Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 1
DAGUR jcemur út á hyerjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhseðir). A f g r e i d s lan , er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. X. ár. Framtíð bæjanna. Sú skoðun mun vera að ryðja sér til rúms, að þjóðin haí'i á síð- ustu áratugum yfirbygt landið að þorpum og hæjum. Ástand alls landsins er í þessu efni að verða eins og þeirrar jarðar, sem er »yf- irbygð« af dýrum húsurn en hefir landkosti lítt bætta, þýft tún, ó- ræstar engjar og snöggar, en ógirt beitilönd. Jörðin fraimfleytir ekki nægilega stórum bústofni, til þess að standa straum af byggingalán- inu auk annars tilkostnaðar. Kall- að er, að á slíkum jörðum sé óbú- andi, af því að þær séu »yfirbygð- ar.« Nýbygðin á ströndum landsins er að iangmestu leyti risin upp á tímum hækkandi verðlags og stíg- andi gróðahyggju landsmanna. Telja má að hún sé knúin fram af æstri og forsjálausri sókn eftir auðæfum úr skauti sjávar. Þjóðin hefir lagt í sölurnar óhemjumikið fé og hún hefir reynt mjög á láns- traust sitt, til þess að afla sér ný- tízku veiðitækja. Alt slíkt er keypt háu verði og sumt hæsta verði, þegar verðlag náði hámarki. Síðan hefir verð framleiðsluvaranna fallið. Ástand nýbygðarinnar við sjóinn er orðið hið sama og hinnar »yfirbygðu« jarðar. Framleiðslan hrekkur ekki til að bera uppi hin dýru tæki og hús frá uppgangsár- unum. Dýrtíðin í landinu á að miklu rót sína að rekja til þessara stað- reynda. Af því að þjóðin var for- sjárlaus og um of kappsfull á gróðaárunum, varði hún gróða sínum í ný tæki og til þess að full- nægja auknum lífskröfum. Þess- vegna situr hún nú uppi með ó- greiddar stofnskuldir nýbygðar- innar og útgerðartækjanna, en lækkandi tekjur. Og húsaleigan miðast við hinn afarháa byggingarkostnað dýrtíð- aráranna, þegar sem mestur vöxt- ur hljóp í nýbygðina. Leigu eldri húsa er haldið nálega til jafns við leigu hinna nýju. Þannig verkar verðlag öfgaáranna, gegnum húsa- leiguna, á afkomu og hag almenn- ings, ekki sízt í Reykjavík, og á mikinn þátt í að viðhalda dýrtíð- inni. Á hraunkömbunum við Hafnar- fjörð voru eitt sinn reist 40 hús á Akureyri, 8. 6 vikuim. Þannig hefir nýbygðin tekið á sig brag guliæðis. Hún hef- ir sumstaðar ekki stuðst við annað en stundarástæður, hvarflandi at- vinnurekstur og óskynsamlegar vonir. Þannig hefir landið yfir- bygst og nýbygðin hvílir víðast hvar á »hvikum grunni« óvísrar veiði og óvissrar sölu. Framtíð þjóðarinnar veltur að mjög miklu leyti á því hversu ræðst um framtíð bæjanna. Tvö verkefni blasa við sem leysa þarf á næstu árum. Annað er að lækka útgerðarkostnaðinn með því að koma til leiðar notkun ódýrari veiðitækja og hagnýta þau á sam- vinnugrundvelli. Hitt er að undir- byggja framtíð bæja- og sjávar- þorpa með aukinni ræktun á ströndum landsins. -----o----- H e i I s u h æ 1 i ð. Ragnar ólafsson konsúll, for- maður Hei'lsuhælisfélagsins var með Botníu frá Reykjavík. Hafði hann rekið þar ýms erindi fyrir heilsuliælismálið. Stærstu fréttir af málinu eru þessar: Stjórnin hafði við undirbúning fjárlaganna gert ráð fyrir fjár- veitingu til reksturs hælisins og að fengnu samþykki þingsins á þeirri ráðstöfun, er þar með við- urkent að hælið skuli rekið á kostnað ríkissjóðs og undir umsjá ríkisins eins og önnur slík' sjúkra- hús landsins. Fyrir milligöngu landlæknis og formannsins gekk fjárveitinga- nefnd Nd. inn á að taka upp á fjárlög 56 þús. kr. loka-fjárveit- ingu til byggingarinnar. Nái það fram að ganga, verður fjárveiting ríkissjóðs til stofnkostnaðar orðin 256 þús. samtals og hefir Heilsu- hælisfélag'ið skuldbundið sig til að leggja annað eins fram á móti. Er fastlega gert ráð fyrir að sú á- ætlun standist. Þessi mál