Alþýðublaðið - 28.02.1969, Síða 3

Alþýðublaðið - 28.02.1969, Síða 3
Vísitala bíður dubóta Ástæða bcsSj að vísitala framfærslukostnaðar fyrir febrúar byrjun hefur enn ekki verið birtj er sú, að einn liður henn- ar hefur enn ekki verið fastákveðinn. Eru það fjölskyldu- bætur en fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um 10% hækkun á þeim, og telur kauplagsnefnd sdg ekki geta reiknað út vísi- töluna fyrr en afgreiðslu þess máls er lokið á Alþingi. Hins vegar hefur nefndin veitt fulltrúum launþega og vinnuveit- enda allar þær upplýsingar um framfærsluvísitöluna, sem þeir 'hafa óskað efth'. Kauplagsnefnd og Hagstofa Is- íands sendu í gær út sameiginlega fréttatilkynningu urn þetta atriði, og fer hún hér á eftir: „Vísitala framfærslukostnaðar í febrúarbyrjun 1969 hefur ekki enn vrið birt, en venja er að tilkynna hana tveimur til þrem vikurn eftir verðupptöku. Astæðan fyrir þessu er sú, að ekki er unnt að reikna einn þýð- ingarmikinn lið vísitölunnar, þ.e. fjölskyldubætur, fyrr en fjárupþ- hæð þeirra til bótaþega hefur verið ákveðin af Alþingi. Samkvæmt frumvarpi um hækkun á bótum al- mannatrygginga, sem Alþingi fjall- ar nú urn, ,eiga fjölskyldubætur að hækka um 10% frá og með árs- byrjun 1969, og verður að sjálfsögðu að taka tillit til þessarar breytingar — -ef til hennar kemur — við út- reikning á febrúarvísitölu 1969. Þó að horfur muni vera á, að frum- varp þetta verði samþykkt óbreytt, verður Kauplagsnefnd að halda fast við þá' starfsreglu — sem hefur fylgt frá upphafi — að ganga ekki frá framfarsluvísitölunni fyrr en endan- legar verðupplýsingar liggja fyrir um alla liði hennar. Af þessum sök- um verður febrúarvísitalan ekki birt fyrr en séð er, hver verður af- I ramhaldrá: 4. siðu. Þúsundir bóka á niðursettu verði Beykjavík VGK Árlegur bókamarkaður Bóksalafélags íslands hefst í dag kl. 9 f.h. í nýbyggingu ISnskólans á Skólavörðuholtl. Á markaðnum eru þúsundir bókatitla; samsafn gamalla og nýlegra bóka. Engin bók á markaðnum er þó yngr'j. en fjög- urra ára. Bóksalarnir Lárus Blöndal og setningu markaðarins. Oliver Steinn, Jónas Eggertsson hafa séð um upp- bóksali, sagði á blaðamannafundi í -----------------------:----------------------------------------------4 272 þúsunda ávísanasvik Reykjavík — ÞG. I fyrrakvöld var rannsóknar- lögreglunni tilkynnt frá einum bank anna í borginni að maður nokkur hefði selt ávísanir fyrir grunsamlega háa upphæð. Við rannsókn kom í Ijós, að ávís- anirnar voru úr stolnu hefti sem gefið er út af bankaútibúi úd á landi. Hafði maðurinn selt þessum eina banka ávísanir fyrir 272 þús. kr., en ekki er enn vitað, hvort liann hefur selt ávísanir í fleiri bönkum. Maðurinn hefur haft snarar hend ur, er hann hafði aflað sér fjár, því að á þriðjudagskvöldið tók hann sér far með flugvél til Luxemborg- ar. Ekki var unnt að fá gleggri upp- lýsingar hjá rannsóknarlögreglunni, en ráðstafanir eru nú gerðar til þess að fá aðstoð lögreglunnar í Luxemburg við að leia mannsins og handtaka hann. gær, að þetta væri 9. markaður Bóksalafélagsins. Hinir markaðarnir hefðu allir verið haldnir í Lista- mannaskálanum og söknuðu bóksal- ar þess húss, sem nú væri á brott. Hefðu bóksalar fengið inni í ný- byggingu Iðnskólans og hefðu for- ráðamenn skólans sýnt þeim einstak- an velvilja. Jónas Eggertsson gerði lítillega grein fyrir þeim bókum er á boð- stólum væru. Sagði hann að árlega hyrfu hundruð bókatitla af mörk- tiðunum. Bækurnar eru flestar % niðursettu verði en aðrar á sama verði og hjá forlögunum. A það helzt við um nýlegar bækur. Nokkrir fágætir titlar eru á mark- aðinum. Má þar nefna söguritið Blöndu, sem ekki hefur sézt lengi á boðstólum. Verður það til sölu í heild á markaðinum. Bókunum er skipt niður á borð- unum eftir efni. Má þarna líta ævisögur, þjóðlegan fróðleik, skáld- sögur innlendar sem erlendar, Ijóð, barnabækur, skemmtirit o. fl. I dag verður markaðurinn opinn frá kl. 9—22 og á rnorgun frá kl. 9—6. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 28. febrúar 1969 3 Lokub veiðisvæði Myndin sýnir veiðisvæði sem lokað hefur .verið sam,- kvæmt lögum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns. ins og lögum um bann gegn veiðum með botvörpu og flot- vörpu með síðari breytingum. Að öðru leyti er vísað á aug- lýsingu frá sjávarútvegsmálaráðuneytinu, sem kemur í Al- þýðublaðinu. Sfúdentar vílja kjósa rektor Reykjavík — ÞG. f gærmorgun héldu stúdentar geysifjölmennan fund i anddyri Háskólans,_ Við náðum tali af formanni stúdenta-' ráðs, Höskuldi Þráinssyni, þar sem liann var við lestur niðri j á Landsbókasafni, og spurðum hann, hverjlr hefðu staðið fyrir; fundinum, og hvert hafi vedið tilefni hans. Ólafur Guðnrundsson, formaðurj Stúdentafélagsins bar fram þessa; tillögu, og var hún síðanaiædd, og'; samþykkt í lok fundarins. Tillagan; var þess efnis, að fram fari almenn- ar kosningar rneðal stúdenta um, Framhald á 9. síðu. — Þessi fundur var haldinn sem almennur félagsfundur Stúdenta- félags íslands, þar sem borin var fram tillaga til stuðnings tillögu stúdentaráðs við háskólarað um aukin áhrif stúdenta á stjórn Há- skólans og þátttöku í rektorskjöri. BÚKAMARKAÐUR Bóksalafélags íslands Hinn árlegi bókamarkaður hefst í dag í Iðnskólanum við Skólavörðutorg Opið í dag frá kl. 9 f.h. til kl. 10 í kvöld. 1

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.