Alþýðublaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 7
28. janúar 1969 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 MINNING: * HALLVARÐUR ARNASON F.F nokkuð er náttúrlegra en 1!£- ið, þá er það dauðinn. Þegar liann ber að garði, slær þögn á okkur lifendur. Við stöndum ráðvillt eitt andartak áður cn við áttum okkur á því, sem gerzt hefur. Finnst okk- ur þá ekki ástæða til að efast urn raunveruleika lífsins sjálfs? Hvern- ig má það vera, að sá, sem fyrir örstuttri stund var á meðal okkar, er nú horfinn'og kemur aldrei aft- ur? Jáii dofinn af losti dánarfregn- arinnar varir stutt og raunveru- leikinn sevtlar brátt inn í sálir okkar með sorgina og söknuðinn. Sjálf sorgin er óræð eins og dauð- inn, í eðli sínu neikvæð en samt eina svar Jífsins við dauðanum og kannski það bezta, því að sorgin felur i sér huggunina. Fregnin um skvndileg veikindi og skömmu síðar lát Hallvarðar frænda míns kom mér á óvænt, — enda þótt ég vissi', að hann hefði ekki gengið héill til skógar lengi. En þannig er það oft, að dauðinn kemur ðkkur ! opna • skjöldu, nema ef til vill þeirn, sem hann er að sa’kja. F.g álti þess kost að eiga nokkrum sinnum tal við Hallvarð síðustu mánuðina. A stuttum fund- um okkar varð ég ekki anfiars var en hins gamalkunna jafnaðargeðs og góðviljaðrar gamansemi hans. Hjá honum var að finna sama styrkinn og áður. F-n einmitt í þessu er ef til vill að leita skýring- ar á svo snöggum umskiptum. Hin sterka eik hngnar ekki í síðasta storminum stóra, heldur brotnar. Hallvarður Arnason vat fæddur á Þorláksmessú. 1<S95 á Kollabúðum í Revkhólasveit. Hann var sjöunda barnið af níu börnum Kristínar Hallvarðsdóttur og Arna Gunnlaugs sonnr. Þau hjón bjuggu við ör- birgð svo sem t!tt var um alþýðu- fólk á þeim árum. Þau áttu ekk- ert nema eigin mnnnkosti og létu ekkert eftir sig nerna níu börn, sem uxu unp og lögðu fram sinn skerf til beirrar veÞældar, sem fólk hér á landi býr t ið í dag. Ungur að árnm missti Hallvarður föður sinn 'n<r við fráfall hans tvístraðist barnahónurinn og knm aldrei að fulhi saman aftur. Hallvarður fór í fósí.ur að Berufirði ! Reykhóla- sveit til beirra hjóna. Lilju Jóns- dótttir, liósmóður, og Stefáns Jóns- snnar. Mun hann þá hafa verið um það hil 8 ára gamall. Dvaldi hann hiá bf’im í Berurirði, og síðan á Kambi. í sömu sveit, fram að ferm- , ingaraldri. Þá var Finnboga svstir hans gift Oddi lækni Jónssvni á 'Miðhúsum í Revkhólasveit. I þeirra Jnisum sameinaðist nokkur hluti fjölskvldunnar á nv og þar var Flall- varður a.ftur .samvístum við móður' sína, en 'hún léz.t 1911. Það hlýtur að hafa 4ai.Fl æði mikið til í l!fi Jressarar fjölskvldu við þessi um- skinii. Æ síðan hefur einhver af niðium Kristínar og Arna setið á Miðhúsum. A bessari kostadrjúgu jörð, ]>ar sem öllum, scm ég þckki til, hcfur liðið vel, dvaldist Hall- varður sín unglings og mótunarár meðal náinna skyldmnma. Og þarna inni í botni hins vorglaða Breiða- fjarðar kynntist hann sjónum fyrst; þau kynni áttu cftir að verða meiri og óblíðari. FFallvarður Árnason F.n þegar þroskaskeiði unglings- áranna lýkur og viðhorf fullorð- insáranna fara að blasa við, fer á- vallt á sömu leið: u.ngi maðurinn fer burt ! leit að verðugum viðpangs efnum. Arið 1913 hélt Hallvarður til- Revkjavíkur, upphaflega með trésmíðanám ! huga, cn vcgna fjár- skorts hvarf hann fljótlega frá því or réðst á sjóinn, fvrst á skútu en síðan á togara, en á þeim sfarfaði hann samflevtt næstu þrjá áratug- ina. Arið 1919 markaði að vissu levti tímamót í lífi hans. Hann lauk þá skipstjórnarprófi úr Stýri- mannaskólanum og var það að von- um ! samræmi við dugnað lians og vilja að komast áfram í lífinu. En hann varð einnig fyr.ir þeirri óham- ingiu að missa unnustu sína, Krist- ínu Arnadóttur, liina vænstu stúlku, úr spönsku veikinni. Næstu 25 ár var Hallvarður stvri- maður á togurum, ýmist fvrsti eða annar stýrimaður. Það er ekki kinn- roðalaust, að ég nevðist ti! að gera langa sögu stutta, en ég get ekki lýst þrotlausu striti íslenzkra tog- arasíómanna hér á árum áður. Su barátta er liðin og kemur vonandi aldrei aftnr. F.n við vitum öll, að á fiskimiðunum ! kringum landið voru unnin þau störf, sem mestu máli skiptu í lífsbaráttu þjóðar, er var að beriast við að halda ný- fengnu sjálfstæði sínu. Harðneskja