Alþýðublaðið - 29.01.1969, Síða 6

Alþýðublaðið - 29.01.1969, Síða 6
6 i ALÞYÐUBLAÐIÐ 29. janúar 1969 l^onald Ögmundur Símonarson: Hvernig þarf að breyta starfi stjórnmálaflokkanna? Á þann vanda sem nú steðjar aS þjóSarbúinu er efcki ætlun mín aS benda hér, enda hafa þeiriTii! tuggu verið gerð góð skil af öllum stjórtnmálasam tökum á íslandi að undanförnu. En þótt margt hafi Iþar verið rætt og ritiað, skortir enn mik ið á að sá baráttuhugur, sem lausn erfiðleikanna krefst, ríki rneðal fólks. Að vísu hafa ýmsir rriálsmotandi m,enn það að orð| á fundum og samkomum, að nú sé tíminn til að horfa fram á ófarinn veg með sigunvissu og bjartsýni. En orð þeirra vant iar alla sannfæringu og hafa iþau ein áhrif, að þyngja þá möru máttvana vonleysis sem Iþegar hvíiir yfir þjóðinni. Þó leikur það ekki á tveimtungum, að þessir dagar eru aðejns stutt ur áfangi á langri leið og héð an munum við halda, fyrr eða síðar Það er tímans eins að skera úr um 'hver mun fara fyrir hjörðinni iþegar þar að kem ur. Hið eina vísa er að Iþjóðin mun velja þá forystu, sem með bþráttuvilja og nýjum úrræðum vinnur traust hennar og hylli. En ómengað traust þjóðarinn ar verður aldrei unnið, nema fylgt sé markvissri stefnu í verki sem orðii Ætlun mín er því að benda á þau grundvall arskilyrði, sem komandi for- ystuflokkur iþyrfti að uppfylla og benda jafnframt á leiðir sem gerðu Alþýðuflokknum kleift að aðlaga sig þeim. Þótt orðum iþessum sé þannig beint til Alþýðuflokksins, eiga þau jafnt við um alla stjórnmála flokka, sem hafa heill heildar innar á stefnuskrá sinni og hygg ég þar á meðal vera alla ís- lenzka stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokk má kalla þann flokk manna er hafa í megindráttum svipaðar hug- myndir um úrlausn Iþeiirra vándamála sem ,eru þjóðfélags þegnunum sameiginleg, og kjósa sér framkvæmdastjórn til að hrinda þeim hugmyndum í fram kvæmd. Stjórnmálaflokkur, sem ætlar að hafa áhrif á gang þjóð mála, er venjulega iþað stór að lionum er nauðsynlegt að éiga eigið málgagn, 'þar sem flokksmenn geta lýst sjónar- miðum sínum og tengst hvorir öðrum um hin sameiginlegu áhugamál. Málgagn flokksins er .því að miklu leyti sá grunn ur sem álit almennings bygg ift á og þess vegna æskjlegt efni þess sé sem réttust egilmynd af afstöðu og áliti fíakksmanna. En Iþetta skilyrði v'erður sjaidnast uppfyllt vegna eðljlegrar og ósjálfráðrar til hneigingar framkvæmdavalds flokksins i þá átt að lægja þær öldur innan flokksins, sem risa á öndverðum meiði við eigin skoðanir. Oftast fer svo að upp hafsmenn þeirra hugmynda bera skarðan hlut frá borði hvað snertir rými í málgagninu eða úthlutun á áhrifastöðum. Að vissu marki skapar þetta ein ingu innan þingflokksins, en hefur aftur á móti óheppileg áhrif á almennan stuðning við hann, Haldist sá hópur manna, sem hefur ákvörðunarvald flokksins að rniklu leyti í hendi sér, lengi iiinn sami og sé fyllstu varúðar ,í jafnréttismál um ekki gætt. þá hlýtur beisn af leiðing þess að vera sú að al þýða manna missi áhuga á stefnu og hugsjónum flokksins. Sá hópur manna. sem Iþaggað hef ur verið niður í, hefur ekkert opinbert innbyrðis samband og missir fljótlega móðinn vegna áhrifaleysis, eða snýr sér til annarra flokka, Hinn hópurinn hefur ekkj lengur neitt annað hlutverk en að segja ,,já“ og ,‘hlýtur áhugi hans 'á því verkefni að dvína er fram líða stundir. Málgagn flokksins hætfir að spegla áliti flokksheildarinnar, en