Alþýðublaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 5
28. janúar 1969 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Örlygur Geirsson formaður SUJ: Tökum upp áætlunarbúskap Þau mál sem nú ber liæst í ísleinzkum þjóðmálum, svo að á önnur skyggir, eru binir miklu efnahagsörðugle'kar þjóðarinnar og afleiðingar þeirra. Ráðstafanir ríkisstjórnar innar eru öllum kunnar, enn fremur röksemdjr stjórnar innar og sérfræðinga henn ar fyrir hinni árlegu gengis fellingu. Þó að menn grejni á um réttmæti hennar svo og orsakinnar fyrir efnahagsörð ugleikunum. Ekki tel ég m'g þess umkom inn að setjast í það dómara sæti er stjórnarandstaðan hreykir sér rnú í, en ekki verð ur þó hjá: því komizt að i'nna eftir hvað valdi seinagangi við framkvæmd hliðarráðstaf ana, er lofað var við gengis breytinguina og hver eigi að vera framtíðarstefna ríkis stjórnarinnar í efnahagsmál unum. Eiinn'g er hollt að, minnast þess að nú er eitt h'.ð mesta atvinnuleysi, sem verið hef ur um langan aldur, þrátt fyrjir skelegglar yiVrlýs Ingar Alþýðuflokksins í ríkisstjórn um að hann muni leggja höf uðáherzlu á að hamla gegn slíku. í góðæri undangeng'nna ára hefur Alþýðuflokkurinn. lagt höfuðáherzlu á framgang ,,góðmálanna“ þ. e. a. s. fé lagslegar umbætur, framþró un í húsnæðis mennta og tryggingarmálum o. fl., með öðrum orðum reynt að koma á félagslegu velferðarríki á ís landi, en aðe'ns að takmörk uðu leyti reynt að hafa áhrif á efnahagskerfið sjálft. Félagslegt velferðarríki stenzt ekki ef grundvóllinn vantar, ef efnahagskerfi þjóð ar byggist á kapitaliskri eða hálfkapital.skri hagstjórn, varnarlaust fyrir hagsveifl um verðbólgu og verðhjöðn unar. Þá er það Ijóst, að þeg ar að kreppir, munu íhaldsöfl in fyrst reyna að draga úr út. gjöldum þjóðarbúsins á kostn að félagslegra1 umbóta. Þess vegnia er það nauðsynlegt að 'þegar unnið er að umbótum og endurreisn íslenzks efna hagslífs, þá leggi Alþýðu flokksmeínn höfuðáherzlu á. að unnið verð’i skipulega, að gerð verði áætlun um upp byggingu atvinnuveganna. sem miði að því að rík'svaldið. nái betri tökum á efnahagslíf inu, fjármögnun og fjárfest. imgu fyrirtækjanna, og þeirri áætlun verði fylgt. íhaldsmenn hafa verið fl.iót ir að ráðast gegn ,,góðmálum“ Alþýðuflokks ins þegar góðær inu sleppti. Tillögur þeirra um sparnað ríkisins eru t. d. þess efnis að fella n ður SkmiMit ÍXUfíl JwxmiRMAmA greiðslu fjölskyldubóta með fyrsta barni. Sem sagt að fella niður greiðslur til ungs fólks, sem er að hefja búskap, stend ur í húsbyggingum, er vlð nám, eða með öðrum orðum á við að etja ýmsa fjárhagsörð ugleika fyrstu hjúskaparára. Á kostnað þessa fólks viil í haldið spa.ra! — Þó að aílt af megi um það deila hvort slíkar greiðslur eigi að koma sem beinar greiðslur eða sem frádráttur á sköttum, þá er tefla, heldur hafa íhalds menn alltaf litið á fjölskyldu bætur sem ölmusu ríkissjóðs en ekki leið til tekjuöflunar, e.'ns og jafnaðarmenn gera. Hræddur er ég um að ýmis ,,góðmál“ Alþýðuflokksi'ns fari að rýnna ef ekki verður vel á haldið að hálfu flokks ins og forystumenn hans vel á verði. H nsvegar er það ekki nægj anlegt að standa vörð um það sem áunnizt hefur, heldur verður að stíga skref fram á við. Það skref verður ekki stigið með því að hjakka \ sama farinu, það verður að leita nýrra úrræða og fara nýjar leiðir við laus,n vanda mála efnahagslífsins. Á þingi Sambands ungra jafnaðarmanna voru atvinnu og efnahagsmál mjög til um ræðu og ályktuðu ungir jafn aðarmenn m. a. sem hér sog ir: „Efla verður þær atvinnu greinar, sem fyrir eru og leggja grundvöll að nýjum og í því saimbandi verður að stór auka hverskonar rannsóknir á auðlindum landsins og sjáv arins og hagnýt'ngu þeirra. Ríkisvaldið kemst ekki hjá því að hafa frumkvæðið í þessum málum og marka 'heildarstefnuna, þar eð feng atvinnuj og in reynsla af svoköllúðu „frjálsu framtaki" sýnir, að það leiðir til óairðbærrar og skipulagslausrar fjárfesting ar, óhagkvæms reksturs og þar með lakari lífskjara.