Alþýðublaðið - 23.02.1969, Síða 4

Alþýðublaðið - 23.02.1969, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLABIÐ 23. febrúar 1969 „Sækir að mér sveina val" Beinakerlingavísur voru algeng- ar í gamla daga. En beinakerling- ar voru ýmsar vörður kallaðar, einkum á fjallvegum. Skáldmæltir ferðamenn settu gjarnan saman vísur, stungu í legg og skildu eft- ir í vörðunum. Voru þær ætlaðar þeim, er næstir fóru um veginn á eftir, og venjulega ortar í stað kerlingar. Beinakerlingavísurnar voru yfirleitt ekkert penpíulegar að efni eða orðfæri, frekar hið gagnstæða. Eftirfarandi vísa er 'kveðin í orðastað beinakerlingar- innar, sem ennþá stendur við suð- urmynni Kaldadals og margir ’ hafa eflaust veitt athygli á ferðum 'sínum: 1 Sækir að mér sveina val, sem þeir væru óðir. Kúri ég ein á Kaldadal. Komið þið, piltar góðir! Þessi á aftur á móti að vera ort um biskpp, sem fór urn veginn og staldraði við hjá kerlingu: Geðið mitt hann gladdi sjdkt, ' gamla hressti æru. Hvað hann gerði það hægt og mjúkt! Hafi hann þökk og æru! ★ Efnið í næstu vísu er sótt í Njálu, eins og flestir munu við kannast, en ekki veit ég, hvort það er dr rímum eða annarrar ættar. En gömul mun vísan. Þegnar riðu á Þríhyrningsháls, þaktir brynju og skjöldum. Allir komu óvinir Njáls nema Ingjaldur á Kjöldum. ★ Olína Andrésdóttir skáldkona yrkir um fjörðinn sinn á góðviðr- isdegi: Sé ég landið hljótt og hlýtt handaband þitt strjúka, heyri þig anda undurblítt upp við sandinn mjúka. Og friðarboga faðmlags til faðminn toga bláa, glampa og loga af ljósi og yl lygna voga gljáa. Skín í heiði himins frítt, heldur á leiðum vörðinn, lætur greiðast ljúft og blítt ljós inn Breiðafjörðinn. ★ Sr. Einar Friðgeirsson á Borg kveður á þessa leið: Augun tapa yl og glans, ástin fegurðinni, ef að bezta brosið manns botnfrýs einu sinni. ★ Jóhannes Jónasson í Hlíðarseli í Fellum yrkir um ónefndan bæ: Siði hérna sízt ég spyr um, sannleiksgögnin að mér streyma: Þar sem grasið grær að dyrurn gestrisnin á ekki heima. ★ ísleifur Gíslason á Sauðárkróki hefur samúð með Ingu gömlu: Vorkenni ég veslings Ingu að verða að þagna í dauðanum! Af tómri mælgis tilhneigingu talar hún upp úr svefninum. ★ Kolbeinn Högnason i Kollafirði yrkir þessa dýrt kveðnu vísu: Syrtir, þéttir, hylur, hrín, hreytir, skvettir, fyllir. Birtir, léttir, skilur, skín, skreytir, sléttir, gyllir. ★ Þessi staka er líka eftir Kolbein: Leitt við arg um lífdaga láni fargar hryggur; undir fargi örlaga illa margur liggur. .1 þessari vísu eru líkingarnar augsýnilega sóttar í taflið, en höf- undurinn er .Hjörleifur Jónsson. Illt er að brúka í ástum kák, ekki er gott að vaða reyk, ef að svanninn segir skák, svo er mát í næsta leik. ★ Þorsteinn F.rlingsson orti þessa vísu til Jóhannesar Nordai ís- hússtjóra: Ætlarðu að muna eftir mér einhverntíma, kæri, ef að ganga af hjá þér ung óg falleg læri. ★ Guðni átti níu dætur. Þar kom, að ein gifti sig og hvarf úr föður- garði. Þá kvað Káinn: Nú á Guðni aðeins eftir átta dætur; sá hefur nóg sér nægja lætur. ★ Orn Arnarson kveður í hinurn gamla góða rímnastíl: Dansinn tróðu teitir þar tóbaksskjóðu bjóðar; hnjáskjóls tróður hýreygar hlupu á glóðum rjóðar. Tvenns konar skynjun Eitt af því, sem hefur gert menntamenn Iiðinnar aldar fráhverfa