spegilmynd flokksforystunn ar kemur í staðinn. Þegar litið er yfir íslenzkt stjórnmálasvið, verður ekki gengið fram hjá því í fullri alvöru að þessi þróun hefur um la-ngt skeið ráðið þar ríkjum. En nú eru tímamót og stjórn málamenn þjóðarinnar fara þess á leít við hana að fólk færi fórnir, til að auðvelda þeim endurreisn velferðarinnar. En þeir sem fitja upp á fórnum til handa einhverju málefni verða sjálfir að ríða á vaðið með eig- in fórn. Bezta fórn sem stjórn málamenn íslands geta fært al þýðumönnum þess eru frjáls skoðaniaskipti innan flokkanna sjálfra. Sá flokkur sem ganga verður fram fyrir skjöldu til að fylgja óhikað þeirri leið upp byggingar er fara verður, er þess ekki fæ,r án þess að hafa að bakhjarli bjargfast traust alþýðu manna. Sé traust henn ar efa blandið, kann svo að fara að þær mýju álögur, sem uppbygging óhjákvæmilega hef ur í för með sér, valdi fýlgis- hruni og skerði þannig áhrif flokfcsins til að fylgja hugsjón um sínum eftir. Hann verður ekki eins v,el undir átök bújnn og mun frekar skáka sér hjá að taka ýmsar óvinsælar ,en nauð synlegar ákvarðanir. Fyrsta skrefið til að vinna Iþetta tr aust' er að sýna fulla hreinskilni varðandi öll flokksstörf og á- kvarðanir. Öll átök innan flokks ins eiga að koma fram í mál- gagni hans. Barátta 'hinna innri afla stendur um það hver skuli fara umboðs fólksins og liver er færori að dæma um það en fólk ið sjálft. Ég vil því hér telja upp æskilegar breytingar og nýj ungar sem stuðla munu að bættari tengslum flokksforyst. unnar við almenning. Flokksforystan. gangj fram í að hvetja unga menn, seni hyggja á flokksframa, jafnvel krefjast af þeim, að þeir riti skoðanir sínar og tillögur til úrbóta í flokksblaöið og rök- styðji þær. Skoðanir þessar iað kunna að ýmsu leyti að vera andstæðar, en einmitt það er leiðin til að vekja almennan á- liuga á gangi- þjóðmála. Það má einnig vera öllum kunnugt að hver einstaklingur stendur og fellur með eigin skoðunum og ætti það að ver.a hverjum manni metnaður að standast þá raun. Ekkí mun heldur þörf á að borga mönnum slíkt fram- lag, enda ber sú krafa ekki vott um sannan baráttuvilja. Gefa verður leikmönnum auk jnn kost á að koma skoðunum sínum á framfæri í málgagni flokksins. 'Það skiptir hér alls ekki höfuðmáli hvort Iþær eru í öllum tilvikum nothæfar, eða raunhæfar, heldur 'hitt að get'a verður fólki kost á iað dæma um það sjálfu. Það verður sjálft að fá tækifæri til að hrekja var hugaverðar tiUögur og gera sér Ijósa galla þeirra. Það verður með öðrum orðum að hætta að hugsa fyrir fólkið í flokknum og mæla fyrir þess munn. Annars mun fólk á erfiðleikaköflum vakna við vondan draum og tfyrstu viðbrögð þess eru þan, að1 álíta sökina liggja hjá þejm sem um stjómvöldinn hélt. Þegar fólk er haft að leiðifífl- um hlýtur óhjákvæmilega að fara svo. Að vísu vilja margir halda því fram að leikmönnum sé, vegna ókunnugleika og skorts á sérþekkingu, um megn að skyggnast til botns í hinum einstöku þáttum þjóðmálanna. Þetta kann í sjálfu sér að vera rétt, e,n þá er einkum um að kenna rangri stefnu þeirra, sem með yfirstjórn þeirra mála fara. Það er þeirra verkefni að halda áhuga þjóðarinnar vakandi, engu ■ síður en áhuga stjórn- málamannanna. Einnig skal tek ið tillit til þess að sérfræðing um er gjarnara að leggja meivi áherzlu á sérsvið sitt og umbæt ur á því, en heppilegt er, og raska þannig þvi jafnvægi sem þjóðarheildin vérður að tileinka