virðast hafa mikinn byr í þinginu. Formaður Heilsuhælisfélagsins hélt á sinn kostnað samsæti í Rvík nokkrum mönnum, sem hafa, stöðu þeirra vegna og af áhuga, átt þátt í því, að hrinda málinu fram við þing og stjórn og á annan hátt. Meðal gestanna voru Jónas frá apríl 1927. Hrifiu, atvinnumálaráðh., land- læknir, húsameistari, vegamála- stjóri, formenn fjárveitinga- nefnda beggja deilda, þingm. Ak- ureyrar o. fl. Hefir formaðurinn þannig fyrir hönd félagsins, vott- að þessum mönnum þakkir fyrir •stuðning þeirra við málið og er á- stæða til að viðurkenna það og þakka. -----o---- Iðnaðarframfarir. i. Garnaverkun Sambandsins. Árið 1919 stofnaði félag í Ame- ríku garnaverkun í Reykjavík. Maðurinn, sem stofnsetti fyrir- tækið fyrir hönd félagsins, hét E. J. Curry. Árið 1921 keypti þýzkt félag garnaverkun þessa og rak iiana i 4 ár. En í fyrra keypti Samband íslenzkra samvinnufé- laga áhöldin, bygði nýtt hús handa þessu fyrirtæki og rekur nú garna- verkunina með auknum krafti. Stendur fyrirtækið undir stjórn útflutningsdeildar Sambandsins. Þarna eru til jafnaðar á ári verkaðar garnir úr um 250 þús. fjár. Veltan er alt að 300 þús. kr. og veitir fyrirtækið atvinnu 38 manns, þar af 4 karlmönnum auk forstöðumannsins. Unnið er á þeim tíma, sem skortur er á at- vinnu yfirleitt. Greidd vinnulaiun eru um 35 þús. kr. á ári. Forstöðumaðurinn heitir Ari Eyjólfsson, ágætur maður. Hann er ættaður úr Reykjavík. Hann lærði garnaverkun hjá Carry þeim, sem fyr var nefndur og hef- ir veitt fyrirtækinu forstöðu síð- an Carry hvarf frá. Hið nýja garnaverkunarhús Sambandsins er um sumt frumlega gert og að fyrirsögn Ara. Verkbrögð eru prýðileg, regla ströng og átsund- 'un mikil, enda verður svo að vera, þar sem hönd tekur við af hendi og töf á einum stað orsakar frek- ari tafir. Sérstaklega var það eft- irtektarvert, að verkafólkið talaði elckert orð umfram \sað, sem nauð synlegt var vegna. vinnunn'ar. Garnirnar verkaðar eru fluttar út, einkum til Þýzkalands og Eng- lands og hafðar til pylsugerðar. Þykja þær herramannsréttur. 14.-15. bl. Vinum og vandamönnum til- kynnist aö konan mín Kristjana Gunnarsdótiir andaðist á Laugar- nessjúkrahúsi 5. þ. m. Tréstöðum 6. apríl 1927. Halldór Árnason. Innilegt þakklæti til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlut- tekningu við andlát og útför Jósefs Jónssonar ökumanns. Eiginkona og börn. Næsta stig í þessari iðnaðarvið- leitni er að hagnýta garnirnar til pylsugerðar innan lands. Slímið sem vei'kað er úr görnunum er fyrirtaks áburður. Hér er um stórmerkilegt fyrir- tæki að ræða. Vei'ðmæti, sem áður vai'ð að litlum eða engum notum, er nú hirt og hagnýtt sauðfjáreig- endum til hagsbóta og landinu til aukins álits og þrifa. Verður síðar skýrt frá gærurotun Sambandsins. Bæði þessi fyrii-tæki eru liðir í samvinnu landsins, þar sem telja má að gengið sé inn á framleiðslu- svið. Þau ei’u byrjunarspor á þeirri leið, sem vei'ður ruddur vegur þegar stundir líða fram, og almenningur í landinu vaknar til ljósari skilnings um blessun og mátt samvinnunnar. II. Kaffibrensla Reykjavíkur.. Árið 1922 stofnaði Pétur M. Bjarnarson Kaffibrenslu Reykja- víkur og árið 1924 hóf hann kaffi- bætisgerð. Nefndi hann kaffibæti sinn »Sóley«. Kaffibœtisgerð þessi hefir, eins og fleiri því líkar ný- myndanir í landinu, átt nokkuð ei'fitt uppdráttar í hyi'jun. Kaffibætisgerð er um efnasam- setningu og vinnuaðferðir einfald- ari en margur myndi ætla. Þó urðu á nokkur missmíði fyrst í stað og komst nokkuð af gallaðri vöru á markaðinn. Þetta varð til- finnanlegur hnekkir og sem þessi vara býr að enn í dag í meðvitund og ímyndun sumi'a manna. Þrátt fyrir það, að síðan hefir fyrir at-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.