Alþýðublaðið - 29.01.1969, Síða 4

Alþýðublaðið - 29.01.1969, Síða 4
4 AUÞÝÐUBLAÐIÐ 29. janúar 1969 „Menn eiga að gera það sem þeim sýnist...“ Klaus Rifberg er sá af ungum rithöfundum dönskum, sem um þessar mundir nýtur hvaS mestrar hylli í heimalandi sínu. Hann var staddur á íslandi fyrir nokkrum dögum og las upp úr verkum sínum í Norræna húsinu ásamt þremur öSrum tuigum skáldum frá Danmörku. Mikill áhugi virtist vera á þeim fjórmenningum og því, sem þeir höfSu fram aS færa. Klaus Rifbjerg tók því vel aS svara nokkrum spurningum af ýmsu tagi- „Ég þykl kannski ekki „góður strákur" ", Við hittum hann fyrir á herbergi hans á Hótel Sögu, háan, þrekinn og sportmannlega klæddan. Hann var oð koma úr Þingvallareisu, og einhvern veginn æxluðust. málin þaunig, að það var Rifbjerg, sem kastaði fram fyrstu spurningunni, epda er hann viðriðinn blaða- niennsku: • , — Lesa íslendingar virkilega danskar bókmenntir? Ég fullvissaði hann um, að svo væri, og skjallaði hann jafnframt með því, að hann ásamt Leif Pan- duro væri að líkindum einna mest lesinn af yngri rithöfundum. Síðan varð ég fyrri til: — Rif- hjerg, hvernig stóð á þessari komu yðar til Islands? —Eskeland, forstöðumaður Nor- ræna hússins, hafði samband við mig, og bað mig koma til að lesa upp úr verkum mínum. Og í fyrstu var ráðgert, að ég kæmi einn míns liðs, en mér fannst fara betur á því, að fleiri skáld af minni kynslóð úr mínu heimalandi væru með í ferðinni. Nú, og hér erum við. Flóknara er það nú ekki. — Hvað hafið þér að segja um fyrstu kynni yðar af Islandi? — Mér finnst gaman að vera hér. Flestir Norðurlandabúar halda suð- ur á bóginn, þegar þeir ferðast, svo að þetta er óvenjulegt. Mér hef- ur fundizt þetta stórkostleg reynsla. Landið er mér mjög framandi; — heyrir til undantekninga. Eg hef auðvitað orðið fyrir mestum áhrif- um af náttúrunni. Að sjálfsögðu er tíminn hér allt- of naumur. En ég hefði áhuga á að koma hér einhvern tímann aft- ur og vera þá ekki á jafnhraðri ferð. — Höfðuð þér haft einhver kynni af Islandi áður? — Við Danir erum aldir upp við Islendingasögur, ef svo mætti segja; þær eru hluti af arflcifð okkar. Við lærum þær í skóla, þegar við erum á mjög móttækilegum aldri. Þær hafa haft töluverð áltrif á danskar bókmenntir. Ég dáist að stíl íslendingasagn- anna; hversu fá orð eru viðhöfð, en samt sem áður eru þær svo lífi þrungnar. — Leggið þér mikið upp úr nor- rænni samvinnu? Rifbjerg er skemmt: — Nei, ekki svo, Hann Iítur út um gluggann tals- vert hugsi. — Mér finnst fólk gera sér æðirómantískar hugmyndir um norræna samvinnu. Mér finnst meiri grundvöllur fyrir hana á sviði stjórnmála og efnahagsmála, heldur en á sviði lista. Þær eru svo al- þjóðlegar. Norræn samvinna tak- markar sjóndeildarhringinn i stað þess að ' víkka hana. Landamæri þarf að brjóta niður. F.g tel réttara að verja fé til að ef!a samstarf listamanna frá öllum löndum heims, heldur en eingöngu frá Norðurlöndunum. F.g er mjög hrifinn af starfsemi John Carlo Menotti á Italíu, en þar koma alls konar listamenn saman og starfa. Það er mjög örvandi. — Þér hafið fengizt við mjög margþætt ritstörf. — Það er undir skapgerð livers og eins komið, hvernig hann vill helzt starfa. Fyrir mig er þetta nauðsynlegt, það er að segja þessi fjölbreytni. Það er eins og að skipta um gír að fara úr einu í annað. Þegar ég hef t. d. lokið við stóra skáldsögu, finnst mér gott að geta setzt niður við að skrifa lítið ljóð, Mér finnst einnig gott að starfa við kvikmyndir, en ég hef skrifað nokkur kvikmyndaliandrit. Þar starfar maður náið með öðrum, og það rýfur vissa einangrun. Við kvikmyndir er ábyrgðin dreifð á marga aðila, en rriaður er einn á- byrgur fyrir öðrum skrifum sínum. Ef mér líkaði ekki vel að starfa á öllum þessum sviðtim, þá héldi ég mig ekki að þeim. F.n fyrst og fremst er ég ljoðskáld, þrátt fyrir allt. svo að talað sé hreint út úr pokanum. — Og svo er það blaðamennsk- an? — Já, til að byrja með skrifaði ég fyrir „Information,” en skrifa nú fyrir „Politiken." Ymislegt af því sem ég skrifa er varðandi stjórnmál. Ég er sósíalisti. Mér finnst ákjósanlegt að vinna fyrir fjölmiðlunartækin, því að á þann 1 I 1 1 Klúbburinn ÖRUGGUR AKSTUR Reykjavík Aðalfundur klúbbsins verður haldinn að Hótel Borg, fimmtudaginn 30- janúar og hefst hann klukkan 20,30. D A G S K R Á : 1. Ávarp formanns. 