Alþýðublaðið - 26.01.1969, Síða 7

Alþýðublaðið - 26.01.1969, Síða 7
26. jamúar 1969 ALÞÝÐUBLAÐID 7 \ Pierre Elllott Trudeau. aðstæðum. Hann er maður vinnusamur og vinnur yfirleift frá því árla morguns fram til miðnættis eða lengur. Og nú ekur hann í bíl með bílstjóra í samræmi við virðuleik em- bættis síns. Oftast klæðist hann dökkgráum jakkafötum með vesti, — og ber þá gjarna blóm í hnappagatinu (þegar hann beið eftir úrslitum kosning- anna um flokksleiðtoga frjáls lyndra forðum, greip hann oft til blómsins og bar það að vit um sér“. Og ennþá sést liann í „Skyldi hann vera kommi?“ fylgd með fögrum konum — ekkj sízt Jennifer Rae, hinni 24 ára gömlu dóttur ambassadors Kanada í Mexikó, en það vnkti á sínum tíma mikla áthygli, \r hún var borðdama hans í veizlu, sem haldin var til heiðurs Habib Bourgiba, forseta Túnis, í Ott- awa í maimánuði síðastliðnum. Trudeau er í sannleika sagt atorkusamur og kappsfullur stjórnmálamaður af „nýju kyn slóðinni", ef. svo má segja. Hann er einarður og upprunaleg ur hugsuður, sem er þó í takt við tímann og leikur ekki tveim skjöldum. Talsmáti ^ians er ljós en mótaður að ákveðnum skoð unum, þrunginni markvissri rök hyggju og hárbeittu háði. Að jafnaði er hann lipur ræðumað ur og ákaflega hreinskilinn i talj (,,Hve mikið er mikið?“, svaraði hann einhverju sinni, er hann var spurður að því, hversu mikils hann teldi sig verðan). Hann hefur viðfelldin svip, • svolítið kuldalegt en þó aðlaðandi augnaráð, nýtízkulega hárgreiðslu, fyrirlitningu á flysj ungshætti og óbrigðula réttlæt iskennd. Og hann er ákaflega fljótur að finna veilur hvers máls og skilja kjarnann frá hisminu. Joseph Philippe Pierre Yves Elliott Trudeau fæddist 18. októ ber árið 1919 í Montdeal, Kan ada, annað þriggja barna hjón anna Charles-Emile Trudeau og Grace Elliott Trudeau. Paðir hans var lögfræðingur að mennt en kaupsýslumaður að atvinnu og varð milljónamæringur af viðskiptum sínum, sem voru mjög umsvifamikil og arðvæn leg. Pierre Eliott Trudeau stund aði nám við Collége Jean de Brébeúf, Jesúítaskóla einn i Montreal, sem hann útskrifað ist frá með B.A. próf árið 1940. Þá innritaðist hann í 1‘Univers- ité de Montréal til laganáms og lauk meistaraprófi í stjórnunar hagfræði frá Harvard á árun- um 1943 og ‘45. Trudeáu var ,,farfugl“ að eðlis fari og þvi hleypti hann heim draganum og hélt til Evrópu ár ið 1933, en þá fór hann til framhaldsnáms við Ecole des Sciences politiques, lagadeild Svartaskóla í París; þaðan lá svo leið hans í the London School of Economics, annað frægt fræðasetur. Þessu næst tókst Trudeau á hendur átján mánaða ferð um hverfis hnöttinn. Þar varð hann meðal annars sjónarvottur að Palestínu-stríðinu og var varp að í fangelsi Araba á þeim for sendum. að hann væri njósn ari ísrelsmanna; sloppinn úr hers höndum hjólaði hann svo fúlskeggjaður og með vef.jar. „Jafnvægi í byggð landsins” hött gegnum öll / Mið-Austur- lönd. Hann fór alla leið til Indlands og Pakistan, þar sem einnig var verið að berjast um þessar mundir, og síðan tjl Franska Indókína, þar sem hann slóst í för með franskri skipalest, er komst heldur en ekki í hann krappan. Næsti áfangastaður í hinni ævint ralegu för Trudeaus var sjálft meginland Kina, þar sem hann varð vitni að valdatöku kommúnista og komst naumlega um borð í bandarískt skip í Shanghai, þegar hjálparsveitir alþjóða Rauða krossins fóru yfir fljótið Yangtze. Trudeau sneri svo heim til Kanada á því herrans ári 1949 og tók upp lögfræðistörf. Síðar gerðist hann aukakennari í ríkis rétti við sína „alma mater“, 1‘Université de Montréal. Pi- erre Elliott Trudeau var kom inn heim! Árið 1952 sótti Trudeau efna hagsmálaráðstefnu í Moskvu óg hrelldi gestgjafa sína með því að kasta snjóboltum að styttu skurðgoðsjns Stálins. Eftir þá för var honum um stund bann að að koma til Bandaríkjanna ieins og öllum, sem um það leyti sóttu Rússa heim), en það bann var úr gildi fellt, er Trude au lagði fram beiðni þaraðlút andi í bandaríska sendiráðinu í Montreal. Hins vegar hélt Trudeau á- fram að vera „vafasamur ná- ungi“ í augum þjóðhollra banda rískra brjóstmylkinga, er hann var fiskaður upp af strand- gæzlu Bandaríkjanna á siglingu í bát sínum frá Plorida til Kúbu, óg eins er hann tókst ferð á hendur til Alþýðulýð- veldisins Kína, þar sem hann Framhald á 9. síðu. BORÐPANTANIR í SÍMA 17759 ENSKAN Kvöldnámskeið fyrir fullorðna BYRJENDAFLOKKAR FRAMHALDSFLOKKAR SAMTALSFLOKKAR HJÁ ENGLENDINGUM SMÁSÖGUR FERÐALÖG BYGGING MÁLSINS VERZLUNARENSKA LESTUR LEIKRITA einnig síðdegistímar. Málaskólinn M'tmir Brautarholt 4, sími 1 0004 ' og 1 11 09 (kl. 1—7). i Kópavogur Börn- eða unglingar óskast til að bera Alþýðu. folaðið til áskrifenda í Austur- og Vesturbæ. Upplýsingar í síma 40753. AUGLÝSINGASÍMI ALÞÝÐU BLAÐSIN S 14906 Intirðsstitifiti ÞORBJÖBNS BENCDIRTSSONAa Imgálfsstrmti 7 rtVWMVMUMMVVWWWVVMWMMlWWMWMWMtVMVtMMVlMVMMVVVMMMWMVMWVMMWV

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.