Alþýðublaðið - 26.01.1969, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 26.01.1969, Qupperneq 2
t 2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 26. janúar 1969 Bitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og 'Benedikt Gröndal. Símar:- 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón. Ari Sigurjónsson. — Aug-> lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið 'við Hverfisgötu 8—10, , Evík. ■— Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald.' ■kr. 150,00, í lausasöíu kr. 10,00' 'eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h,f* ( DÁUÐADÆMT BANDALAG Þegar Álþýðubandalagið var stofnað, var ‘það aðeins bragð fcommúnista til að ná til sín Hanþi'bal Valdimarssyni og fylgis mönnum hans. Sjálfir tóku [foommúnistar þetta kosninga- bandalag ek'ki alvarlega, eins og sja má a€ því, að þeir héldu Sósí'alistaflokknum áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Þeir stofnuðu að vísu nokkur sivionefnd talþýðubandalagsfélög, aðal'lega s'kipuð trygguan kommúnistum, til að róa hannibalista. En þeir flýttu sér ekki iað efna þau lof orð, að bandalagið skyldi gert að stjórnmálaflokki. ^ Þrátt fyrir þetta stóð Alþýðu- foandalagið saman sem ein fylk- ing og barðilst laf þrótti í kosning unum 1956 og báðum kosningum urn 1959. Svo var að sjá, sem hin nýja blóðgjöf hefði hresst það samsafn róttækra og óánægðra vinstrimanna, sem kommúnistar höfðu um árabil haft undir sín um verndarvæng. En Alþýðubandalagið hefur ekki reynzt farsælt. Það er sýni- lega eitthvað óhreint við komm- ún'lsta, sem menn eins og Héðinn Valdimarsson og Hannibal Valdi marsson skild|u ekki til fullnustu, fyrr en þeir höfðu séð það með eigin augum í sámstarfi. Bæði Héðinn og Hannibal sneru við —« sögðu skilið við kommúnista. Þetta er athyglilsverður íær- dómur. Báðir njóta þessir menn viðurkenningar sem þróttmiklir alþýðuleiðtogar. Báðir vildu þeir reyna að sameina verkálýðsflokk ana. Báðir gengu þeir til sam- starfs við kommúnista. Báðir sneru vilð (vonsviknir. Alþýðubandálagið hefur reynzt kommúnistum skammgóður verm ir. Nú hafa þeir loksins reynt að gera það að stjórnmálaflokki til að freista þess að viðhalda sjónhverfingum liðinna ára. En það er of seint. Liðið hefur sundr azt. Leiðtogar kommúnista eru sjálf ir undilr niðri vantrúaðir á þetta ævintýri. Enginn þeirra fékkst tl að taka að sér formennsku í hinu endurreista bandialagi, held- ur voru óharðnaðir, pólitískir ung ktngar settir í þær tignarstöður. Þetta eitt segir sína sögu. Nú er fylkingin, sem stóð sam an 1956 og 1959, margklofin. Hannibal og Björn hafa sagt skil ið við kommúnista fyrir fullt og allt og segja ekki fagra sögu af vistinni í þeim herbúðum. Sósíal ilstafélag Reykjavíkur hefur á- kveðið lað starfa áfram, enda eru þar margir kunnir menn, sem neita að ganga í Alþýðubandalag ið og haf«a enga trú á því. Loks eru þeir, sem þó eiga að beita félagsmenn í bandálaginu, klofn ir í ótal fylkingar um ólíklegustu deilumál. Af öllu þessu er augljóst, að Alþýðubandalagið er dauða- dæmt. Það mun ekki reynast því hlutverki vaxilð, sem því er ætl- að. i Það efa ég ekki að gaman liafi verið að hlýða á upþlestur fjögurra dafiskra skálda í Norræna .húsinu á íniði'ikudags- og fimmtudagskvöld. En því miður sá undirritaður og Sleýfði harla lítið af þeirra dýrð: þegar mig bar að garði á miðviku- dagskvöld var húsið fúllt út úr dyftiin, og komust liinir síðustu aldrei lengra en í forgarð musteris- iiis: Seinna kvöldið mun aðsókn íiafá orðið skaplegri, og húsið þó fullsetið, en þá kom ég því ekki við að fara, því miður. J’essi mikla aðsókn og áhugi á heirfisókn dönsku skáldanna (og ininrista kosti fyrirlestrar Francis Bulí fyrr í vetur voru einnig mjög vel sóttir) sýna það og sanna að áhugi á dönskum, og norrænum, bókmenntum sem löngum hefur verið töluverður hér á iandf er enn í dag meiri en maður skyldl ætla að óreyndu; það var ekki sízt at- íiyglisvert hve margt af ungu fólki sófti þessi upplestrakvöld. Það er íillilökktinarefni að mega í fram- tíðihni eiga von á fleiri slikum jieiihsóknum og þarf ekki "að efa að fíjamhald vérði á gestkomum eftif þá reýnslu sem þegar er fengin at; áhuganum sem þær vekja, að- sókii og