hún væri með smekklegum brag, virtist öll mið- ast við að gæða leikinn einum samfelldum tóni, ljóðrænum hug- ■blæ angurværðar og trega sem þrásinnis jaðrar við grátklökkva í sýningunni. Til að sýningin haldi réttum hlutföllum virðist hins vegar nauðsynlegt að elskendurnir séu ekki einasta ljóðrænir tákn- gervingar ástarinnar, heldur einnig og fyrst og fremst elskandi, ástríðu full ungmenni, skammvinnur ást- arbrími þeirra fullkomlega raun- hæfur á sviðinu. Þetta tókst þeim Valgerði Dan og Guðmundi Magnússyni til engrar hlítar, hvern ig sem á því stóð; minnsta kosti Valgerður virðist fyllilega vaxin lilutverkinu. Það er kannski tóm glöp eða missýn mín — en þráfald- lega þótti mér leikur Valgerðar, einstök viðbrögð, orðsvör, hreim- fall málsins og tilfinninganna, minna mig á leikkonuna Helgu Bachmann sem engnn veginn hæfði Valgerði né hlutverki henn ar. Guðmundur Magnússon leik- ur á miklu þrengra sviði ennþá, og áherzlan kom öll á drengilegan þokka hans með breiðu drengslcgu brosi, en þó virðist manni að við myndugri leiðsögn . hefði hann átt flciri kosta \'öl í hlutverki sínu. Þetta er hugboð og smekksatriði, það skal játað. En hvað um gild- ir: sýningunni tókst ekki, þrátt fyrir vönduð vinnubrögð og við- felldna áferð, að hrífa undir- ritaðan áhorfanda sinn með í leik Jean Anouilhs, og leikvizku, um ástina og dauðann. Orfeus og Evrýdís fjallar eins og mörg önnur verk höfundarins um ástina og fegurðina, Ihrein- leikann, sakleysið — hversu illt þetta eigi allt uppdráttar í rang- snúnum og bækluðum heimi. Efn- ið er rómantískt og tilfinninga- sjúkt í cðli sínu, og þarf við mikils gerðar-þokka í meðförunum til að væmni þess taki ekki yfirhöndina og ka’fi það með öllu; en svo illn fór að sönnu ekki í Iðnó. Baksvið elskcndanna, sem í leiknum fara með að nýjú hina fornu sögu um mátt ástarinnar til að lífga á ný úrkula tilfinningar, vekja upp frá dauðum, er skrumskæld rnynd bóhem-lífs umferðaleikara og tón- ilistarmanná, fvndin og illskeytt, og furðu fjölbreytt. Þar er ntóðir Evrýdísar með friðli sínum (Rc- gína Þórðardóttir og Jón Aðils), innantóm og óhugnanléga afbök- uð ímynd ástarinnar; þar er faðir Orfeusar (Stcindór IHjörleifsson), góðmótlcgri mannlýsing þó hún sé ckki síður uggvænleg, innan- tóm; þar er ruddinn Dulac sem Jón Sigurbjörnsson lék með furðu mikilli grófgerð; og þar eru að lokum olnbogabörn þessa mann- lifs, sem gjalda fyrir það, Matthí- as of leiksviðsstjórinn (Erlendur Svavarsson og Damíel Wijliams- son). I þessu fánýta lifi sjá Orfeus og Evrýdís framtíð sína' fyrir, — en fortíðina megna þau ekki að horfast í augu við, hvorugt þeirra. Evrýdís flýr Orfeus þegar henni verður Ijóst sú ,,ké);' J 'finr/ícgna) tilfinningá sem ást þeirra lifir og hrærist í; Orfeus stenzt ekki vit- undina um fortíð Evrýdísar, verð- ur að líta um öxl, sjá ástvinu sína eins og hún raunverulega sé. Það tillit stenzt ekki ást hans, hún dcyr. Dauðinn er eina líknin. Handan hans er ,goðsagan um (frfcus og Evrýdís ævarandi og óbreytileg. Þetta eða eitthvað því líkt, er í stytz.tu niáli inntakið í leiknum og boðskapur Monsieurs Henri, sem er „raisonnéur" höf- undarins; Flelgi Skúlason fcr með hlutverkið af þeirri ljóðrænu angurværð sem mótar alla þessa sýningu. Flelgi gerir þetta vel, og margt er . vel . um þátt annarra leikenda í sýningunni. En engum skal ég lá það þó illa gangi að festa hugann við andríka bölsýni Anouilhs í þessari útgáfu hennar. Um hitt þori ég ekki að dærna hvort raeira svartagall á annan vcginn, mciri mcnnska og ein- lægni á hinn dygðu til að bæta úr skák. Af öðrum leikendum í sýning- unni er einkuiri vert- að nefna Pétur F.inarsson (hótelþjónn) og Bíorgar Garðarsson (lögreglufulJ- trúi), hvo'rtveggja nijög haglega gerð lítil hlutverk; Guðmundur Pálsson og Bryndís 'Pétursdóttir fóru og vel sem þjónustufólk á járnbrautarstöðinni. Og hvað sem öðru Hður lýsti sýning þessi vand- aðri vinnu svo langt sem litín náði, nánari samstöðu og sam- heldni leikhópsins en oft áður. Henni var mjög svo vinsamlega tekið. — ÓJ. KSO;7. 'ffiZ í | > J HARÐVIÐAR UTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.