sér. Þetta atriði 'hefur reynslan glögglega Sannað á .atvinnuveg um okkar undanfarin 'ár. Ég hlýt því að telja hugmyndir leik manna um lausn vandamálanna mun óhlutdrægari og meir í þjóðarhag, og eigi sem slíkar fulian rétt á sér. Séu þær rana ar eru þær augljós hvati fyrir sérfræðinga, sem þá koma frem ur fram með athugasemdir og útskýringar heldur en ,ella. í í málgagni flokksins á flokks forystan aff marka afstöðu sína til þess, sem efst er á baugi í þjóffmálum, og svará spurning- um flokksmanna Þar að lútandi. Það vantar mikið á að þeir, sem fara með umboð fólksi-ns, geri því fulla grein fyrir ollum þeim aðalatriðum, sem liggja tii grundvailar teknum ákvörðun- um. Og það er ekki inóg að þeir geri það ,í lausum dráttum og með handahófskenndum til vitnunum, heldur verða þeir að leggja fram heilsteypta mynd af ástandinu eins og það er hverju sinni, og á hinn bóginn hvernig það mun breytast ef farið verður -eítir tillögum þeirra. Þeir verffia síðan að leysa úr spurningum flokks- manna, svara gagnrýni þeirra, og upplýsa öll þau atriði er ó ljós kunna að vera. Er einhver sá meffial lesenda minnia sem á- lítur núverandi ástand í þess- um málum fullnægja fróðleiks- og þátttökuþörf tfólksins? Að lauslega sé isagt frá því að þingmenn flökksins 'hafi lagt fram á Alþingi frumvörp, að inntak þeirra og meginástæður séu þurrlega upptaldar, og þar við látið si<tja. Hvernjg getur sá maður ætlazt til að fólkið geti veiitt flokki sínum raunhæf an stefnu-sfcuðning, þegar hans er mest þörf? Forystugreinum æfti einnig að beina inn á þrengri tfarveg og ná þannig meiri knafti. í þeitn ætfci ekki að ræffia almennt um eitt eða annað, án þess að benda á beinar ákveðnar leiðir til úr bóta, og breytingar í smáatrið um. í sambandi við forystu- greinar vil ég leinnig benda á, að engri ríkisstjórn, sem situr við völd í umboði meirihluta þjóðar, er af henni æfclað að eyða sínum dýrmæta fcíma og orku í haldlausar Mítur við minnihluta stjórnarandsítöðu um ýmis atriði liðinna ákvarðana. Athygli. hennar á að beinast að nútíð og framtíð, þar eð dóm ur alþýðunnar mun byggjast á þeim skrefum, sem stigin eru fram á við, en .e'kki aftur á bak Á sama bátt mun stjórnarand staða lítið bera úr býfcum fyrir að vaða elginn um fortíðina, ef hún á engin tframtíðariirræði í pússi sínu. Þessu tel ég að gefa ætti ríkari gau,m í skrifum allra flokksmanna. ,Þaff nýmæli verffi upp tekiff, aff prentaðir verff| bæklingar meff greinargerffwn um mikil væg mál, sem flokkurinn þarf aff taka afstöffu til. Þar verði fjallað um allar hliðar hvers efnis á sem hlutlausasfcan hátt og opinber atfstaða flokksins ekki nefnd. enda kæmi hún fram í mál gagnj hans. Slík nýbreytni mun ýta mjög undir áhuga manna, þar sem bæklingar þessir væi'u Framhald á 10. síðu. RONALD ÖGMUNDUR SÍMONARSON, höfundur þesarar greinar, er 23 ára gamall Reykvíkingur og starfar h]á Flugfélagi íslands- Hann hefur ekkl áður látið til sín heyra á opinberum vettvangi, en nýlega fékk Alþýðublaðið frá honum til birtingar tvær grein- ar um efni- sem hljóta að vera ofarlega á baugi. Önnur þessara greina birtist nú í dag, en síðari greinin verður birt í Alþýðu- blaðinu á sunnudaginn. Hún nefnist SKYLDUSPARNAÐUR TIL AÐ BYGGJA UPP STÓRIÐJU, og þar setur hann fram athyglisverða hugmynd um myndun fjárfestingarsjóðs sem notaður verði til að auka fjölbreytni íslenzks atvinnulífs.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.