Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 4

Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 4
 54 »AQU* 14.-15. tbl. Framsögumaðurinn giskaði á að kostn- aður við útgáfuna mundi verða um 3000 krónur; en mikið af þeim kostnaði mundi fást upp úr sölu ritsins. Af framan- sögðu verður það tvennt séð. í fyrsta lagi, að við vorum ekki bráðlátari í minningarrit, hver svo sem skrifaði það en svo, að vildum bíða í 10 ár og áttum við þá ekki okkur vitanlega »í höggi við höfund þess« og datt heldur ekki í hug að það ætti að verða bitlingur handa Jónasi Þorbergssyni. í öðru lagi stóðmn við í þeirri meiningu, eftir því, sem framsögumanni fórust orð á fundinum að ritið yrði selt en ekki gefið. Það næsta, sem við vitum um þetta rit, er það að við sjáum í Degi einhvern- tíma í sumar að ritið væri komið út og Jónas Þorbergsson hefði samið það. Enda þótt við þættumst vita að ritið gæti að ýmsu leyti verið nýtilegt þó Jón- as hefði samið það, skal það játað að við mistum fremur löngun til að eignast það, því við höfðum talið sjálfsagt að fleiri menn yrðu fengnir til að skrifa í það og ritið yrði á þann hátt fjölbreytt- ara og læsilegra, en þó einkum og sérí- lagi að það yrði áreiðanlegra heimildar- rit fyrir seinni tímann, ef það væri skrifað af mönnum sem væru félaginu gagnkunnugir af eigin reynslu fyr og síðar, en það teljum við mestan kost slíkra rita, sem þessa, að þau séu skrif- uð af óhlutdrægni og skilningi á sögu félagsins. Það stoðar lítið þó teknir séu upp »atburðir og staðreyndir« ef dregn- ar eru ramvitlausar ályktanir útaf öllu saman fyrir ókunnugleika og van- þekkingu. Þrátt fyrir þennan galla á undirbún- ingi ritsins frá okkar sjónai-miði hugð- um við að eignast ritið svona við hent- ugleika, en þá upplýsið þér, hr. ritstjóri, að því sé útbýtt gefins, enda höfum við nú báðir fengið það, þó að þér, sem höf- undur ritsins sýnduð okkur eigi þá kurt- eisi, að senda okkur það við fyrsta tæki- færi, sem trúnaðarmönnum félagsins. Nú höfum við loksins haft tækifæri til að blaða í ritinu og þar, sem við höf- um svo dæmalaust gaman af myndum, byrjuðum við á að skoða þær, sjáum við þá okkur til mikillar undrunar að það flytur myndir af öllu starfsfólki fé- lagsins, nema endurskoðendum. Þetta þótti okkur einkennilegt, að ekki skyldu vera þarna myndir af endurskoðendum, einsog stjóm félagsins og slátrurum, sem þó mun hafa verið ætlast til í fyrstu, áttum við dálítið erfitt með að átta okkur á, hvemig á þessu mundi standa, hjá öðrum eins smekkmanni og Jónasi Þorbergssyni. Ekki gátum við skilið að höf. teldi okkur endurskoðendum væri misboðið, þótt mynd af okkur væri send útí ver- öldina í svo frægu ritverki, sem hefir það fram yfir flest mannanna verk að vera dæmt »óaðfinnanlegt« eftir sögu- sögn höfundarins sjálfs. Því síður gat okkur dottið í hug að höf. hefði þótt ritinu misboðið þó teknar hefðu verið myndir uppí það, af svo háttsettum mönnum í félaginu, sem endurskoðend- um. Sist af öllu kom okkur þó til hugar, að hlutdrægni höf. væri þessu valdandi, þar, sem hann var að vinna hér trúnað- arstarf fyrir K. E. Við gáfumst upp við að ráða gátuna. Þessi vonbrigði hefðum við eigi sett svo mjög fyrir okkur, ef önnur verri liefði eigi á eftir farið. Við höfum sem sé hverg'i í þessari heillögu bók fundið þann rnikla fróðleik, sem þér hafið ver- iö að ávísa okkur, og talið okkur svo »gagnlegan« því það sem rétt er farið með í ritinu er okkur kunnugt um áður, þar sem við höfum, sem endurskoðend- ur félagsins um mörg ár, haft aðgang að bókum þess og annar okkar verið bú- settur í héi'aðinu allan þann tíma, sem félagið hefir staðið og starfað, og því haft beztu aðstöðu til að kynnast starf- semi þess, frá því fyrsta og fram á þennan dag. Skoðun okkar er því enn su sama og hún var á síðasta aðalfundi, að skaðlaust hefði verið fyrir félagið, þó útkoma minningarritsins hefði dreg- ist um nokkur ár, enda mun sú skoðun nokkuð almenn meðal félagsmanna K. E. að yður hafi meira legið á ritlaun- unum( en félaginu á ritlingnum. 