Alþýðublaðið - 24.01.1969, Side 2

Alþýðublaðið - 24.01.1969, Side 2
2 ALÞÝÐUBLA.ÐIÐ 24. janúar 1969 iYÐIÖÍBl^Ð Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og 'Benedikt Gröndal. Símars 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón. Ari Sigurjónsson. — Augi lýsingasímir 14906. —• Aðsetur: AlþýSuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. •— Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjalcl. kr. 150,00, í lausasöíu kr. 10,00 eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h,f. FÆÐINGARSTYRKURINN HÆKKI Um síðustu áramót voýu dag- gjöld sjúkrahúsa hækkuð allmik ið. Hafði verið mikið tap á rekstri sjúkrahúsanna, áður en hækkun in kom til framkvæmda. Það tap Igreiddu ríki og bæjarfélög. Hækkun díaggjaldanna hafði [þær afleiðingar á fæðingarheim iLuim, 'að kostnaður sængur- Ikvenna varð allmiklu hærri en fæðingarstyrkurinn. Kom það mörgum konum og bamsfeðrum jþeirra á óvart, að þurfa allt í einu að greiða álitlega upphæð. Þetta kom sér að sjálfsögðu illa og var í ósamræmi við þá hefð, sem ríkt hefur í almannatrygging um á íslandi, að fæðingarstyrk- jurinn dugi nokkurn veginn fyrir sjúkrahúskostnaði, Hafa íslénd- íngar í því sloppilð við fjáhags- éhyggjur af því að koma börn- um sínu.m í þennan heim, en til samanburðar má geta þess, að í Bandaríkjunum þarf fólk yfir- leitt lað greiða 40-80.0Ö0 krónur fyrir fæðingu á sjúkrahúsi. í gær birti Alþýðublaðið viðtal við Eggert G. Þorsteinsson félags málaráðherra, þar sem hann segir, að eðlilegt sé að hækka fæðingarstyrkinn, svo að hið gamla kerfi haldist og styrkur- inn hrökkvi fyrir sjúkrahúskostn aði. Til þess þarf lagabreytingu, og mun ráðherrann flytja frum varp um þá breytingu, þegar þing kemur saman eftir mánaða mótin. KERAMIK íslendingaT verða að auka fjöl breytni atvinnuvega sinna. Um það eru allir sammála og þessi orð eru sí og æ endurtekin. En til að svo igeti orðið, verður að nota ekki eitt heldur öll tæki- færi, og sjá til þess að margvís- legar framleiðslugreinar, stórar og smáar, geti hagnýtt vaxtar- möguleika. Um þessar mundir eru hér á landi í heimsókn tékkneskir sér- fræðingar í keramikframleiðslu. Koma þeirra er árangur af heim sókn Gunnars J. Friðrikssonar, formanns Félags íslenzkra iðn- rekenda, til Tékkóslóvakíu. Tek ur Glit h.f. á móti Tékkunum, enda hefur það fyrirtæki mikinn áhuga á að auka framleiðslu sína. Eftir allmiklar rannsókir á ís- lenzkum hráefnum, sem. fram hafa farið í Tékkóslóvakíu, eru sérfræð'ing-arnir sannfærðir um, að úr þessum efnum megi fram- leiða margvíslega vöru. Benda þeir til dæmis á veggflísar. Einn- ig telja Tókkarnir möguleika á að nota perlustein og basalt til ýmissar framleiðslu. Vonandi verður því tækifæri, isern hér gefst til iað fá tæknilega kunnáttu inn í landið, ekki sleppt. Það væri búbót að geta stórauk- ið hér keramikframleiðs'lu. WWWVmVWVMWHWWW BÍLAR - BÍLAR v Höfum kauperidur að nýlegum 5 manna bílum, einnig að góðum vörubílum. BÍLA OG BÚVÉLASALAN, v/Miklatorg, sími 2-31-36. Tilboð óskast í notaða rafgeyma og brotaaluminium. Tilboð verða opn aið i skriístófu vorri Austurstræti 7 kl. 11 fyrir hádegi þann 28. janúar. Sölunefnd varnarliðseíg-na. / Aðalfundur Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akrancss lif. Akranesi verðu-r haldinn á skrifstofu fyrirtækisins á Akurbraut 13 Akr^fjesi fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20,30 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðaifundarstörf. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. KÓPAV06UR Börn eða unglingar óskast til að bera Alþýðu- blaðið til áskrifenda í Austur- og Vesturbæ. Upplýsmgar í síma 40753. Erlendar fréttir í stuttu máli BONN 23.1. (ntb reuter): Lögreglan í borginni Sie- gen, um 68 kílómetra fyr ir austan Bonn, handtók í dag þrítugan umferðar- sala frá Köln, sem svipar mjög íil lýsingarinnar á einum mannanna þriggja sem fyrir skömmu myrtu þrjá fallhlífahermenn og særðu tvo í árás á lier- hækistöð eina við Lebach' í Saarland. SAIGON 23.1. (nt.b-afp): Ríkisstjórn Suður-Viet- nam hefur bannað útgáfu Saigon-dagblaðsins „Quy- et Tien“ á þeim forsesd um, að blaðið sé hliðhollt kommúnistum. WASHINGTON 23.1. ntb- reuter): Fjármálaráðu- nautur Nixons Banda- ríkjaforseta, Robert P. Mayo, lýsti því yf ::r í dag, að forsetinn færi fram á lækkun fjárlagafrum- varps Johnsons, fyrrver- andi forseta, fyrir fjár- hagsárið 1969. PRAG 23.1. (ntp-afp); Tveir forystumenn frels- isaflanna í Tékkóslóvakíu Ota Sik og Edward Gold stucker eru komnir aft ur til Prag, en þeir hafa verið í útlegð síðan inrt- rás Varsjárbandalagsins var gerð í ágúslmánuði síðastliðnum. AÞENU 23.1. (ntb-reut- er): Tveir grískir stúdent ar voru í dag dæmdir til 16 ára fangelsisvistar af herrétti í Aþenu fyrir að' hafa tekið þátt í samsæri um að steypa rikisstiórn landsins og koma á komm únistisku stjórnarfyrLr- komulagi. OTTAWA 23.1. (ntbreut er): Utanríkismálaráð- herra Kanada, Mitchell Sharp, lýsti því yfir i dag, að Kanadamenn hefðu í hyggju að taka upp viðræður við Kína kommúnista um gagiv kvæma þjóðréttarlega við urkenningu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.