2- Afhending viðurkenningar og verðlauna Samvinnutrygginga fyrir 5 ára og 10 ára öruggan akstur. 3. Kaffidrykkja í boði klúbbsins- 4. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn umf erðarmála flytur erindi: Umferðarmál í Reykjavík. 5- Stjórnarkosning. 6. Önnur mál. Nýir viðurkenningar og verðlaunamenn Samvi nnutrygginga fyrir öruggan akstur, eru sér- staklega boðaðir á fundinn. Stjórn Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR í Reykjavík. hátt næst til svo mikils fjölda fólks. — Hvað er að segja ufn bók- menntastefntir í Danmörku? — Um 1960 varð módernista- bylting þar. Þá kotnu ýmsir nýir rithöfundar fram á sjónarsviðið, t. d. við fjögur, sem erum stödd •hérna. Þá skaut upp kollinum eins konar „ný Ijóðlist,” sem olli tals- verðu fjaðrafoki. Heimildasögur eru heilmikið farnar að tíðkast, en í þessum efnum eins og öðrum er Svíþjóð „stóri bróðir,” og alltaf tveimur til þremur árutn á undan. Það mætti eiginlega segja, að við værum alltaf í eltingaleik við hann. — Hvert er yðar persónulega álit á þessum nýju stefnum? — Mitt? Tölvu-skáldskapur á ekki upp á pallborðið hjá mér. F.n vissulega getur ýmislegt verið nýti- legt í þessum stefnum. Svo að ég ’nefni verk ákveðins rithöfundar, l'á held ég ákaflega riiikið úpp á ■verk Per Olof I nquist. — Snúutn okkur nú að öðru. — Hvar búið þér’í Danmörkú? ; ' — Ég bý 50 krii. suður af Kaup- mannahöfn ásamt fjölskyldu ntinni ■ í gömlum skóla, sem ég keypti og lét gera upp. Þangað fluttum- við fyrir þremur árúm, ég, kona 'mín og börnin þrjú. — Eruð þér mikið áð heiman? ‘— Ég dvel mikið á Spárii, og á næsta ári fer ég' til Austurlanda fjær og Afríktt. Það hentar mér ekki vel að Vera í Danmörku, éf ég ætla mér að vera afkastamikill við skriftir, því að þar er svo margt, sem truflar. Ég er stórhrifinn af því að skrifa 1 hótelherbergjum, þar sem andrúmsloftið er alger- lega hlutlaust. — Þér sögðuð áðan, að þér væruð sósaílisti. Eruð þér óvinsæll í Dan- mörku vegna þessara stjórnmála- skoðana? — Þeir eru margir, sem geðjast ekki að mér. Ég þyki kannski ekki „góður strákur.” — F.r það kannski 1 Danmörku eins og hérna, að flestir ungir lista- menn eru sósfalistar? — Já, meiri hlutinn. — Hafið þér einhverja lífsskoð- un, sem þér gætuð sagt frá í fáum orðum? — Ég vil tjá mig hreint og beint; koma til dyranna eins og ég er klæddur, og' tjá mig manneskju- lega. Eg vil nálgast fólk, sern get- ur verið mjög erfitt vegna þess, hversu það er inni f sjálfu sér. Fn þetta þýðir ekki að ntaður ætli að vera eða sé „próvókatívur.” En )>að er það, sem fólki finnst oft. Fólk er alltaf á verði. Þá dettur mér í hug, að fyrir nokkrum dögum kom maður fram í danska sjónvarpinu, og tuggði tyggigúmmí framan í áhorfendum. Það var ógurlegt veður gert út af þessu. Símhringingum linnti varla. Fólk var hneykslað og sagði, að þetta væri ekki bægt og yrði að stoppa. Þetta er ekki aðeins Jieimsku- legt, heldur segir það mikla sögu. Það er stórkostlegt, hvernig fólk heldur sig við siðvenjur. Eg fyllist örvæntingu yfir því. Mín skoðun er einfaldlega og kannski dálítið barnalega sú, að maður eigi að ganga fram og koma til móts við fólk. Hlutir eiga ekki að vera flóknir; menn eiga að gera það sem þeim sýnist, svo lengi sem Framhald á 9. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.