9) 9) Þegar framkvæmdastjóri félagsins fór þess á leit við mig að eg' tæki að mér samningu ritsins, lét hann þess ekki getið, að til útgáfunnar væri stofnað, til þess að láta mig hafa bitling. Hafi svo verið, er mér ókunnugt um það. Vísa eg því þessari sneið áleiðis til réttra hlutaðeigenda. Þá vísa eg og' af höndum mér allri á- byrgð á vali mynda í ritið. Um það átti eg og engar tillögur, enda var ekki spurður ráða. Þar sem eg' var ekki útgefandi ritsins, taldi eg' mér ekki bera, að senda »trún- aðarmönnum« Kf. Eyf. það. Hefði mátt virða mér slíkt til framhleypni og of- metnaðar. Mitt var að semja ritið, eins og eg hafði tekið að mér að gera, en ekki að sjá um útbýtingu þess. Þar sem að þeir félagar láta þykkju sína í framangreindum atriðum bitna á mér, þó óverðskuidað sé, fer að verða skiljanleg drýldni þeirra og andstygð á minningarritinu. Bætist og enn við veru- legt atriði. Þeir áttu von á því; að ritið yrði »skrifað af mönnum, sem væru fé- laginu gagnkunnugir af eigin reynslu fyr og síðar«. Seinna benda þeir á, að annar þeirra (Stefán) hafi »verið bú- settur í félaginu allan þennan tíma, sem félagið hefir staðið og starfað og því haft beztu aðstöðu, til þess að kynnast starfsemi þess o. s. frv.« Kænleg bend- ing um, hvert stjómin hefði átt að snúa sér, er hún leitaði að manni til að semja ritið! í öðru lagi er þeim ekki sent ritið. í þriðja lagi byrja þeir á því að leita að myndum af sér í ritinu og finna þær þær ekki! Kunnugir vita, að Bjarni er ekki met- orðasjúkur, þó honum hafi orðið það á, að skrifa undir þessa sjúkdómslýsingu Stefáns á Varðgjá. Líklega er Stefán miklu meira lasinn af særðri metorðagirnd, heldur en menn gera sér alment grein fyrir. Þeir félagar gefa í skyn, að heimildir séu ekki rétt upp teknar í ritið, — sbr. ummælin: »að það yrði áreiðanlegra heimildarrit fyrir seinni tímann« og »því það sem rétt er farið með í ritinu o. s. frv.« — Skora eg á þá, að sanna dylgjur sínar, eða renna þeim niður að öðrum kosti og vera um leið berir að víavitundi rógmœlgi, Við héldum því fram í fyrri athuga- semd okkar, að K. E. hefði selt allmik- ið af vörum ágóðalaust undanfarandi ár. Um það atriði farast okkur þannig' orð: »Að K. E. hafi fylgt þeirri reglu undanfarandi ár, að selja ýmsar vörur ágóðalaust, og að sú verzlun hafi farið vaxandi á síðustu árum, og er það sönn- un þess, að framkvæmdarstjófi og stjórn féiagsins, sé okkur sammála um það, að slíkt sé í samræmi viö lög, grundvöll og anda félagsins«. Þetta segist þér »full- yrða að sé »rangt«, að þessi staðhæfing okkar sé »algei'lega ósönn«. Þetta leyfið þér yður að segja; þó þér hljótið að vita, eða getið fengið að vita, að fyrirliggj- andi reikningar félagsins hin síðustu ár, sanna það ótvírætt, að við förum hér með rétt mál. Getur hver félagsmaður, scm vill hafa fyrir því að líta í reikn- inga félagsins síðan 1922 sannfærst um þetta atriði. Látum við okkur því nægja með það, að vísa öllum yðar vaðli og skáldskap um þetta atriði heim til föð- urhúsanna á Sig'urhæðum þar, sem hann er tilreiddur.10) Ekki verðui' annað ráðið af ummæl- um yðar, en að framkvæmdarstjórn fé- lagsins, hafi brotið grundvöll, lög og anda félagsins í hvert skifti, sem hún hefir látið úti vörur með sannvirði, en til þess að veita henni nokkra uppreisn, Jeitist þér við að afsaka það háttalag' hennar með því, að sérstakar og knýj- andi ástæður hafi valdið; og teljið eink- um til »harða samkepni«. Ekki eru nú rökirr mörg, sem þér færið fram fyrir þessari skoðun yðar, svo ætla mætti að til þeirra væri sérstaklega vandað, enda eru þau sótt á djúpmiðin, þau eru tekin úr bókinni heillögu, sem kom út 19. júní s.l. eftir fjánnálafræðing Jónas Þor- bergsson, en á kostnað Kaupfélags Ey- firðinga, og hljóða þannig: »Fyrir árið 1919 var öll verzlun með byg'gingarefni á Akureyri í höndum kaupmanna. Á fundi félagsstjómarinnai' 22. febrúai' það ár kom mönnum ásamt um, að hér- aðsbúar ættu við óviðunanleg kjör að búa í þessari verzlunargrein. Samkvæmt upplýsingum, er fyrir lágu, taldi fram- kvæmdarstjóri félagsins