siómannsstarfsins var ekki eingöngu fólgin í fangbrögðum við Ægi. — Vinnuharka um bnrð ! togurum . var nánast ómannúðleg. F.kki veit ég hversu rnikinn hlui Hallvarður áili ! kjarabaráttu sjómanna, en hann yar alla tíð tráústur félagi ! snmtökum þcifra og I stjórnmála- samtökum þcim, sem mcst beittu sér fvrir -bættiim hag þeirra, þ. e. Alþýðuflokknum. Og ég hef ætíð heyrt það haft eftir sjómönnum, sem til hans þekktu og störfuðu með honum, að hann hafi verið bæði vel virtur og vel liðinn, eink- um af undirmönnum sínum. Dreg ég ekki í efa, að hann muni ætíð hafa dregið taum þess, sem á var hallað, enda hafði hann I ríkum mæli þá eiginleika, sem svo mjög skortir á almennt nú á dögum, sem sé umburð.irlvndi og virðingu fyrir öðrum. Árið 1929 kvæntist Hallvarður eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Kristjánsdóttur, frá Skerðingsstöð- um í Reyk'hólasveit, hinni beztu og vönduðustu konu. Þau biuggu alla búskapartíð sína ! Reykjavík og það er dómur allra, sem bezt þekkja, að heimili þeirra hafi verið til fvrirmyndar. Mikið jafnræði var með þeim hjónum, þau voru sam- sveitungar og breiðfirzk upp á bezta máta, bæði búin áþekkum eig- inleikum, vönduð, heiðvirð og hátt- vís. Þau eignuðust ó börn, mann- vænleg börn, en þau eru: Haukur, stýrimaður, Reykjavík, Kristín, gift. ! Bandaríkjunum, Agnes, gift á Isafirði, Ragna. gift í Reykjavík, Arnfríður og Arný, báðar giftar á Selfossi. — Að mínu viti eru öll þessi börn búin sömu ^óðu kost- unum og foreldrarnir. Hallvarður heitinn sigldi á tog- urum öll stríðsárin. Eg geri ráð fyr- ir, að heilsa hans muni hafa verið farin að bila nokkuð eftir meira en 25 ára þrotlaust strit á sjónum, en siglingarnar. á stríðsárunum voru annars eðlis: mennirnir, sem stund- uðu bær, voru ! stöðugri lífshættu og þeir vissu það. Enginn er svo sterkur, að hann þoli spennu á- liættunnar til lengdar án þess að láta á.sjá. F.nda fór svo, að Hall- varður ha-tti að mestu sjómennsku hatistið 1944, tæplega fimmtugur nð aldri. Nokkrum árum síðar réðst hann til stnrfa hjá Landsím- anum og ]wr starfaði hann til s!ð- asta dans. Fg held, að fyrstu árin éffir að Hallvarður kom í land, hafi verið erfiður tími fyrir hann og konu hans. Börnin voru enn í ómegð og heimilið tekið að þvngj- ast en vinnnbrekið ekki hið sama nv áður. Ff lil vill hefur þá'reynt hvað mest á andlegan styrk þeirra h’óna, sainheldni þeirra og festu í heimilishaldi. Hallvarður hafði til að bcra góð- látlega kímnigáfu en jafnframt var hann gæddur mikilli og innilegri trúarlegri eða jafnvel heimspeki- legri íhygli, svo sem ckki er ótítt um sjómenn. Hanii var maður vel upplvstúr af eigin rammleik og viðræðugóður ! vinahóþ. F.n þrátt fyrir alvöruna, fannst mér hógværa kínlnin honum eiginlegust. Eg minnisf hans fvrst og fremst sem góða frændans, sein átti allfaf hlý- leg orð, bros og jafnvel gjafir handa litlum snáða. Hygg ég, að þau munu mörg systkinabörn lians, sem hafa sömu sögu að segja, því að Hallvarður var með afbrigðum barngóður maður. Hann er og verð- ur í okkar hugum Halli frændi. Og nú þegar hin óhjákvæmilega sorg sezt að ! hjörtum hans nánustu, veit ég, að eftirlifandi systkini hans og svstkinabörnin, sjálf með söknuð í huga, votta Guðrúnu og börnum hennar innilegustu hluttekningu, cn senda Hallvarði sjálfum hinztu kveðjur á eftir honum yfir. landa- mærin. Þórhallur B. Ólajsson. Takiö eftir - Takið eftir Nú er fátt til bjargar, því góður tími til að taka til á háa loftinu- Við kaupum allskonar eldri gerð húsgagna og hús- muna svo sem buffetskápa, borð stóla, blómasúlur, klukkur, rokka. prjóna- og snældustokka, spegla og margt fl. Fornverzlunin Laugavegi 33 (bakhúsið) Sími 10059 — Sími heima 22926. Sveinafélag pípulagningamanna Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðar- ráðs. Listum sé skilað á skrifstofu félagsins Freyju- götu 27, fyrir kl. 7 e.h. fimmtudaginn 30. jan. 1969. STJÓRNIN. Þú lærir málið í Mími Fjölbreytt og skemmtilegt nám. Tímar við allra hæfi. Sími 1 0004 og 111 09 (kl. 1—7). gVfáFaskólinn IV3BM1R Brautarhoiti 4. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzlna Béttarholtsvegi S Simi 38840. AUGLÝSINGASÍMI ALÞÝÐUBLAÐSINS 14906 ÞOBBJÖBNS BENEDIKTSSONAB lagól/sstræti 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.