undirtektum. Hitt er annað mál að betra skipulag þarf að kom- ast á slíka mannfundi en varð í þetta sinn: 'hin vistlegu og veglegu salarkynni Norræna ihússins eru ekki hentug fyrir stórsamkomur eins og efnt var til á miðvikudagskvöld, og hætt við að ýmsir, sem þó kom- ust inn, hafi haft minni not af dagskránni en skyldi vegna þrengsla og fjolmennis, En þetta stendur vafalaust til b'óta. Heimsóknir eins og dönsku skáld- anna á dögunum eru ekki einasta ánægjulegar sjálfra sín vegna á meðan þær standa yfir; þær eru einnig líklegar til að auka og örva áhuga manna á að kynna sér frekar verk höfundanna og aðrar nýjar norrænar bókmenntir, fylgjast með því sem fram fer í norrænum bók- menntum. Það hefur satt að segja vcrið erfiðara en ætla mætti undan- fárin ár; frá þessum og þvíiíkum efnum er lítið sagt í blöðuni og tímaritum, og bókaval lítið í.verzl- unum. Þess er þó skylt að gcta að síðustu árin hefur töluvert úrval nýrra norrænna bóka borizt á Borgarbókasafn sem nýtur í seinni tíð- sömu bókaþjónustu og almenn- ingsbókasöfn á Norðurlöndum sjálf- um. En Borgarbókasafn Jiefur líka verið eini staðurinn þar sem nýjar norrænar bækur væru aðgehgilegar; innkaup erlendra bóka til Lands- ibókasáfns virðast ganga miklu seinna fvrir sig óg bókaval æði bnnclahófslegt. Eign Landsbókasafns af norrænum nútímabókmenntum hygg ég að sé æði giompótt, þó þar muni vera til allgott safn af eldri og klassískum norrænum bókmennt um, og sama mun mega segja um Borgarbókasafn þó að bókakaup þess liafi fa-rzt í allgott horf á síðustu árum. A þessu sviði h'efur Nórræna húsið miklu hiutverki að gegna, en vænta má að bókasafn þéss koniist nú hrátt á stofn aS Íókinní iiinni „rrilkiu norrænu bókasýhihgú" sem áðúr hefur verið Vikið að í þessum þáítum. Það er ótækt ástáhd að hér á landi sé ■ ógeriiingur að kynna sér verk ýmissa lielztu nútímahöf- unda á Norðuriöndum vegna þcss að bækur þeirra fyrirfinnist ekki á söfhúm né í verzlunum. En það hcf ur þrásinnis reynzt á undanförnum árum, og liafa vafalaust fleiri reynt það en undirritaður. Þó enn hafi ekki verið sagt nákvæmlega frá uppbyggingu og starfsviði hins fyrirhugaða bóka- safns í Norræna hiisinu, sem vænt- anlega verðtir sá kjarni sem dagleg starfsemi þess snýst um, lilýtur að mega vænta þess að þar verði komið upp sæmilega rúmgóðu safni nor- rænna nútímabókmennta, og í ann- an stað að þangað bérist sæmilegt úrval úr nýjum norrænum skáld- skap ár fyrir ár, ennfremur að all- mikill kostur biaða og tírriarita vfcrði þar aðgengilegur að jafnaði. (Það iftál er ekki leyst þó allmikil blaðadyngja iiggi framrrii í hinni iriýridarlegu kaffistofu hússins eins og nú.) En ef vel tekst til getur slíkt safn stuðiað að varanlegri og áhrifavsenlegri kynnum okkar af norrænum bókmennttim og menn- ingarlífi samtíðarinnar en einstakar gestkomur gera nokkru sinni, þó þær séú örvandi og skemmtiiegar, orðið þungamiðja í r'aunvfcrule'gu menningarlegu samneyti. — OJ. Etlendar stuftu máli MIAMI, Florida: Ungur maður, vopnaður hnífi, neyddi í gær flugstjóra á Boéing-727 farþegaþotu frá flugfélaginu National Airlines til að fljúga til Kúbu og lenda þar. Er þetta fimmta bandaríska flugvélin, sem rænt er á þessu árj og snúið til Kúbu. KARACHI: Að minnsta kosti átta manns létu líf- ið og um tvö hundruð særðust, er lögreglan skaut á mótmælahópa á þremur stöðum í Austur- Pakistan í gær. KAUPMANNAHÖFNj Fimm ára gömlum snáða var rænt í Kaupmanna* liöfn í gær. Hafði móðir hans skilið hann eftir i barnavagni á meðan hún brá sér inn í biið. Barnið fannst heilt á húfi cftir alllanga leit; var það van gefin stúlka um tvítugt, sem rænt hafði drengn- um. PRAG: Sambandsstjórnin í Tékkóslóvakíu gaf vam- armálaráðherra landsins, Martin Dzut, sk'pun um það í gær að vígbúa her landsins til aðstoðar lög- reglunni, ef á þarf að halda. LISSABON: Vopnaðir her menn frá Kongó hafa ruðzt inn í Angóla, drep ið þar 14 járnbrautarstarfs menn og sært 33, að því er skýrt var frá í höfuð borg Angóla, Luanda, í gær. PARÍS: Samningavið ræður um frið í Vietnam hófust að nýju í París i gær. Standa vonir til, að komizt verði að farsselll lausn málsins. mHtMWHHHHMHHMHIM

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.