sennilegt, að unt mundi vera, að útvega félagsmönn- um trjávið fyrir allt að þriðjungi lægra vorð en það tíðkaðist hér í bænum«. Svona er þá »sanikeppnin« óskapleg, sem rekur stjórn K. E. út í það forað, að brjóta grundvöll, lög og anda félags- Íns; að dómi Jónasar Þorbergssonar. Ekki tilgreinið þér á hvaða fundi hafi verið ákveðið að taka upp hina »hörðu samkeppni« með kol og salt, en »sama móli« segið þér að gegni um þær vöru- 10) Hér er því haldið fram, að reikn- ingai' félagsins beri það með sér, hverja skoðun stjórn og framkv xmdarstjóri hafa á þessum verzlunarháttum. Slíkt er heldur ógáfuleg ályktun. Eg mót- mælti því og' mótmæli því enn harðlega, að stjóm og framkvæmdastjóri telji kostnaðarverðsafhendingu í samræmi við grundvallarskipulag félagsins. Þetta hefi eg kynt mér. Vildi eg mælast til þess að þeir félagar geri slíkt hið sama. Gæti það forðað þeim frá, að verða oft- ar að athlægi fyrir vanþekkingu um höfuðatriði í grundvallarskipulagi kaup- félaga. tegundir. Geta nú háttvirtir lesendur séð, að liér er ekki að ræða um neina smáræðis samkeppni, þar sem ómögulegt sýnist, að leggja nema 30% á þessar vörur fram yfir venjulegt kaupmanna- verð. Svona vísindalegir fjármáladrætt- ir verða ekki gripnir upp úr bókum ó- valinna alþýðumanna! 111) Þá gerið þér yður beztu vonir um, að framkvæmdarstjóri og stjórn félagsins muni koma yður til hjálpar og að þaðan megum við eiga von á leiðréttingu. Þótt Við getum nú fyllilega búist við, að þér kunnið að verða hér fyrir vonbrigðum, og sannast sagt naumast sanngjamt af yður, að ætlast til hjálpar úr þeirri átt. Því þó stjórnin kunni einhvemtíma að hafa hjálpað yður út úr kröggum og' vandræðum, sem hún hefir talið að þér hafið stofnað til af skinsamlegu viti, er alls óvíst, að hún telji sér skylt, að hjálpa yður út úr öllum yðar kröggum og' vandræðum, einkum ef hún skyldi líta svo á, að stofnað væri til þeirra af óskinsamlegu viti; einsog við höfum nokkra ástæðu til að ætla að hér eigi sér stað, því »leiðir verða langþurfa- mennirnir«. En fari svo ólíklega, að þér getið hrært framkvæmdarstjóra eða stjórn félagsins til meðaumkunar, c-ða þér hafið ráð á þeim í þessu falli, þá látið þér þá koma. Við höfum svo oft átt tal við framkvæmdar.stjórn félags- / ins um þau málefni K. E., sem þýðingu hafa haft fyrir starfsemi þess, og aldrei haft illt af. — Þessu næst snúum við okkur að verð- lagningaraðferðinni. í fyrra andsvai'- inu segið þér. »Eg tel að verðlagsaðferð hvers félags sé grimdvöllur sá, sem það er rekið á.« Þetta leyfðum við okkur að telja »fáránlega kenningu« og nokkuð nýmóðins. Nú sjáum við hvert þér sækið þessa speki, þér sækið hana í minningar- ritið hans Jónasar er því ekki að undra þó fast sé haldið um þá heimsku. Við hröktum þessa skoðun yðar í fyrri at- hugasemd okkar og sýndum fram á með rökum, að álagningaraðferð lcaupfélaga, er einungis formsatriði en enginn grund- völlur. Þér gætuð fljótt og fyrirhafnar- lítið sannfært yður um að við stönduiíi ekki einir uppi með þessa skoðun, ef þér vilduð gera svo vel og halla aftur um st.und helgiriti Jónasar Þorbergssonar og opna í þess stað »Tímarit íslenzkra samvinnufélaga, sem skrifað er af okk- ar fróðustu og einlægustu kaupfélags- mönnum, og lesa hvað þeir segja um þessi boðorð. Til þess að lengja eigi um of mál okkar látum við nægja með að lýsa hér skoðun ritstjóra Jónasar Jóns- sonar í þessu efni. Hann segir (sjá Tímar. ísl. samv.fél. XIV. ár III. og IIII. hefti bls. 71 og 72), eftir að hann hefir skýrt frá því að félög þau( sem stofnuð voi-u hér á landi fram að 1900 11) Ekki geta þeir félagar hugsað sér að harðnað hafi sú samkepni, er leiddi til þeirra úrslita, að trjáviðarsalar hér í bæ, sem seldu áður með 30% hagnaði, hafa gefist með öllu upp og Kaupfélag Eyfirðinga hefir tekið nálega alla trjá- viðarverzlun í sínar hendur. Er ástæðu- laust að endurtaka rök þau, sem áður voru færð um þetta atriði. Þau voru í samræmi við þar um fengnar upplýsing- ar frá stjórn félagsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.