trúarbrögð- um, er sá einkennilegi klofningur, sem orðig hefur í hugsun mannkynsins Raunvísindamenn liðna tím ans 'höfðu sínar aðferðir og sín tæki, og niðurstöður þeirra voruj notaðar sem undirstaða undir nýja lífs- sýn, etjns og ekkert gæti ver ið til utan við það, eem þessar aðferðir og tæki ná til. Forsendan fyrir þessum hugmyndum var sú, að 'hugsun mannsins ætti að vera og gæti verið „sjálfri sér samkvæm" í öllum hlut um, og þannig ætti tilveran einnig að vera, séð með augum mannrúns. En svo kemur það allt í einu fram við öreindarannsóknir, að hægt er að sjá og mæla sama fyrirbærið með tvenn um hætfi. Það má ganga út frá því, að Ijósið sé bylgjur í einhverju, sem enginn veit þó hvað er, en svo undar- lega ber- við, að huSsi menn sér ljósið sem langa runu af smáögnum, verður niður staðan h n sama. En það er ómögulegt að ganga út frá hvoru tveggja í einu. Hér er ekki um að ræða and- stæður, heldur eins konar tvískynjun hins sama fyrir- bæris. Allir hugsandi menn ættu að geta ’fagnað yfir því, að raunvísindin eru komin inn á þesfar brautir, því að það er ekki langt síðan raun vísindm réðu allri veraldar sýn, og gera að miklu leyti enn. Hins vegar er þessi tví skyniun alls engin nýjung í túlkun trúarbragðanna. Hún kemur meðal annars fram í Passíusálmum séra Hallgríms. Þar er annars vegar talað um guð sem strangan dómara, en hins vegar sem fyrirgefandi föð- dr. Jakob Jónsson tóö pregí mmfm ur. Hvort er hann? Jón Vídalín hefur aðallega fyrra viðhorfið. Nútíma- prestar hið síðara. Þó niá 'hvorugu.r þáttúrinn bera hinn algerlega ofurliði. Trúarsálfræðingar benda á þá staðreynd, að sami* maðurinn getur skynjað tila veruna með tvennum hættj(§ til skiptis. Stundum hefur hann skyn raunvísinda- mannams, þar sem eitt leið ir af öðru samkvæmt rök- réttum lögmálum. Stundum greinir hann atburði og fyr irbæri iem opinberun um vilja eða viðhorf guðs. Rau.nvísindamaður sérÞ í krossi Krists ekki annað en aftökutæki úr sérstöku efni og af ákveðinni gerð. Trúmaðurinn skynjar í brossinum tákh guðlegrar elsku. Hvorugur þáttur skynjunarinnar má vera al gerlega einráður í hugsun mannsins. Ha£i ég ein- göngu 'hið raujnvísindalega sjónarmið, verður kroesfest ing Krists ekki annað en sögulegur atburður, án nokk urrar æðri merkingar. Hafi ég eingöngu hugann við táknjið og mlerkingu þess, hverfur mér u,m leið sú hugsun, að guð hafi opin- berað eilífa elsku sína í raunverulegu lífi mannkyns ins á þeasari jörð. Einu sinni voru menn hræddir við að viðurkenna hina furðulegu tvískynjun. Og sá tvú'kinnungur, sem um skelð hefur átt sér slað í menningu vorri, á rót sína að rekja til þess, að bæði meðal heimspekinga og trú fræðinga var stöðugt verið að heimta annað hvort eða. Annað hvort áttá að sjá tii- veruna alltaf með augum raurivísindamannslns, eða alllaf með augum trúmanns ins. Og hvor ifyrir sig reif í hárið á hlnum vlð öll tæki færi. Nú er vonin, að oss lærist að viðurkenna~ tví- skynjun og afleiðingar henn ar, ekki aðeins innan eðlis- fræðinnar, heldur í skynj- un tilverunnar yfirleitt. Margt ber , vitni um dýpri skilning á þessu heldur en áður var. Jakob Jónsson. •0 Bó'khald Reikningsskil Þýðingar Sigfús Gunnlaugsson Cand. oecon Laugavegi 18 III Sími 21620

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.