Alþýðublaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 4
4 AIvÞÝÐUBLAÐIÐ 28. janúar 1969 á brúarstólpa Á sunnudaginn viidi það siys til, a9 ökumaSur, sem var á leið niður Elliðaárhs ekkuna, missti vald á bifreiðinni og hafnaði hún á brúarstólpa. Á sunnudaginn var mikil hálka á götum borgarinnar, eins og kunn- ugt er, og varð bílstjóri frá Kópa- vógi áþreifanlegá var við það, er hann missti vald á bifreið sinni neðst í F.lliðaárbrekkunni á sunnu- dáginn. Sncrist bifrei{Sin alveg við, og lenti með bægr» frambornið á brúarstólpa að sunnanverðu. Skemmd ist bifreiðin mjög mikið, enda var höggið svo mikið, að bún reis upp að framan og fór uppá brúarhand- riðið. I bifreiðinni var fernt, og kastaðist að minnsta kosti tvennt út úr henni, að sögn sjónarvotta. Bif- reiðin er gjörónýt. Allir, sem í bifreiðinni voru, slös uðtist, en þó mest stúlka og piltur, sem voru farþegar. Fékk stúlkan beilahristing en pilturinn fótbrotn- aði og meiddist einnig á böfði. 1-iggja þau á Landakotsspítala. — Meiðsli liinna voru ekki eins mikil, og fengu þau að fara heim af slysa- varðstofunni eftir að meiðslín höfðu verið könnuð. ■ ABYROD H r TRYGGINGAFELAG FYRIR BINDINDISMENN Skúlagötu 63 — Símar 17455 — 17947 BINDINDI BORGAR SIG TRYGGIÐ BÍLINN H3Á ÁBYRGÐP Eftir því sem tækninni fleygir fram og bílarnir verða fullkomnari og einfaldari - og þar af leiðandi auðveldari í notkun, eftir því ætti umferðin að verða greiðari og léttari og umferðarslysin færri. En er raunin sú? Nei. — Hvers vegna? Vegna þess að í lapgflestum 'tilfellum eru umferðarslysin ökumönnunum að kenna, en verða ckki rakin til galla eða bilunar á ökutækinu. Bílum hefur fjölg- að mjög mikið undanfarin ár, umferðin eykst stöðugt og með betri bílum hefur hraðinn einnig auk- izc. Allt krefur þetta meiri ieikni og aðgæzlu af ökumanninum, hann verður ávallt að vera vel vak- andi við aksturinn, alltaf allsgáður í fyllstu merkingu þess orðs. Og ekki aðeins undir stýri, heldur í öllu lífi sínu. Yfir 35 ára reynsla ANSVARS, alþjóðlegs tryggingafélags fyrir bindindismenn, hefur ótvíraett sýnt, að bindindismenn valda færri umferðarslysum en aörir ökumenn. Þessvegna hafa á þessum árum þróazt bindindistryggingafélög í samvinnu við Ansvar International á öllum Norðurlöndum, Eng- landi, Hollandi, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandí. Ábyrgð hf. er einn hlekkur í þessari stóru tryggingarkeðjti bindindismanna. Heildariðgjöld félaganna er um 1.6 milljarður króna á ári og um 260 þúsund ökutæki eru tryggð hjá samtökunum. Fyrtr bíl yðar býður ABYRGÐ eftirfarandi tryggingar: 1. ÁBYRGÐARTRYGGINGU, þ. e. hina lögbornu skyldutryggingu. 2. ÖKUMANNS- OG FARÞEGASLYSATRYGGINGU. 3. ALKASKÓTRYGGINGU. Með þeirri tryggingu er bíllinn tryggður fyrir vagntjóni, þ. e. á- rekstri, veltu, þrapi; brunatryggður, rúðutryggður (allar rúður) og þjóftryggður. 4. HÁLFKASKÓTRYGGINGU, sem tryggir bílinn fyrir bruna-, rúðu- og þjófnaðartjónum. 5. „GRÆNA KORTS" UTANLANDSTRYGGINGU, sem gildir fyrir bílinn á ferðalagi erlendis. Kjör Ábyrgöar eru hagstæð, þar sem Ábyrgð tryggir eingöngu bindindismenn. Ábyrgð hefur frá upphafi kap]skostað að veita góða þjónustu og fljót og örugg tjónauppgjör. Leitið upplýsinga og sannfærtst um að BINDINDI BORGAR SIG. ■ - i Fararstjori spænska liðskis: „Islendingar eru ekki síður bló5heitir„ Á sunnudagskvöld hélt H. S. í. boð fyrir spönsku og ís leinzku leikmennina. Þar var Erni Hallsteinssyni afhent gullúr fyrir að hafa leikið 25 landsleiki og faðir hans, Hall steinn Hallsteinsson, var hylltur af viðstöddum fyr'.r hans merka framlag til hand briiattleiksíþróttarinnar — sem leiðtogi og faðir tveggja frágærra hamdknattleiks manr.a. Fararstjóri spánska liðsins færði honum viður kenningú alþjóðasamhands ins og hafði við orð að þá v.ð uriksnningu hefði Hallsteimn átt að fá fyrr og við annað tæk’færi. í ræðum íslendinga og Spánverja kom fram gagn* kvæmur hlýhugur og cskir um vaxandi samstarf. Farar stjóri Spánverjanna sagði að hann hefði lesið um landið, en sér hefði komið á óvart hvað þjóðirnar ættu ótré: lega margt sameiginlegt. Það væri sagt að Spánverjar væru blóðheitir, en íslending ar kaldlyndir, en sér vlrtist kaldlvmdið einugis vera á yf irborðinu — íslend'ngar væru í raun mjög blóðheitir og gæfu Spánverjum þar ekk ert eftir. Með vináttuhug miTl' þjóðamna ætti það ekk ert skylt við að við seljúm Spá.'jverjum saltfisk og þeir selji okkurvínog appesínur. Sín einlæga ósk væri sú að íslendingar og Spánverjar kæmust báðir í úrslit í næstu heimsmeistarakeppni. Axel E 'narsson, formaður HSÍ, benti á í ræðu sinni að við hefðum sjö sinnum leikið við Spánverja í handknatt le |k og hefðum við ekki leik ið jafn marga leiki gegn ann arri þjóð, ef Danir eru und ■anskildir. H a nd kn a 11 le i k u r á vax andi geng. að fagna á Spáni og rekur handknattleikssam bandið þar áróður í skólum landsins, en þjóðaríþróttin er eins og j kunnugt er knatt 'spyrna, en körfúknattleikur er næst á blaði og síðan hand knattle kur. Þess skal getið að Spánverj arnir voru eklti ánægðir með markyörzlu sinna manna, enda eru báðir madkmennirnir nýliðar í landsl.ði. Léft er að lésa Létt er að lesa, æfingablöð í lestri. eru nýlega komin út á vegum Ríkisútgáfu námsbóka. Höfundur er Jónas Guðjóns^on kennari. lestri er 32 laus blöð í umslagi. Þetta nýja ihjálpargagn í Þau eru aetluð byrjendum í lestramámj og lestregum börn um, sem þurfa anikið af léttu lesefni og margar endurtekning ar. ) Á blöðunum eru myndir fyrir börnin teiknaðar af Halldóri Péturssyni listmálara. Myndim ar falla vel að leamálinu og eiga að geta orðið börnunum til ánægju og auðveldað kennaran um að vekja áhuga þeirra á efninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.