“ Með þessari ályktuni má segja að ung'r jaínaðarmferm hafi hafnað' þairri stefnu, sem ríkt hefur í efnahagsmálun um undanfarlð og hvetji til nýrrar stefnu, þar sem ríkis valdinu er ætlað að marka heldarstefnu í efnahagsmálum. Skipan atvinnumálanefnd ar ríkisins, þar sem ríkisv ild, verkalýðshreyfing og atvinr.u rekendur vinna saman að5 út rým'.ngu atvinnuleysis er spor í rétta átt, en lítið sjior. Uppbygging nýrra atviimu vega, jafnframt því sem tiin ir gömlu eru treystir, er þjóð inn'. lífsnauðsyn, því ef ekki verður tryggður efnahag; leg ur grundvöllur lýðveldi: ins er sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Það verður því að vera hlutverk Alþýðuflokksins í ríkisstjóm nú, að knýja fram nýja, stefnu í stjþrn efnahagsmála, tak'st það ekki verður flokkurinn að end urskoða afstöðu sína til setu í ríkisstjórn. Vegna svars dóms og kirkju málaráðuneytisíns við frétta tilkynningu 'félagsins frá 23. þ.m. telur stjórn félagsins sig tilneydda að gera nokkrar athugasemdir. Stjórn félags ins telur greinargerð ráðuneyt isins villandi, auk þess sem hún fer út fyrir þau efnis mörk, sem fréttatiíkynning fé lagsins gaf tilefni til. Áliís gerð félagsins fjallar einung is um lagaskilyrði fyrjr veit ingu dómaraembætta, en alls ckki .um hæfni umsækjanda að öðru leyti né heldur al mennt um fjölda og réttmæti embættaveitinga af liáJfu ráðuneytisins. Félagið telur málinu alls óskylt, hvaða skilyrði einkafyrirtæki, svo sem Sjóvátryggingafélag ís lands li. f. setur fyrir ráðn ingu starfsmanna sipn». Stjórn félagsins lieldur fast við þá skoðun sína, að embætt isgengi bæjarfógetans í Nes kaupstað hafi verið ábóta vant og embættisgengi sýslu manns Barðastrandarsýslu vafasamt og byggir það aifar ið á álitsgerð frá rannsóknar nefnd félagsins. Álitsgerðin, sem ráðuneytið telur sig geta hafnað á einum degi, er unn in mjög vandvirknislega, Mál ið hefur verið rannsakað í rúman mánuð, Gagna hefur verið aflað svo sem kostur var. Þar á meðal er bréf frá dóms og kirkjumálaráðuneyt inu, dags. 10. des. 1968, þar sem greint er, á hverju ráðu neytið byggir cmbættisgengi umræddra manna Bæjarfógetinn á Neskaups stað liafði alla tíð frá því hann lauk embættisprófi í lög fræði 1956 starfað hjá Sjóvá tryggsngafélagi íslands h. f. í sjódeild félagsins. Hann mun ekki hafa haft opna lög fræðiskrifstofu hér í borg, né starfað að flutningi mála að' neinu marki, svo kunnugt sé, og ekki er hang getið í félags bréfi Lögmannafélags ís lands, 1. tbl. 1968, þar sem getið er starfandi lögmanna. Lögmannafélag íslands het’ur í bréfi, dags. 14. þ. m., til stjórnar Félags dómaraínll trúa, upplýst, að stjórn Lög mannafélagsins sé ókunnugt um málflutningsstörf um rædds cmbættismanns. Mun hann hafa mætt í 19 sjópróf um á 8 árum fyrir Sjó og verzlunardómi Reykjavíkur. í sumum af þessum málum liefur hann mætt með lögfræð ingi frá lögfræðiskriistof unni Fjcldsted og Blöndal, sem yfirleitt annast um mál flutning fyrir Sjóvátrygginga félag íslands. Ókunnugt er að umræddur bæjarfógeti hafi haft önnur afskipti af dómsmálum en að mæta í nokkrum sjóprófum og flytja tilskilin prófmál til að öðlast leyfi til málflutnings í hér aði. Við getum ekki falHzt á. að liann hafi, er hann hlaut skipun í embætti bæjarfógeta ,,gegnt málflutningsstörfnm að staðaldri“ í 3 ár, svo sem áskilið er í 32. gr_ einkamála laga, en ráðuneytið byggir embættisgengi hans á þessu atriði. Um embættisgengi sýslu manns Barðastrandarsýslu er vert að taka fram: R.'fðuneytfð gefur í skyn, að í álitsgerð félagsins skorti rökstuðning fyrir þeirri full yrðingu, að óheimilt sé að fella sveitarstjórastarf með lögjöfnun undir 7. tölul. 32. gr. einkamálalaga. Skýrt . skal tekið fram, að megincfni umræddrar álitsgerðar er rök stuðningur fyrir því að hafna slíkri lögjöfnun. Of langt mál er að rekja þann rökstuðning hér, en álitsgerðin í heiíd verður af þessu tilefni seml dagblöðunum. Þess niá þó geta, að samkvæmt afmenn um lögskýringarreglum cr upptalning starfa í 7. tl. 32. gr. einkamálalaga tæmandi, sem lágmarksreynslukröfur. Nýrrar lagasetningar þjarf til að auka við þá upptaíningu, enda hefur sýnilega vejrið lit ið svo á af löggjafarvaldinu. Við veitingu beggjþ um ræddra embætta var gengið fram hjá embættisgengum dómarafulltrúum, manna, sem lítið eða hafa unnið í þágu Verður að teljast vert, ef það er ný ráðuneytisins að velja araembætti menn, sen að hafa hjá einkafyr irtækj um á mun betri starfsk jörum en dómarafulltrúar, ei mitt hafa sérstaka reyi slu dómsstörfum. (Frá félagi dómarafulljtrúa). vegna kkert rí dsnis. varhuga stefna dóm starf em í BÚTASALA Teppsbútar Rúliuafgangar TeppasfskurSir Mikill afsláttur Földun Kjarakaup SKEIFUNNI 3i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.